Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986
B 5
Það er ekki mikið vandamál.
Neytandanum hefur verið lofað
skiptum, en þau eru ekki fram-
kvæmanleg. Ekki nær nokkurri
átt að bjóða endurgreiðslu á
helmingi andvirðis úlpunnar. Hafi
úlpan verið gölluð, væri verslun-
inni skylt að bæta hana á því
verði, sem hún var keypt á. í
þessu tilfelli er raunhæft að
verslunin bjóði viðskiptavininum
að skipta á úlpunni og annarri
vöru á því verði sem úlpan kost-
aði í upphafi. Taka verður tillit til
þess, að viðskiptavininum voru
boðin skipti og við það loforð
verður verslunin að standa.
Fæstir verslunareigendur vilja
þó standa í þrasi við viðskiptavini
sína. Sjálfsagt þykir að bjóða upp
á annað sambærilegt, reynast
skipti ekki möguleg. Því betri
þjónustu sem boðið er upp á,
þeim mun ánægðari verða við-
skiptavinirnir og orðspor verslun-
arinnar berst víðar.
Hárið
nolnaði
Af og til koma fyrir slys á
hárgreiðslu- og snyrti-
stofum. Einkum er þar um að
kenna óvönu fólki og aðgæslu-
leysi. „Permanent" er mjög vand-
meðfarið, því það getur skaðað
hárið. Eins er um ýmsar tegundir
hárlita. Neytendaþættinum er
kunnugt um nokkur dæmi um
stúlkur, sem farið hafa á hár-
greiðslustofur til aö láta lita á sér
hárið og setja í það „permanent".
Ekki er óalgengt að litur brenglist
í meðförum starfsmanna stof-
anna. Undan „permanentinu"
hefur hárið eyðilagst, orðið þurrt
og stökkt, nánast molnað þegar
átt hefur verið við það. í þeim
tilvikum hafa stúlkurnar orðið að
snoða sig.
Vitað er um stúlku, sem
skaddaöist f andliti vegna rangr-
ar meðferðar á snyrtistofu. Stúlk-
an, sem um er að ræða, fór í
húðhreinsun og í lokin voru sett
á hana smyrsl, sem líklega hafa
verið rangt blönduð. Eftir stuttan
tíma fór stúlkuna að svíða í
andlitið. Þurfti hún að gangast
undir læknismeðferð í nokkurn
tíma á eftir.
Samkvæmt þessu er ekki of-
brýnt fyrir fólki að vera vandlátt
á þá staði sem það skiptir við.
Komi slys á borð við þessi fyrir,
eru stofurnar án efa skaðabóta-
skyldar.
Efasemdir um
ágæti augnlinsa
Fyrir skemmstu fjölluðum við um sjónheilsu og
augnsjúkdóma hér i föstudagsblaðinu, i viðtali vlð
Ólaf Grétar Guðmundsson, augnlækni. í framhaldi
af þeirri umfjöllun blrtum við hér greinarstúf úr
tímaritinu TIME, þar sém fjallað er um augnllnsur
og bent á ýmsar efasemdir um ágaeti þeirra.
Loforðin sem kaupendum langtímalinsa eru látin
í té, eru um þœgindi, hagrœðingu ogaukþess eru
þœr ódýrar. Afleiðingin geturþó verið eins og að
neytandinn sé að bjóða hœttunni heim.
Ung Bandaríkjakona var í heim-
sókn hjá vinum í Frakklandi er hún
fékk miklar þrautir í augun. „Eymsl-
in byrjuðu á sunnudagskvöldi, og
á þriðjudeginum leitaði ég til lækn-
is í Bandaríska sjúkrahusinu í
París."
Þar uppgötvuðu læknar, að
konan var með illkynja sýkingu í
hornhimnu augnanna, og hafði
hún orsakast af notkun svokallaðra
„langtímalinsa". Þó hægt væri að
komast fyrir frekari sýkingu, var
skaðinn þó svo mikill á hornhimn-
unni, að unga konan missti nær
alla sjón á hægra auganu.
Kona þessi er aðeins ein af
mörgum milljónum Bandaríkja-
manna, sem fjárfest hefur í lang-
tímalinsum. Vinsældir þeirra eru
augljósar; þær má nota samfellt í
margar vikur, þær eru þægiiegri í
notkun en harðar linsur og ein-
faldari í meðferð en venjulegar
mjúkar linsur. Einnig hafa þær
hlotið gæðastimpil frá ríkiseftirliti
matvæla- og lyfjaframleiðslu í
Bandaríkjunum. Þar er tryggt, að
óhætt sé að nota þær allt að 30
daga, áður en þarf að taka þær úr
augunum til hreinsunar.
Með þessari stórauknu sölu
hefur þó í kjölfarið fylgt ógnvekj-
andi flóð kvartana vegna hliðar-
verkana og framleiðendur og sölu-
menn linsanna fengið ótal kærur
á sig.
„Sýkingar af þessu tagi eru svo
algengar, að varla líður sá dagur
að við fáum ekki til okkar sjúkling
með þessi einkenni." Yfirlýsing
þessi er gefin af lækni við „Augna-
og eyrnasjúkrahúsið" í Boston,
Massachusetts, Kenneth Keynon.
í einstaka tilfellum er sýkingin
svo illkynja að fleiður myndast á
hornhimnunni og síðar örvefur.
Þetta leiðir af sér skerðingu á sjón-
inni, þar sem hornhimnan er glær-
an sem ligguryfir linsu augans.
Við háskólasjúkrahúsið í Minne-
sota hafði dr. Donald Doughman
sex sjúklinga með hættulega sýk-
ingu í augum til meðferðar á síð-
astliðnu ári. „Við teljum það ein-
skæra heppni, að enginn þeirra
missti auga," er haft eftir honum.
Sérfræðingar á sviði augnlækn-
inga hafa komið með nokkrar
sennilegar skýringar á þessum
vandkvæðum í sambandi við notk-
un „langtímalinsa." Þær er unnt
að bera samfellt í margar vikur,
þar sem þær eru í miklum mæli
gljúpari en þær mjúku linsur, sem
áður voru vinsælar. Þessi ógrynni
af „smáholum", sem í linsunni eru,
veita því tárum og súrefni greiðari
aðgang að hornhimnunni, sem er
nauðsynlegt henni til viðhalds, en
jafnframt eru þær ákjósanlegar
gróðrarstíur fyrir sýkla, því í lins-
urnar sest mikið magn úrgangs-
efna frá auganu; afleiðingin verður
svo sýking.
Sýking af þessu tagi breiðist ört
út um hornhimnuna og getur vald-
ið skaða á sjón, eða jafnvel algjörri
blindu, á innan við sólarhring. Jafn-
vel þó vandamálið uppgötvist og
meðferð sé hafin fljótt, verður þó
oft eftir ör á himnunni, sem truflar
síðan sjónina.
Upphaf vandans getur einnig
stafað af því að linsurnar eru ekki
fjarlægðar meðan neytandinn sef-
ur. Sé augað lokað, kemst súrefni
síður að því og þannig getur horn-
himnan undir linsunum skaddast,
vefurinn verður viðkvæmari fyrir
ásókn sýkla.
Kæruleysi
oft orsökin
Stundum má rekja orsök mein-
anna til neytandans sjálfs. Hann
ber lisurnar lengur í senn en læknir
hefur mælt með, eða svíkst um
að hreinsa þær sómasamlega
þegar þær eru fjarlægðar úr aug-
unum. Eins og áður segir safnast
úrgangsefni í þær og mjög áríðandi
að þær séu sótthreinsaðar ræki-
lega með vissu millibili. Aðrir sinna
ekki einkennum sýkingar, fyrst er
á henni krælir. Þessu vill augn-
læknirinn, James Aquavella, sem
starfar við háskólasjúkrahúsið í
Rochester líkja við að aka á ofsa-
hraða þar sem hraðatakmarkanir
gilda; „Finnist fyrir einhverjum
óþægingum, og leiki grunur á aö
eitthvað sé athugavert á strax að
taka linsurnar úr augunum," ráð-
leggur hann, „annað er að bjóða
hættunni byrginn."
Annað vandamál er einnig hve
margir óprúttnir sölumenn hafa
linsur af þessu tagi til sölu. í
Bandaríkjunum er hægt að kaupa
þær fyrir tæplega 2000 kr. ísl. í
sumum verslunum, en hjá flestum
viðurkenndum augnsérfræðingum
eru þær margfalt dýrari. Verðmun-
urinn stafar af því að sérfræðiþjón-
usta er ekki látin í té, a.m.k. ekki
í nógu ríkum mæli. Nauðsynlegt
er að gefa ýtarlegar leiðbeiningar
um notkun og sótthreinsun, og
ekki er siður þörf á að fylgjast
grannt með augnheilsu kaupenda
fyrst á eftir því leyndir gallar geta
komið í Ijós og oft þarfnast linsurn-
ar leiðréttinga. Það er þarna sem
verðmunurinn liggur, ekki í linsun-
um sjálfum, heidur er verið að
greiða fyrirtíma læknisins.
Ekki áhætt-
unnar virdi
Sökum þessara síauknu kvart-
ana frá notendum „langtímalinsa"
hefur nú verið sett rannsókn í gang
í Bandaríkjunum og stendur nefnd
sú, er sér um matvæla- og lyfja-
framleiðslu fyrir henni. Þar til nið-
urstöður liggja fyrir, hvetur stofn-
unin notendur til að fylgja út í ystu
æsar leiðibeiningum um sótt-
hreinsun linsanna og nota þær
aldrei iengur en læknir mælir með.
Margir augnlæknar vara sjúkl-
inga sína við að kaupa þær beint
frá verslunum og bera ekki lengur
en tvær vikur samfellt.
Fyrrnefndur læknir, Doughman
frá Minnesota, hefur þó tekið af-
dráttarlausari stefnu. Hann veitir
ekki lengur sjúklingum sínum af-
greiðslu á linsum af þessari gerð,
sé þeirra óskað aðeins vegna út-
litsins. Að hans mati er áhættan
of mikil, meðan enn er ekki meira
vitað um orsakir sýkinga af þess-
umtoga.
Kínakálssalöt
Gott kínakál er fáanlegt og i að borða mikið grænmeti svona
getum við búið hið besta salat um háveturinn.
úr. Ekki mun af veita að reyna I
Kinakálssalat
með sýrðuin rjóma
200grkínakál
biti af agúrku
5 msk. sýrður rjómi
1 msk. sítrónusafi
1 msk. söxuð steinselja
2 msk. brytjaður graslaukur
salt og pipar.
Kálið er skorið smátt og agúrk-
an skorin í teninga. Sítrónusafa
hrært saman við sýrða rjómann,
kryddi bætt í og hrært vel saman.
Sósunni hellt yfir grænmetið.
Kínakálssalat
með appelsínum
1 kínakálshöfuð
3—4 appelsínur
2 'h dl sýrður rjómi.
Kínakálið skorið langsum í
tvennt síðan sneitt niður þvers-
um. Appelsínurnar afhýddar,
himnan fjarlægð og kjötið skorið
í litla bita og blandað saman við
kálið. Sýrða rjómanum hellt yfir
rétt áður en salatið er borið fram.
Afleggjarar
setttr í vatn
Þegar afleggjarar eða græðl-
ingar eru settir í vatn til að láta
þá skjóta rótum, vill það oft
henda að þeir fari hreinlega á
flot og eyðileggist. Til að koma
í veg fyrir slíkt er gott að strengja
plast eða álpappír yfir ílátið og
stinga síðan afleggjaranum í
gegn svo leggurinn nái niður í
vatnið. Þannig er afleggjarinn
skorðaður og aðeins þarf að hafa
áhyggjur af því að nóg vatn sé á.