Morgunblaðið - 19.11.1985, Page 38

Morgunblaðið - 19.11.1985, Page 38
38 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR19. NÓVEMBER1985 Verðum að huga að endurnýjun flotans MEGINHLUTI íslenzka hátaflotans er byggður á sjöunda ártugnum og er því oröinn um 20 ára gamall og meðalaldur togara er um 10 ár. Mörgum skipanna hefur þó verið breytt og þau endurnýjuð. Endurnýj- un skipastólsins var meðal þess, sem rætt var á Fiskiþingi á miðvikudag og telja menn mikla nauðsyn þess, að hugað verði að þeirri endurnýjun áður en það verði um seinan og óæskileg bylgja nýbygginga skelli yfir útveginn. Björn Pétursson, Akranesi, flutti framsöguerindi um málið og fer lunginn úr því hér á eftir: „Mér var falið að minna ykkur á, að þrátt fyrir erfiðleika líðandi stundar, megum við ekki gleyma að líta til framtíðarinnar. Einn þáttur vandans í dag er sá, að við verðum að fá möguleika til þess að endurnýja þau tæki, sem eru grundvöllur fiskveiða við ísland, það er skipin sjálf. Því miður finnst mér þessum þætti allt of lítið sinnt í samþykktum fiski- deilda og fjórðungsþinga," sagði Björn. Hann rakti síðan sam- þykktir fjórðungsþings Austur- lands og Vesturlands. Austfirðing- ar benda á þá hættu, sem blasir við, ef útgerðum er gert ókleift að grípa beztu tækifærin, sem bjóða- ast til endurnýjunar úr sér geng- inna skipa, er endar síðan með því að yfir dynur á stuttum tíma flóð- bygja nýrra skipa. Á meðan fiski- stofnar okkar eru í þeirri lægð, sem almennt er talið, verði sú endurnýjun þó ekki til stækkunar flotans. Samband fiskideilda á Vestur- landi ályktar eftirfarandi: „Einnig þarf að vekja athygli ráðamanna á, að án endurnýjunar fiskiskipa- flotans, mun hann innan skamms ekki lengur fær um að sjá fyrir meirihluta gjaldeyrisöflunar þjóð- arinnar." Björn sagði, að aðvörunarraddir um þetta efni heyrðust víðar og vitnaði meðal annars í ræðu sjáv- arútvegsmanna á nýafstöðnum aðalfundi LÍÚ, en þar sagði hann meðal annars að nú yrði ekki leng- ur fram hjá því horft, að endurnýj- un fiskiskipaflotans hlyti að standa fyrir dyrum. Þá rakti Björn helztu tillögur Piskveiðasjóðs um — annars eigum við á hættu stóra bylgju nýbygginga á næstu árum, segir Björn Pétursson á Fiskiþingi tilhögun endurnýjunar, en þar er sagt að skilyrði fyrir lánveitingu sjóðsins til nýbyggingar fiskiskips séu að skip af sömu eða svipaðri stærð verði úrelt eða selt úr landi og strikað út af skipaskrá. Sé um kaup á skipi að utan að ræða, verði aldur þess ekki yfir fjögur ár. Lánshlutföll verði 65% af nýsmíði innan lands, en 60% af nýsmíði erlendis svo og af kaupum á notuð- um erlendum skipum. Ekki verði heimilaðar erlendar lántökur umfram þetta. Þá rakti Björn hluta úr ályktun aðalfundar Félags dráttarbrauta og skipasmiðja, en þar segir meðal annars að endurnýjunarþörf ís- lenzka fiskiskipaflotans sé um þessar mundir afar brýn og fari hraðvaxandi með ári hverju. Erfið staða sjávarútvegsins hafi til þessa takmarkað nauðsynlega endurnýjun. Björn sagði, að hags- munir sjávarútvegs og skipaiðnað- ar væru samtvinnaðir í raun. Mikilvægi skipasmiðja fyrir við- hald flotans væri ótvírætt og gæfist ekki tækifæri til nýsmiði færi eins og sjávarútvegsráðherra hefði sagt; að hætt væri við að tæknileg þróun iðanaðarins færi hjá garði. Fulltrúar á fiskiþingi ættu ekki að vanmeta orð Félags dráttarbrauta og skipasmiðja, því það væri líka að berjast fyrir til- vist sinni. Reyna bæri að ná sam- stöðu við það í baráttunni, því þetta væri í raun barátta fyrir áframhaldandi velferðarríki á ís- landi. Þá rakti Björn þróun fiskiskipa- fiotans undanfarin ár og sagði eftirfarandi: „Segja má að þróun fiskiskipafiotans hérlendis hafi einkennzt af stórum stökkum, oft á tíðum, og einhliða breytingum, það er að segja að endurnýjun hefur verið bundin við ákveðnar gerðir fiskiskipa, ákveðin tímabil. Mikil endurnýjun átti sér stað strax eftir seinni heimsstyrjöld- ina, sem fólst í endurnýjun bát- anna með svonefndum Svíþjóðar- bátum og einnig nýsköpunartogur- unum, sem komu á árunum 1947 til 1952. Nokkur endurnýjun verður í síðutogaraflotanum á árunum 1957 til 1960, en sjöundi áratugur- inn er síðan tímabil smíði stærri stálfiskiskipa, einkum til síldveiða. Á árunum 1959 til 1968 voru samtals byggð 145 stór stálfiski- skip og eru þá undanskilin togskip þau, sem byggð voru í Austur- Þýzkalandi. Þessi þróun á sér stað þegar kraftblökkin tekur við af nótabátunum. Þá víkur sögunni til ársins 1970, en þá eru 22 síðutogar- ar gerðir hér út og hafði þá engin endurnýjun átt sér stað í togara- flotanum í 10 ár. Því má segja að endurnýjunar hafi verið þörf og þótt fyrr hefði verið. Á þessum tíma kom að sjálfsögðu ekki annað til greina en skuttogarar sem framtíðar togarar. Könnun, sem gerð var árið 1969, benti til þess að til að tryggja sem jafnasta hrá- efnisöflun fyrir hina minni staði úti á landsbyggðinni væri heppi- legast að byggja skuttogara, sem væru mun minni en hinir hefð- bundnu síðutogarar. Á árunum 1971 til 1972 var samið um smíði á 21 skipi og í árslok 1978 eru komin 64 skip af svonefndri minni gerð, 19 notuð en 45 ný. Með vax- andi loðnuveiðum um 1970 er farið að breyta nótaveiðiskipum og var stálvirki 48 skipa breytt fram til áramóta 1978, þar af voru 35 skip lengd og byggt yfir 43, en þessu til viðbótar var svo nokkrum yngstu síðutogurunum breytt í nótaveiðiskip. Hér hef ég farið yfir helztu sveiflurnar eða öldurnar, sem fram koma, þegar litið er á sögu fiskveiðiflotans, þær eru þrjár stórar vegna nýbygginga og sú fjórða vegna breytinga. Kannski stendur fimmta aldan eða sveiflan nú yfir og á ég þar við mikla fjölg- un smábáta, einkum úr trefjaplexi, sem hefur verið á síðustu árum, en það er kannski líka afleiðing efnahagsþróunarinnar innan sjáv- arútvegsins þessi síðustu ár. Aldursdreifing fiskiskipa með dekki Fjöldi Hlutfall affiölda 7,0% Hlutfall af Skipskráð 1981—1984 58 6,3% Skipskráð 1976—1980 88 10,6% 14,2% Skip skráð 1971—1975 222 26,7% 33,5% Skipskráð 1966—1970 101 12,2% 18,8% Skipskráð 1961—1965 143 17,2% 12,9% Skip skráð 1956—1960 119 14,3% 11,4% Skipskráð 1951—1955 32 3,8% 0,9% Skip skráð 1950 og áður 68 8,2% 2,0% 831 100,0% 100,0% Á þessu línuriti má sjá fiskiskip, stærri en 12 rúmlestir, sem bætzt hafa við skipastól landsmanna árin 1946 til 1978. Fyrst koma tréskipin eða „Svíþjoðar- bátarnir", þar næst nýsköpunartogararnir. Síðan kemur lægð þar til nótaskipin koma og loks stökk með tilkomu skuttogaranna. Hvað er svo til ráða og hverjum er þetta að kenna? Ég vil ekki varpa allri ábyrgð á svonefnda stjórnendur þjóðarbúsins. Nei, við skulum líka líta í eigin barm. Höfum við ekki of lengi látið sefj- ast af fullyrðingum á borð við: „Nú þarf bara að þrauka, þetta lagast bráðum." En hvað á að gera? Mín tillaga er sú, að við felum tæknideild Fiskifélagsins að gera nýja úttekt á aldri og ástandi fiskiskipaflotans, því mér er það ljóst eftir þær upplýsingar, sem ég hef fengið nú á síðustu dögum, að hér í þessu húsi liggja upplýsing- arnar fyrir í tölvubanka Fiskifé- lagsins. Þar hafa verið færðar inn allar upplýsingar um skráningu og breytingar á flotanum og miðað við þá reynslu, sem starfsmenn tæknideildarinnar hafa, finnst mér liggja beinast við að láta þá gera fagmannlega úttekt á stöð- unni eins og hún er og fela síðan stjórn Fiskifélagsins að sjá um að kynna málið stjórnvöldum, al- þingismönnum og þjóðinni allri. Það þarf að reyna að fá sömu ítök í fjölmiðlum og við höfum séð að húsbyggjendur hafa, ef við gætum fengið sömu umfjöllun kvöld eftir kvöld í sjónvarpinu og skuldum vafnir húsbyggjendur, væri kannski von til þess að þjóðin skildi hvað hún á í vændum, ef sjávarútvegurinn getur ekki leng- ur aflað gjaldeyris af þvl að skipin eru að verða meira og meira úrelt og óhæf til veiða," sagði Björn Pétursson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.