Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986 B 15 Nemendalalkhúmlð fer nú af stað mað annað verkafni sitt af þremur, „Ó muna t(ðu eftlr Þórarln Eldjám. Leik- stjðri er Kéri Halldór, lelkmynd gerlr Jenný Quðmunds- dðttlr, tónlist er eftlr Áma Harðarson, lýslnau annast Agúst Pótursson og aðra tœknlvlnnu Ólafur Órn Thor- oddsen. Sýningar eru 16.17. og 18. febrúar. Þórarinn Eldjám höfundur verksins á gseruskinni, í Nemendaleikhúsinu í baksýn. Nemendaleikhúsið: Ó muna tíð Jónsson skemmta. Jónas Þórirog Helgi Hermanns leika danslög og dúó Naustsins leikur fyrir matar- gesti. Amarhóll: Edith Piaf-kvöld Á Arnarhóli verður haldið svokall- að Edith Piaf-kvöld á sunnudags- kvöld. Mararkvartettinn leikur undir borðhaldi frá kl. 20—22, en þá tekur Edda Þórarinsdóttir við og syngur lög úr söngleiknum Edith Piaf í koníaksstofu Arnarhóls, en hún söng aöalhlutverkiö í samnefndu verki hjá Leikfélagi Akureyrar í fyrra. Hótel Saga: Laddi á Sögu Laddi mætir með félaga sína á laugardagskvöld, kynnir er Haraldur Sigurðsson og hljómsveit Magnús- ar Kjartanssonar leikur fyrir dansi til kl. 03. Mímisbarverðuropinnföstu- dag og laugardag til 3 eftir mið- nætti, en þar leika André Bachmann og Kristján Óskarsson fyrir dansi. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Upphitun Þjóöleikhúsið sýnir Upphitun, eftir Birgi Engilberts á laugardags- kvöld kl. 20.00. Leikstjóri er Þór- hallurSigurðsson. Með helstu hlut- verkfara Kristbjörg Kjeld, Þóra Frið- riksdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir, Guðrún Þ. Stephensen, Helga E. Jónsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir og Bryndís Pétursdóttir. Með vífið ílúkunum Gamanleikurinn „Með vífið í lúk- unum" eftir Ray Cooney verður sýndurá miðnætursýningu á laug- ardagskvöld kl. 23.30 og síöan á sunnudagskvöld kl. 20.00. Kardemommu- bærinn Kardemommubærinn eftir Thor- björn Egnerverðursýndurkl. 14.00 á sunnudag og eru nú sýningar farnar að nálgast sjöunda tuginn. Villihunang Síðasta sýning á Villihunangi eftir AntonTsjékhovog Michael Frayn verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þessi gamanleikur hlaut öll helstu verð- laun gagnrýnenda í Bretlandi á sl. ári. Árni Bergmann þýddi leikinn, leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir, en leikmynd og búningar eru eftir Alexander Vassiliév. Með helstu hlutverkfara ArnarJónsson, Helga E. Jónsdóttir, Lilja Guðrún Þorvalds- A sunnudagskvöld veröur Qullfosshátfð með Qala-dinner 09 Fúsalögum ( Naustlnu. Helðursgestur er Kristján Aðalstelnsson sklpstjórl. Slgfús Halldórsson og Frlð- bjóm Q. Jónsson skemmta. Jónas Pórir og Helgl Her- manns lelka IJúf danslög. Dúó Nautslns lelkur fyrir matargestl. Gullfoss-hátíð í IMaustinu dóttir, Guðbjörg Thoroddsen, Stein- unn Jóhannesdóttir, Sigurður Skúla- son, Pétur Einarsson, Hákon Waage, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson og Þorsteinn ö. Steph- ensen. Leikfélag Reykjavíkur: Sex í sama rúmi Laugardagskvöld verður miðnæt- ursýningin „Sex í sama rúmi". Leik- urinn fjallar um tvo barnabókaút- gefendur sem lenda í hinu mesta klúðri með kynlífsmálin. Með hlut- verkfara Þorsteinn Gunnarsson, Valgerður Dan, Hanna María Karls- dóttir, Kjartan Ragnarsson, Kjartan Bjargmundsson, Margrét Ólafsdótt- ir, Lilja Þórisdóttir, Rósa Þórsdóttir og Sigurður Karlsson. Leikmynd og búninga gerði Jón Þórisson, lýsingu annaðist Daníel Williamsson og Jón Sigurbjörnsson er leikstjóri. Land míns föður Stríðsárasöngleikur Kjartans Ragnarssonar hefur verið sýndur 6 sinnum í viku síðan í október og verða 84., 85. og 86. sýning nú um helgina. Leikurinn fjallar um fjöl- skyldu í Reykjavík á stríðsárunum, lífhennarog tilveru. Meðhelstu hlutverk fara Sigrún Edda Björns- dóttir, Helgi Björnsson, Jón Sigur- björnsson, Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir, Ragnheiður Arnardóttir og Aðalsteinn Bergdal. Hitt leikhúsið: Rauðhóla Rannsý Rauðhóla Rannsýverðursýnd í kvöld, laugardagskvöld og sunnu- dagskvöld í Gamla bíói. Sýningar hefjastkl. 8.30. Stansað — og litið um öxl Hljómplötur Sigurður Sverrisson Grafík Stansað, dansað og öskrað Mjöt Þeir voru vist fleiri en einn sem hneyksluðust á þeim ummælum undirritaðs á rás 2 skömmu fyrir jólin er hann sagði hina nýju piötu Grafík vera „mestu vonbrigði árs- ins“. Ég hef í engu breytt skoðun minni frá því fyrir jólin en rétt er að árétta að þótt svo hafi verið tekið til orða þarf það ekki að þýða að plata þeirra Grafík-manna sé léleg. Vinnubrögð eru öll með ágætum þótt hljómurinn sé á stundum býsna grunnur á plötunni en vonbrigðin felast einkum og sér í lagi í því að Stansað, dansað og öskrað er ekki nema svipur hjá sjón ef Get ég tekið cjéns, sem kom út 1984, er höfð til hliðsjónar. Á Get ég tekið cjéns náði Grafík að skapa plötu, sem á eftir að verða talin á meðal 10 bestu íslensku poppplatnanna frá upphafi. Ekki aðeins var þar að fínna geislandi góð lög, heldur og frábæran hljóð- færaleik, góða upptöku og síðast ekki síst sérstakt „sánd“ (hljóm ef menn vilja heldur). í mínum eyrum er Stansað, dansað og öskrað ekki annað en útþynning af þessari frábæru plötu. Lagasmíðamar eru miklum mun veikari og í því liggur auðvitað aðalmunurinn, útsetningar ein- hæfar og heildarsvipurinn þvf langt frá því að vera sannfærandi. Meira að segja Rafn Jónsson, sá ágæti maður, fellur í þá gryfju að láta standa sig að nánast sama „bítinu“ í öllum lögunum. Einhvem veginn hef ég það á tilfínningunni að Grafík hafi gert þessa plötu meira af skyldurækni en áhuga. Meira rót hefur líka verið á liðsskipaninni en áður og hljóm- sveitin því ekki eins samhent „band“ (þið fyrirgefíð allar slett- umar) og áður. Ég vil endilega árétta að Stansað, dansað og öskrað er ekki Iéleg plata í hrárri merkingu þess orðs, t.d. betri en 80% þeirra íslensku platna sem út komu á árinu, en í saman- burði við fyrri verk sveitarinnar er hún ekki góð. Grafík getur miklu betur en þetta. Bestu lög: Tangó, Já, ég get það og Himnalag. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Utsala á yfir tvö hundruð bókatitlum á verðbilinu frá kr. 50 « kr. 200 Afgreiðslustaðir: Almenna bókafélagið Skemmuvegi 36, Kópavogi. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.