Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1986 B 13 ekki að setja upp t.d. sjónvarps- I myndavélakerfi ef enginn horfir á skjáinn. „Til þess að öryggiskerfi virki verður að virða þær um- gengnisreglur sem því fylgja. Þarna ræður mannlegi þátturinn fyrst og fremst. Við, sem seljum og setjum öryggisbúnað upp, ger- um það til að hann virki, en þarna verða hlutaðeigandi aðilar að virka líka. Það flytur enginn inn öryggis- kerfi sem er ekki gott, slíkt yrði fljótt að spyrjast út og koma við- komandi fyrirtæki á hausinn og ég get fullyrt að það sem er í boði hjá okkur og okkar samkeppnisað- ilum, Securitas og Vara er 1. flokks öryggisbúnaður - sem auðvitað gerir ekkert gagn ef hann er ekki rétt notaður, hvað þá ekkert not- aður,“ segir Friðrik. Og til er dæmi um verslunareiganda sem tók kerfið úr sambandi yfir helgar, “af því að það eyðir bara rafmagni". "Hann fékk líka að kenna á því," segir Grétar Norðfjörð. Blóðkrónurnar og öryggið Jóhann Guðmundsson hjá Secu- ritas tekur í sama streng og er harðorður í garð íslendinga varð- andi öryggismál yfirleitt, „þó kannski sé ekki við öðru að búast í samfélagi þar sem opinber sjúkrastofnun þarf að brenna ofan af fólki til að farið sé að fjárfesta í reykskynjurum", segir Jóhann. „En Islendingar virðast oft láta það nægja að fara hálfa leiðina í örygg- ismálum til að spara einhverja hverfandi upphæð, eða þá sleppa því alfarið og sitja svo uppi með gífurlegan skaða ef eitthvað gerist. Þessum blóðkrónuhugsunarhætti verður að breyta, ekki bara hjá verslunareigendum og öðrum í fyrirtækjarekstri, heldur hjá því opinbera og almenningi yfirleitt. Hann er að breytast, en við eigum ennþá langt í land." Hvað „blóð- krónurnar" varöar er rétt að geta þess að tryggingafélögin veita fyrirtækjum vissan iðgjaldsafslátt vegna öryggiskerfa, en það verða þá að vera kerfi sem virka eftir lokunartíma fyrst og fremst. Af þessu má sjá að margar og misjafnar hliðar eru á því máli sem við höfum fjallað um hér — búðar- hnuplinu og öllu sem því tengist. Eina örugga lausn virðist ekki aö finna, þó margar leiðir séu því til varnaðar. Hitt er eins víst að búö- arhnupli verður vart útrýmt, svo við Ijúkum þessari umfjöllun á orðum Grétars Norðfjörð: „Það er ekkert kerfi, vélvætt eða mannlegt, svo fullkomið að framhjá því verði ekki komist og á meðan hægt er að hnupla, þá verður hnuplað." BÚÐA HNUPL í Finnlandi í Finnlandi var árið 1983 gerð könnun er varðaði búðahnupl og tók hún yfir stórversianir í þremur borgum. í Helsinki leit dæmið þannig út: • Af 2.854 hnuplurum sem staðnir voru að verki voru 50,7% karlmenn, 23,3% konur og 25% börn og unglingar. • 26,1% voru undir tvítugu, 18.4% voru á aldrinum 20-30 ára, 19,8% voru 'a aldrinum 30-40 ára og 24% voru yfir fimmtugt. • 9,7% þjófnaðanna gerð- ust fyrir kl. 12 á hádegi, 29,9% á milli 12.00 til 15.00, 40% á tímabilinu 15.00 til 18.00 og 20,4% eftir kl. 18.00. • Verðmæti þess sem hnuplað var, var að meðaltali um kr. 569 hjá karlmönnum, um kr. 834 hjá konum og um kr. 625 hjá börnum og unglingum. • 44% sem stolið var voru matvörur, 7% var bjór, 16% vefnaðarvara, 1% tóbak, 3% snyrtivörur. Aðrar vörur námu 28% þess sem hnuplað var. miður sín yfir mistökunum ætlaði að fara að afsaka þetta frumhlaup sitt, þegar annar viðskiptavinur sagði: „Þarna liggur hluturinn á stólnum, ég sá þegar maðurinn kastaði honum frá sérl" ( fátinu sem á eftir fylgdi sá prúðbúni þjóf- urinn sitt óvænna og flúði. Kveinstafir Þeir, sem eru grunaðir um hnupl í verslunum, sármóðgast oft og eru hrokafullir í viðmóti, þó framkoman breytist undrafljótt, þegar staðreyndirnar liggja fyrir á óhrekjanlegan hátt: „Ég grátbæni þig um að falla frá kæru“, stamaöi virðuleg kona, sem er kennari í framhaldsskóla, þegar hún var beðin um persónuskilríki sín, eftir að hafa orðið uppvís að hnupli. „Sonur minn er verkfræðingur, hann mundi ganga út og drekkja sér, ef hann kæmist að því, að móðir hans hefði veriö staðin að þjófnaði", sagði annar hnuplari, kona á sjötugs aldri. Veitingahús- seigandi einn, sem hafði verslað í búð fyrir rúmlega 900 krónur og gripið með sér í leiðinni Ijómandi fallegan kveikjara, sem kostaði kr. 6000.- varð uppvís að stuldinum en komst þó undan með þýfið. Verslunareigandinn hafði sam- band við hann og brátt birtist starfsmaður og borgaði kveikja- rann. Rök veitingamannsins: „Á matstaönum hjá mér er líka alltaf verið að stela einhverju." Sumir verslunareigendur hafa reynt að draga úr gripdeildunum, m.a. með miðum hjá varningnum og áletrunum eins og „Gjörið svo vel að snerta ekki vöruna, við veitum gjarnan alla aðstoð." En viðskiptavinir kunna yfirleitt ekki að meta slíkt fyrirkomulag. Nú á dögum vill fólk, sem kemur inn í búð til að versla, ekki bara fá að sjá hlutina tilsýndar, heldur taka þá sér í hönd og grandskoða. Atvinnumennska Víða erlendis hafa atvinnuþjófar sérhæft sig í vöruþjófnaði úr búð- um og sýna oft alveg ótrúlega kænsku og bíræfni við iðju sína. En það eru samt ekki atvinnu- þjófar, sem valda verslununum mestum skaða, heldur hinn vax- andi fjöldi áhugamanna í „faginu". Tjónið getur orðið gífurlegt hjá sumum verslunum, og í heild nemur það ekki aöeins milljónum þýskra marka heldur öllu fremur tugum milljóna, þegar verst lætur. Þeir kaupmenn, sem mest verða fyrir barðinu á gripdeildum, vita ekki sitt rjúkandi ráð við þessum ófögnuði, en framleiðendur og söluaðilar viðvörunarkerfa af ýmsu tagi núa saman höndunum af ánægju. Æ fleiri verslanir verða að fjárfesta í dýrum aðvörunarkerf- um til að hamla gegn vörurýrnun- inni, en enginn kaupmaður gerir það með glöðu geði að láta raf- eindakerfi taka að sér gæslu vö- runnar. Þeir vita nefnilega að sá viðskiptavinur, sem verður fyrir því að kerfið argar að honum með sínum skerandi vælutóni, hann lætur oftast ekki sjá sig aftur í þeirri verslun. Sjúkdómurinn sem gerir fólk ómedvitað að hnuplurum. Stelsýki, öðru nafni kleptomaia, nefnist sá orsakavaldur búð- arhnupls sem er af talsvert öðrum toga en aðrir slikir. Stelsýki er talin valda í um 5% tilfella þegar búðar- hnupl er annars vegar og virðist þá vera um að ræða hnupl sem er ekki skipulagt fyrirfram og ekki í ábataskyni, áhættan í engu samræmi við verðmæti hlutanna. Eins eru mörg dæmi þess að stelsýkissjúklingar taki ávallt sama hlutinn, þó sýnilegt sé að þeir hafi af honum engin not og fleygi hlutnum jafnvel þegar úr verslun- inni er komið. Hnupl sem þessum sjúkdóm fylgir einskorðast þó ekki við verslanir. Við báðum GRÉTAR SIGURBERGSSON, geðlækni að segja okkur nánar frá sjúkdómn- um. „Kleptomanian eða stelsýkin er yfirleitt í tengslum við þunglyndi og mjög skyld öðrum fyrirbrigðum sem geta gerst í því ástandi s.s. íkveikjuárátta (pyromania), glugga- gægisárátta (voyeurisma), sjálfs- sýningarárátta (exhibitionisma) og svo spilafíkn. Þannig getur þung- lyndið brotist út, en því fylgir Sjálfsásökunin, hræðslan við umtal og ásakanir annarra verður yf irþyrmandi, samfara geðshræringunni yf ir því að hafa stolið. Sjálfsmorðshætt- an á þessu tímabili er mikil. mikill kviði og fólk beitir ýmsum leiöum til að losa sig við hann. Hins vegar virðist kynbundið í hverju kvíðinn birtist. Konur t.a.m. virðast ekki fá íkveikjuáráttuna og verða brennuvargar, það er frekar að þær fari út í stelsýkina eða spilafíkn af þeirri stærðargráðu að þær leggja stund á bingó, t.d. i landi eins og Sviþjóð þar sem hægt er að spila það allan sólar- hringinn. Hérna gætu t.d. spila- og leiktækjakassar gert þetta sama. Hins vegar verður að at- huga það i allri svona umræðu að stelsýki er sjaldgæfur geðsjúk- dómur, en hins vegarvel þekktur. — Er stelsýki óalgeng hjá körl- um? „Já, þeirra þunglyndi kemur oftast fram á annan hátt og eins kemur þarna inn í dæmið að þunglyndi er mun algengara hjá konum en körlum. Það er ekki óalgengt að stelsýkin komi fram hjá miðaldra konum í kringum tíða hvörf eða tengist tíðahringnum, oftast þá rétt fyrir blæðingar. þessum tilvikum er einkennandi að það er ekki hnuplað til að græða og hlutnum er annað hvort hent eða hann gefinn, en ekki reynt að koma honum í verð. Þess vegna ætti ekki að vera erfitt fyrir kaupmenn að átta sig á hvenær um sjúkling er að ræða, það má oft sjá af hlutunum sem hnuplað Það sorglega í þessum efnum er að oftast er þarna um að ræða strangheiðarlegt fólk sem má ekki vamm sitt vita, en ræður ekki við tilfinningarnar og gerir sér enga grein fyrir sjúkdómnum og því sem af honum leiðir. Venjulegt búöar- hnupl er allt annað en það sem þarna gerist. Þess vegna verður hættan svo mikil, ef þetta fólk er staöið að verki og komið fram við það eins og glæpamenn, að því fallist algerlega hendur. Sjálfs- ásökunin, hræðslan við umtal og ásakanir annarra veröur yfirþyrm- andi, samfara geðshræringunni við uppgötvunina að hafa stolið. Sjálfsmoröshættan á þessu tíma- bili er mikil og það er oftast í því ástandi sem við geölæknar sjáum þetta fólk." — Það er sem sé ekki leitaö til ykkar vegna stelsýkinnar sém slíkrar fyrr en komist hefur upp um fólk? „Yfirleitt er það svo. Það er ekki óalgengt að sjúklingur leiti til okkar í öngum sínum þegar í óefni er komið, búið að kæra viðkom- andi, hann kvaddur til lögreglu, atvikið oröið stórmál í fjölskyldunni hjá börnum og maka, sem botna ekki neitt i neinu. Viðkomandi sem sem hefur allt af öllu er staðinn að hnupli og ekki ólíklega í tals- verðri sjálfsmorðshættu. Þarna blandast geölæknar í málið, sjúkl- ingurinn fer jafnvel inn á geðdeild þar sem reynt er að vinna bug á orsakavaldinum, þunglyndinu. í sumum tilfellum höfum við sam- band við viökomandi kaupmenn, jafnvel milligöngu um að skila því sem hnuplað var og því miður verð ég að segja að þeir kaup- menn eru til sem hreinlega neita þvi að um sjúkdóm geti verið að ræða. En það er ekki þetta fólk sem veldur búöareigendum veru- legu tjóni." — Hvernig ættu þá verslunar- eigendur að bregðast við? “Það má ekki skilja mig svo að það eigi ekki að stöðva stelsjúkl- inga, það er ekkert sniðugt og oftast er nauðsynlegt að sjúklingar séu gripnir við hnupl til að þeir skilji sjálfir hvað um er að vera. Eins virðist sem sjúklingar fari ekki aftur að hnupla séu þeir einu sinni stöðvaöir. Það á að framfylgja öllum regl- um við þá eins og aðra, en það er framkoman í þeirra garð sem þarna fylgir máli og mikilvægi þess að ekki sé komið fram við þetta fólk eins og stórglæpamenn. Það er ekki hægt að ætlast til að kaupmenn hafi innsæi i sjúk- dóminn, en ef bersýnilega er verið að hnupla einhverjum delluhluturh sem viðkomandi hefur engin sýni- leg not af, þá verða menn að taka það inn í dæmið að þarna getur verið um sjúkling að ræða og að það getur verið lifsspursmál hvernig komið er fram við hann."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.