Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986
Umsjón/Sigurður Sigurðarson
Að undanfömu hefur nokk-
uð borið á þvi að hugtakið
„útsala" sé misnotað í
verslunum á höfuðborgarsvæð-
inu. Um er að ræöa auglýsingu
um útsölu, sem þegar á reynir
er engin útsala heldur minni hátt-
ar verðlækkun, verðlækkun á
mjög fáum vörum í verslun og
ósönn lækkun á vöruverði. Þess
skal þó getið að hér er um að
ræða undantekningar sem ber
að varast.
Nefna má að í stórmarkaðnum
Miklagarði var í síðustu viku
boðið upp á útsölu á þvottavélum
að gerðinni „Zerovatt 5304".
Fram kom að útsöluverðið var
kr. 19.995 miðað við stað-
greiðslu, en 21.998 kr. miðað við
afborgunarkjör. Ekki 1<om fram
hvert var hið upprunalega verð
þvottavélarinnar. Starfsfólki
verslunarinnar var jafnvel ókunn-
ugt um gamla verðið. Atvikið var
tilkynnt til Neytendasamtakanna
og fóru fulltrúar þeirra á staðinn
og gaf verslunarstjóri umbeðinn
þær upplýsingar að upprunalegt
verð þvottavélarinnar hafi verið
kr. 21.995 kr.
Ljóst er að hér er aðeins boöið
upp á 9% afslátt og er það dómur
margra að sá afsláttur sé of lítill
til að Mikligarður geti kynnt hann
sem útsölu. í lögum segir aö
auglýsa megi „útsölu eða aöra
sölu, þar sem selt er á lækkuðu
verði" verði að vera um „raun-
verulega verðlækkun að ræða".
Forráðamenn Miklagarðs urðu
við kröfu fulltrúa Neytendasam-
takanna og fjarlægðu tilkynningu
um útsölu á áðurnefndri þvotta-
vél.
í könnun sem Neytendafélag
Reykjavíkur og nágrennis gerði í
síðustu viku kom í Ijós að víðast
var pottur brotinn hvað varðar
verðmerkingar á útsölum á höf-
uðborgarsvæðinu. Eina verslunin
sem könnuö var og reyndist hafa
verðmerkingar sínar í góðu lagi,
innandyra jafnt sem í verslunar-
gluggum, var verslunin Hagkaup
í Lækjargötu. Þar var hvort
tveggja getið um upprunalegt
verð sem og útsöluverð.
Astæða er til þess að vara
neytendur við verslunum sem
verðmerkja vörur sínar illa, og
er hér hvort tveggja átt við vörur
í sýningargluggum sem og innan
dyra.
Víða eru útsölur verslana mjög
fátæklegar og Ijóst að útsalan
stendur engan veginn undir
nafni. Oft eru mjög áberandi
auglýsingar í verslunargluggum
um ríflegan útsöluafslátt. Þegar
inn er komið er útsalan ansi fá-
tækleg, aðeins ein hilla, eða
einmana skógrind úti í horni.
Sem dæmi um verslanir sem
buðu í síðustu viku upp á álíka
lélega útsölu er Skóverslun
Kópavogs. Á öllum þeim vörum
sem kannaðar voru reyndist
vanta upprunalegt verð.
Með öllu ólöglegt er að hækka
verð á vöru áður en hún er sett
á útsölu. Neytendasamtökunum
berast ætíð kvartanir um slíkt, án
þess þó að neytendur hafi í
höndunum beinar sannanir um
að útsöluverðið sé mjög svipað
og það var nokkrum dögum eða
vikum áður.
Skipti
eru ekki
sjálfsögð
Þær verslanir fyrirfinnast
sem heimila að ógallaðri
vöru sé skipt í staðan fyrir sams-
konar. Einkum er hér um að
ræða fatnað, sem við nánari
athugun passar ekki kaupandan-
um eða þeim sem fötin voru
ætluð. Engin lög skylda verslanir
til þessa, heldur má þetta flokk-
ast undir þjónustu verslana, sem
þó er engan vegin sjálfsögð. Það
er ekki hægt að ætlast til þess,
að verslanir taki við ógölluðum
vörum. Þegar kaup hafa á annað
borð farið fram og varan reynist
ógölluð er verslunin laus allra
mála. Útilokað er fyrir verslun að
eiga það yfir höfði sér að þurfa
að skipta á vöru af þeirri ástæðu
einni, að neytandinn gerði þau
mistök að kaupa vöru, sem
honum hentaði ekki. Verslun
getur ekki borið ábyrgð á mistök-
um neytenda, svo framarlega
sem vörur verslunarinnar eru
hættulausar eða leiðbeiningar á
íslensku fylgja notkun þeirra.
í mörgum tilfellum er viss
kostur í þvi fólginn fyrir verslun,
sérstaklega fataverslanir, að
gefa kaupendum kost á skiptum.
Slíkt getur örvað viðskipti, komið
til móts við þarfir neytenda og
aflað versluninni velvildar.
Sé hins vegar galli á vörunni
ber versluninni annað hvort að
bæta gallann með annarri vöru
sambærilegri eða endurgreiða
vöruna. í þvi tilfelli er það sjálf-
sögð skylda neytandans að skila
vörunni jafnskjótt og uppvíst
verður um gallann.
Setjum upp dæmi til úrlausn-
ar. Maður nokkur kaupir úlpu
handa syni sínum. Áður en hann
festir kaup á úlpunni spyr hann
verslunarmanninn, hvort honum
sé heimilt að skila úlpunni og fá
nýja reynist hún ekki mátuleg.
Verslunarmaðurinn kveður það
velkomið, enda slíkt ekki óal-
gengt. Nokkru síðar kemur
maðurinn aftur í búðina, biður
um að fá stærri úlpu í skiptum.
Stærri úlpa er ekki fáanleg, og
það sem meira er, úlpurnar eru
komnar á útsölu og hafa lækkað
í verði um helming. Verslunar-
maðurinn býður þá endur-
greiðslu á útsöluverði. Hver
skyldi vera réttur neytandans í
þessu tilviki?
„Útsölu eða aðra sölu, þar sem selt er á lækkuðu
verði, má því aðeins auglýsa eða tilkynna, að um
raunverulega verðlækkun sé að ræða. Þess skal
gætt, að greinilegt sé með verðmerkingum, hvert
hið upprunalega verð vörunnar var.“
36. gr. laga nr. 56/1978 um verðlag,
samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti.
Eiturefni
Fyrir 11 mánuðum gaf heil-
brigðis- og tryggingaráð-
herra út reglur um merkingu
nauðsynjavara, sem innihalda
eiturefni, hættuleg efni eða önn-
ur efni sem geta verið skaðleg
heilsu manna. Reglurnar öðluð-
ust þá þegar gildi. ( þeim var
margt nýmæla og fögnuðu flestir
setningu reglanna. Hins vegar
hefur þaö nokkuð vafist fyrir
heilbrigðisyfirvöldum hvort og
hvernig ætti aö framkvæma
reglurnar. Enn hafa þessar reglur
ekki komist að fullu til fram-
kvæmda og verður líklega að
bíða þar til svo verður, nema
stjórnvöld taki af skarið.
í 1. grein reglanna segir: „flát
og ytri umbúðir fyrir vörur, sem
boðnar eru til sölu eða noktunar
og innihalda eiturefni eða hættu-
leg efni, skal merkja samkvæmt
ákvæðum reglugerða um merk-
ingu iláta fyrir hættuleg efni og
eiturefni, nr. 479/1977 og 77/
1983."
Sömu kröfur eru gerðar til
innlendrar framleiðslu og inn-
fluttrar vöru."
( annarri grein segir: „Innflutt-
ar vörur, sem innihalda eiturefni
eða hættuleg efni og merktar eru
með varnaðarorðum/-merkjum á
. erlendum tungumálum, skulu
jafnframt merktar á íslensku ...“
Að auki er í reglunum kveðið
á um að árita skuli notkunarregl-
ur og nauösynlegar leiðbeiningar
um hvað gera skuli, ef slys eða
eitrun af völdum efnisins ber að
höndum.
Þrátt fyrir að svo langur tími
sé liðinn frá setningu þessarar
reglugerðar, bólar ekkert á því
að henni sé framfylgt. Veldur þar
mestu um sá kostnaður sem
samfara er merkingu eiturefna.
Verður það þó að teljast minni-
háttar miðað við þá hættu sem
getur stafað af misnotkun þess-
ara efna.
i reglugerð þessari segir að
vörur sem innihalda eiturefni eöa
hættuleg efni og boðnar eru til
sölu en eru vanmerktar, skulu
merktar samkvæmt ákvæðum
íslenskra laga. Hér er um fortaks-
laust ákvæöi að ræða og með
tilliti til tíðra slysa á börnum, sem
neytt hafa algengra efna á borð
við þvottaefni, þá er Ijóst að úr-
bóta er þörf. Fyrsta ráðið er þó
að geyma ekki hættuleg efni í
seilingarfjarlægð barna.
í
eftir nokkur ár, en „cologne" eða
steinkvatn (eau de toilette) er
ekki ráðlegt að geyma lengur en
1—2 áróopnað.
Lítið
og handhœgt
Sparitöskur eru oftast ekki
eins stórar og þær sem notaðar
eru dags daglega og því ekki
hægt að vera nema með fáa hluti
í þeim. Lítið snyrtihylki, þar sem
allt er í sem að snyrtingu lýtur,
er komið á markað erlendis. Þess
verður sjálfsagt ekki lengi að bíða
að slíkir gripir verði fluttir inn af
einhverjum framtakssömum að-
ila. En í þessu litla hylki eru vara-
litur, augnskuggar, „liner", augn-
háralitur og kinnalitur. Utan á er
lítill spegill til að nota við eftirlitið,
þ.e. til að sjá hvort allt er eins
og það á að vera í andlitinu. Er
ekki að efa að hylki, eins og það
sem hér sést á mynd, er afar
handhægt ekki síst fyrir þær,
sem vilja vera viðbúnar því að
hressa upp á andlitssnyrtinguna,
Heimilishom
Bergljót Ingólfsdóttir
Sitt lítið
Brún
meðalaglös
Brún meöalaglös með skrúf-
uðu loki, eru hinar bestu umbúðir
fyrir krydd og kryddjurtir. Brúni
liturinn gerir það að verkum að
Ijós kemst ekki að og ilmur og
bragð helst því vel. Glösin þarf
að sjálfsögðu að þvo vel, og fjar-
lægja miöann, nýr miði með
upplýsingum um innihaldið síðan
settur á.
af hvoru
Ilmvatnið
geymt
llmvatn er mikið keypt til gjafa,
það er eitt af því sem allar konur
hafa ánægju af að fá. Ef svo
hefur viljað til að fleiri en eitt glas
hefur borist í jóla- eða afmælis-
gjöf er best að nota aðeins eitt
í einu, Ijúka við hvert fyrir sig áður
en það næsta er opnað. Ilm-
vatnsglös er best að geyma lok-
uð, eins og þau komu frá fram-
leiðanda, i öskjunni, á fremur
köldum og dimmum stað. Kæli-
skápur er of kaldur en það mætti
miða við „svefnherbergishita-
stig".
Hreint ilmvatn, sem ekki hefur
verið opnað, getur verið jafngott
ef eitthvað hefur farið úrskeiðis
á miðju kvöldi.