Morgunblaðið - 27.10.1985, Síða 36
36 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985
„ Jjessi aefcti ofo Kaldo. þér gangandi
á rnc&an 'eg tr í fríi."
&
Aster...
... langt hjart-
næmt hréf.
Með
morgunkaffinu
Þú nærð þessu aldrei með
F-dúrinn!
Hvað gerum við ef þeir
senda til okkar kveikjara?
HÖGNI HREKKVlSI
„\>AV Blt-A&'A /MEPAW VAR. V£*l9
AO „TOM/VIA OG J’E'NNA
r m
Hver
eru
börnin?
Á hverju sumri streymir
fjöldi erlendra ferðalanga
hingað til lands. Þeir koma
eftir ólíkum leiðum og hafa
mislanga viðdvöl og gera sér
ýmislegt til dægrastyttingar,
bæði í höfuðborginni eða úti
á landi.
Fyrir skömmu barst þýska
sendiráðinu hér á landi bréf
frá tveimur þýskum konum
er voru farþegar á skemmti-
ferðaskipi sem lá við bryggju
í Reykjavíkurhöfn 26.-27. júní
síðastliðinn.
í bréfinu segja þær frá því
að árdegis 27. júní hafi þær
farið í stutta gönguför um
miðbæ Reykjavíkur. Á horni
Skólavörðustígs, Baldurs-
götu, óðinsgötu og Bergstaða-
strætis hittu þær stúlku og
dreng sem þar voru að leik.
Þær smelltu af þeim með-
fylgjandi mynd og vilja
gjarnan að hún komist í
hendur barnanna. Ef börnin
vilja nálgast myndirnar geta
þau snúið sér til Velvakanda.
Vísindi og mannúð
Velvakandi.
Sammála er ég þeim sem líta á
það sem hræsni og viðleitni til
ósanninda að tala um hvaladráp í
vísindaskyni. Hræsni og ósannindi
eiga ekki heima þar, sem verið er
að leita sannleikans, en slík leit
hljóta öll sönn visindi að vera. —
En hér er einnig um mannúð að
ræða, en hún hlýtur ævinlega að
verða afleiðing þess, að komizt
hafi verið að hinu rétta. Ég vil því
hér taka undir það, sem Ingvar
Agnarsson sagði í sinni ágætu
grein, sem birtist í Velvakanda
Mbl. þann 21. sept. sl. Aflífun dýra
ætti aldrei að vera leyfileg öðruvisi
en án þess að valda langdregnum
og hrikalegum þjáningum.
Þorsteinn Jónsson
á Úlfsstöðum.
Víkveiji skrifar
Sjónvarpsauglýsingar Þjóðleik-
hússins hafa að undanförnu
verið mjög svo skemmtilegar. Nú er
meðal annars auglýst leikritið „Með
vífið í lúkunum" og er margt gott
um þá auglýsingu að segja sem
hinar. Einn ljóður er þó á, sem eru
blótsyrði, sem í henni eru.
Víkverji gengur þess ekki dulinn,
að blótsyrði eru ýmsum munntöm.
En þegar Þjóðleikhúsið kemur sem
gestur á heimili fólks, eiga blótsyrði
ekki við. Og auðvitað á þetta við um
aðra auglýsendur i sjónvarpi líka.
Vonandi gæta auglýsingameistar-
ar Þjóðleikhússins allrar kurteisi
næst þegar þeir koma í heimsókn.
Auðvitað væri bezt, að þeir breyttu
þessari auglýsingu, því ekki verður
því trúað, að ekki sé hægt að auglýsa
þetta leikrit sem önnur með viður-
kvæmilegum hætti.
XXX
Orðið vídeó er eitt þeirra erlendu
orða, sem nú vaða uppi til skað-
semdar í máli okkar. Orðin mynd-
band, myndbandstæki og mynd-
bandaleiga eru sjálfsögð yfir þá
hluti, sem almenningi eru kunnastir.
Einn viðmælandi Víkverja kvartaði
hins vegar yfir því, að þessi orð
næðu aðeins til hluta þessarar tækni
og dygðu engan veginn yfir aðra,
þannig að ómögulegt væri að komast
hjá orðinu vídeó. A þetta sjónarmið
er auðvitað ekki hægt að fallast.
Þess í stað eiga menn að finna ís-
lenzkt orð og ef ekki dugar eitt, þá
notum við bara fleiri.
Eitt þeirra orða, sem Víkverji
hefur heyrt í stað vídeó sem tækni-
heiti, er kviksjá. Hvernig lízt mönn-
um á það?
XXX
Fyrsti þáttur íslenzks sjónvarps-
leikrits, „Fastir liðir „eins og
venjulega““, var sýndur í sjónvarp-
inu að kvöldi 19. október sl. Þessi
létti fjölskylduharmleikur féll Vík-
verja vel í geð utan eitt atriði. Ein-
hverjir menn hlógu af og til út úr
sjónvarpstækinu.
Slíkur hlátur fylgir oft erlendum
skemmtiþáttum og er hvimleiður.
Þetta tæknibragð er óþarfur inn-
flutningur í íslenskan skemmtiþátt.
Hann stendur svo vel fyrir sínu án
þess.
XXX
Astæða er til að samfagna Dönum
með frábæra frammistöðu
knattspyrnulandsliðs þeirra. Danir
unnu Norðmenn með fimm mörkum
gegn einu í Osló á dögunum og eru
þeir nú öruggir í úrslit Heimsmeist-
arakeppninnar, sem fram fer í
Mexícó næsta vor. Danir hafa ekki
áður náð svo langt í þessari keppni.
Fróðlegt er að renna augunum
yfir dönsku blöðin daginn eftir leik-
inn. Ekkert efni fær jafn mikið rúm
í blöðunum og þessi leikur. BT, mest
lesna blað Dana, eyðir 16 síðum af
56 í leikinn og meira að segja leiðari
blaðsins fjallar um hann.
Vafalaust speglar þetta áhuga
Dana á landsliði sínu um þessar
mundir. Frábær frammistaða liðs-
ins hefur magnað upp þjóðarstoltið.
Þjóðin fylgist með liði sínu af lífi
og sál og þegar leikir fara fram eru
fáir að störfum, athafnalífið lamað.
Það eru ekki ný tíðindi að velgengni
á íþróttasviðinu sameini þjóðir,
mönnum ætti að vera í fersku minni
hvernig bandaríska þjóðin ærðist
yfir velgengni íþróttafólks síns á
Ólympíuleikunum í fyrra. Að þessu
leytinu hafa íþróttirnar algera sér-
stöðu.
Það er gleðiefni fyrir áhugamenn
um íþróttir að Danir skuli leika í
úrslitakeppninni í Mexícó. Lið þeirra
leikur létta og skemmtilega knatt-
spyrnu sem hrífur áhorfendur. Og
við íslendingar þurfum ekki að vera
í vafa um hvaða lið við styðjum í
keppninni. Frændur okkar Danir
munu eiga marga stuðningsmenn
héráíslandi. 0