Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986
SÁLARFRÆÐI
se^> ut rAeh í>a<-/Vsao's><//7
Um viðhorf barna til eigin dauða ogannarra
Fyrir nokkrum vikum dó Palla. Hún var ekki sjúklingur heldur hundur, sem var í miklu
uppáhaldi hjé fjölskyldu lítils þriggja ára drengs, Alex að nafni. Nýlega heffur læknisskoð-
un leitt I Ij6s, að Alex litli þjéist al hvítblæði. Þegar honun var sagt, að Palla hefði dáið
og hún sett ofan í Jðrðlna, vissi hann ekki hvaðan é hann stéð veðrið; „En atf hverju
kemur hún ekki aftur upp úr jörðinni?M „Af hverju gröffum við hann ekki upp?“ Þegar ég
talaði við Alex í g»ry kom fram að hann hafði getað talað við foreldra sína um hundinn.
heilbrigðra barna um dauðann.
Athugununum var hagað þannig,
að fyrst var börnunum sýnd
myndasaga eða lesin fyrir þau
saga um gamla konu, sem dó.
Eftir að börnin höfðu kynnst sög-
unni, voru lagðar fyrir þau spurn-
ingar um efni hennar. Viö gerðum
nánari kannanir á einstökum þátt-
um niðurstöðunnar með tilliti til
þess skilnings, sem börnin höfðu
lagt í þau hugtök, er fram komu í
sögunni. Við komumst að raun um,
eins og raunar margir rannsakend-
ur hafa áður, að hægt var að vera
nokkurn veginn viss um, að flest
börn á aldrinum 8—9 ára skiidu
þau hugtök, sem snertu dauðann.
Það sem aftur á móti kom okkur
á óvart var að allt að því 60% fimm
ára gamalla barna höfðu mjög
skýrar hugmyndir um dauðann (sjá
graf.). Ef menn starfa með börn-
um, sérstaklega ef þau eiga að
baki sjúkrahúsvist, skiptir það
miklu máli að gerð sé könnun og
menn myndi sér rétta skoöun á
því, hvað þau viti um dauðann.
Þetta er hægt að gera með því,
að leggja nærfærnar spurningar
fyrir börnin varðandi dauðann, eftir
að þau hafa heyrt sögu þar að lút-
andi eða hafa séð einhvern þátt í
sjónvarpinu, sem fjallar um þetta
efni.
Að tala um dauðann
Það er mikilvægt að menn geri
upp hug sinn um það, hvað segja
eigi börnum, sem þjást af lífs-
hættulegum sjúkdómi og hvernig
svara eigi spurningum þeirra. Að
vissu leyti felur skilningur barnsins
þó í sér ákveðnar skorður varðandi
það sem hægt er að segja og
hvernig það er orðað. f því sam-
bandi er líka mikilsvert, að tillit sé
tekið til þess tjáningarkerfis, sem
barnið hefur vanist innan fjölskyldu
sinnar. í sumum fjölskyldum tíðk-
ast að tala hreinskilnislega og
frjálslega um alla hluti, þar á meðal
um dauðann. í öðrum fjölskyldum
er beitt sérstöku tjáningarkerfi,
sem felur í sér gagnkvæm látalæti:
Foreldrarnir látast þá ekki vera
áhyggjufull, þegar þau tala við
börnin og gagnvart foreldrum sín-
um látast svo börnin vera algjör-
lega áhyggjulaus og ókvíðin. Gott
dæmi um þetta er Emma, 8 ára
gömul stúlka, sem lögð var inn á
sjúkrahús, þar sem taka þurfti af
henni fótinn. Þegar foreldrarnir
voru hjá henni, sáust engin merki
ótta né kvíða í svip hennar, en
þegar hún var ein sagði hún frá
því í trúnaði, að hún yrði „að vera
dugleg", af því að ef hún væri það
ekki, myndu foreldrar hennar örv-
inglast. Á sama hátt játuðu foreldr-
Hann sagðist vera alveg sannfærður um, að Palla væri é himnum hjé Jesú og að hann
mundi ekki sjé hana aftur, af því að hún kæmist ekki aftur til jarðarinnar
Hugmyndir um
dauðann
Alex er mjög skynsamur
þriggja ára drengur og
er svo heppinn, að for-
eldrar hans geta útskýrt
fyrir honum mál af þessu tagi.
Reynslan af tilraunum hans til að
fá einhvern botn í hugtakið dauði
varpar skýru Ijósi á tvær megin-
hliðar þess hugsanaferlis, er veitir
litlu barni aukinn skilning á óhlut-
stæðu hugtaki af þessu tagi:
★ Sá skilningur kemur smátt og
smátt.
★ Er byggöur upp af mörgum
einstökum þáttum.
Sálfræðingurinn Barbara Kane
fjallar í bók sinni, Children's con-
cepts of death (Hugmyndir barna
um dauðann), nánar um þessa
þætti. Hún kveðst hafa komið auga
á níu þætti, er hún álítur að komi
fram á mismunandi aldursskeið-
um. Margt af því, sem fram kemur
í eftirfarandi grein, er byggt á
rannsóknarstarfi hennar á þessu
sviði, og á svipuðum athugunum
Sylvíu Anthony og fleiri kunnra
sálfræðinga.
Við þriggja ára aldur geta flest
börn notaö orðið „dáinn" á réttan
hátt (þ.e. gert greinarmun á mynd-
um af dauðri kanínu og af lifandi).
Flest börn á aldrinum 8—9 ára
hafa skýrar hugmyndir um dauö-
ann. Það er afar þýðingarmikið,
að þeir sem starfa með börnum,
sem eru á aldrinum þriggja til átta
ára, geri sér grein fyrir því, hvaða
skilning börn á þessu reki hafi á
dauðanum.
Matthew, 5 ára gamall drengur,
átti eftirfarandi orðaskipti við móð-
ur sína aðeins fáeinum dögum
áður en hann dó úr krabbameini:
„Fólk deyr, er það ekki
mamma?"
„Jú, allir deyja einhvern tíma."
„Læknarnir geta víst ekki bjarg-
að öllum mönnum, er það?"
„Nei, en læknarnir reyna þó eins
og þeir geta."
„Læknarnir geta ekki gert mig
heilbrigðan, mamma, og það getur
þú ekki heldur. En Jesús getur
læknað mig. Jesús læknar mig
með ást og kossum, af því að hann
þarf ekkert að stinga mann. Og
svo sendir hann mig heim.“
Matthew hafði skýra hugmynd,
að dauðinn táknar aðskilnaö, en
einmitt sá þáttur skilnings kemur
nokkuð snemma í Ijós hjá börnum.
Hann veit líka ýmislegt um orsakir
dauða, en vera kann að hann hafi
ekki haft alveg fullan skilning á
því, hve dauðinn er endanlegur í
eðli sínu, óafturkallanlegur; að dá-
ið fólk geti ekki snúið aftur til lífs-
ins.
Christopher er drengur á sama
reki og Matthew, og hann fullyrti
að hinir dánu gætu snúið aftur;
þeir komi þá svífandi ofan af himn-
um í ósýnilegu skýi þannig að þeir
geti séð okkur, þótt við getum
ekki séð þá.
Börnum reynist hins vegar harla
auðvelt að tileinka sér þann þátt
skiinings, er varðar hið algilda
lögmál lifsins: Allir eiga einhvern
tíma eftir að deyja. Yfirleitt líta
börn þó þannig á málin, að það
séu einungis fullorðnir sem deyi.
Einn sex ára drengur sagðist vita
það með vissu, aö fólk deyi, þegar
það sé orðið 100 ára gamalt.
Síðasta atriðið í sambandi við
skilning barna á dauðanum, sá
þáttur sem þau öðlast síðast skiln-
ing á, virðist vera sjálf ásýnd
dauðans; það hefur sýnt sig, að
mörg börn gera sér harla óljósa
grein fyrir því, hvernig andvana lík-
ami lítur út í raun og veru.
Skilning yngri barna
mé ekki vanmeta
Það má teljast óviturlegt að
alhæfa niðurstööur rannsókna.
Fyrir skömmu, eða á árinu 1985,
geröum viö Gail Benjamin skipu-
legar athuganir á hugmyndum