Morgunblaðið - 19.11.1985, Page 14

Morgunblaðið - 19.11.1985, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR19. NÖVEMBER1985 t Stjömutónleikar HorgunblaðiA/Július Kiðlusnillingurinn Anne-Sophie Mutter, og stjórnandinn Jean-Pierre JacquillaL ________Tónlist Jón Ásgeirsson Aðrir stjörnutónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands voru haldnir í Háskólabíói sl. laugar- dag, fyrir troðfullu húsi áheyr- enda. Efnisskráin ar tvískipt og var fyrri hlutinn Lundúnasin- fónían eftir Haydn og seinni hlutinn Árstíðakonsertarnir eft- ir Vivaldi. Einleikari var fiðlu- snillingurinn Anne-Sophie Mutt- er, en stjórnandi Jean-Pierre Jacquillat. Lundúnasinfónían er ein af bestu sinfóníum Haydns, sem í allt eru rúmlega eitt hundr- að að tölu. Eitt af einkennum sinfóníska formsins í höndum Haydns, er endurtekning fram- sögunnar, sem í flestum tilfellum er frekar stutt. Það er því nokkuð vafasöm regla hjá Jacquillat að sleppa endurtekningu framsög- unnar og raskar í raun innbyrðis timahlutföllum þáttanna. Það sem munar á flutningstíma skiptir örfáum mínútum, svo að, þess vegna er þetta óþarfi. Það sem svo sem rétt er, þá voru allar endurtekningarnar í menúett þáttunum rétt útfaerðar. Að öðru leyti var flutningur hljómsveit- arinnar í heild góður. í síðasta kaflanum sem er nokkurs konar sveitadans, ieikur Haydn að mestu með fiðlurnar og notar því blásarana mjög mikið til að leika „pedal" hljóma. í slíkum tilfell- um á hljómur blásara ekki að vera áberandi og þaðan af síður er þetta sífellda „mezzoforte" líklegt til að gefa strengjunum tækifæri til að flytja, svo að greina megi, aðallagferlið á þann hátt, að áheyrendur heyri um hvað tónverkið fjallar. Þetta sérflokkaspil einstakra hljóðfærahópa, þar sem ekki er tekið tillit til annarra, hefur oft einkennt tónflutning sveitarinn- ar. í samleik strengjasveitarinn- ar í Árstíðakonsertinum fengu áheyrendur alveg óvænt að heyra strengjasveitina leika svo veikt, að unun var á að hlýða. Anne- Sophie Mutter er snillingur og það er í raun stórmerkilegt, að svo ung stúlka skuli eiga sllka dýpt, sem kom fram í leik hennar með elskulegar tónhendingar Vivaldis. Eins og fyrr sagði, var leikur strengjasveitarinnar mjög góður og auðheyrt að allir vildu eiga hlut að fögrum leik Anne- Sophie Mutter. Tært tónmál Vivaldis varð að glitrandi perlu- vef í meðferð þessara elskulegu stúlku og í hægu þáttunum söng hún af slíkri næmni, sem fátítt er að heyra hjá mörgum „mask- ínumeisturum" nútíma hljóð- færaleiks, þar sem öll heimspeki og tilfinningaleg túlkun er utan- garðs. Hjá Ann-Sophie Mutter má finna blómfrjó þeirrar list- elsku, sem margir óttast að hafi breyst í kalskóg tæknidauðans. Þegar slík blómfegurð birtist innan um kræklóttan kaldauð- ann, skilst það hvað list er og að fegurð hennar er manninum mikilvægt lífsankeri, til að halda áttum í stórbrimi nútíma fjöl- miðlunar. Ann-Sophie Mutter er mikill listamaður og hefur ekki aðeins ræktað tækni sína, heldur og manneskjuna í sér og kemur fram í leik hennar einstök hlýja og tregi, er nær til djúpra dulda tilfinninga þeirra er á hlýða. Fyrirhafoar- laiis Hvar sem Islendingar eru niðurkomnir á jarðkringlunni gera þeir ætíð sitt besta til aö skapa þjóðlega stemningu á jólunum. Ekkert er jafn nauösynlegt við myndun þeirrar stemningar eins og ekta Islenskur jólamatur. Við hjá SS bjóöum þér að annast umstangið og senda jólamatinn til vina og venslamanna erlendis. Þú kemur bara til okkar í SS-búðirnar tínir kræsingarnar í körfuna og smegir jólakortinu með — við sjáum svo um afganginn. Og nú er eins gott að taka fljótt við sér ef enginn á að fara í jólaköttinn, allt sem á að fara með flugi eða skipi til Evrópu þarf að vera klárt < síðasta lagi 10. desember — einnig flugpóstur til N-Ameríku, en síðasta jólaskipið vestur um haf fer 30. nóvember. Gleymum ekki þeim sem þurfa að dvelja fjarri heimaslóðum um hátíðirnar — sendum þeim hangikjöt í pottinn! AUSTURVEFtl — GLÆSIBÆ — HAFNARSTRÆTI — ViÐ HLEMM Pavel Smid og Violetta S. Smidova. Orgelleikur í Fríkirkju Tónllst Jón Ásgeirsson Orgeliö í Frikirkjunni hefur verið endurbætt og af þvi tilefni hefur verið efnt til tónlistarhátiðar sem orgelleikari kirkjunnar, Pavel Smid, hefur haft veg og vanda af. Kona hans, Violetta S. Smidova er einnig orgelleikari að mennt og hélt hún tónleika sl. laugardag þar sem hún flutti verk eftir J.S. Bach og Cesar Franck. Tónleikarnir hófust með ES-dúr prelúdinni og fúgunni (heil- ög Anna), sem er feiknaerfitt verk og ekki meðfæri nema þeirra sem vel kunna til verka. Það verður ekki annað sagt eftir flutning þessa erf- iða verks en að Violetta S. Smidova er góður orgelleikari. Annað verkið, Partítan yfir O Gott, du frommer Gott, er fallegt verk, samið aðeins fyrir „handverkið' á hljóðfærinu og fyrir undirritaðan var samskipan tilbrigðanna einum of lausleg en sum þeirra þó vel leikin. Tvö siðustu verkin eru eftir Franck, það fyrra Chorall 1 a-moll og það síðara Piece Heroique. Franck var stórkostlegur orgelsnillingur og talinn ævintýra- legur „impróvísator“ en auk þess reisti hann orgelið upp úr Iágdeyðu og samdi orgelverk, sem talin eru marka upphaf nýrrar stefnu i gerð franskrar orgeltónlistar, stefnu, þar sem lögð er áhersla á háleita túlkun trúartilfinninga og jafnvel dulspeki- legra fyrirbæra, sem siðar áttu eftir að ná mjög sterkum tökum á frönsk- um tónsmiðum. Siðasta áriö sem Franck lifði samdi hann þrjá kórala i E-dúr, h-moll og þann þriðja i a-moll, sem Violetta S. Smidova flutti að þessu sinni. Tónlistin er vixlsöngur tæknileiks og blíðlegrar hljómunar sálmsins og þar var leik- ur Violettu oftlega mjög fallegur. Hetjulagið, sem var seinna verkið, er tekniskt erfitt og þar sýndi Vio- letta að hún er einnig tekniskur orgelleikari. Auðnaðist henni að fá til eigin afnota kirkju, sem góðu orgeli, hafa íslendingar eignast enn einn góðan orgelleikara. í öruggri borg? Kvlkmyndlr Árni Þórarinsson Stjörnubíó: Öryggisvöróurinn — The Guardian ★ !A Bandari.sk. Árgerð 1984. Handrit: William Link, Richard Leninson. Leikstjóri: David Greene. Aðalhlut verk: Martin Sheen, Louis Gossett jr., Arthur Hill. Efni þessarar myndar er óneit- anlega fremur óvenjulegt. íbúar fjölbýlishúss i New York ráða ör- yggisvörð (Louis Gossett jr.) til starfa í byggingunni eftir að einn úr þeirra hópi er skotinn til bana af vopnuðum smákrimmum sem ætluðu að ræna (búð hans. Öryggis- vörðurinn tekur starf sitt mjög alvarlega og setur strangar reglur um umferð i byggingunni, sem ekki allir ibúanna eru sáttir við. En öryggi þeirra er tryggt. Eða svo virðist í fyrstu. En ýmis atvik, áframhaldandi tilræði glæpalýös stórborginnar við íbúana, innbrot, nauðgun, líkamsárás og sitthvað i fari og viðbrögðum öryggisvarðar- ins, vekja grunsemdir eins þeirra (Martin Sheen) um að ekki sé allt með felldu varðandi hinn nýja verndara. Þessi atburðarás er rakin hægt og rólega, án allra æsilegra tilþrifa eða ódýrra spennubragða. En þrátt fyrir að hér sé traust verksvit á ferðinni og þeir Gossett og Sheen sýni agaðan leik vantar dramatiskt eldsneyti í söguna. Hún snýst öll um það hvort grunsemdir Sheens um Gossett séu á rökum reistar eða hvort hann sé einfaldlega haldinn stórborgarparanoiu. The Guardian leysir á engan hátt úr þessari spurningu. Myndin hefði trúlega staðist betur ef henni hefði verið þjappað saman i klukkutima sjón- varpsmynd. Málatilbúnaðurinn er of mikill miðað við málið sjálft.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.