Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 12
12 B Árstíöabundlð hnupl Ef litið er á meðfylgjandi töflu sem sýnir tilkynningar um búðar- hnupl til lögreglunnar má merkja þar talsverða aukningu, þó líklega megi rekja hana aö hluta til aukn- ingar í tilkynningunum sjálfum, sem og aukíns búðarhnupls. Versl- unarmenn sem við ræddum við voru sammála um að búðahnupl færðist í vöxt og til aö varpa Ijósi á fjölda slíkra tilfella er, að sögn Ragnars Haraldssonar, verslunar- stjóra í Hagkaup, að meðaltali tekin þar einn búðarhnuplari á dag. Svipaða sögu sagði Sigurður Björnsson, annar tveggja verslun- arstjóra í Miklagarði, þaö eru ekki margir dagarnir þar sem ekkert grunsamlegt kemur upp. Hins vegar er Ijóst að búöarhnupl er árstíðabundið, eykst oft rétt fyrir stórhátíðir og á útsölutímum, þegar talsverð ös er alla jafna í verslunum. „En hættan er ekki minni þegar mjög lítiö er að gera og starfsfólk kannski ekki eins vel á verði vegna þess,“ bendir Guð- laugur Bergman á og það leiðir hugann að nokkru sem kom upp í samtali við Guðna Þorgeirsson, fulltrúa fyrir Kaupmannasamtökin; hinn almenni viðskiptavinur ætlast til þess að visst öryggi sé viðhaft í verslunum. Mörgum finnst óþægilegt að koma inn í tóma verslun og líður hálfilla þar til starfsmaður er kominn fram í búð- ina. Guðni vildi ennfremur beina því til kaupmanna að láta ekki tortryggnina hiaupa með sig í gönur, „því þó að tveir menn hafi verið staðnir að verki í einni versl- un þá mega menn ekki fara að gruna alla viðskiptavini um að vera misindismenn og kalla þjófur, þjóf- ur“. Innanbúðarhnupl Verslanir hafa ýmsar leiðir til að fyrirbyggja búðarhnupl — að svo miklu leyti sem það er hægt, en eins og fram kom í máli Stefáns Friðfinnssonar væri eina leiðin lík- lega að láta eftirlitsmann fylgjast með hverjum einasta kúnna „en það þýddi þá einfaldlega aö þaö þyrfti að láta einhvern fylgjast með eftirlitsmönnunum," segir Stefán og vísar til innanbúðarhnupls, sem hann kveðst telja öllu alvarlegri hlut. Það kemur heim og saman við orð Jóhanns Guðmundssonar hjá öryggisfyrirtækinu Securitas, sem annast m.a. rýrnunareftirlit fyrir fyrirtæki. Þ.e. eftirlit með vöru á leiðinni skipshlið — vöruskemma MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986 Talsvert áhyggjuefnl er hversu auðvelt virðist að koma stollnni vöru í verð og þarf að brýna fyrlr almenníngi að kaupa ekki vöru á óeðlilega lágu verði. Sé stolin vara rakin til kaupanda stendur hann uppi með skaðann af kaupunum. — flutningstæki — vörulager — verslun — neytandi. „Mesta vörur- ýrnunin verður áður en í verslunina er komið, hún er á leiöinni frá skipshlið á vörulager. Oft virðist um að ræða samstarf starfsmanns og utanaðkomandi aðila, sem þá felst í misskráningu á lager, ýmis- konar pappírabreytingum og öðru slíku," segir Jóhann. Securitas hefur m.a. veitt öðrum fyrirtækjum sem eiga í stórum vandræðum vegna vörurýrnunar, þjónustu á borð við þá að „planta" eftirlits- mönnum á meöal starfsfólks, sem og viðskiptavina. Þetta leiðir hug- ann að þeirri staðreynd að hér- lendis hefur ekki tíðkast sú hefð sem margir nota ytra, að hafa einkennisklæddan eftirlitsmann í verslunum. Skoðanir manna hér heima á slíku augljósu eftirliti eru misjafnar, „ég skil ekki hvað er svona merkilegt við íslendinga að það má ekki sýna að strangt eftir- lit sé með viðskiptavinunum" segir einn og annar sagði „99% ís- lenskra viðskiptavina eru strang- heiðarlegt fólk og óþarfi að láta það líða vantraust í verslunum". Fyrirbyggjandi aðgerðir En þó skiptar skoðanir séu á því að hafa verði, þá voru menn sammála um nauðsyn fyrirbyggj- andi aðgerða sem og eftirlits með búðarhnupli. Þær eru misjafnar, en t.d. lítið frábrugönar hjá þremur fyrrnefndum stórmörkuðum. „Við treystum á að starfsfólkið sé vel á verði og það er okkar vörn fyrst og fremst," segir Ragnar Haralds- son. „Verði það vart við eitthvað grunsamlegt lætur það verslunar- stjóra vita sem síöan tekur á mál- inu ef ástæða þykir. En eðlilega reynum við að komast hjá því að ganga á fólk nema við séum 100% vissir í okkar sök. Það eru jú dæmi þess aö viðskiptavinir hafi komið inri í verslun með einhverja hluti í vösum sínum, tekið þá upp og sett ofan í aftur og þannig vakið grunsemdir." Hagkaup hafði áður fyrr sjónvarpskerfi í versluninni en hætti meö það. Hnuplaði og sótti svo um vinnu Sjónvarpskerfi er uppi bæði í Miklagarði og Vörumarkaðnum og mikið til notaö til að fylgjast aðilum sem hafa vakið grunsemdir. „Svo höfum við alltaf einhvern sem er reiðubúinn að bregða sér í utan- yfirflík og fara fram í verslunina til að fylgjast með grunsamlegu fólki," segir Sigurður Björnsson og bætir við að oft sé heppilegt að láta fólk finna að með því sé fylgst. Þeir sem ætla sér að hnupla sjá ef einhver er alltaf á vappi í kring- um þá, á meðan venjulegir við- skiptavinir láta slíkt sig litlu skipta. Og finni fólk að því sé veitt eftirtekt er ekki ólíklegt að það hafi sig á brott eða geri eins og gerst hefur, skilji við fenginn." Sigurður benti hins vegar á, eins og reyndar fleiri, aö það væri oft ógerlegt að sjá út hnuplara, þar væri um að ræða ólíklegasta fólk, jafnvel fólk sem verslaði fyrir talsverðar upphæðir og hnuplaði í leiðinni. í Miklagarði var um tíma fastur eftirlitsvörður, en Sigurður sagði reynsluna af slíku vera þá að í fyrstu tækju slíkir aöilar mjög vel eftir öllu sem fram færi, en þegar á liði minnkaði það, mögulega vegna þess að útséðir hnuplarar áttuðu sig á þeim. „Við höfum jafnvel dæmi þess að kona sem var tekin i versluninni fyrir hnupl sótti um vinnu hjá okkur mánuði síðar," segir Sigurður. Af hverju gerði hún það? Þar vaknar aftur spurningin um innanbúðar- hnupl, kannski ekki síst þar sem starfsfólk veit oft hvernig vörnum gegn slíku er háttað og getur komist framhjá þeim. Þó ber að gæta þess möguleika sem Guðlaugur Bergman benti á, að sé komið fyrir öryggiskerfi í verslun, en vörurýrn- um heldur áfram, þá leiöir það óneitanlega grunsemdir að þeim sem þar starfa - og það veit starfs- fólk líka. Samstarf á meðal kaupmanna Um þetta segir Stefán Friðfinns- son: „Það er ekkert ólíklegt að í verslunarfyrirtæki sem hefur 150 starfsmenn í vinnu, séu kannski fimm óheiðarlegir sem varpa grun- semdum á stóran hluta starfs- fólksins. Við tökum mun harðar á innanbúðarhnupli og látum jafnvel vita af fólki til annarra stórmark- aða, því það vill enginn sínum samkeppnisaðilum svo illt að þeir ráði þjófa í vinnu. Eins er ef við verðum varir við óheiðarlega heild- sala eða útkeyrsluaðila." Þessu viðvíkjandi hefur komið til tals í kaupmannahópi aö hafa með sér samstarf um upplýsingar varðandi búðarhnupl. Einnig voru margir þessara aðila sammála um að hér á landi vanti tilfinnanlega svo- nefndan „smámáladómstól" sem tæki á málum á borð við búðar- hnupl. „Yfirleitt er málið þegar sannaö og ekkert til fyrirstöðu að því Ijúki viku eftir atburðinn, í stað þess að það fari hina venjulegu kerfisleið og svo gott sem týnist innan um alvarlegri afbrotamál," segir Stefán. Hann kveðst helst vilja sjá þessum málum lokið með því að viðkomandi hreinlega vinni þau af sér á einhvern máta og muni þannig eftir afbrotinu „í stað þess að skýrsla sé tekin af fólki, vörunni skilað og málinu þar nán- ast lokiö. Búðarhnuplarar virðast vita um þennan gang mála, sbr. eitt tilfelli þar sem kona var staðin að búöarhnupli, látin gefa lögregl- unni skýrslu og baö þá fyrir alla muni að flýta sér við skýrslugerð- ina því hún þyrfti að ná rútunni til heimabæjar síns. Hún var ekkert að ræöa við lögregluna í fyrsta sinn og líklega ekki í það síðasta heldur." Varðandi þetta má geta þess að búðarhnupl eru ekki opin- ber mál, heldur er kaupmaðurinn tjónþoli og í hans hlutverki að leggja fram kæru á gerðanda. Ef ég bara. .. Búðarhnupl sem og vörurýrnun er augljóslega vandamál sem blas- ir víðsvegar við verslunareigend- um, þó erfitt sé að átta sig ná- kvæmlega á þeim upphæðum sem um ræðir, ekki eru til kannanir þar að lútandi og hvað tryggingarfé- lögin varðar þá er þar skýrt tekið fram að tryggt er gegn innbrotum en ekki hnupli, að sögn Matthíasar Péturssonar hjá Brunabót. Menn eru þó sammála um að almennt sé farið að spyrna gegn þróuninni í meira mæli en áður, ekki síst fyrir tilkomu yngra fólks í versl- unarrekstur. „Áður fyrr var mjög algengt að verslunareigendur fengju sér öryggisviðbúnað; þjófa- varnarkerfi, sjónvarpsvélakerfi, skynjara, plastmerkin eöa hvað sem það nú var, í kjöifar þess að hafa orðiö fyrir tjóni," segir Friðrik H. Friðriksson. „Núorðiö eru menn farnir að huga að öryggi án þess að þurfa að segja “ef ég bara hefði ..." Friðrik bendir á, eins og Jó- hann Guðmundsson, aö þaö þýði ■feÚÐA HNUPL í Þýskalandi Margir vegfarendur stoppa þegar kallað er „stöðvið þjóf- inn“f en fæstir hreyfa hönd né fót til hjálpar þeim sem eftirförina veitir. AAIIt yfirbragö mannsins vareinkar traustvekjandi, og klæönaður hans greinilega af van- daöra taginu. Hann var nýhorfin úr búðinni, þegarverslunareigandinn tók eftir að sérstaklega skrautlegt 50.000 króna úr einnig horfið en einmitt þetta úr var ekki með þessu nauösynlega verðspjaldi tengdu aðvörunarkerfi verslunar- innar. Verslunareigandinn var einn í búðinni, en ungur viðskiptavinur brá eldsnöggt við og náði mannin- um eftir 50 metra. „Úrið, herra minn. Þú verður að skila úrinu undireinsl" másaði hann. „Fyrirgefðu, ungi maður,” svar- aði sá glæsilegi. „Þetta er einhver misskilningur; ég fór með úrið í viðgerð og var bara að ná í það aftur. Framtak þitt er til fyrirmynd- ar, en ég er læknir, eftir 15 mínút- ur byrjar viðtalstíminn hjá mér. Skilaðu kveðju til kaupmannsins." Og þarviðstóð. Varnaraðgerðir verða œ algengari í umræddri verslun var rýrnunin orðin geigvænleg — næstum því 10% af umsetningu — og verslun- areigandinn ákvað að kaupa raf- eindastýrt öryggiskerfi. í fyrstu heyrðist tíöum skerandi aðvöruna- rvæl, en núorðið lætur kerfið stundum bara til sín heyra 2-3 sinnum á dag, jafnvel ekkert í heila viku. Allar vörurnar eru með segulborða, sem setur aðvöruna- rkerfið af stað hafi borðinn ekki veriö fjarlægður. Miskilningur ætti naumast að hljótast af, einungis einn við- skiptavinur fer um örýggishliðið í einu. Þó hefur þessu kerfi verið fundið það til foráttu, að það geti gefið aövörunartón, ef einhver ber á sér tilsvarandi hlut úr málmi. Á móti er sagt: „Beri einhver slíkan málmhlut á sér, þá gefur aðvö- runarkerfið strax frá sér merki, þegar viðkomandi gengur inn í búðina." Eins getur komið fyrir að gleymst hafi að taka segulborð- ann af vöru, en afgreiðslufólkið áttað sig á eigin mistökum. Stöðvið manninnl En ekki vantar sökudólga: „Maður hrekkur í kút við hverja aðvörun," segir verslunareigandi. Oft reyna búðarþjófar að flýja. „Einu sinni hljóp ég á eftir konu og kallaði stöðugt „stöðvið kon- unal” þar til húsasmiður náði henni." En vegfarendur aðstoða sjald- an við eftirförina. Flestir stoppa þó, einungis til að fylgjast með spennandi atviki. „Ég held, að mér þyki sjálfum þessi leiöindaatvik snöggtum neyðarlegri og óþægilegri heldur en hnuplurum sjálfum", segir einn kaupmaður. Réttarfarslega horfa málin þannig við: Verslunarfólk hefur rétt til að biðja viðskiptavin, valdan að viðbrögðum viðvöruna- rkerfisins um að koma aftur í versl- unina, eða „fylgja" mönnum, reyn- ist þeir ekki samvinnuþýðir. Það eru nefnilega ekki allirog afleiöing- in oft handalögmál. Þrátt fyrir öll þau fjölmörgu skýlausu þjófnaðar- mál, sem ég het staöiö viðskipta- vini mína að, er ég alltaf jafn log- andi hræddur við, að hafa orðiö á mistök. Það er ekki eins og þetta fólk beri það utan á sér, að um þjófaséaðræða." Hreinasta plága Kaupmenn brýna starfsliðinu að koma fram af fullri hæversku en festu, sé einhver er grunaður um hnupl. Viðkomandi erávarpað- ur kurteislega á þessa leið: „Af- sakið, en þegar þú varst að fara út úr búöinni, fór aðvörunarkerfiö í gang. Því miður verðum við að ganga úr skugga um þetta, því að ef þú ferð í aðrar búðir, gæti þetta líka komið fyrir þar, og það kynni að hafa óþægindi í för með sér." Beðið er um plastpokann eða töskuna og henni haldiö í nám- unda við rafeindaaugað. Gerist ekkert er viðskiptavinurinn beði>>'> um að ganga í gegnum rafeinda- hliðið án pokans eða töskunnar, enda margir með góssið innan- klæða. A þessu sviði eru líka til sérlega færir og bíræfnir „fagmenn". í versluninni sem getið var í upphafi birtist annar prúðbúinn viðskipta- vinur. Þegar hann yfirgaf verslun- ina fór kerfið af stað. En þegar málið var athugað, steinþagði aðvörunarkerfið þegar taska mannsins var borin upp að því sem og þegar hann fór um hliðið. Viðskiptavinurinn varð illur: „Þetta læt ég ekki bjóða mér öðru sinni; að verða fyrir svona ásökunum i þessari verslun." Kaupmaðurinn,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.