Morgunblaðið - 19.11.1985, Page 37

Morgunblaðið - 19.11.1985, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR19. NÓVEMBER1985 37 Goðsögnin gengur aftur Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson BÍÓHÖLLINN: VÍGAMAÐURINN - PALERII)ER**'/2 Leikstjóri og framleiðandi Clint Eastwood. Handrit Michael Butler og Dennis Shryacks. Kvikmyndataka Bruce Surtees. Tónlist Lennie Nie- haus. Aðalhlutverk Clint Eastwood, Michael Moriarty, Carrie Snodgress, Christlopher Penn, Richard Dysart, Sydney Penney, Richard Kiel, John Russeí. Bandarísk, frá Warner Bros. Frumsýnd 1985,115 mín. Kjarkmaður er Eastwood. Eftir að enginn hafði þorað að segja svo mikið sem w um árabil vestur í Hollywood (eftir Heaven’s Gate ófarirnar), dustaði gamli kúrekinn rykið af reiðtygjunum, tók hnakk sinn og hest, hélt til fjalla og byrjaði á fyrsta vestranum sem gerður hefur verið í fimm ár. Kasdan fylgdi fast í kjölfarið með Silverado. Leikstjórinn Eastwood hefur kosið að fara hina sígildu leið í myndsköpuninni. Vígamaðurinn, sem minnir talsvert á High Plains Drifter, kemur kunnuglega fyrir sjónir. Ung stúlka biður Guð um kraftaverk þar sem hún stendur yfir gröf hundsins síns sem var drepinn í árás á gullgrafarabúðirn- ar sem hún býr í. Var hún gerð að undirlagi nágranna þeirra, LaHood (Dysart), sem er að reyna að sölsa undir sig álitlegt landsvæði hinna efnalitlu blikkpönnugullgrafara. Clintwood á þeim gráa I Vígmanninum. Kraftaverkið gerist i ímynd „Prestsins" (Eastwood), sem skyndilega birtist í búðunum. Hann útrýmir illþýðinu, hverju á fætur öðru og ríður síðan á braut þegar friður ríkir og réttlætinu hefur verið fullnægt. Á þessum síðustu og verstu tím- um vestraformsins, hefur Eastwood gripið til sterkasta afréttarans sem hann þekkir, nafnlausa mannsins. ímynd frelsarans, dauðans, aftur- genginn eður ei, er honum manna best treystandi til að vekja það til lifsins á ný. Hér gerist hann rétt einu sinni bjargvættur lítilmagnans í vonlausri baráttu við slæmu karl- ana. Og Eastwood er á heimleið enda gengur myndin prýðilega upp þó frumleikann skorti. Vígmaðurinn er velþegin afturkoma vestrans og er gerð af umhyggju og virðingu fyrir sögulegri hefð þessa mynda- forms sem naut svo mikillar hylli í gengum tíðina. Þó svo að Eastwood taki enga stóráhættu og reyndar megi finna klúðurslega hluti á dreif, þá er Víga- maðurinn svipsterk og aðsópsmikil mynd. Kvikmyndatökumaðurinn er enginn annar en Bruce Surtees, sem tók bestu vestra Eastwood, og reyndar annarra, um langt skeið (The Outlaw Josey Wales). Á hann heiður skilinn fyrir mikilúðlegan svip myndarinnar. Upphafsatriðið, árás reiðmannanna á búðirnar, er t.d. með afbrigðum kraftmikið og vel tekið. Þá hefur Eastwood dustað rykið af tveimur, sjaldséðum ágæt- isleikurum, Michael Moriarty og Snodgress. En það skyggir enginn á Eastwood í hlutverki þess nafnlausa í góðum vestra. Því Stetsoninn er hans kóróna, marghleypan veldis- sproti og víðáttan konungdæmið. Ein úr geymslunni Kvikmyndlr Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Engin miskunn *,/i Handrit og leikstjórn Charles Martin. Tónlist Morton Stevens. Aðalhlutverk Jack Palance, Christopher Mitchum, Pamela Shoof, Angel "’ompkins, Joe Spinell. Bandarísk, frumsýnd 1978. Gerð af CalAm production, dreifing Manson Int. Eina nýlunda við þessa sýningu er að myndin er komin talsvert til ára sinna, orðin sjö ára gömul og er því vonandi sigurstranglegur keppandi um aldurforsetatiti! mynda í ár. Annars væri forvitni- legt að vita hvers vegna Engin mis- kunn var á annað borð tekin til sýn- inga, hún hefur nefnilega sárafátt til síns ágætis. John Wade (Jack Palance), liðs- foringi f lögregluliði Los Angeles- borgar, er orðinn langþreyttur á getuleysi og iinkind dómsvaldsins að koma úrhrökum borgarinnar bak við lás og slá. Fer þetta að lokum svo fyrir brjóstið á karli að hann tekur að slátra hyskinu með eigin hendi jafnóðum og hann stendur það að verki. Inní söguþráðinn blandast náttúrlega hið ómissandi ástarsamband. Wade býr með hinni lögulegustu stúlkukind. Hún sættir sig að vonum ekki við stórkarlalegar útrýmingaraðferðir löggunnar sinnar. Gallinn er hinsvegar sá að eftir útlitinu að dæma gæti Wade öllu frekar verið afi hennar en ást- maður. Engin miskunn er gerð '78, í kjöl- far margra stórgóðra lögreglu- mynda. Þá hafa framleiðendurnir Jack Palance er orðinn heldur gam- all til ad taka að sér hlutverk ofur- mennis. eygt einhvern markað fyrir þessa hversdagslegu B-útgáfu. En í dag fá menn mun betri skemmtun útúr því að horfa á Hill Street Blues, jafn- vel Derrick, í sjónvarpinu. - þaö er deginum Ijósara GENERAL ELECTRIC COMPANY I BRETLANDI, einn stærsti framleiöandi Ijósa og Ijósabúnaöar í heiminum, hefur lýst leiðina allt frá því aö rafljósiö var fundið upp. Framleiösla GEC veitir birtu yfir líf fólks um víöa veröld. Par á meðal eru EXTRALITE HEIMILISPERURNAR MEÐ TVÍVÖFÐUM GLÓÐARÞRÆÐI. SEM GEFUR MEIRI BIRTU. AUK PESS STERKAR OG END- INGARGÚÐAR EXTRALITE HEIMILISPERURNAR FRÁ GEC eru til I öllum stæröum. 25W í bleikum pökkum, 40W f fjólubláum, 60W ( grænum, 75W f rauðum og 100W f bláum pökkum. EXTRALITE PERURNAR FRÁ GEC eru sérhannaöar til heimilisnota. SEGULL HF. Eyjaslóð 7, Reykjavík ◄ Gel Eitt það ódýrasta og besta á markaðnum. Heldur hárinu stífu, en greiðist vel úr. Ilmar vel. Hárlakk ► Gerir hárið miklu stifara en þú átt að venjast og hentar því sérlega vel fyrir íslenskaveðráttu. Greiðist ótrúlega vel úr. Má auðveldlega nota með geli. Hárkvoða m/llt <4 (6 litir) Fyrir fólk með hugmynda- flug! Gefur hárinu einstak- lega fallegan gljáa og litblæ. Þvæst auðveldlega úr. Má nota bæði ( blautt hár og þurrt. Ódýrt - og dugir f 10 skipti. LLitategundir IMAHOGNI • KASTANIE • PALISANDER •BRÚNN • SILFUR • LJÓST (BLOND) voða lltar Fyrir þö sem þekkja frábæra eiginleika High Hair hárkvoðunnar, en vilja halda einkennum eigin háralitar. jensvuNU** . Mair vörunu^ S ó»i opnast Þf pj götur i hárgre'ös,u-. , geii. sex um K®r ^ j hártroðo mismunanó lrtauðveidlega hú skolar i.|/j Sist sem Pu ,. -t en eKK _ siðasi ° „em Heildsölubirgðir: Halldór Jónssort hf. Dugguvogi 8-1Ó, 104 Reykjavík simi:686066

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.