Morgunblaðið - 19.11.1985, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR19. NÓVEMBER1985
ÞRÁTT fyrir vonskuveður á sunnudagsmorguninn tókst varðskipinu Óðni
og dráttarbátnum Magna að ná Urriðafossi á flot á strandstað skipsins á
Grundartanga. Skipið sigldi síðan fyrir eigin vélarafli frá strandstað og inn
að bryggju í Sundahöfn, sem er um 14 sjómflna sigling. Nokkur slagsíða
var á skipinu, en það var aldrei talið í hættu. Urriðafoss lagðist að bryggju
í Sundahöfn um tvöleytið. Þar voru menna tilbúnir með flotgirðingu til að
umlykja skipið af ótta við olíuleka, en nokkur olía hafði lekið úr því á
Grundartanga. Sá ótti reyndist þó ástæðulaus. Unnið var við stöðva leka
og kanna skemmdir á skipinu í gærdag, en ekki liggur þó Ijóst fyrir enn
hve tjónið er mikið. Til stóð að taka skipið í slipp í Rcykjavík, en þegar
farið var að kanna málið reyndist það of breitt. Skipið fer því til viðgerðar
erlendis og verður leitað tilboða mjög fljótlega.
Tvívegis var reynt að draga
skip’ð á flot á flóði á laugardaginn,
en báðar þær tilraunir mistókust.
Að sögn Sigurðar Árnasonar skip-
herra hjá Landhelgisgæslunni var
það fyrst og fremst lítilli flóðhæð
um að kenna hve illa gekk í fyrri
skiptin. „En þegar óveðurslægðin
nálgaðist landið aðfaranótt sunnu-
dagsins féll loftþrýstingur mjög
og yfirborð sjávar steig. Flóðhæðin
á sunnudagsmorguninn var af
þeim sökum einum metra hærri
en á laugardeginum, og það gerði
útslagið," sagði Sigurður. „En það
breytir því ekki að það má teljast
þrekvirki að það skyldi takast að
ná sambandi milli skipanna í slíku
vonskuveðri. Endi dráttartaugar-
innar hafði verið skilin eftir við
dufl, það tókst að ná honum og
tengja skipin. Eftir það tók stuttan
tíma að koma Urriðafossi á flot,“
sagði Sigurður.
Kafari vann við að kanna
skemmdir á botni skipsins í gær-
dag, en því verki er ekki lokið og
að sögn Viggós E. Maack skipa-
verkfræðings hjá Eimskip er lítið
hægt að segja á þessu stigi um hve
miklar botnskemmdirnar eru.
„Það er þó ljóst að þær eru tölverð-
ar,“ sagði Viggó. Megináhersla var
lögð á það i gær að stöðva leka í
vélarrúmi. Að sögn Viggó tókst það
með ágætum og nú lekur ekkert
inn í skipið.
Um 50 manns unnu beint eða
óbeint að björguninni. Um borði í
Óðni voru 23 menn, 7-9 um borð í
Magna, 11 á Urriðafossi, og auk
þess hjálpuðu til menn frá Eim-
skipafélaginu og Járnblendifélag-
inu. Ekki er ljóst á þessu stigi
hver björgunarlaun óðins og
Magna verða, en það er samnings-
atriði milli eiganda þeirra og við-
komandi tryggingarfélags.
Gunnar Agústsson hjá Siglinga-
málastofnun sagði að ekki hefði
orðið vart við olíuleka eftir að
skipið lagðist að bryggju í Sunda-
höfn. Það liti út fyrir að öll olía
hefði farið úr skipinu á siglingunni
frá Grundartanga. Einhver olíu-
mengun væri hins vegar í fjörum
á Grundartanga. Gunnar sagði að
ekki væri vitað nákvæmlega hve
mikil mengunin væri, en líklega
væri hún ekki alvarlegs eðlis.
Menn frá Siglingamálastofnun
munu ganga fjörur á Grundar-
tanga í dag og kanna hvort ástæða
er til einhverra aðgerða.
Urriðafoss er í eigu Nesskip, en
Eimskipafélagið leigir skipið til
þriggjaára.
INNLENT
U ppsagnar frestur
fiskvinnslufólks
lengdur í einn mánuð
REIKNAÐ er með að á næstunni verði undirritað samkomulag milli Verka-
mannasambands íslands og samtaka atvinnurekenda um að uppsagnarfrest-
ur fiskvinnslufólks verði lengdur úr viku í einn mánuð. Þar með mun fisk-
vinnslufólk njóta sömu réttinda hvað þetta varðar og almennt gerist hjá
verkafólki. í drögum að þessu samkomulagi er gert ráð fyrir að Atvinnuleys-
istryggingasjóður greiði um 70%af launakostnaði á uppsagnarfrestinum.
Karl Steinar Guðnason, varafor- starfsmenn til starfa í fiskvinnsl-
maður VMSÍ, sem er einn fulltrúa
sambandsins í viðræðunefndinni,
skýrði frá þessu á Verkamanna-
sambandsþingi um helgina. Karl
visaði til greinargerðar nefndar-
innar, þar sem segir m.a. um þetta
atriði: „Við það hefur verið miðað,
að atvinnurekendur haldi áfram
launagreiðslum til þeirra, sem gert
hafa fastráðningarsamning, þótt
hlé verði á beinni fiskvinnslu.
Þetta er háð því, að Atvinnuleysis-
tryggingasjóður greiði viðkomandi
fyrirtæki ígildi atvinnuleysisbóta
skv. nánari reglum þar um. Þetta
fyrirkomulag geti einnig tengst
fræðslustarfi í fiskvinnslunni, þar
sem út frá þvi er gengið, að
skemmri hlé frá vinnslu verði nýtt
til námskeiðahalds. Starfsmenn
haldi dagvinnulaunum en fyrir-
tækið fái ca. 70% af launakostnaði
þá daga, sem framleiðsla liggur
niðri, bættan úr Atvinnuleysis-
tryggingasjóði.
Það er skoðun manna, að þessi
breyting muni stuðla að jafnari
vinnslu og því ekki auka útgjöld
Atvinnuleysistryggingasjóðs að
marki frá því sem nú er og jafnvel
leiða til lækkunar á útgjöldum
sjóðsins."
í greinargerðinni segir enn-
fremur að það sé ljóst, „að ráðning-
arform verður að vera sveigjanlegt
þannig, að jafnt geti verið um
tímabundna sem ótímabundna
ráðningu að ræða. Víða koma
unni á tilteknum tímum árs, oft
árum saman, og rétt þykir að sá
möguleiki standi mönnum áfram
opinn með sömu réttindum og
skyldum og almennt gildir um árs-
fólk í húsunum.“
Nefndin, sem unnið hefur að
gerð þessa samkomulags, var skip-
uð samkvæmt sérstöku samkomu-
lagi VSÍ og VMSÍ við gerð kjara-
samninganna í júní. Karl Steinar
sagði á þinginu, að með þessu
væri stefnt að því að gera starf í
fiskiðnaði eftirsóknarverðara, svo
ekki gætti lengur „þess fyrirlitlega
sjónarmiðs, að störf fólks í fiskiðn-
aði skyldu ekki metin með tilliti
til ábyrgðar og reynslu."
Hann sagði að sér væri minnis-
stæð saga, sem trúnaðarkona i
Bæjarútgerðinni hafi sagt sér fyrir
skömmu. „Hún sagði að nokkuð
væri um það að kennarar færu
með nemendur sína til að skoða
BÚR og vinnubrögðin þar,“ sagði
Karl. „Hún kvaðst hafa hlustað á
einn kennarann brýna nemendur
sína í lok skoðunarferðar. Hann
sagði: „Jæja krakkar mínir. Nú
eruð þið búin að sjá þetta. Og ef
þið standið ykkur ekki vel í skólan-
um, þá endið þið hér!“ Hvort þetta
sýnir algengt viðhorf til sjávarút-
vegsfólksins veit ég ekki, en það
fer býsna nærri því,“ sagði Karl
Steinar Guðnason.
Sjá nánari fréttir af Verkamanna-
sambandsþingi á bls. 51.
Grindvíkingur fryst-
ir loðnu og hrogn
NÚ ER ákveðið að setja búnað til
frystingar loðnu og loðnuhrogna um
boð í nótaskipið Grindvíking. Áætl-
aður kostnaður vegna þessa er um
20 milljónir króna, en hugsanlegt
verðmæti afurðanna 15 til 20 millj-
ónir króna. Verð á loðnu til bræðslu
þegar líður á vertíðina gæti verið 300
til 500 krónur á hverja lest, en um
42.000 krónur fyrir herja lest frystrar
loðnu og um 75.000 krónur fyrir
hverja lest hrogna. Gefur þetta
möguleika á tiTóldun aflaverðmætis
miðað við vinnslu 4.000 lesta.
Dagbjartur sagði, að búnaður-
inn yrði keyptur frá Noregi, en
hann síðan settur niður hér heima.
Stefnt væri að því, að breytingunni
yrði lokið um það leyti, sem loðnan
væri hæf til frystingar og hrogna-
töku. Ætlunin væri að skilja eftir
um 4.000 lestir af kvóta skipsins
til þessarar vinnslu. Miðað við að
200 lestir af hrognum næðust úr
því magni og heilfrysting gengi vel
ætti verðmæti afurðanna að geta
orðið á bilinu 15 til 20 milljónir
króna.
Unnið að því að taka til flotgirðinguna til að forðast mengun af völdum olfu.
Óvedrið hjálpaði til við að
koma Urriðafossi á flot
Dagbjartur Einarsson, forstjóri
Fiskaness í Grindavík, útgerðar
Grindvíkings, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að það þýddi ekkert
annað en að reyna að ná sem
mestum verðmætum út úr aflan-
um. Loðnan væri nánast verðlaus
í bræðslu þegar liði á veturinn og
því væri um að gera að nýta hrogn-
in og frysta þau og loðnuna um
borð. Þar að auki gæfu þessar
breytingar útgerðinni kost á því
að fara til rækjuveiða og frysta
um borð að lokinni loðnuvertíð.
Nauðsynlegt væri að nýta skipið
sem bezt og ná sem mestum verð-
mætum út úr mögulegum afla.
Tíu teknir við
fíkniefnaleit
TÍU MANNS voru handteknir í
mikilli leit fíkniefnadeildar lögregl-
unnar í Reykjavík um helgina.
Að loknum yfirheyrslum var
fólkinu sleppt. Lögregla fékk heim-
ildir til húsleitar í nokkrum íbúð-
um í Reykjavík og var lagt hald á
110 grömm af hassi, lítils háttar
magn af amfetamíni auk ofskynj-
unarlyfsins LSD. Þá lagði lögregla
hald á búnað, sem nota má til
neyslu fíkniefna og smásölu. Meðal
annars vogir.
Prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins:
Ekki rétt að einungis flokks-
bundnir eigi rétt á að kjósa
— segir Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri flokksins
„ÉG HEF tvennt við þessa frétt
að athuga. í fyrsta lagi er það
alvarlegur missilningur að halda
því fram að einungis flokksbundnir
sjálfstæðismenn eigi rétt á því að
taka þátt í prófkjöri á vegum
flokksins. Og í öðru lagi er mér
ekki kunnugt um að það hafi
nokkurs staðar verið samþykkt í
fulltrúaráðum nágrannabæja
Reykjavíkur að hafa ekki prófkjör.
Meðan svo er tel ég ástæðulaust
að gera því skóna að almenn
óánægja sé með prófkjörsreglur
flokksins," sagði Kjartan Gunnars-
son, framkvæmdastjóri Sjálfstæð-
isflokksins, um frétt á baksíðu
Morgunblaðsins sl. sunnudag, þar
sem sagt er að nágrannasveitarfé-
lög Reykjavíkur hafi ákveðið að
halda ekki prófkjör fyrir sveitar-
stjórnarkosningarnar næsta vor.
Þar var ennfremur haft eftir
Magnúsi Erlendssyni, bæjarfull-
trúa Sjálfstæðisflokksins á Sel-
tjarnarnesi, að óánægja með próf-
kjörsreglur flokksins væri nokkuð
útbreidd meðal sjálfstæðismanna.
Kjartan Gunnarsson benti á
að í 2. grein reglna um prófkjör
Sjálfstæðisflokksins stæði skýr-
um stöfum að sá aðili sem héldi
prófkjör gæti ákveðið að allir
þeir stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins sem ekki væru flokks-
bundnir gætu kosið í prófkjöri
með því einu að undirrrita yfir-
ýsingu um að þeir styddu flokk-
inn. Það væri þvi rangt að menn
þyrftu að vera flokksbundnir eða
ganga í flokkinn á kjörstað til
að öðlast rétt til að kjósa, því sá
möguleiki er ávallt fyrir hendi
að heimila óflokksbundnum
stuðningsmönnum þátttöku.
Richard Björgvinsson, formað-
ur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag-
anna í Kópavogi, vildi ennfremur
koma á framfæri athugasemd við
þessa frétt Morgunblaðsins: „Við
í Kópavogi erum í prófkjörs-
hugleiðingum. Það var samþykkt
í fulltrúaráði þann 23. október
sl. að bjóða hinum flokkunum til
samstarfs um sameiginlegt próf-
kjör og var þeim skrifað erindi
þess efnis daginn eftir, og farið
fram á svar fyrir 1. desember.
Ef það svar verður jákvætt för-
um við í prófkjör, ef ekki, tökum
við afstöðu til þess hvort við
höldum sjálfstætt prófkjör eða
ekki,“ sagði Richard.
í samtölum við formenn full-
trúaráös sjálfstæðisfélaganna i
Hafnarfirði og Garðabæ, þá Þór
Gunnarsson og Björn Pálsson,
kom fram að ekki hefði enn verið
tekin afstaða í fulltrúaráði til
þess hvort prófkjör yrðu haldin
eða ekki, en hins vegar væri
nokkuð sterk undiralda fyrir því
að sleppa prófkjörum i þetta
sinn.
Kjartan Gunnarsson sagði að
ekkert mál i flokknum hefði
fengið jafn ýtarlega meðferð og
prófkjörsreglunar, og því kæmi
sér á óvart ef almenn óánægja
væri með þær. „Þessar reglur
hafa verið meira og minna til
umfjöllunar í 15 ár. Þegar núver-
andi reglur voru samþykktar
árið 1985 var nær alger samstaða
um þær i miðstjórn," sagði
Kjartan. „Sérstök nefnd var
skipuð til að endurskoða reglurn-
ar ásamt skipulagsreglum
flokksins 1983 og niðurstaða
þeirrar endurskoðunar eru nú-
verandi reglur. Reglurnar hafa
verið ræddar á aðalfundum allra
kjördæmisráða flokksins, þær
voru ræddar á síðasta landsfundi
og mörgum sinnum í miðstjórn
flokksins, auk þess sem þær hafa
verið kynntar flokksfólki á fund-
um víðs vegar um land. Það
kemur mér því á óvart ef almenn
óánægja ríkir um þær,“ sagði
Kjartan.