Morgunblaðið - 19.11.1985, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR19. NÓVEMBER1985
41
um og með útgáfu smárita. Þannig
gaf félagið á síðasta ári út rit í
tilefni af 40 ára afmæli lýðveldis
á Íslandi og fjallaði ritið um ís-
lendingabók Ara fróða.
Sá sem þetta ritar var nær því
í aldarfjórðung formaður í sam-
svarandi félagsskap hér í Reykja-
vík, íslensk-pólska menningarfé-
laginu. Fyrir bragðið hafði ég all-
mikil kynni af ýmsum Pólverjum.
Öll voru kynnin og samvinnan við
þá á þann veg að ég mat þá mikils.
Dái ég mjög menningu og frelsis-
ást pólsku þjóðarinnar sem í langa
tíð hefur búið við þau kröppu kjör
að vera landfræðilega staðsett í
milli voldugra nágranna í austri
og vestri.
Því greini ég frá þessu að tveir
af þeim Pólverjum sem við sögu
koma og voru virkir í félaginu í
Varsjá eru fallnir frá með skömmu
millibili. Bohdan Wodiczko, hljóm-
sveitarstjóri og stjórnarmeðlimur
í félaginu, andaðist í maí sl. og
Antony Szymanowski, fyrrum
ambassador, dó í síðasta mánuði
útiíVarsjá.
Gunnar Egilsson, klarinettleik-
ari og núverandi skrifstofu- og
starfsmannastjóri Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands, sagði í minningar-
grein um Wodiczko í Morgunblað-
inu 13. júní sl., og talaði Gunnar
þá fyrir munn þeirra sem voru í
hljómsveitinni á árunum 1965-68,
að enginn hljómsveitarstjóri fyrr
né síðar væri þeim jafn minnis-
stæður og Wodiczko. Ennfremur
sagði Gunnar:
„Enginn hljómsveitarstjóri sem
ég hef kynnst á starfsferli mínum
hefur sýnt hljómsveitarfólki jafn
mikla ræktarsemi og hann gerði.“
Tek ég af heilum hug undir þessi
ummæli Gunnars og vil aðeins
bæta því við að okkur, sem nú
sitjum í stjórn hljómsveitarinnar,
er vel ljóst að Wodiczko varð henni
sérlega giftudrjúgur og fyrir það
þökkum við.
Antony Szymanowski var ekki
síður minnisstæður maður. Hann
kom hingað sem sendifulltrúi Pól-
verja á árinu 1974 og átti þá að
baki langan starfsferil í utanríkis-
þjónustunni, var í sendinefnd Pól-
verja þegar Sameinuðu þjóðirnar
voru settar á laggirnar vestur í
Bandaríkjunum, starfaði um skeið
í pólska sendiráðinu í París og
varð svo ambassador í Stokkhólmi
um nokkurt árabil eða þar til hann
varð að láta af störfum af heilsu-
farsástæðum.
Þegar hann náði góðri heilsu
aftur féll það í hans hlut að verða
einn fremsti sérfræðingur í utan-
ríkisþjónustunni.
Eins og áður segir kom Szym-
anowski til íslands árið 1974 og
ekki hafði hann og hans góða kona,
Lucyna, dvalið lengi hér á landi
áður en þau bæði tóku miklu ást-
fóstri við land og þjóð.
Ég held að þau hjónin verði
ógleymanleg öllum sem þeim
kynntust.
Szymanowski var góður drengur
og hann var óvenju mikið glæsi-
menni. Hann kom ætíð fram sem
virðulegur fulltrúi sinnar þjóðar,
framkoma hans öll var tíguleg en
um leið var maðurinn blátt áfram.
Hann var mjög listelskur og
hafði sýnilega mikla þekkingu á
hinum ýmsu listgreinum. Hann
var í senn fágaður heimsborgari
og ágætur fulltrúi pólskrar menn-
ingar.
Antony og Lucyna unnu hugi
margra íslendinga. Við söknum
hans. Við sendum henni hlýjar
kveðjur.
Haukur Helgason
kistuskreydngar
R#yWiav»fcurv#vé «0. lími S3S4S ^ Atfhaémum t, aémé 3397V.
Kveðjuorð:
Hjördís Sœvar
Á meðan 32. þing Farmanna- og
Fiskimannasambands íslands stóð
var til moldar borin í Reykjavík,
Hjördís Sævar loftskeytamaður.
Því nefni ég þing FFSÍ, að það var
að einu leyti tímamótaþing, þar
sat í fyrsta skipti kona, loftskeyta-
maður, og var ekki seinna vænna,
þar sem starf loftskeytamanns um
borð í skipum er að leggjast niður,
að minnsta kosti í þeirri mynd sem
það var. Ég sem þessar línur rita
í minningu Hjördísar Sævar var
þeirrar ánægju aðnjótandi að vera
henni samskipa. Við sigldum
saman um tíma á Jökulfelli, því
fyrsta með því nafni.
Því miður var tíðarandinn Hjör-
dísi mótsnúinn svo að hún fékk
ekki fastráðningu þrátt fyrir ótví-
ræða hæfileika í starfi og hvarf
hún af landi brott skömmu síðar.
Hjördís var lagleg, fíngerð og
umfram allt kvenleg. Það var því
í sjálfum sér ekki óeðlilegt að
menn ættu bágt með að ímynda
sér hana sem hluta af áhöfn tutt-
ugu til þrjátíu mismunandi grófra
karla, hvort heldur var á togara
eða flutningaskipi. En Hjördís var
búin að sanna tilverurétt sinn í
slíku samfélagi áður en leiðir
okkar lágu saman. Þá hafði hún
verið á togaranum Þorsteini Ing-
ólfssyni og fleirum í um tvö ár og
hafði hlustað á „togvindunnar
tannahjól, tauta heims um ból“
ásamt öðrum íslenskum togarasjó-
mönnum sem urðu að sæta því
hlutskipti að stunda veiðar á Hal-
anum í svartasta skammdeginu.
Þó að samvera okkar Hjördísar
hafi ekki orðið löng er persóna
hennar mér ógleymanleg og býst
ég við að svo sé um fleiri sem henni
kynntust. Það var undravert hvað
hún var fljót að samlagast aðstæð-
um og vinna sér traust og virðingu
skipsfélaga sinna. Hún var víðlesin
bæði á laust og bundið mál og var
unun af því að fá að kíkja í kompur
hennar, þar sem hún átti uppskrif-
að kynsturin öll af kvæðum og
öðru efni, og hafði ég grun um að
höfundar væri ekki alltaf langt að
leita, þótt að hún gæfi lítið út á
það. Hjördísi þakka ég samveruna.
Ég trúi því að tilvera sálarinnar
sé ekki búin þótt að hérvistardög-
um sé lokið. Það er ósk mín að hún
fyrir handan hitti vini sína af
Þorsteini Ingólfssyni sem farnir
voru á undan og sem hún minntist
svo oft á.
Aðalsteinn Gíslason vélstjóri
Háa skilur hnetti
himingeimur
blað skilur bakka og egg.
Enandasem unnast
fær aldregi eilífð aðskilið. (J.H.)
Það á vel við Hjördísi að vera
enn í starfi. starfi sem gaf þróttinn
til að lifa. I undirmeðvitund henn-
ar bærðist í brjósti, án þess að hún
gerði sér það ljóst, kærleikur til
lifsins, sem er öllu ofar. Kærleikur
er Guð gefur, trúfesti og vinfesta.
í starfi og hverju öðru, því sem
hún tók sér fyrir hendur, var
kjarkur trú og vilji. Störfin vann
Hjördís af samviskusemi. Þessa
eðliskosti alla hafði hún til að bera
í ríkum mæli. Hún var fædd í
þennan heim af konu sem setti sér
það mark öðru ofar að vera
mennsk. Þann eiginleika erfði
Hjördís. Það er ánægjulegt að
minnast hennar 6-7 ára, stórveldi,
án þess að hún gerði sér það ljóst.
Ég minnist sögunnar sem hún
sagði mér af skautunum — og
slagnum þeim er lauk vel. Ég sé
hana hlaupa, stóra og stælta, ljúfa
og létta í lund, með bræður sína
yngri sér við hlið.
Um baráttu Hjördísar í ýmsu
er ekki vettvangur minn að fjalla.
Hreinskilni hennar bar henni ætíð
fagurt vitni.
Ekki verða þessi orð höfð fleiri.
Öll kveðjumst við. Ég veit að í sinni
hvílu muni hún vel hvílast.
Þóra Hafstein.
Legsteinar
Ýmsar gerðir
Marmorex
Steinefnaverksmiöjan
Helluhrauni 14 sími 54034
222 Hafnarfjörður.
Legsteinar
Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum.
Veitum fuslega upplýsingar og ráðgjöf
um gerð og val legsteina.
S.HELGASON HF
STEINSWIÐJA
SKÖ«fA/VB3l 48 SiM! 76677
fHttgmiMjifrife
5 Metsölublad á hverjum degi!
JÓLAFARGJÖLD
JÓLAPEX
Til London helgarferðir - vikuferðir
brottför mánudaga eða föstudaga
Verð frá 18.234.- (vikuferð)
frá 13.922.- (helgarferð)
faiandi
Vesturcjötu 5, tel. 17445