Morgunblaðið - 19.11.1985, Síða 46

Morgunblaðið - 19.11.1985, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR19. NÓVEMBER1985 „HérrvaJ 5ljÖrr\uspáin þ'in segirab í dag se, uppiapi: cut> s'mna smá,- vcrkefnum heima, Sern pu hcfur LÁb'iS ðibja, á, haKanurrt-" Hulda segist sjaldnast fá sæti þegar hún tekur leið 13 í skólann, og mtelir með því að vögnum verði fjölgað i þessari leið. áster.... ?x |íXo .. að sjá enga nema hana. TM Reo U.S. Pal Off.—all rights reserved C1983 Los Angeles Times Syndicate Með morgnnkaffinu Já, þetta er læknirinn: Segðu aahh! HÖGNI HREKKVÍSI „ P4P EK BKK&IZT AÐSKOTTIMU A HONO/Vt " Of troðið er í strætis- vögnum borgarinar Hulda Óskarsdóttir skrifar: Á fimmtudaginn í síðustu viku var ég að hlusta á rás 2 á þátt Ragnheiðar Davíðsdóttur „Gesta- gang“. Langar mig að þakka fyrir góða þætti og sérstaklega þáttinn með Hemma Gunn. En Hemmi hefur einstakt lag á því að koma fólki í gott skap og sakna ég hans mjög mikið frá útvarpinu. Alltaf beið maður eftir þættinum hans tilbúinn að kveikja og komst maður alltaf í gott skap. Með von um að fá að heyra meira frá Hemma í útvarpinu. En vendum kvæðinu í kross. Ég er ein af mörgum sem nota strætó og fer allra minna ferða með þeim og hef verið ánægð með þá þjón- ustu sem þeir veita. En ég get ekki lengur orða bundist. Ég bý í Breið- holtinu og tek ævinlega leið 13 í skólann. Vagninn er yfirleitt svo troðinn að maður hefur oft á tíðum engan fastan punkt til að halda sér í nema þá næsta mann, maður hendist fram og til baka í beygjum og einnig þegar hemlað er. Ein spurning: Hver er hámarks- fjöldi í strætisvagni? Ég er lánsöm að vera ung og geta hreyft mig og beygt eftir kúnstarinnar reglum eftir því hvernig akstrinum er hagað. Það er ábyggilega ekkert tilhlökkunar- efni fyrir fullorðna fólkið að fara í strætó að fá e.t.v. aldrei sæti og eiga oft á tíðum erfitt með að halda sér meðan á ferð stendur (ekkert síður unga fólkið). Hvernig væri að hafa fleiri vagna, því mér finnst það til háborinnar skammar að aðeins einn vagn þ.e. leið 13 gangi þessa leið, því þessi leið virðist vera mikið notuð. Mig langar einnig til að minnast aðeins á farþegana, þegar fólk bíður eftir strætó, síðan kemur vagninn loksins, og allir troðast inn í vagninn í einu, þetta er eitt af því sem mér finnst óþolandi í fari íslendinga en þeir eru nú ekki þeir allra kurteisustu. Hvernig væri að taka Bretana sér til fyrir- myndar, fara í röð þá gengur allt fljótar og betur fyrir sig. Ein spurning að lokum, ég er sammála því sem ég sá einhvers staðar í blöðunum að hafa lægri fargjöld fyrir skólafólk, það er einmitt fólkið sem notar vagnana mest. Víkverji skrifar að sagði sína sögu hvernig bílastóðið rann í eyðuna sem myndaðist við Aðalstræti þegar Fjalakötturinn var loksins rifinn um mánaðamótin. Miðbær Reykja- víkur er að drukkna í bílum. Helm- ingur þeirra ökutækja sem snigl- ast um mjóstræti þessa gamla en síunga borgarhluta er mannaður hálfsturluðum ökumönnum í dauðaleit að geymslustað fyrir gripinn. Hjarta höfuðstaðarins er nefnilega ekki einasta ráp- og kaupvangur Reykvíkinga og gesta þeirra heldur að auki vinnustaður aragrúa karla og kvenna. Þeir gerast enda sífellt ágengari með bilana sína. Þeir eiga ekki um margt að velja og eru til dæmis núna upp á síðkastið byrjaðir að nema land í Vonarstrætinu Tjarn- armegin sem var tiltölulega laust við þvargið fyrir tveimur þremur mánuðum. Einungis þingmenn eru ekki á hrakhólum með fákana sína stóra og smáa og eru raunar langtkomn- ir að umkringja Alþingishúsið með dægilegum víggirtum bílaréttum. Ef svo fer fram sem horfir á fólkið sem sækir vinnu í mið- bænum einungis tveggja kosta völ og hvorugan góðan: að fá sér reið- hjól eða næla sér ( þingsæti. Bankastjórastaða í Seðlabankan- um gerði þó sama gagn. Bankinn hefur helgað sér ræmu í Hafnar- stræti bakvið rétt eina víggirðing- una þar sem hæglega má koma fyrir hálfum öðrum kadilak eða liðlega átta traböntum. XXX Hérlendis voru menn svona mátulega uppveðraðir af fer- tugsafmæli Sameinuðu þjóðanna um daginn. Enginn varð ræðuglað- ur úr hófi og fjölmiðlar ærðust ekki. Afmælisbarnið, sem allar vonirnar voru bundnar við forðum, hefur líka átt heldur rysjótta ævi að ekki sé meira sagt. Sumir notuðu enda daginn til þess að senda því tóninn. Conor Cruise O’Brien, sá ágæti penni sem var þar að auki um hríð sérstakur erindreki framkvæmdstjóra sam- takanna, skrifaði til dæmis í breska blaðið Observer: „Ef það er eitthvað sem ætlast er til af þér en þú vilt koma þér hjá að gera og ekki einu sinni láta einhvern gera það fyrir þig, þá geturðu óhræddur skotið málinu til Sam- einuðu þjóðanna. Þú þarf ekki að hafa af því minnstu áhyggjur að þær aðhafist nokkurn skapaðan hlut.“ XXX Svona til fróðleiks má líka geta þess hér að þótt við íslendingar stæðum vissulega bandamanna- megin í blóðbaðinu sem varð kveikjan að Sameinuðu þjóðunum í stríðslok ’45 þá fengum við ekki að vera með við stofnun þeirra vestur í San Francisco. Ástæðan var jafn hjákátleg og hún var langsótt. Til þess að teljast hlutgengir urðum við að gera svo vel að segja möndulveldunum strið á hendur! íslensk stjórnvöld báru til allrar guðslukku gæfu til þess að hafna þessu kostaboði. íslendingar þökkuðu fyrir sig og afsögðu að leggjast á náinn. XXX Og samt erum við svo dæmlaust ósjálfstæð stundum þegar eitthvað útlenskt er annarsvegar. Hafið þið tekið eftir því að þogar sjónvarpið lítur inn á samkomur á sumum af hinum skræpwttari skemmtistöðum okkar, þá heitir gljástrokni stjórnandinn sem hangir utan í hljóðnemanum gjarnan á viðstadda að gefa þess- um eða hinum sem trónar í sviðs- ljósinu gott glapp. Ekki einfaldlega að klappa fyrir viðkomandi manneskju, guð sé oss næstur, að ekki sé talað um að klappa henni lof i lófa sem er víst jafnvel forneskjulegra. önei, Gefum henni gott klapp, góðir hálsar. Let’s give her a big hand.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.