Morgunblaðið - 19.11.1985, Side 20

Morgunblaðið - 19.11.1985, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR19. NÓVEMBER1985 Morgunblaöiö/Júlíus Evelyn Hobbs, formaöur Thorvaldsensfélagsins. að hver félagskona verður að vinna í búðinni einn til tvo eftir- miðdaga í mánuði. Það hafa orðið miklar þjóðfélagsbreytingar undanfarið og flestar konur vinna núna úti, og hafa þær því tæpast tíma til að vinna í félag- inu. Auðvitað er þetta slæmt fyrir okkur. Annað sem hefur líka breyst mikið í gegnum tíðina er að við fáum mun minna af prjónavörum frá konum en áður. Það táknar ekki að konur prjóni minna núna. Ástæðan er frekar sú að þær hafa nóg með að prjóna fyrir heimili og börn.“ — Hvað gera svo félagskonur í tilefni afmælisins? „Við munum að sjálfsögðu halda þennan dag hátíðlegan og fara út að borða í kvöld og verð- um með heimatilbúin skemmti- atriði á eftir. Það verður svo gefinn 20% afsláttur af öllum ullarvörum í versluninni á morg- un og fimmtudag í tilefni af- mælisins. Fleira látum við ekki upp að svo stöddu." Thorvaldsensfélagið 110 ára: Starfar með miklum blóma Rætt við Evelyn Hobbs formann félagsins THORVALDSENSFÉLAGIÐ er 110 ára í dag, 19. nóvember. Af því til- efni spjallaði blaðamaður Morgunblaðsins við Evelyn Hobbs, núverandi formann félagsins, og baða hana fyrst að segja frá tilurð félagsins og tilgangi þess. Hús Thorvaldsensbasars við Austurstræti 4. „Félagið var stofnað árið 1875, en árið áður höfðu Danir ákveðið að gefa íslendingum styttu af listamanninum Albert Thor- valdsen, styttan var afhent 1875. Fyrir afhendingardaginn tóku 24 konur sig saman og skreyttu borgina, m.a. með fánum og greinum á Austurvelli. Þessar konur ákváðu svo að halda hóp- inn. Stefna þeirra var að .vinna borginni gagn eftir mætti og lögðu áherslu á mannúðarmál. Nefndu þær félagsskapinn Thor- valdsensfélagið. Þær stofnuðu sunnudagaskóla þar sem þær kenndu stúlkum hannyrðir, þær studdu fátæk börn og sáu oft um matargjafir. Á þessum tíma var mikil stéttaskipting hér og marg- ir bjuggu við mjög bág kjör.“ — Nú hefur margt breyst á þessum langa tíma, hver eru ykkar helstu verkefni núna? „Á vegum Thorvaldsensfélags- ins er sérstakur barnauppeldis- sjóður. Við höfum reynt að rétta barnadeild Landakotsspítalans hjálparhönd. Félagið hefur á sínum snærum basar við Austur- stræti, þar sem við höfum á boðstólum prjónavörur og ýmsar gjafavörur sem við höfum annað hvort í umboðssölu eða kaupum inn. Einnig gefum við út jóla- merki fyrir hver jól og höfum gert allar götur síðan árið 1913. Salan á þeim hefur gengið mjög vel, enda eru konurnar mjög duglegar að selja. Ýmis fyrirtæki og stofnanir hafa alltaf sýnt okkur mikinn velvilja og má nefna að Póst- og símamála- stofnunin hefur haft jólamerkin okkar til sölu í öllum pósthúsum landsins. Þessi jólafrímerki voru þau fyrstu sinnar tegundar hér á landi. Þá má að lokum geta þess að Thorvaldsensfélagið er með sérstök minningarkort. Ágóðinn af öllu þessu rennur til líknarmála og einnig reynum við að aðstoða einstaklinga sem leita til okkar." — Hvernig gengur að fá ungar konur til liðs við félagið? „Það hefur ekki gengið nógu vel og myndum við mjög gjarnan vilja fá fleiri konur af yngri kynslóðinni 1 okkar hóp. Það fylgir sú kvöð að vera í félaginu — Ertu bjartsýn á félagsstarfið í náinni framtíð? „Félagið starfar með miklum blóma og mun örugglega gera það áfram. f félaginu er góður andi og konurnar eru mjög samhentar í allri vinnu. Thor- valdsensfélagið byggir á gömlum merg sem er oft mikill styrkur, og við vonum að landsmenn haldi áfram að styrkja okkur eins og þeir hafa gert hingað til.“ Ráðstefna um fjármál sveitar- félaga SAMBAND íslenzkra sveitarfélaga efnir til ráðstefnu um fjármál sveitar- félaga að Hótel Sögu miðvikudaginn 20. nóvember. Á ráðstefnunni flytur Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, ávarp, og Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra, flytur erindi um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Kynnt verður hlutverk og starfsemi Byggðastofnunar, fjallað um sam- ræmingu fasteigna- og brunabóta- mats og rætt um kostnað sveitar- félaga af rekstri grunnskóla. Auk þess verður almennt rætt um fjár- málastjórn sveitarfélaga og helztu forsendur fjárhagsáætlana þeirra fyrir komandi ár. Nokkuð á annað hundrað full- trúa sveitarfélaga munu sitja ráð- stefnuna. Myndhöggvarafélagið: Styður breyt- ingu á lofti Kjarvalsstaða Á FUNDI stjórnar Myndhöggv- arafélagsins nú fyrir skömmu var gerð svohljóðandi ályktun: Lýst er yfir eindregnum stuðn- ingi við framkomnar hugmyndir um breytingu á lofti í sýningarsöl- um Kjarvalsstaða í Reykjavík. Þær breytingar sem hér um ræðir koma til með að bæta lýsinguna í sölunum til mikilla muna þannig að þeir hæfðu betur hlutverki sínu. (KrélU(iikynninj>) INNLENT Fyrirspurn til Sigmundar Guð- bjarnarsonar rektors Háskólans — eftir Karl Árnason Kveðinn hefur verið upp dómur í Hæstarétti sem vakið hefur mikla athygli. Þessi dómur varðar þá stofnun miklu sem þér veitið forstöðu. Hér á ég við dóminn yfir þeim dómnefndarmönnum sem Háskólinn sýndi þann trúnað að Fundur hjá Sagnfræðingafélaginu: Takmörkun giftinga eða einstaklings- frelsi Sagnfræóingafélag íslands heldur fund í Árnagarði, stofu 423, í kvöld, þriðjudaginn 19. nóvember, klukkan 20.30. Guðmundur Hálfdanarson flyt- ur erindi sem hann nefnir: Tak- mörkun giftinga eða einstaklings- frelsi. — íhaldssemi og frjálslyndi á fyrstu árum hins endurreista Alþingis. Á eftir verða umræður og er fundurinn öllum opinn. meta vísindagildi ritsins Rætur Islandsklukkunnar en eins og yður hlýtur að vera kunnugt voru þeir dæmdir meiðyrðamenn vegna ummæla sinna í álitsgerðinni um ritið. Þessir vísindamenn, þeir Sveinn Skorri Höskuldsson pró- fessor, Ólafur Halldórsson og Peter Hallberg hafa verið fundnir sekir um að hafa farið meiðandi orðum um höfund ritsins Rætur íslandsklukkunnar í stað þess að meta eingöngu vísindagildi ritsins. Þessvegna óska ég sem skattgreið- andi er legg minn skerf til rekstr- arfjár Háskólans að þér upplýsið mig án tafar um eftirfarandi at- riði: 1) Hve háar fjárhæðir framreikn- aðar til dagsins í dag fengu þessir þrír menn hver um sig greiddar hjá Háskólanum fyrir vinnu við álitsgerðina um Ræt- ur íslandsklukkunnar? 2) Verður ekki gerð krafa af Há- skólans hálfu til endurgreiðslu þessara fjárhæða einsog tíðkast á almennum markaði þegar vinna sem leyst er af hendi fullnægir ekki gerðum vinnu- samningi? í framhaldi af þessu vil ég spyrja yður, ætlið þér ekki að beita yður fyrir því að Háskólinn ómerki þetta dóm- nefndarálit þar sem Hæstirétt- ur (samkvæmt Morgunblaðinu 5. nóvember sl.) segir að hlut- verk dómnefndar samkvæmt reglugerð sé „að meta vísinda- gildi bókarinnar" og að „um- mæli þau, sem átalin eru, feli í sér siðferðisdóm, sem er meið- andi fyrir áfrýjanda. Þau hafi hvorki verið nauðsynleg til að fullnægja umsagnarskyldu stefndu né viðurkvæmileg í umsögn um ritið. Því beri að dæma þau ómerk." Hér er skýr- um orðum sagt að dómnefndar- menn hafi bæði brotið gegn höfundi ritsins og reglugerð Háskólans og þar með gagnvart Háskólanum sjálfum. Stofnun sem lætur slíkt átölulaust met- ur virðingu sína einskis og á hana heldur ekki skilið. Ég spyr því enn, ætlið þér að láta þetta viðgangast? 3) Greiðir Háskólinn, að hluta eða heild, kostnaðinn við þau mála- ferli sem af þessum vinnu- brögðum dómnefndarmann- anna leiddi? Ef svo er, hve mikið verður þá Háskólinn að gjalda? Við skattgreiðendur fylgjumst mjög grannt með því hvernig farið er með fé Háskólans sérstaklega þegar forstöðumenn hans biðja um meira fé. Svar frá yður um þetta mál óskast strax. Höíundur er glerslípunarmeistari. Karl Lúðvíksson t.v. ásamt starfsmanni deildarinnar. Háls-, nef- og eymadeild Borgarspítalans: Færð tæki að gjöf til rannsókna á ofnæmi KARL Lúðvíksson færði háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspftalans nýlega að gjöf sérstaka tækjasamstæðu til rannsókna á sjúklingum með ofnæmi í efri öndunarvegi og sjúkdóma í nefi og nefholum. í frétt frá Borgarspítalanum um jafnóðum og auðveldi það segir að tækjasamstæðan sam- mjög alla úrvinnslu. I fréttinni anstandi annars vegar af „Rhino- segir jafnframt að tækin verði manometer", sem mæli þrýsting notuð á göngudeild háls-, nef- og og loftflæði samtímis, og hins eyrnadeildar Borgarspítalans og vegar tölvusamstæðu, sem vinni séu nauðsynleg til rannsókna á úr öllum rannsóknarniðurstöð- ofnæmi í efri öndunarvegi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.