Morgunblaðið - 19.11.1985, Side 18

Morgunblaðið - 19.11.1985, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJODAGUR19. NÖVEMBER1985 HJA OKKUR CANCA ViÐSKMPTIN GLATT NOVEMBERTILBOÐ Nýir vetrarhjólbaröar og fullkomin vetrarskoöun, fylgir öllum notuöum bílum frá Heklu, sem viö seljum. Viö höfum oplö mánud. - föstud. kl. 9-19 ög laugard. kl. iO - Í7 BRAUTARHOLTI 33 - SÍMI: 62 12 40 o° Ql □ FLÖSUSJAMPÓ I ■ «***<•* «>0:^ "ovnmm*** Joba flösusjampó er til bæöi fyrir feitt og þurrt hár. Joba flösusjampó er sér- staklega blandaö meö jo- joba olíu, sem prótein, Aloe Vera, sem vítamíni og Pyro DiSulphide til aö halda flös- unni í skefjum og hárinu mjúku og heilbrigðu. FÆST f APÓTEKUM OG HELSTU SNYRTIVÖRUVERSLUNUM. midas Orkuverð til mannvirkjagerðar — eftir Þóri Lárusson Það er samdóma álit flestra þeirra erlendu gesta er til íslands koma og íslendinga sjálfra að Reykjavík sé fögur borg. Flestir Reykvíking- ar eru einnig stoltir af borg sinni og una hag sínum vel. í uppbygg- ingu borgarinnar hefur flest vel tekizt og sumt mjög vel. Til að skapa fagra og eftirsótta borg þurfa mörg ólík öfl að vinna saman að einu marki. Án vilja íbú- anna verður engin borg fögur, og séu borgaryfirvöld ekki vakandi og síhugsandi um það, hvað betur mætti fara, næst heldur ekki árangur. Þetta hefur einkennt Reykjavík, þegar sjálfstæðismenn hafa farið þar með meirihlutavald og vonandi mun það einkenna borgina um langa framtíð. Hinir fjölmörgu starfsmenn byggingariðnaðarins eiga sinn mikla þátt í útliti borgarinnar og þeirri aðstöðu sem fólki er þar búin. Það er því mikils um vert, að byggingariðnaðinum og öllu starfsliði hans sé búin góð aðstaða til athafna og sóknar til betra og þægi'.egra lífs fyrir borgarana. Mikil breyting hefur orðið á aðstöðu byggingariðnaðarmanna á tiltölulega skömmum tíma, örfáum áratugum. Langt fram á þessa öld þekktust ekki önnur vinnubrögð en hin sömu og beitt var við bygg- ingu píramídanna í Egyptalandi. Öll steypa var handhrærð og komið á sinn stað með handafli, og handaflið var einrátt í allri tré- smíði, múrvinnu, pípulögnum og öðrum greinum byggingariðnaðar- ins. Aðstaða byggingarmanna á byggingarstað hefur að sjálfsögðu batnað, en samt er enn víða pottur brotinn í þeim efnum. Enginn efi er á því, að notkun raforku hefur átt stærstan þátt í þeim umbótum sem orðið hafa. Ýmsar vélar, s.s. byggingakranar, múrpressur og ýmiskonar hand- verkfæri eru knúin raforku, vistar- verur byggingamanna eru hitaðar upp með raforku og fleira mætti telja. Þá hafa öryggiskröfur verið hertar til verndar starfsmönnum í byggingariðnaði. Mismunun í byggingariðnaði á sér stað mismunun sem á engan hátt getur talist eðlileg, en það er verð á raforku til mannvirkjagerðar. Það er ekkert sem réttlætir það að bygging húsa á „staðnum" verði að greiða 50% hærra raforkuverð en bygging húsa (einingahúsa) í verksmiðjum. Það sem gerir þessa mismunun hvað alvarlegasta, er að hún freistar manna til að spara í öryggisráðstöfunum og vellíðan starfsmanna á byggingarstað. Þá er hinum almenna húsbyggjanda einnig gert að greiða 50% hærra gjald þar til raflögn er fullfrágeng- in og er þar höggvið er síst skyldi. Ástæða þessa háa raforkuverðs til mannvirkjagerðar er, að það er notað sem þvingun á eigendur mannvirkja til að fullgera raflögn samkvæmt öryggiskröfum. Vafa- mál er hvort sanngjarnt er að beita fjárþvingunum í þessu skyni, því sannleikurinn er sá að það bitnar á þeim er síst skyldi. Hinn aimenni húsbyggjandi er sá sem baslar á eigin spýtur að sinni byggingu frá upphafi og sá sem kaupir af bygg- ingarfyrirtækjum ýmist fokhelt eða tilbúið undir tréverk. Hann er því sá sem ber ábyrgð á því að raflögn sé lokið og verður fyrir þeim þvingunum sem hér er minnst á. Byggingarfyrirtækið er yfirleitt ekki sá aðili sem þvingun- in bitnar á og forsendan fyrir þessu háa orkuverði til þess því brostin, og ekki tii neins annars en hækka byggingarkostnað. Þórir Lárusson „Það er ekkert sem rétt- lætir það að bygging húsa á „staðnum“ verði að greiða 50 % hærra raforkuverð en bygging húsa í verksmiðjum“. Stefna Allt frá árinu 1971 hefur veitu- fyrirtækjum borgarinnar verið haldið í fjármagnssvelti í vísitölu- leik verðbólgustjórna með þeim afleiðingum að raforka og vatn hefir orðið dýrari en ella. Þessari þróun var snúiö við strax og sjálf- stæðismenn höfðu bolmagn til í nýrri ríkisstjórn og tóku við meiri- hluta í borgarstjórn á ný. Stefna sjálfstæðismanna í borgarstjórn hefur verið sú, að veitufyrirtækin byggju hvórki við fjármagnssvelti né dýrar og óhóflegar lántökur og eru þau nú óðum að rétta úr kútn- um á ný sem komið hefir neytend- um til góða í lækkuðu orkuverði. Orkuverð hefir aðeins hækkað um 12-14% frá miðju ári 1983. Gjald- skrár veitufyrirtækja hafa sífellt verið í endurskoðun og eru enn, með tilliti til breyttra tíma og atvinnuhátta. Fyrir nokkru var hafin athugun á ýmsum þáttum til breytinga s.s. verði til stórnot- enda og einnig þeim þætti er hér var gerður að umtalsefni. Það er og verður að vera stefna borgar- yfirvalda að mismuna ekki þegn- um sínum. í Reykjavík eiga margir afkomu sína undir því, að vel sé búið að byggingariðnaðinum og hann á sinn þátt í því að Reykjavík er fögur borg og eins og ég sagði í upphafi, að Reykvíkingar geti verið stoltir af borginni sinni. Höfundur er varaformaður stjórnar reitustofnana Reykjavíkurborgar. Pennavinir Svíi, sem getur ekki um aldur, en er líklega milli tvítugs og þrítugs, með áhuga á íþróttum, ferðalög- um, dansi o.fl. Kveðst 1,72 á hæð, bláeygður og ljósskolhærður. Er skrifstofumaður og vill skrifast á við íslenzkar stúlkur: Elon Modén, Mossgatan 67, 654 66 Karlstad, Sweden. Átján ára ítali, sem er á fyrsta ári í laganámi, kveðst uppfullur af íslandsáhuga. Vill skrifast á við stúlkur eða stráka á sínu reki: Orazio Condorelli, Via Madonna delle Lacrime 70, 95030 Trappeto (Catania), Italy.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.