Morgunblaðið - 27.10.1985, Síða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985
BULGARSKA AÐFERÐINI
LÍKA BÖRNIN: tólf stunda vinnu-
dagur og fa-dið að heita ó«tt.
ÁÞJÁN—
Þrælarnir
eru geymdir
í búrum
Að sögn indverska blaðsins
Indian Express hefur dóm--
ari, sem fenginn var til að rann-
saka vinnuaðstæður hjá verka-
fólki, komizt að raun um að börn
eru stundum neydd til þess að
vinna stanzlaust í 12 klukkustund-
ir og nærast á mat sem er ekki
boðlegur skepnum.
Blaðið skýrði nýlega frá því í
forsíðufrétt að héraðsdómari í
ríkinu Uttar Pradesh, sem er í
norðanverðu landinu, hafi komizt
að raun um að mörg fyrirtæki og
þar á meðal ríkisfyrirtæki, hafi
gert sig sek um brot á vinnulög-
gjöfinni.
Dómari þessi sem heitir R.C.
Aggarwal, kom meðal annars í búr,
sem var einungis 5x15 metrar að
stærð og þar sem 100 manns hírð-
ust. Sumir þeirra höfðu aðeins um
20 krónur i tekjur á dag. Dómarinn
segir að þarna hafi mátt sjá börn
undir 14 ára aldri sem ynnu 12
tíma í senn og fengju greitt undir
lögskipuðum lágmarkstaxta. Dóm-
arinn gaf hæstarétti skýrslu um
ástandið og sagði þar m.a. að vatn-
ið, sem verkafólkið þyrfti að svala
þorsta sínum á, væri mengað og
hvorki það né maturinn væri boð-
legt skepnum.
I fyrrnefndri blaðagrein um
aðkomuna í búrinu sagði m.a.:
„Sumt verkafólkið lá veikt á gólf-
inu og fékk enga læknishjálp."
Aggarwal dómari var að kanna
kærur um einskonar nauðungar-
vinnu, sem er bönnuð með lögum
í Indlandi. Verkamenn sem ráða
sig á þennan hátt eru neyddir til
þess að nota bróðurpart launa
sinna til þess að greiða af lánum
til vinnuveitanda sinna, sem þeir
fá við undirritun ráðningarsamn-
ings. Þessi tilhögun tiðkast helst
í landbúnaði og byggingariðnaði.
Brezk samtök, sem berjast gegn
þrælahaldi, fullyrtu á síðastliðnu
ári að á Indlandi væru um 100
milljónir í nauðungarvinnu, þar á
meðal mörg börn.
Margir þeirra, sem vinna við
þessar slæmu aðstæður í Uttar
Pradesh, eru þangað komnir frá
ríkinu Orissa í landinu austan-
verðu. Til að fá vinnu verða þeir
að leggja fram rúmlega tvö þúsund
króna tryggingu sem fæstir eru
borgunarmenn fyrir. Þar af leiðir
að drjúgur tími fer í að vinna fyrir
tryggingarupphæðinni en dag-
launin eru aðeins um sextíu krón-
ur.
Að sögn indverska blaðsins
brugðu dómarar við skjótt, þegar
skýrsla Aggarwals var lögð fyrir
hæstarétt. Voru þegar í stað gerð-
ar viöeigandi ráðstafanir til þess
að sækja viðkomandi fyrirtæki til
saka.
„Slæpingjarnira
eiga að hypja sig
út að moka
Ekki er óalgengt að sjá hópa
ungmenna á kaffistofum og
veitingastöðum í miðborg Sofíu,
höfuðborg Búlgaríu. Þar lætur
unga fólkið fara vel um sig í hlý-
legu umhverfi og virðist hafa
nægan tíma fyrir sér.
En nú er svo að sjá sem þessir
sæludagar verði brátt á enda, því
að búlgörsk yfirvöld hafa sam-
þykkt löggjöf sem kveður svo á,
að fólk á aldrinum 15—30 ára, sem
hvorki er við nám eða í fastri
vinnu, verði nú skuldbundið til að
„vinna nytsamleg störf í þágu
þjóðfélagsins”, og kvað ástæðan
vera skortur á fólki til margvís-
legra starfa. Fjölmiðlar upplýsa
að vöntun sé á fólki til að annast
viðhald á vegum og aðra verka-
mannavinnu. Þá vanti fólk til
starfa við skóla landsins og sjúkra-
hús. Af þessu má ljóst vera að
unga fólkið verður fengið til að
sinna slíkum verkefnum, en lög-
gjöfin miðast þó ekki eingöngu við
það að draga úr skorti á vinnuafli.
Tilgangurinn með henni mun einn-
ig vera sá að vinna gegn „glæpa-
starfsemi" ýmiskonar. Sofia er
tíður viðkomustaður fólks á ferð
milli Evrópuríkja og Mið-Austur-
landa, og þar þrífst svartur mark-
aður, gjaldeyrisbrask og smygl.
Ráð og nefndir kommúnista-
flokksins munu annast fram-
kvæmd þessarar löggjafar, en hið
raunverulega vald verður í hönd-
um húsvarða og samtaka leigj-
enda, sem eiga að hafa vakandi
auga með því fólki sem býr í fjöl-
býlishúsum. Á þriggja mánaða
fresti munu þessir aðilar athuga
hagi þeirra sem í húsunum búa.
Komi í ljós að einhver þeirra sé
hvorki við nám eða í fastri vinnu
er skylt að tilkynna það yfirvöld-
um. Fólkið verður síðan kallað til
viðtals og því boðin atvinna. Ef
ekki reynist unnt að finna vinnu
við hafi viðkomandi verður hann
sendur í þjálfun eða endurhæfingu
og eftir það fær hann tilboð um
fasta vinnu. En ef einhver hafnar
atvinnutilboði verður hann sendur
í nauðungarvinnu um nokkurra
mánaða skeið samkvæmt ákvæð-
um löggjafarinnar. Þeir sem líka
tregðast við verða á hinn bóginn
að greiða sektir sem jafngilda
þriggja mánaða launum.
En trúlega býr fleira að baki
þessari löggjöf en vinnuaflsskort-
ur og vilji til að draga úr „glæpa-
starfsemi". Leiðtogi Sovétríkj-
anna, Mikhail Gorbaschov, hefur
ítrekað haldið því fram að nauðsyn
sé á auknum aga, skilvirkni og
meiri afköstum og að fólk verji
allt of miklum tíma í óreglu og
biðraðahangs sem nú sé óhjá-
kvæmilegt vegna skorts á matvæl-
um og öðrum neyzluvörum. Ekki
er ólíklegt að búlgörsk stjórnvöld
hafi haft þessar brýningar Sovét-
leiðtogans í huga þegar löggjöfin
var smíðuð og ætli sér að sýna að
þau hafi ráð undir rifi hverji í
baráttunni gegn leti, agaleysi og
„glæpastarfsemi".
Afleiðingarnar af þessu gætu
orðið þær að búlgörsk æska fengi
öðrum hnöppum að hneppa en að
láta fara vel um sig á kaffihúsum
og veitingastöðum. En þeir sem
þekkja Búlgara þykjast samt vita
að æskufólkið verði fljótt að finna
smugurnar sem forði því frá af-
leiðingum nýju laganna.
— JUDY DEMPSEY
ALLSNÆGTAVANDAMAL
Sorpið er að sökkva
V estur-Þjóðverjum
Vestur-Þjóðverjar eru að
kafna í rusli að því er sér-
fræðingarnir segja og þótt stjórn-
völd vilji að sjálfsögðu gera eitt-
hvað í málinu þá fellur það ekki í
kramið hjá forsvarsmönnum iðn-
aðarins í landinu.
Með breytingartillögu við sorp-
eyðingarlögin, sem nú liggur fyrir
vestur-þýska sambandsþinginu, er
stefnt að því að minnka sorp-
framleiðsluna ef svo má segja, sem
nú er 240 milljón tonn árlega, og
neyða menn til endurvinnsíu
ýmissa efna, sem nú er hent. Að
því er talsmenn innanríkisráðu-
neytisins í Bonn segja, er mesta
vandamálið sú gifurlega aukning,
sem orðið hefur í framleiðslu alls
kyns pappaaskja, dósa og flaskna,
ORYGGISVARSLA
Þrír hafa
þegar gengið
í gildruna
Keisaralega safnið í Peking,
þar sem geymdir eru um
200.000 dýrgripir 24 keisara af
Ming- og Manchu-ættinni, hefur
lengi verið innbrotsþjófum í borg-
inni mikil freisting. Nú hafa þeir
hins vegar verið sérstaklega varað-
ir við að stunda þar sína óheiðar-
legu íþrótt.
Embættismaður við safnið sagði
nýlega fá því, að komið hefði verið
upp mjög fullkomnu þjófavarna-
kerfi auk þess sem varðmennirnir
væru svo færir í sinni grein, að
tilraunir til að stela væru „fyrir-
fram dauðadæmdar". Sagði hann
einnig frá því, að þrír þjófar hefðu
fyrir skömmu verið gripnir gloð-
volgir við iðju sína, þar á meðal
„kung-fu-meistari“ að nafni Song
Guofang.
Guofang, sem hafði það að sér-
grein að „stökkva upp á húsaþök
og velta sér yfir veggi", braust inn
í safnið, tróð á sig níu gullmunum
og var að „velta sér yfir veggin“
þegar varðmennirnir höfðu hendur
í hári honum. Guofang mátti
gjalda fyrir með lífi sínu.
Öðrum þjófnum tókst þó betur
en Guofang því að hann komst
með þýfið alla leið til Vestur-Kína
en þar náðist hann og var dæmdur
í lífstíðarfangelsi. Þriðji maður-
inn, tugthúslimur, sem hafði flúið
úr fangelsi, var á leiðinni inn þegar
hann var tekinn.
Ætlast er til að þessar sögur
skjóti fingralöngum Pekingbúum
skelk í bringu og mun ekki af
veita. Þótt hár veggur og virkis-
gröf umlyki keisarahöllina er það
ekkert áhlaupsverk fyrir lögregl-
una að passa upp á öll 9000 her-
bergin, sem þar er að finna.
— HUGH DAVIES
sem drykkjarvöruiðnaðurinn vill
ekki taka við aftur.
Á ári hverju eykst sorpið í Vest-
ur-Þýskalandi um 20 milljónir
tonna og kostnaðurinn við að eyða
því um rúma 40 milljarða ísl. kr.
Helmingurinn er umbúðir alls
konar en drykkjarvöruílát, sem
ekki er hægt að skila, eru 10%.
Kostnaðurinn við að eyða þeim
einum vex árlega um rúma fjóra
milljarðaísl. kr.
Friedrich Zimmermann, innan-
ríkisráðherra, finnst nú sem nóg
sé komið en frá því að hann tók
við embætti fyrir þremur árum
hefur hann haft umhverfisvernd-
armál í fyrirrúmi, til mikillar
furðu þeim, sem héldu, að ríkis-
stjórn kristilegra demókrata og
frjálsra demókrata yrði sérstak-
iega höll undir iðnjöfrana.
Frammámenn í samtökum iðn-
aðarins hafa miklar áhyggjur af
breytingartillögurini við sorpeyð-
ingarlögin og hafa þau orð um, að
hún sé tilraun til „efnahagslegrar
ofstjórnunar“. Auk þess, segja
þeir, passar hún ekki við þá stefnu
stjórnarinnar að minnka reglu-
gerðafarganið og opinbert eftirlit.
Samkvæmt breytingartillögunni
má aðeins fjórðungur drykkjar-
vöruíláta vera einnota og verslun-
um verður gert að skyldu að taka
við hinum ílátunum og borga fyrir.
Framleiðendur segja hins vegar,
að ef lögin verði samþykkt, muni
einkafyrirtækin hrökklast út af
markaðnum, ekki aðeins þau, sem
framleiða úr gleri og málmi, held-
ur líka þau, sem framleiða umbúð-
ir úr pappír. Þeir halda því líka
fram, að í raun hafi sorpið minnk-
að um 16% frá árinu 1980. Tals-
menn innanríkisráðuneytisins
segjast hins vegar „enga hug-
mynd“ hafa um hvaðan iðnrekend-
ur hafi þessa tölu og segja sem
fyrr, að árlega aukning sé 20 millj-
ón tonn. Þess vegna verði ríkið að
grípa inn í með lagasetningu.
Breytingartillagan er enn í
höndum þingnefnda og iðnrekend-
ur gera hvað þeir geta til að koma
henni fyrir kattarnef eða þynna
hana út. Ráðuneytið er jafn ákveð-
ið að koma tillögunni i gegn í
janúar næstkomandi.
— TONY CATTERALL