Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1986 B 11 Sú tegund vörurýrnunar sem í daglegu máli nefnist búðar- hnupl er líklegast sú sem hvað fjölbreytilegastar leiðir og hvatir liggja að og hafa gert frá því að það verslunar- form sem víðast tíðkast í dagf sjálfsafgreiðsluverslanir komu til sögunnar á 4. og 5. áratugnum, „Nora-magazín“ sú fyrsta í Reykjavík. Nú liggur við að verslanir með annan máta á afgreiðslunni heyri til undantekninga, ef frá eru taldar sérverslanir. Okkur fýsti að vita gang þessara mála og ræddum í því skyni við nokkra aðila sem Ier málið skylt, Grétar Norðfjörð, varðstjóra, kaupmenn- ina Guðlaug Bergmann, Stefán Friðfinnsson, Ragnar Haraldsson og Sigurð Björnsson, auk Guðna Þorgeirsson hjá Kaupmannasamtökunum og þá Jóhann Guðmundsson hjá Securitas og Friðrik H. Friðriksson hjá Radíóstofunni um öryggismál og útbúnað. Enn fremur ræddum við við Grétar Sigurbergsson, geðlækni, um þá hlið búðarhnupls sem er að mestu óskyld öðrum þ.e. sjúkdóminn stelsýki. Til samanburðar birtum við einnig umfjöllun úr þýska blaðinu Die Zeit er varðar búðarhnupl þar í landi og tölur frá Finnlandi, auk töflu sem sýnir tíðni búðarhnuplstil- kynninga til lögreglunnar í Reykjavík sl. 5 ár. „Búðarhnupl er að segja má nýtilkomið sem lögreglumálaflokk- ur, enda lítið var farið að sinna þessu sérstaklega árið 1975. Þá kom í Ijós að margir kaupmenn höfðu talið búðarhnupl til eðlilegr- ar vörurýrnunar," segir Grétar Norðfjörð, varðstjóri, áður fulltrúi lögreglustjóra í afbrotamálum, sem hefur sérstaklega kynnt sér búðarhnupl. Grétar segir þetta viðhorf hafa mikið breyst, menn séu sér almennt meðvitaðri um hnuplið. „Hins vegar eru það kaup- mennirnir sjálfir sem fyrst og fremst verða valdir að hnuplinu, þ.e. með því að gera oft á tíðum lítið eða ekkert til að spyrna gegn því. Þarna er um að ræða t.d. staðsetningu vöru í verslunum, staðsetningu starfsfólksins, ör- yggisviðbúnað og fleira," segir Grétar og nefnir sem dæmi verslun hér í bæ sem er ekki ósvipuð bók- stafnum L í laginu, með afgreiðslu- borð í öðrum endanum, þannig að ekki sést þaðan um alla verslunina og þar á ofan með smávöru í hinum endanum. „Þegar svona verslanir eru til staðar er ég ekkert hissa á að heyra um konu sem aldrei kaupirjólagjöf." Við sögðum hér í upphafi að leiðirnar og hvatirnar að baki búð- arhnupli væru ámóta margar og margvíslegar og fólkið sem það framkvæmdi. Þó er gróflega hægt að flokka hnuplara eftir mismun- andi þjóðfélagshópum. Flestir hnuplarar kvenkyns Grétar heldur áfram: „Stærsti hópur eru konur, enda búðarhnupl önnur undantekningin í afbrota- sögunni hvað varðar þátttöku kvenna. Hin undantekningin er skjalafals, mikið til ávísanafals, hvort tveggja misferli sem krefjast talsverðrar útsjónarsemi. En hvað búðarhnuplið varðar þá eru þær mjög útsjónarsamar, ötular og aðferðirnar með ólíkindum. Yfir- leitt hafa þær, eins og aðrir hnupl- arar, vöruna á sér, innanklæða eða í tösku. Konur eru yfirleitt staðnar að verki í matvöruverslunum og kvenfataverslunum," segir Grétar, en kaupmenn í matvöruverslunum kváðu kvenhnuplara algenga, þó um að ræða fólk á öllum aldri „og ólíklegasta fólk," segir Stefán Frið- finnsson, framkvæmdastjóri Vöru- markaðarins, og bendir á að það sé ekki undarlegt þó konur hnupli meira í matvöruverslunum en karl- ar, langstærstur hluti viðskiptavin- anna þar er jú kvenkyns. — Er einhver sýnileg ástæða fyrir því að konur hnupli? Það sem liggur að baki búðarhnupli „Ástæðurnar eru misjafnar og þaö sem fólk segir við lögregluna þarf ekki að vera rétta ástæðan," segir Grétar. „Oftast heyrum við að þeim séu naumt skammtaðir peningar til heimilishaldsins og þeir dugi ekki til, eða hafi verið notaðir í annað og það megi ekki sjást á matarborðunum. Þetta er reyndar athyglisvert hvað varðar stöðu heimavinnandi húsmæðra sem flestar þessar konur eru, því þó að einhverjar noti þetta sem afsökun þá er eins víst að ástandið er nákvæmlega svona hjá hópi kvenna sem vinna við sitt heimilis- hald, hafa enga tekjumöguleika en fá skammtað úr vasa eiginmanns- ins. Hins vegar er með þennan hóp eins og aðra að margir virðist taka hlutina bara til að taka þá,“ segir Grétar. Þú ert bara hér til að stela Þessi síðasta setning á ekki síst við hnupl barna og unglinga, sem aðallega er í sælgæti, auk þess sem bókaverslanir eru mjög vin- sælar hjá þeim sem og öðrum að því er viröist. Unglingar stunda hnuplið yfirleitt í hópum og eru sumir hverjir það ötulir við iðjuna að þeir varpa vantrausti á þorra unglinga, sbr. lesendabréf í Vel- vakanda nýverið. Þar sagði tólf ára gamall drengur frá ferðum sínum í verslun þar sem honum var umsvifalaust vikið út með orðun- um: Þú ert bara hérna til að stela. Þá eru til Ijót dæmi þess að krökk- um sé ýtt út í hnupl eins og gerð- ist í stórverslun þar sem 9 ára gamall drengur var staðinn að hnupli. Þegar farið var að kanna málið kom í Ijós að hann hafði verið sendur til að hnupla fyrir móður sína og sambýlismann hennar sem biðu í bifreið fyrir utan verslunina — og keyrðu umsvifa- laust á braut þegar drengurinn var gripinn. Svona nokkuð heyrir þó til und- antekninga og sjaldan hnupla unglingar matvöru eða dýrum hlut- um. „Oft taka þau bara það sem hendi liggur naest," segir Grétar, „eru jafnvel gripin með nokkrar skrúfur eða álíka hluti sem þau auðsjáanlega hafa engin not af. Af hverju þau gera þetta, oft veldur spennjngurinn við að sjá hvort þau komist upp með hnuplið. Stundum þurfa unglingar að vaxa í augum kunningjanna og það er eins og þeim hugkvæmist aðeins tvær leiðir; hnupl eða skemmdarverk. Það sem oftast er gert þegar unglingur er gripinn er að tala rækilega yfir honum og í könnun sem við Helgi Daníelsson hjá RLR gerðum fyrir nokkrum árum kom fram að aðeins tveir af hverjum tíu unglingum sem einu sinni komust í kast við lögregluna voru í annað sinn staðnir að ólöglegri iðju. Þetta sýnir að oft virðist áfallið við að standa frammi fyrir lögreglunni vera nóg til að láta slíkt vera og Tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík Hér birtist tafla yfir tilkynn- ingar um búðarhr.upl sem lögreglunni í Reykjavík hafa borist á undanförnum 5 árum, en talið er aö um 10% alls búðarhnupls só tilkynnt. Þá má einnig benda á að tilkynning um búðarhnupl i einni verslun getur orðið til þess að upp kemst hnupl á öðrum stöðum. Þess eru dæmi að teknir hafi verið aðilar sem hafa hnuplað í 15 öðrum verslunum sama daginn, sérstaklega á svæð- inu frá Hlemmi að Aðal- stræti. Þó að tilkynningar séu af þeim fjölda sem hér kemur fram þýðir það ekki að mál séu kærð og fari fyrir dómstóla, en hins vegar hefur orðið talsverð aukning á að þau séu kærð og þeim lyki með dómi. 1980 — 104 tilkynningar. 1982 — 138 tilkynningar. 1983 — 170 tilkynningar. 1984 — 151 tilkynning. 1985 — 178 tilkynningar. ekki síður gerist það um leið að foreldrarnir fá vitneskju um at- burðinn og setja kannski í Ijósi þess strangari reglur og fylgjast betur með unglingunum." En þó eru ekki allir foreldrar samvinnu- þýðir, eins og fram kom í samtali viö Guðlaug Bergman, kaupmann, sem kvað eitthvað það leiðinleg- asta sem kæmi fyrir sig í þessum málum vera að standa unglinga að hnupli „og hafa svo foreldrana öskureiða yfir því að einhver skuli saka börnin sín um slíkt". Sárast að standa gamalt fólk að hnupli — Grétar Norðfjörð minntist fyrr á möguleikann að fólk hnuplaði af brýnni nauðsyn. Einum hópi fólks tilheyra þeir sem undantekn- ingarlaust segja það þrotalausn til að hafa til hnífs og skeiðar, og eru nær undantekningarlaust staðnir að hnupli í matvöruverslunum einungis. Það er fólk úr hópi ellilíf- eyrisþega, „sá hópur sem mér og flestum öðrum finnst sárast að standa að hnupli. En fari slík mál til lögreglunnar er undanteknigar- laust sama svarið — ellilífeyrinn dugir ekki til," segir Grótar. Hann hvetur verslunarfólk eindregið til að kalla á lögreglu í öllum tilvikum sem viðskiptavinur, hvers kyns sem hann nú er, er staðinn að búðarhnupli eða grunaður um slíkt, enda hefur verslunarfólk ekki leyfi til að leita í fórum fólks gegn vilja þess. Reyndar hafa tilkynning- ar til lögreglunnar um búðarhnupl aukist og í mörgum tilvikum er þar um að ræða þægilegri lausn á málinu fyrir verslunarfólkið. Þannig er málum t.a.m. háttað í stórmörk- uðunum Hagkaupi, Miklagarði og Vörumarkaðnum. Hnuplad fyrir fíkniefnum Hér hefur verið minnst á búða- hnupl aðila úr nokkrum mismun- andi hópum mannfélagsins, þó enn sé ótalinn sá sem hvað mest virðist hafa vaxið að undanförnu og vex enn. Það má merkja m.a. af þeirri tegund búðarhnupls sem þetta fólk stundar, sem og í aukn- ingu á sölu öryggiskerfa gegn búð- arhnupli, sem Friðrik H. Friðriks- son hjá Radíóstofunni sagði merkj- anlega á sl. tveimur árum og það í beinum tengslum við þennan vaxandi þátt ; búðarhnupli. Þarna er um að ræða fíkniefnaneytendur sem stunda búðarhnupl sem og ýmis önnur auðgunarbrot til að fjármagna fíkn sína. „Þessi tegund búöarhnupls virðist einkum herja á verslanir sem selja hluti sem ekki eru um of stórir um sig, en talsverðir peningar liggja í og auðvelt virðist að koma í verð. T.d. útvörp og þessháttar. Úra- og skartgripaverslanir eru í talsverðri hættu hvað þetta varðar," segir Grétar Norðfjörð. Hann kvað þann hóp sem handtekinn hefði verið vegna hnupls á árinu 1985 hafa talsvert breyst frá því sem áður var, t.a.m. hafði verulega fjölgað í aldurshópnum 25—30 ára, en á þeim aldri væri algengt að finna forfallna fíkniefnaneytendur. „Það sem við við höfum tals- verðar áhyggjur af þessu viðvíkj- andi, er hversu auðvelt virðist að koma stolinni vöru í verð. Aðalat- riðið er að brýna fyrir almenningi að kaupa ekki vöru á óeðlilega lágu verði. Sé stolin vara rakin til kaup- anda stendur hann uppi með skað- annaf kaupunum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.