Morgunblaðið - 27.10.1985, Side 38
v p
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985
W
IjP fiEIMI rVI\MyNI)ANNA
taíafc.teiiiit* . StsKLhnt Wte* S»4»'#ifce
tetfegtet iswtiiö*
Woody Allen
á tveimur
stöðum
Woody Allen heldur aig nú á
tveimur stöðum i borginni. Und-
anfariö hefur Zelig veriö sýnd í
Austurbæjarbíói. Myndin er nú
komin niöur í þriöja sal og aöeins
sýnd klukkan sjö, en Regnboginn
frumsýndi aöra mynd eftir meist-
arann fyrir nokkrum dögum. Þaö
er Broadway Danny Rose eöa
Umboðsmaöurinn Danny Rose,
hinn einstœöi og fádæma
óheppni umboösmaöur. Mia Far-
row leikur í báöum þessum
myndum en hún er stóra ástin í
lífi Woodys um þessar mundir.
Mia leikur einnig í allra nýjustu
mynd kappans, The Purple Rose
of Cairo, sem vonandi veróur
sýnd hér áöur en langt um líöur.
Þaö er annars af Woody Allen
aö frétta, aö hann hefur gert nýjan
samning viö gamla kompaníiö sitt
Orion, um aö gera þrjár myndir á
þess vegum næstu þrjú árin, en
meö því skilyröi aö engin þeirra
veröi sýnd í (ja getiöi nú) Suöur-
Afríku.
HJÓ
Ran — ný kvikmynd
eftir Kurosawa
Stórfrétt úr austri: Akira
Kurosawa hefur gert nýja kvik-
mynd og hefur míkíö veriö um
dýröir í Japan og Frakklandi af
því tilefni. Myndin var frumsýnd
í Frakklandi fyrir nokkrum dög-
um og hafa menn lokið upp
einum munni aö hiö hálfáttræöa
kvikmyndaskáld hafi nú gert
sína bestu mynd. Ran nefnist
hún og er lauslega byggö á Lé
konungi eftir Shakespeare.
Ran (Stjórnleysi) greinir frá
öldnum stríðsmanni, Hidetora,
sem dregur sig í hlé og skiptir
landi sínu milli elstu sona sinna.
En, eins og dætur Lés, eru synir
Hidetoras uppvööslusamir og
valdagráöugir og fara því ekki
eftir vilja hans. Meira aö segja
skýtur upp fífli, sem þjónar sama
tilgangi og fifl Lés. Hidetora miss-
ir völd, hverfur inn í eigin hugar-
heim og öölast innsæi og visku.
Menn eru almennt sammála
um aö lífssýn Kurosawas sjálfs
komi berlega í Ijós í persónu Hid-
etoras. Bölsýni einkennir hann,
enda hefur hann oröiö fyrir miklu
andstreymi á langri lífsleiö. Kuro-
sawa, nefndur „tenno“ (keisari) af
samlöndum sínum, er frægur fyrir
mikiö skap og hermir sagan aö
samstarfsfólk hans hafi hlaupiö i
felur þegar mest gekk á. En allt
fellur í Ijúfa löö á endanum, því
Kurosawa nýtur virðingar.
Fimm ár eru liöin síðan Kuro-
sawa geröi Kagemusha (Tvífar-
inn), og er þaö einkennandi fyrir
starfsferil þessa manns hve mörg
ár líöa milli mynda. Átta ár eru
liöin síóan hann ákvaö aó gera
Ran, og alltaf eru þaö fjárhags-
öröugleikar sem standa í vegi
hans. Kagemusha kostaöi offjár á
japanskan mælikvaröa, en mynd-
Alan Bates og James Mason í Dr. Fischer of Geneva.
Síðasta
hlutverk James Mason
Nýlega var sýnd í Bandaríkjun-
um sjónvarpsmynd frá BBC, sem
gerð er eftir skáldsógu breska rit-
höfundarins Graham Greene, Dr.
Fischer of Geneva. Bókin sú hefur
komió út í islenskri þýöingu undír
heitinu „Sprengjuveíslan".
Dr. Fischer of Geneva var síó-
asta myndin sem James Mason lék
í áöur en hann lést á sióasta ári.
Hann leikur Dr. Fischer en á móti
honum leikur Alan Bates.
Bates leikur Alfred Jones, sem er
ósköp venjulegur maöur er býr í
Sviss og er þýöandi hjá súkkulaói-
verksmiöju. Sagan er sögö frá sjón-
arhóli hans og hann tekur einhvern
veginn svona til orða: „Ég held aö
ég hafi fyrirlitiö dr. Fischer meira en
nokkurn annan mann sem óg hef
þekkt, rétt eins og ég haföi elskað
dóttur hans meira en nokkra aö
aöra konu."
Hann hitti Anna-Luise Fischer
(Greta Scacchi) á kaffihúsi. Hún
vildi sem minnst tala um fööur sinn,
moldríkan iöjuhöld. Hún hélt aö
hann heföi ýtt móöur sinni út í aö
fremja sjálfsmorö og sleit hann aö
mestu sambandi viö dóttur sina.
Jones kvænist Anne-Luise og
finnst eins og hann veröi aö til-
kynna föður hennar um ráöahaginn.
Dr. Fischer finnst mun meira variö í
aö Jones er einhentur en aö hann
hafi kvænst dóttur hans og hann
minnist sífellt á fötlun tengda-
sonarins. Jones þiggur kvöldverö-
arboð dr. Fischers, sem er i meira
lagi skrítið partý því gestgjafinn
gerir allt sem hann getur til aö
niöurlægja auöuga gesti sína. En
gestunum er sama þótt hann niöul-
ægi þá vegna þess aö hann leysir
þá út meö dýrmætum gjöfum. „Ég
vil komast aö því hvort græögi
okkar auöugu vina eigi sér einhver
takmörk," segir hann.
Jones hneykslast á þessu hátta-
lagi en veröur svo þátttakandi í
svokallaöri „sprengjuveislu" dr.
Fishcers þar sem gestirnir taka þátt
I einskonar rússneskri rúllettu.
Með önnur hlutverk fara m.a.
Clarissa Kaye (eiginkona Masons)
og Cyril Cusack. ai
in var gerð fyrir tilstiili Lucas og
Coppola (þeir gengust í ábyrgö
fyrir meistara sinn); en Ran er
helmingi dýrari og er sögö lang-
dýrasta kvikmynd sem gerö hefur
verið í Japan (11 milljón dali).
Kurosawa eyddi löngum tíma í aö
teikna myndir af senum eins og
hann vildi kvikmynda þær, og um
skeiö leit út fyrir aö vatnslita-
myndirnar sem hann gerði í þús-
unda tali, yröu einu ummerkin um
Ran.
En Serge Silberman, sem fjár-
magnaöi margar mynda Bunuels,
kom Kurosawa til bjargar. Silb-
erman er sennilega eini kvik-
myndaframleiðandinn í heimi
sem treystir leikstjóranum full-
IBHi
Tatsuya Nakadai leikur Hidetora í Ran, sem er útgáfa
Kurosawas á Lé konungi.
Viöamiklar stríóssenur er aö finna í hverri einustu
mynd eftir Kurosawa.
komlega. Hann sagöi viö Ku-
rosawa þegar hann samþykkti aö
fjármagna myndina: „Ég á skipiö,
en þú ert skipstjórinn."
Akira Kurosawa er lifandi goö-
sögn, sem nýtur ómældrar aö-
dáunar á Vesturlöndum, sérílagi
hjá kvikmyndaleikstjórum. En
þaö tók Kurosawa mörg ár að
festa sig í sessi. Hann á aö baki
myndir eins og Sjö samuraiar,
Yojimbo, Rashomon, Dersu Uz-
ala, sem gerö var í Sovétríkjunum
árið 1975, og Kagemusha. Vest-
rænir leikstjórar eins og Peter
Bogdanovich, Steven Spielberg,
Sidney Lumet, Sergio Leone og
Hrafn Gunnlaugsson hafa leynt
og Ijóst lært af Kurosawa. En það
hefur sannast á Kurosawa aö
enginn er spámaöur í sínu fööur-
landi, þvi japanskir gagnrýnendur
hafa hálfneyöst til aö vióurkenna
snilli gamla mannsins eftir aö
hann hlaut viöurkenningu á Vest-
urlöndum. Japanskir kvikmynda-
geröarmenn einsog Mizoguchi og
Ozu segja aö myndir Kurosawas
séu of grófar, eiginlega of vest-
rænar, og Kohei Oguri, sem geröi
hina þekktu „Leirá“ fullyröir aó
Kurosawa sé ekki mikill kvik-
myndageröarmaöur. Hann segir
að ekki sé nóg að egna saman
hermönnum meö sverö á lofti.
En Akira Kurosawa er lista-
maður sem lætur ekki segja sér
fyrir verkum. Þaö hefur hann
margsannaö á áratugalöngum
ferli. Hann var fenginn til aö gera
„Tora Tora Tora“ fyrir Fox áriö
1970, en hann hætti eftir viku
þegar hann áttaöi sig á aö hann
réö ekki hinni endanlegu gerö
myndarinnar. Hann hefur aldrei
lagst lágt eins og margir samland-
ar hans, sem gera ódýrar ungl-
ingamyndir því þær njóta mestra
vinsælda. Hann og David Lean
eiga þaö sameiginlegt aö leggjast
í dvala ef þeir finna ekki veröugt
viöfangsefni. Hann geröi „The
Idiot" fyrir mörgum árum, fram-
leiðandanum fannst myndin of
löng og baó leikstjórann aö stytta
hana um helming. Kurosawa
svaraöi: Ef þú vilt stytta myndina
um helming, þá skaltu klippa film-
unalangsum.
HJÓ
Paul Newman leikur
ffyrir Disney-félagið
Walt Disney kvikmyndafélagiö
garir ekki aöeins teiknimyndir og
bíómyndir fyrir börn heldur líka
kvikmyndir fyrir haröfullorðið fólk
ef þió skylduó ekki hafa vitaó
þaö. Nú hafa þær fréttir borist
frá félaginu aó þaö ætli að gera
framhald af mynd Paul Newmans,
The Hustler frá árinu 1961. The
Hustler var sýnd í íslenska sjón-
varpinu áriö 1977 sællar minningar
undir heitinu Öll spjót úti en hún
var um billjardmeistarann Eddie,
töffarahátt hans, töp og sigra.
Þaö er ekki beint Disneylegur
leikstjóri sem fenginn hefur verið til
aö leikstýra framhaldsmyndinni,
því enginn annar en Martin Scor-
sese (Raging Bull) mun vera ráöinn
til starfans.
Þrátt fyrir aö Disneyfélagiö hafi
ekki enn tilkynnt opinberlega um
þessa nýju framleiöslu sína er áætl-
að aö kvikmyndatakan hefjist
næstkomandi janúar. Vinnuheiti
myndarinnar mun vera The Color
of Money og nú er Newman (Eddie)
oröinn þjálfari í billjard og þjálfar
nýjustu stjörnuna í greininni (hinn
nýja Eddie) sem T om Cruise leikur.
Disneyfélagiö varó aö fá feyfi hjá
20th Century Fox kvikmyndaverinu
til aö gera The Color of Money þar
sem Fox haföi gert „öll spjót úti“
fyrir tæpum aldarfjóröung. Tvö
kvikmyndaver höföu hafnaö hug-
myndinni um framhaldsmyndina
(20th Century Fox og Columbia)
áöur en Scorsese og Cruise ák váöu
aö taka þátt í gerö hennar.
Eftir því sem Michael Esner, hinn
nýji stjórnarformaöur Disneyfé-
lagsins, segir, var erfiöasta vanda-
málið viö undirbúning á framhalds-
myndinni, aö fá Paul Newman til aö
trúa aö Disneyfélagiö gerói ekki
bara myndir um Mikka mús.
— ai.
Paul Newman.