Morgunblaðið - 19.11.1985, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR19. NÓVEMBER1985
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
MagnúsFinnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágústlngi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö.
Þjóðarbókhlöðunni
verður að ljúka
Ávarp frá Félagi Sameinuöu þjóðanna:
Fjörtíu ára afn
Sþ og aðild ísl
Aundanförnum vikum hef-
ur athyglin beinst að því,
að fjármálaráðherrar virðast
hafa rúma heimild til að veita
fé úr ríkissjóði til verkefna,
sem þeir hafa sérstakan áhuga
á, hvað sem líður ákvörðunum
Alþingis á fjárlögum. Er helst
að skilja, að sú hefð hafi skap-
ast, að fjármálaráðherrar geti
sinnt þessum áhugamálum
sínum rétt í þann mund, sem
þeir láta af sínu háa embætti.
Þegar því var fagnað 1974,
að ellefu aldir voru liðnar frá
því að fyrsti landnámsmaður-
inn settist að á íslandi, ákvað
Alþingi, að minnast þess at-
burðar með því að reisa Þjóð-
arbókhlöðu. Má því líta á það
mannvirki, sem gjöf þjóðar-
innar til sjálfrar sín og eftir-
komandi kynslóða. Ætlunin er,
að hin nýja bókhlaða hýsi þær
bækur, sem nú eru geymdar í
Landsbókasafni og Háskóla-
bókasafni. Húsið hefur þegar
verið reist, eins og menn geta
séð á Melunum í Reykjavík.
Því hefur meira að segja verið
lokað, þannig að stórviðri leika
ekki um sali þess. Hins vegar
er með öllu óvíst, hvenær
smíðinni lýkur. Þjóðarbók-
hlaðan hefur á undanförnum
árum orðið bitbein þingmanna,
þegar þeir takast á um það á
lokastigum fjárlaga-afgreiðsl-
unnar, hve stóra sneið þurfi
að taka í niðurskurð. Nú hafa
stjórnarflokkarnir náð sam-
komulagi um það, þegar fyrir
fyrstu umræðu fjárlaga, að
aðeins skuli 1 milljón króna
renna til Þjóðarbókhlöðunnar
á næsta ári í stað 5 milljóna,
sem voru í frumvarpinu. Þjóð-
arbókhlaðan hlaut ekkert af
þeim molum, sem duttu af
borði fjármálaráðherra í byrj-
un október.
Öllum ætti að vera ljóst, að
það skiptir í raun litlu máli
um framkvæmdahraða við
Þjóðarbókhlöðuna úr því sem
komið er, hvort veitt er til
hennar 1 milljón eða 5 milljón-
um á fjárlögum. Sérhver verk-
þáttur í bókhlöðunni kostar
meira en þetta, og sé ætlunin
að gæta ítrustu hagkvæmni
borgar sig að bjóða einstaka
þætti verksins út. Fjárveiting-
arvaldið þarf að vera stórtæk-
ara en þessar tölur gefa til
kynna, eigi að standa skyn-
samlega að málum.
Hér skal ekki dregið í efa,
að þröngt sé í búi hjá ríkissjóði
og marga munna þurfi þing-
menn að mata. Þegar ákvörðun
var tekin um að reisa Þjóðar-
bókhlöðuna í tilefni 11 alda
afmælisins, hefði að sjálfsögðu
átt að búa þannig um hnúta,
að fyrir lægi áætlun um fjár-
mögnun verksins og fram-
kvæmdahraða. Hefði í því efni
mátt hafa landgræðsluáætlun-
ina, sem einnig varð til á
afmælinu, til fyrirmyndar.
Nú er tímabært, svo að ekki
sé meira sagt, að fjárveitingar-
valdið taki af skarið um það,
hvenær Þjóðarbókhlöðunni
skuli lokið og hagi ákvörðunum
sínum í samræmi við það.
Engum er sómi af því að láta
framkvæmdir dankast við
þetta mannvirki, síst bók-
menntaþjóðinni sjálfri. Þótt
milljónin verði látin duga á
næsta ári er ekki of seint að
líta til framtíðarinnar með
þeim stórhug að einsetja sér,
að Þjóðarbókhlaðan verði full-
búin fyrir lok þessa áratugar.
Onæmis-
tæring
Onæmistæring hefur nú
verið greind hér á landi.
Um heim allan vekur þessi
sjúkdómur mikinn óhug.
Fréttir berast hvaðanæva um
að við honum sé brugðist með
öðrum hætti en öðrum þeim
smitsjúkdómum, er verða
mönnum að aldurtila.
Heilbrigðisyfirvöld hér á
landi hafa þegar lagt sig fram
um að kynna eðli ónæmistær-
ingar og útbreiðslu á almenn-
um vettvangi. Er mikilsvert
að þeirri fræðslustarfsemi
verði haldið markvisst áfram
samtímis því sem gripið er til
þeirra ráða, er best duga í
baráttunni við sjúkdóminn
sjálfan.
Þess eru mörg dæmi, að í
litlum samfélögum nái hræðsl-
an yfirhöndinni, þegar um
þennan vágest spyrst. For-
varnarstarf, sem felst í nánu
sambandi lækna og heilbrigð-
isyfirvalda við almenning á
opinberum vettvangi, er orðið
snar þáttur í heilsugæslu.
Varúð, er byggist á haldgóðum
upplýsingum um ónæmistær-
ingu, getur komið í veg fyrir,
að hræðsla nái tökum á fólki
og setji skugga á samskipti
manna.
Eins og málum er nú komið
hér á landi, verður að ræða
allar hliðar þessa samtíma-
sjúkdóms af hreinskilni og
einurð. Jafnframt er óhjá-
kvæmilegt að búa þannig að
þeim, sem við sjúkdóminn fást,
að viðunandi sé.
Um heim allan er nú minnst
fjörutíu ára afmælis Sameinuðu
þjóðanna. Hinn 26. júní 1945 und-
irrituðu 51 ríki sáttmála Samein-
uðu þjóðanna í San Fransisco og
gekk hann í gildi 24. október sama
ár. Rúmu ári síðar, hinn 19. nóv-
ember, fékk ísland aðild að sam-
tökunum. Á Yalta-ráðstefnunni
1945 höfðu hinir „3 stóru" eins og
þeir voru nefndir, Roosevelt, Stalin
og Churchill, m.a. ákveðið að ís-
land skyldi vera meðal þeirra ríkja
er boðið skyldi að vera stofnaðilar
að samtökunum. Boðinu fylgdi þó
það skilyrði að ísland segði Þýska-
landi og Ítalíu eða Japan stríð á
hendur. Litu sumir á þetta sem
formsatriði eingöngu þar sem
þessi ríki voru þá komin að fótum
fram og ekki gat falist nein raun-
veruleg áhætta í slíkri yfirlýsingu.
Meðal ráðamanna þjóðarinnar
varð þó sú skoðun ofan á að íslandi
bæri ekki að hefja göngu sína í
alþjóðasamskiptum með því að
segja öðrum löndum stríð á hend-
ur. Það var því ekki fyrr en rúmu
ári síðar, 19. nóvember, eða fyrir
réttum 39 árum, að ísland gerðist
aðili að samtökunum. Þennan
sama dag fengu tvö önnur ríki,
Afganistan og Svíþjóð, inngöngu.
Þessi þrjú ríki voru fyrstu aðildar-
ríkin sem gengu í samtökin, en
höfðu ekki verið styrjaldaraðilar
gegn Möndulveldunum og er ís-
land talið 53. ríkið í röðinni sem
gerst hefur aðili að Sameinuðu
þjóðunum.
Á þessu fertugsafmæli samtak-
anna leiða menn einkum hugann
að upphafinu, hvers vegna gerðu
þjóðir heims með sér svo um-
fangsmikinn sáttmála, til hvers og
hver hefur árangurinn orðið í fjóra
áratugi?
Hvers vegna Sameinuðu
þjóðirnar?
Ungt fólk í dag á kannski erfitt
með að skilja hve þörfin fyrir
samtök Sameinuðu þjóðanna var
mikil á sínum tíma. Állur heimur
var í sárum eftir hildarleik seinni
heimsstyrjaldarinnar og það
þurfti ekki mikið hugmyndaflug
til að sjá möguleikana sem voru
fyrir hendi á gjöreyðingu alls
mannkyns í upphafi kjarnorkuald-
ar. Á síðustu árum styrjaldarinnar
var mikið rætt um það meðal
bandamanna, einkum innan þjóð-
bandalagsins, sem að vissu leyti
var fyrirmynd Sameinuðu þjóð-
anna, hvernig skapa mætti nýjan
heim, þar sem hægt væri að koma
í veg fyrir þróun mála í líkingu
við uppgang nasismans og þá
miklu efnahags- og fjármálalegu
spennu sem skapaðist á alþjóða-
vettvangi á árunum eftir 1930.
Fyrir 40 árum voru stórborgir í
rústum. Framleiðslukerfi heims-
ins var lamað og milljónir manna
voru heimilislausar. Enn fleiri
milljónir manna höfðu farist í
ægilegustu styrjöld í sögu mann-
kynsins. Eyðingin var slík að menn
sáu fyrir sér að önnur styrjöld
gæti hæglega leitt til tortímingar
mannkynsins. Þess vegna hittust
fulltrúar 51 ríkis í San Fransisco
og undirrituðu sáttmála um að
stuðla að því að tortíming myndi
aldrei eiga sér stað.
Markmið Sameinuðu
þjóðanna
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna,
Javier Pérez de Cuéllar, hefur lagt
á það mikla áherslu, að aðildarrík-
in dusti nú rykið af stofnsátt-
málanum og veiti aukinn stuðning
þeim markmiðum sem sett voru
með honum. Þetta voru göfug
markmið sem sett voru af þjóðar-
leiðtogum, sem litu heiminn
raunsæjum augum. Svo vel var
sáttmálinn gerður að enn i dag eru
flestir sammála um að engin
ástæða sé til að breyta honum.
Markmiðin sem koma fram í stofn-
sáttmálanum eru einkum þríþætt:
1. Að varðveita heimsfrið og ör-
yggi með sameiginlegu átaki og
leysa milliríkjadeilur á friðsam-
legan hátt, svo og að leysa deilur
sem stefnt gætu heimsfriðnum
í hættu.
2. Að efla vinsamlega sambúð
þjóða i milli, er skuli byggð á
virðingu fyrir jafnrétti og
sj álf sákvörðunarrétti.
3. Áð koma á alþjóðasamningum
á sviði efnahagsmála, félags-
mála, menningar- og mannúð-
armála og stuðla að virðingu
fyrir mannréttindum.
í stofnskránni var gert ráð fyrir
að unnið skyldi að markmiðunum
á grundvelli nokkurra meginfor-
senda. 1 fyrsta lagi að öll aðildar-
ríki séu fullvalda og sjálfstæð ríki,
í öðru lagi að allir aðilar samtak-
anna skuli standa við þær skuld-
bindingar sem felast í stofn-
skránni, og í þriðja lagi að öll
aðildarríkin skuli leysa milliríkja-
deilur sínar á friðsamiegan hátt.
í tilefni af því að nú eru
40 ár liðin frá því að
Sameinuðu þjóðirnar
voru stofnaðar og í dag,
19. nóvember, eru 39 ár
liðin frá því að ísland
varð þátttakandi í sam-
tökunum, hefur Morg-
unblaðinu borist ávarp
frá Félagi Sameinuðu
þjóðanna og birtist það
hér í heild.
Árangurinn af starfi
Sameinuðu þjóðanna
Sameinuðu þjóðirnar voru
stofnaðar til að koma í veg fyrir
styrjaldir. Þær hafa ekki komið í
veg fyrir að milliríkjadeilur hafi
leitt til styrjalda. Hefur starf
Sameinuðu þjóðanna því verið ár-
angurslaust? í upphafi voru vonir
manna mest bundnar við örygg-
isráðið, sem er sterkasta tæki
Sameinuðu þjóðanna ef svo má að
orði komast, því aðildarríkin eru
bundin af ákvörðunum öryggis-
ráðsins.
Fimm aðildarríki eiga föst sæti
í ráðinu, en það eru Bandaríkin,
Bretland, Frakkland, Kína og
Sovétríkin. Þá eru 10 fulltrúar
kosnir til tveggja ára. Ráðið tekur