Morgunblaðið - 19.11.1985, Side 29

Morgunblaðið - 19.11.1985, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR19. NÓVEMBER1985 29 Ályktun um fræðslumál: Starfsmenntun verði metin til launa ÞING Landssambands íslenskra verslunarmanna ályktaði meðal annars um fræðslumál þar sem minnt er á mikilvægi starfsmenntunar og að það sé eitt megin viðfangsefni sambandsins, að afgreiðslu- og skrifstofufólki verði í auknum mæli gefinn kostur á starfsmenntun og endurmenntun vegna starfa. í ályktuninni segir meðal annars: ræktar eru, þó námið miði ekki „í viðræðum við atvinnurekendur að stúdentsprófi. verði lögð áherzla á rétt félags- Þingið tekur undir þau megin Heimsþing JC í Kólumbíu: í framboði í embætti heimsforseta JC CarUgena, Kólumbíu, 18. nóvember 1985. Frá Ingimar Sigurósayni. manna til starfsmenntunar og að menntunin verði metin til launa. Slík menntun fari fram hjá Verzl- unarskóla íslands, Samvinnuskól- anum og öðrum þeim skólum sem annast almenna verzlunarmennt- — Námið verði metið til námsein- inga í samræmi við nám á fram- haldsskólastigi. — Starfsmenntun þessi njóti opin- bers stuðnings á sama hátt og þær „öldungadeildir", sem starf- sjónarmið, sem fram koma í sam- þykkt sambandsstjórnar ASÍ um námsfrí og hvetur Alþýðusamband- ið til að vinna ötullega að fram- gangi málsins. Þingið hvetur aðildarfélög LÍV til að sinna félagslegri fræðslu i auknum mæli og nýta sér fræðslu- starf MFA Það beinir því til stjórn- ar LÍV að skipuð verði fræðslu- og upplýsinganefnd Sambandsins og telur mikilvægt að hafin verði út- gáfa fréttabréfs sem fræðslu- og upplýsinganefnd myndi annast." Lífeyrisréttur ekki skertur frá því sem nú er — segir í ályktun frá lífeyrisnefnd LÍV Á ÞINGI LÍV kom meðal annars fram ályktun frá lífeyrisnefnd, þar sem áhersla var lögð á, að lífeyrisréttur yrði ekki skertur frá því sem nú er. Ennfremur, að makalífeyrir þeirra, sem eiga að minnsta kosti 15 ára sjóðsað- ild að baki, verði ekki skertur. Þá kemur fram áskorun til þings- ins um að vekja athygli á, að á næstu árum muni aukinn réttur sjóðfélaga í lífeyrissjóðnum hafa þau áhrif, að lífeyrisgreiðslur til þeirra muni hækka, og hafi það i för með sér að greiðslur í formi tekjutryggingar almannakerfisins muni minnka. Ennfremur er lögð áhersla á að allir landsmenn greiði í lífeyrissjóð og atvinnurekendur verði gerðir ábyrgir fyrir iðgjalda- greiðslum og skilum á þeim til sjóð- anna. Bent er á, að brýnt sé, að stéttarfélögin og félagar í þeim fylgist með að ákvæðum laga um að skylduaðild sé framfylgt og að auka beri upplýsingastreymi til fé- laga um réttindi þeirra í sjóðunum og um starfsemi sjóðanna almennt. Þriggja hrossa saknað Lýst er eftir þremur hestum sem sluppu úr girðingu á vatnsenda- hæð fyrir ofan Breiðholt aðfara- nótt laugardagsins. Einn er mjög stór, rauður, annar meðalstór, brúnn, og sá þriðji er fremur smár, brúnn, með litla stjörnu og merkt- ur með stóru „1“ á annarri hlið. Þeir sem kynnu að hafa orðið varir við hestana eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 71502 og 75821. Semballeikur á háskólatónleikum FIMMTU Háskólatónleikar á haust- misseri 1985 verða haldnir í Norræna húsinu miðvikudaginn 20. nóvember. Elín Guðmundsdóttir leikur tvær franskar svítur, nr. 3 í h-moll og nr. 6 í E-dúr eftir Johan Sebast- ian Bach á sembal. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og standa u.þ.b. hálftíma. 75 ^uglýsinga- síminn er 2 24 80 ANDRÉS B. Sigurðsson frá íslandi er einn þriggja manna sem bjóða sig fram í embætti heimsforseta Junior Chamber. Hinir eru Jacinto Lopez frá Ekvador og Muncef Barouni frá Túnis. Heimsforseti verður kosinn á fimmtudaginn 21. nóvember á fer- tugasta heimsþingi JC hreyfingarinn- ar sem sett var hér í Cartegna í gærkvöld að viðstöddum 1.400 félög- um og gestum. Meðal gesta voru borgarstjóri Cartagena og utanríkisráðherra landsins, sem flutti tölu um utan- ríkismál. Einnig minntist hann á náttúruhamfarirnar suður af Cartagena þegar eldfjallið Nuevo del Ruiz gaus. Vegna þess var einnar mínútu þögn í upphafi þingsins. Við setningarathöfnina minntist núverandi heimsforseti JC, Victor Chichos Luciano frá Filipseyjum, á fund leiðtoga stórveldanna í Genf og sagði það vera von allrar heimsbyggðarinnar að einhver árangur næðist þar. Fækkun um helming á kjarnorkuvopnabirgð- um stórveldanna þýddi þó einungis að þá yrði hægt að eyða heiminum tvisvar sinnum, en ekki fjórum Leiðrétting Á kvikmyndasíðunni sl. sunnudag var sagt að ástralski blaðakóngurinn Robert Murdoch hygðist kaupa 20th Century-Fox kvikmyndasamsteyp- una af eigandanum Marvin Davis. Þessi frétt er nokkuð seint á ferðinni þar sem Murdoch keypti fyrirtækið fyrir nokkrum mánuð- um. Beðist er afsökunar á þessum mistökum. sinnum eins og nú. Heimsforsetinn lagði einnig áherslu á tilgang og markmið hreyfingarinnar að þjálfa ungt fólk til leiðtogastarfa í hvers konar mynd til þjónustu fyrir samfélagið og atvinnulífið. Norðurlöndin standa fyrir Vik- ing Night í kvöld og er það orðinn fastur liður á öllum heimsþingum JC. Þar er ætíð boðið upp á vín frá Norðurlöndunum, svo sem ís- lenskt brennivín og fleira þess háttar. Strengja- kvartett leikur í Hveragerði ÞRIÐJUDAGINN 19. nóvember raun strengjakvartett skipaður þeim Guðnýju Guðmundsdóttur og Sean Bradley á fiðlur, John Robert Gibb- ons á lágfiðlu og Carmen Russill á selló halda tónleika 1 Hverageröis- kirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnisskránni verður Strengja- kvartett í C-dúr op. 76, nr. 3 eftir Joseph Haydn, Strengjakvartett nr. 2 op. 17 eftir Béla Bartók og Kvintett op. 163 í C-dúr fyrir 2 fiðlur, lágfiðlu og 2 selló eftir Franz Schubert, en í því verki mun Gunnar Kvaran, sellóleikari bæt- ast í hópinn. Aðgöngumiðar verða til sölu við innganginn. 'da9 daga seV\ura NÍAZÓÁ b\\a ai a' rgerð A985 ----sóttúoa 5 9,ra’ VÓW 70f, 323 Gnv SW''°° 5 9 v* vökvas'^'. •, A stk. 323 SOXSU sþsk ** A stk- 626 GVv Hatchb- 5.9' ^bKvas'V" ' A stk. 626 GV^rtaWÞV>. slfV vökvastýt' , ' stk' S __------------------------------' ^—-—■— __ “"I i n VTV'-OöW* ut -tmí\ ótapP VTurtvl^ YZ'. Baoöur Utof- ^sans b\\a\ # ■ LKav3P'n Td5g^re%m Þessa 9 pv\ aðe\as er

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.