Morgunblaðið - 19.11.1985, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR19. NÓVEMBER1985
21
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, tekur við fyrsta miðanum úr hendi
Jónu Gróu Sigurðardóttur, formanns Verndar. Viðstaddir afhendinguna voru
þeir Ottó Örn Pétursson og Sigurjón Kristjánsson úr framkvæmdastjórn
Verndar.
Landaparís — Happdrætti Vemdar:
Forseti íslands
keypti fyrsta miðann
FORSETI íslands, Vigdís Finnbogadóttir, keypti fyrsta miðann í happdrætti
félagasamtakanna Verndar. Happdrstti þetta gengur undir nafninu Landa-
parís og eru vinningar eitt hundrað. Vinningshafar geta sjálfir valið milli 9
ferða, utanlands og ínnan.
Meginmarkmið Verndar er að
aðstoða einstaklinga sem afplánað
hafa fangelsisdóma og felst að-
stoðin aðallega í endurhæfingu,
sem er nauðsynleg þessum ein-
staklingum þegar þeir snúa að ný
inn í samfélag frjálsra manna, eins
og segir í fréttatilkynningu frá
samtökunum. En til þess að slík
endurhæfing geti farið fram þarf
Vernd að geta boðið skjólstæðing-
um sínum heimili og aðstoða þá
við að fá vinnu. Markmið happ-
drættisins er að afla fjár til rekst-
urs og uppbyggingar slíks heimilis.
Kvenréttindafélag íslands átti á
sínum tíma frumkvæðið að því að
Vernd var stofnað og eru flest
kvenfélög í landinu í samtökunum.
Um jólin 1959 hóf jólanefnd
Verndar störf og er núverandi
formaður Hanna Johannessen.
Formaður Verndar er Jóna Gróa
Sigurðardóttir, en varaformaður
er Hrafn Pálsson.
Jólakort Svalanna
seld á Lækjartorgi
JÓLKORT Svalanna er komið út en ein félagskvenna, Sigríður Gyða Sigurð-
ardóttir, hefur hannað kortið. Félagskonur hyggjast selja jólakort sín á
Lækjartorgi 7. og 14. desember síðdegis. Einnig verða kortin til sölu í versl-
uninni Svörtu perlunni, Skólavörðusíg
Svölurnar eru félag núverandi
og fyrrverandi flugfreyja. Aðal-
markmið félagsins er að afla fjár
til styrktar þeim sem minna mega
sín í þjóðfélaginu og er jólakorta-
salan ein aðalfjáröflunarleið fé-
lagsins. Á þessu ári munu Svölurn-
ar nota allt söfnunarfé sitt til að
styrkja fjölfötluð börn. í október
sl. veittu Svölurnar fimm einstakl-
I, og versluninni Ástund, Austurveri.
ingum námsstyrki til framhalds-
náms í kennslu og þjálfun fjölfatl-
aðra barna. Nú liggja fyrir um-
sóknir um styrki frá stofnunum
sem annast fjölfötluð börn. Árang-
ur jólakortasölunnar ræður því
hversu myndarlega verður hægt
að afgreiða þessa umsóknir.
Fréttatilkynning
STÓRSÝNING
Hvorki fleiri né færri en 17 lands-
þekktir skemmtikraftar fara á kost
um af einskærri Sumargleði
Sumargleöin hefur aldrei veriö frískari, fjörugri, fjölbreyttari eöa betri. Þaö
veröur urrandi stemmning og dúndrandi stuö í 15 ára afmælisveislu Sumar-
gleöinnar föstudag og laugardag. Þúsundir ánægðra gesta eru okkar besta
auglýsing. Fögnum 15 ára f jöri Sumargleðinnar og f jölmennum á Broadway.
Pantiö miða í tíma í síma 77500 þar
sem uppselt hefur verið undanfarnar
helgar.
Matseðill
Sjávarréttatríó
Kryddlepn lambaroaststeik
ís meó jarðarberjum og rjóma
Flutt i Brautcarholt 3
(MJÖLNISHOLT 14)
Sýnum 86 línuna í innréttingum
frá ^ INVFTA í nýju húsnæöi
ELDASKÁLINN
Nóatún
BRAUTARHOLTI 3 • NÝTT SÍMANUMER: 621420