Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR 1986 BLAÐ Útvarp og sjónvarp næstu viku 8/10 Barnadauði2/3 Neytendamál 4/5 Linsur4/5 Heimilishorn 4/5 Búðahnupl 11/13 Medau-kerfið 6/7 Hvað er að gerast um helgina 14/15 MEDAU- KERFIÐ Morjfunblaðið/Ámi Sæberg BÚÐA HNUPL Búðahnupl er sú tegund vörurýrnunar sem við fræðumst um í dag í grein þar sem rætt er við ýmsa aðila sem málinu tengjast og reynt að gera grein fyrir stöðu þessara mála í dag. Tals- verð aukning hefur orðið á tilkynn- ingum um hnupl til lögreglunnar í Reykjavík á undanförnum árum og var tilkynnt um hátt á annað hundrað slík tilvik 1985. Það kann að virðast mikið, en vex þó enn þar sem talið er að um 10% alls búðahnupls í borg- inni sé tilkynnt og þar fyrir utan getur ein tilkynning komið upp um talsvert fleiri stuldi framkvæmda sama dag- inn. Öryggismál og viðhorf verslunar- manna til málsins eru með í dæminu, auk þess sem við ræðum við geðlækni um þann þátt hnuplsins sem hefur allnokkra sérstöðu í þessu máli — stelsýki. Nánar um málið á innsíðum. 11B DAUÐINN SÉÐURMEÐ BARNSAUGUM „Fólk deyr, erþaö ekki mamma?" Vafa- litiÖ hafa margar mceöur þurft aö svara börnum sínum s/ík- um spurningum, en viöhorfbarna til dauðans ogskilning- ur er til umfjöllunar i dag og er þá bœöi um að rceöa viöhorf til eigin dauða og annarra. Nánar um þaÖ. Líkamsrækt og slökun í takt við tónlist er ekkert nýmæli, en eftir sem áður ætlum við að segja í dag frá einu slíku lík- amsræktarkerfi, Med- au-kerfinu, sem var sett saman snemma á þess- ari öld. Svo er bara að koma sér í form án þess að það taki á taugarnar. AUGNLINSUR Fyrir skemmstu fjölluðum við um sjónheilsu og augn- sjúkdóma hér í blaðinu, í viðtali við Ólaf Grétar Guðmundsson, augnlækni. f framhaldi af þeirri um- fjöllun birtum við í dag greinarstúf um augnlinsur, þar sem fram koma ýmsar efasemdir um ágæti þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.