Morgunblaðið - 19.11.1985, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR19. NÓVEMBER1985
39
Gerda Stefánsson
Akureyri - Minning
Fædd 24. júlí 1906
Dáin 9. nóvember 1985
Heimskonan, sem í hálfa öld
hefur sett aðlaðandi svip á bæjar-
lífið á Akureyri, auðgað þar menn-
inguna og verið fyrirmynd annarra
í góðum mannlegum samskiptum,
hefur nú kvatt þennan heim, fjarri
fæðingarstað sínum en í faðmi
fjölskyldunnar er hún stofnaði.
Óðalsbóndahjónunum Susanne
Constance og Ole Peter Olsen á
Lálandi 'i Danmörku varð sex
barna auðið. Hið fjórða þeirra
fæddist 24. júlí 1906 og hlaut nafn-
ið Gerda Christine.
Gerda ólst upp við gott atlæti
og fékk að nema það sem ungum
stúlkum frá efnaheimilum þótti
fyrir bestu á þeim tíma. Hún ferð-
aðist auk þess suður í álfuna og
kynntist siðum og menningu hjá
öðrum þjóðum.
Það var þó úr nyrsta horni
Evrópu sem mannsefni hennar
kom, en hún gekk að eiga Jón
Stefánsson ritstjóra og forstjóra
Áfengisútsölunnar á Akureyri
sumarið 1932. Voru þau gift í
Danmörku og Gerda auðvitað
sumarbrúður.
Þetta sama ár hófu þau búskap
á Akureyri, en vegna fjölmargra
áhugamála Jóns voru þau dálítið
á ferð fram að tíma heimsstyrjald-
arinnar siðari, eins og sjá má á
fæðingarstöðum barna þeirra, en
þau eru þrjú talsins.
Fyrstur kom Stefán, en hann
fæddist 2. mars 1932 í Hróars-
keldu. Hann er kvæntur Magneu
Kristjánsdóttur og börnin þeirra
heita Jón, Kristján og Anna Gerða.
Næstur kom Sveinn óli, en hann
sá dagsins ljós á Akureyri 10. nóv-
ember 1935. Hans eiginkona og
bernskufélagi er Anna Lilja Kvar-
an og þeirra dóttir Anna Katrín
14 ára.
Allt er þegar þrennt er og Gerða
Ásrún fæddist í Hróarskeldu 8.
desember 1936. Hennar maki er
ólafur Jóhannesson og eru þau
barnlaus.
Þrátt fyrir vá styrjaldarinnar
var framtíð þeirra hjóna björt og
blessað þeirra barnalán. Bregða
tók þó birtu um sinn er Jón féll
frál.júní 1945.
Ekkjan unga í Brekkugötu 12 tók
örlögum sinum og barnanna af
slfkri festu og æðruleysi að aðdáun
vakti. Hennar styrki og agaði
persónuleiki skein í gegnum allar
hennar gjörðir, er hún tók við
hlutverki Jóns heitins sem föður
og starfsmanns áfengisverslunar-
innar. Er það á allra vitorði að
sjaldan hafi nokkur börn fengið
betri foreldra i einni manneskju,
enda spegla þau öll hina vönduðu
gerð móður sinnar. Fer þar fremst
háttvísi, tillitssemi, góð greind,
listfengi, náungakærleikur og
ómælt en græskulaus kimnigáfa.
Gerda Stefánsson var höfðingi
heim að sækja eins og hún átti kyn
til. Alúðlegt viðmót hennar og
matargerðarlist urðu til þess að
vinir og kunningjar hennar og
barnanna fóru ógjarnan hjá garði,
þegar leiðin lá til Akureyrar. Þeir
sem voru í bænum um tima eða
innfæddir gátu sótt til Gerdu góða
bók og hljómplötu að láni, er svo
bar undir. Einnig voru þess dæmi,
að lánaður væri plötustafli, hljóm-
flutningstæki og útvarp, þegar út-
erinná lang
heimili landsins!
sölustjórinn brá sér til Reykjavík-
ur um skeið, eins og Gerda varð
að gera, þegar Akureyringar lok-
uðu áfengisútsölunni á sjötta ára-
tugnum. Þá stundaði Gerda störf
sem sjúkraþjálfari í höfuðborginni
á meðan, en slíka kunnáttu átti
hún í fórum sínum frá ungdómsár-
unum heima í Danmörku.
Ekki undu Akureyringar lengi
við útsöluleysið og brátt var Gerda
komin aftur á sinn stað í verslun-
ina og Brekkugötuna. En hratt
flýgur tíminn og 10 ár eru liðin
siðan komið var í Brekkugötuna
og farið á héraðsmót í Sjallann á
eftir. Fimm ár eru liðin síðan
Gerda fór með Sveini óla og fjöl-
skyldu á milli flugvalla í bíl ritar-
ans á leið til Ohio, þar sem Stefán
og hans fjölskylda hefur búið um
árabil. Ótrúlegast er samt að tvö
ár séu liðin síðan komið var við í
Ási í Hveragerði, en þangað flutt-
ist Gerda af heilsufarsástæðum
1982. Þegar svo heilsu hennar
hrakaði enn meira hlaut hún
umönnun hjá kærri dóttur sinni
Ásu, sem reyndar er hjúkrunar-
fræðingur að mennt.
Gerda Stefánsson lauk lífi sínu
á sjúkrahúsi hér í Reykjavík 9.
nóvember sl. eftir lofsvert ævi-
starf.
Fjölmargra maklegra hluta er
ekki getið í þessari stuttu kveðju,
en erfitt verður fyrir marga að
sætta sig við burtkall jafn ágætrar
móður, manneskju og vinar. Lög-
heimili Gerdu Stefánsson stendur
ennþá í skýrslum hins opinbera í
Brekkugötu 12 og nafnið hennar
er ennþá í símaskránni þó hún
hafi kvatt.
Akureyri hefur misst mikið, svo
hafa allir sem nutu þess að kynn-
ast Gerdu Stefánsson. Hún fluttist
úr veðursældinni á Lálandi norður
undir íshaf og gaf sig íslandi.
Landið sá sóma sinn í að launa
henni með góðu veðri þetta síðasta
æviár hennar. Megi birta og ylur
umlykja hana á nýjum slóðum. Það
er kominn tími til að þessi sóma-
kona sem alltaf var gefandi, fái
að vera þiggjandi um síðir. Við
kveðjum Gerdu Stefánsson í þökk
ogvirðingu.
Hrafn Pálsson
NÝJUNG FRÁ IBM:
ffiM SYSTEM/36 PC
Bilið milli IBM PC og SYSTEM/36
hefur verið brúað
System/36 PC er nýjasta og minnsta tilbrigðið
af S/36 tölvu. Hún nýtur aðstoðar
PC einkatölvu við ýmsar kerfisaðgerðir.
Nýja tölvan er kjörin fyrir þá sem þarfnast
fjölhæfni og hugbúnaðar S/36 en telja
stærri S/36 tölvu sér ofviða. Fjárfestingin í
hugbúnaði og menntun starfsfólks
nýtist að fullu þótt stóraukin umsvif krefjist
stærri S/36 tölvu síðar meir.
Verð sem flestir ráða við:
IBM SYSTEM/36 (256K, 40MB, stjórnkerfi)
ásamt IBM PC (256K, 2 x360KB, DOS 3.1)
ásamt IBM PROPRINTER (200 cps)
samtals kr. 487.000-
Greiðslumöguleikar:
Margvísleg greiðslukjör eru í boði.
M.a. 3ja ára kaupleiga á vélbúnaðinum.
Við hana er hægt að
nota jöfnum höndum
tæki úr SYSTEM/36
fjölskyldunni eða
IBM PC búnað.
Þú getur valið úr
hundruðum hug-
búnaðarkerfa sem til
eru fyrir IBM
SYSTEM/36.
SYSTEM/36 getur
tengst öðrum tölvum,
stórum og smáum.
Hundruð IBM PC
hugbúnaðarpakka
standa þér til boða.
Seguldiskar rúma 40
MB eða 80 MB.
SYSTEM/36 PC
getur stjórnað
jaðartækjum með
beinni tengingu eða
um fjarvinnslubúnað.
SKAFTAHLÍÐ 24 REYKJAVÍK SÍMI 27700