Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986 E *. r Æ 10 if* : SuNft U PA (r /A/f ðft va4/?^La K/f/y, 3.»*. u., i Lfi% Sj'aÞi ' 6 *áö-/4 ÞRAUTAKÓNGUR Valinn er kóngur er gengur í broddi fylkingar og eiga þeir sem á eftir koma að gera allt eins og kóngurinn. Þeir sem ekki geta það falla úr leik, sá sem lengst endist verður næst kóngur. LÁTBRAGÐSLEIKUR Þátttakendur þurfa helst að vera nokkuð margir. Leikurinn byrjar með því að hver og einn skrifar á lítinn miða nafn á dýri, heiti á starfsstétt eða öðru sem þeir koma sér saman um. Mið- arnir eru settir í ílát og það hrist vel. Síðan draga allir einn miða og eiga að sýna með látbragði sínu hvað stóð á miðanum, þannig að hinir geti upp á því. KAPPÁT Hendur keppenda eru bundn- ar fyrir aftan bak. Diskur með mat settur fyrir framan þá t.d. kökubiti og sá vinnur er fyrstur lýkur við matinn. ( Ath. leikist aðeins þar sem aðstæður leyfa!). KÖRFUBOLTI Karfa eða fata er hengd upp eða látin standa á borði í ákveð- inni fjarlægð frá keppendum. Hver þeirra fær 3 bolta og fær eitt stig í hvert sinn sem hann hittir. Sá vinnur er fyrstur fær tíu stig. KAPPHLAUP Skipt er í lið og hvert þeirra fær einn bolta. Síðan á að hlaupa ákveðna vegalengd með boltann milli hnjánna og vinnur það lið sem fyrst kemst í mark án þess að missa boltann. Barnaafmæli — hrollvekja eða ánægjulegur atburður Huga ætti að undir- búningi í tíma, ákveða jafnvel að halda upp á af- mælið um helgi fremur en á afmælisdeginum sjálfum og miða veisluhaldið við aldur afmælisbarnsins. Sjálfsagt er að gæta þess að boðsgestir verði ekki of margir og kostnað- ur ekki of mikill. Sá siður aö senda út boðskort hefur breiðst nokkuð út undanfarin ár. Ekki í verslunum fást ýmsir hlutir úr pappír er handhægt getur verið að nota, svo sem dúkar, munnþurrkur, merkispjöld, disk- ar, glös o.fl. en þessir hlutir kosta peninga. Góð hugmynd er að nota umbúðapappír (sem enn er hægt að fá í ýmsum verslunum s.s. Pennanum) fyrir dúk, láta liti á borðið og leyfa smáfólkinu síðan að skreyta eftir eigin höfði. Einnig er hægt að dreifa um borðið marglitum ~*\ *• setja klakamola út í. Afmælis- kaka er fastur liður í hverju afmæli. Hér á síðunni birtum við margreynda skúffukökuupp- skrift sem úr má gera afmælis- kökur með listilegustu skreyt- ingum sé hugmyndaflugið látið ráða. Myndirnar og uppskriftina fengum við að láni hjá Guðfinnu Skúladóttur, húsmóður. Börnum þykir gaman að fara í alls kyns leiki og er ekki úr vegi að rifja upp og skrifa hjá sér nokkra inni- og útileiki fyrir afmælið og jafnvel að hafa verð- laun, þótt ekki sé það nauðsyn- legt. Hér verða taldir upp nokkrir leikir er henta fyrir börn, (ungl- ingar hafa einnig gaman af ýms- um leikjum þ. á m. spurninga- leikjum og því að ráða gátur). Leikjunum er ekki raðað í inni- og útileiki, slíkt metur hver og einnfyrirsig. Barnaaf mæli eru fyr- ir kvíðanleg hroll- vekja í augum sumra foreldra en ánægju- legur atburður í aug- um annarra. Hvernig skyldi standa á því? Svörin eru eflaust misjöfn, en Ijóst er að ýmislegt er hægt að gera til þess að létta álagið sem óneitanlega fylgir því að halda afmæl- isboð. er nema gott eitt um það að segja, en óþarfi er að kaupa til- búin kort og senda þau út í pósti. Mun ódýrara og skemmtilegra er að láta afmælisbarnið útbúa kortin og geta þeir sem eldri eru aðstoðað við það ef með þarf. Kortin má síðan fara með- til boðsgestanna, sem yfirleitt búa í nágrenninu eða eru í sama skóla/leikskóla/barnaheimili og afmælisbarnið. pappírsræmum og öðru skrauti. Veitingarnar fara mikið eftir aldri afmælisbarnsins, en hafa ber í huga að ástæðulaust er að vera með einhver ósköp á boðstólum og alls ekki á að setja mjög mikið á diskana í einu. Ágæt tilbreyting frá hefðbundnu gosdrykkjaþambi er að blanda einhvers konar ávaxtasafa og FERÐAMÁL INNLEND UMSJÓN/Siguröur Siguröarson Litast um úr lofti Búrfellin eru mörg á ís- landi. Nefna má Búrfell í Grímsnesi, Búrfell við Botnsúlur, Búrfell fyrir ofan Hafnarfjörð, Búrfell á Tjörnesi, Búrfell austan við Mývatn og fleiri. Hér skal Búrfell í Þjórsárdal gert að umræðuefni. Fjallið stendur stakt, virðulegt ásýndar. Einna best nýtur það sín þegar Hekla, næsti nágranni er hulin skýjum. Þá er saman- burðurinn enginn og Búrfell sýn- ist hátt og illkleyft. Þegar Hekla sýnir sig, „minnkar" Búrfell og verður viðráðanlegra, en þó án þess að týna nokkru af virðu- leika sínum. Auðgengið er á Búrfell, sér- staklega úr norðri, við Bjarnar- lón. Dæmi eru til þess að ekið hafi verið upp á hæsta hnúk, en varla getur það verið til eftir- breytni. Gönguleiðin upp á efsta hnúk tekur um það bil' 90 mínútur. Leiðin er greið, en nokkuð löng. Ýmsir hafa spreytt sig í hömrum Búrfells. Það er mjög varhugavert, því þeir eru ákaf- lega lausir í sér og auðvelt að lenda í sjálfheldu. Þó er hægt að ganga upp stöku gil, sem ganga upp í hamravegginn, sér- staklega á syðri hluta fjallsins, vestan megin. Hlíðar Búrfells eru þaktar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.