Morgunblaðið - 19.11.1985, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.11.1985, Qupperneq 1
64SIÐUR B STOFNAÐ1913 262. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vona aö við stefnum báðir að sama marki“ 99 — sagði Reagan um fund þeirra Gorbachevs sem hefst í dag í Genf Genf, 18. nóvember. Fré önnu Bjarnadóttur, fréturitara Mbl. LEIÐTOGAR Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hefja á morgun við- ræður sínar hér í Genf með nokkuð ólík málefni efst í huga. Ronald Reagan hefur áhuga á að ræða styrk og stöðugleika þjóðanna í kjarn- orkumálum, mannréttindamál, samskipti þjóðanna og afskipti þeirra af öðrum þjóðum og samband stórþjóðanna sjálfra. Mikail Gor- bachev leggur hins vegar höfuð- áherslu á afvopnunarmál og rann- sóknir Bandaríkjamanna á geim- vopnum. Talsmaður Sovétríkjanna sagði á mánudag að umheimurinn vænti jákvæðrar niðurstöðu varð- andi vígbúnaðarkapphlaupið að fundinum loknum, en talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði að ekki mætti vænta of mikils, það kæmi ekki í ljós fyrr en eftir nokkurn tíma hvort hann hefði tekist vel eða ekki. „Ef friður ríkir í heimin- um eftir eitt ár og kjarnorkuvopn- um hefur verið fækkað verð ég ánægður með útkomu fundarins," sagði Robert MacFarlane, örygg- ismálaráðgjafi Reagans Banda- ríkjaforseta, á mánudag. AP/Símamynd Reagan og Nancy skoða sig um í garðinum við húsið, sem verður heimili þeirra í Genf. Komu þau til borgarinnar á laugardag en Gorbachev og Raisa, kona hans, komu þangað í gær. Kólumbfa: Taugaveiki og ótti við ný eldsumbrot Bogotá, Kólumbíu, 18. nóvember. AP og Ingimar SigurAsson. TAUGAVEIKI er nú komin upp í Kólumbíu, á þeim slóðum þar sem hamfarirnar urðu í síðustu viku. Enn er leitað að fólki, sem kann að vera á lífí undir aurskriðunni. Yfirvöld í landinu telja, að 25.000 manns hafi látið lífið en viðbúið er, að sú tala eigi eftir að hækka. Miklar jarð- hræringar hafa verið f eldfjallinu í dag og er óttast, að þær séu fyrirboði nýs goss. Nokkrir þeirra, sem lifðu af hörmungarnar í fyrri viku, hafa nú sýkst af taugaveiki og er óttast, að hún geti orðið að faraldri ef ekki verður gripið í taumana strax. IL AP/Simunjnd Enn er verið að leita þeirra, sem kunna að vera á lífi í skriðunni, sem féll á bæinn Armero í Kólumbíu. Hér er verið að bjarga konu úr rústum eins hússins. Gífurlegt flugnager er yfir bænum Armero, sem verst varð úti, enda víða rotnandi lík og hræ af skepn- um. Er það helst til ráða að hrekja burt flugurnar með reyk. Björgunarmenn leita enn að fólki sem hugsanlega er á lffi I aurflóðinu og í morgun fundust þrír menn með lífsmarki. Þeir lét- ust þó allir þegar á daginn leið. Það eru einkum breskir björgunar- menn, sem standa að leitinni, en þeir eru með mjög fullkomin tæki. Segjast þeir vissir um, að enn séu margir lífs í skriðunni en yfirvöld i Kólumbíu hafa hins vegar hvatt til, að leitinni verði hætt vegna þess, að „ekki er lengur neinum aðbjarga". Bandarískir jarðvísindamenn, sem fylgjast með eldfjallinu Nevado del Ruiz, segja, að miklar hræringar, tíu skjálftar á klukku- tíma, hafi verið í því í nótt og dag. óttast þeir því, að nýtt gos kunni að vera f vændum. í skeyti frá Ingimar Sigurðssyni, sem situr heimsþing JC-samtak- anna í borginni Cartagena i Kól- umbíu, segir, að samkvæmt óstað- festum fréttum hafi 68 Rauða kross-menn farist við björgunar- störf þegar þeir urðu fyrir aur- skriðu. 14 hafi komist af. Sjá frekari fréttir á bls. 24 og 25. Leiðtogar stórþjóðanna fluttu báðir stuttar ræður við komuna til Genfar. Reagan sagði á laugar- dagskvöld að hann vonaði að leið- togafundurinn yrði upphaf end- anlegs friðar. Gorbachev sagði á mánudagsmorgun að fundurinn myndi fyrst og fremst fjalla um leiðir til að stöðva vopnakapp- hlaupið, sem hefði aldrei verið meira en nú. Reagan var spurður hvað hon- um þætti um þessi orð Gorba- chevs þegar hann hitti Kurt Flug- ler, forseta Sviss, í eftirmiðdag. „Við stefnum vonandi að sama markinu," sagði Reagan. „Ef hann hefur jafn ákveðnar skoðanir á þessum málum og ég þá munum við enda vopnakapphlaupið." Reagan sagðist halda að Gorba- chev myndi skilja að geimvarnar- vopnakerfi hans myndi hjálpa til að enda vopnakapphlaupið eftir að hann útskýrir það fyrir honum. Forseti Sviss minnti á fyrri fund þjóðarleiðtoga hér í Genf fyrir 30 árum þegar hann bauð leiðtogana velkomna til borgar- innar og talaði um „Genfarand- ann“ sem ríkti í heiminum eftir þann fund. MacFarlane undir- strikaði hins vegar mikilvægi þess á fundi með fréttamönnum að það mætti ekki búast við of miklu af tveggja daga fundi og benti á að Genfarandinn leið undir lok þegar Sovétmenn réðust inn í Ungverja- land rúmu ári eftir Genfarfund- inn; inn í Tékkóslóvakíu rúmu ári eftir fund Johnsons og Kosygins í Glassboro 1967; og inn í Afgan- istan eftir að Carter kyssti Brez- hnev á vangann í Vín 1979. Hann sagði að Reagan vonaðist eftir framförum í samskiptum Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. Sjá fréttir af fundinum á bls. 22. Poul Schliiter Kosið í Danmörku í dag: Schliiter spáð fylgis- aukningu Kaupmannahófn, 18. nóvember. AP. BÆJAR- og sveitarstjórnakosning- ar verða í Danmörku á morgun, þriðjudag, og er íhaldsflokki SchlUters spáð auknu fylgi. Svo er einnig með flokk græningja, sem nú fá líklega í fyrsta sinn menn kjörna í opinber trúnaðarstörf. í kosningunum á morgun verða kosnir sveitarstjórnamenn og borgarstjórar í þeim 275 sveitar- félögum og 14 ömtum, sem Dan- mörk skiptist í, og úrslitin talin geta gefið góða mynd af stöðu stjórnarinnar á miðju kjörtíma- bili. Skoðanakannanir, sem birst hafa síðustu daga, benda til, að íhaldsflokkurinn, stærsti stjórn- arflokkurinn, muni bæta við sig fylgi og einnig flokkur græningja eða umhverfisverndarmanna. í einni könnun kom fram, að flokk- ar til vinstri við jafnaðarmenn myndu auka fylgi sitt nokkuð. Búist er við fyrstu tölum úr kosn- ingunum seint annað kvöld og að úrslitin verði kunn á miðviku- dagsmorgni. Sjá Erlendan vettvang, „Úr- slitin kynnu að...“, á bls. 27. Noregur: Humar og rækja úr bræðslufiski Osló, 18. nóvembcr. Frá J»n Krik Laure, frétUriUr* Mor(funbl»Aain». FYRIRTÆKIÐ Fideco í Tromsö í Noregi hefur nú fengið leyfí til að flytja út afurðir, sem unnar eru með nýrri tækni úr bræðslufíski, t.d. loðnu og sfld. Það var bandarískur prófessor, Emery Swanson að nafni, sem fann upp tæknina við þessa nýju framleiðslu en hún er í stuttu máli sú, að fyrst er gert úr bræðslufiskinum lyktar- og bragðlaust mauk en síðan er bætt í það bragð- og litarefnum. Er þá hægt að búa til matvöru, sem lítur út fyrir að vera og bragðast eins og t.d. humar, rækja eða jafnvel kjöt. Binda menn miklar vonir við þessa nýju tækni, sem gæti gert bræðslu- fiskinn að ólíkt verðmætari vöru en hann er nú. FVrirtækið Fideco er nú að reisa verksmiðju á Finnmörku og hefur fengið leyfi til að flytja út til allra landa. Til að byrja með verður þó aðeins flutt út til Bandaríkjanna en þar hafa Jap- anir náð mjög góðum árangri með eftirlíkingar af humri og krabba. Útflutningur þeirra á krabbalíki til Bandaríkjanna var í fyrra 32.000 tonn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.