Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR.1986 B 3 arnir, að þeir gætu látið ótta sinn í Ijós við alla, nema við Emmu litlu. Við þess háttar varnarkerfi, sem sálfræðingurinn Myra Bluebond Langner fjallar allítarlega um í bók sinni The Private Worlds of Dying Children (Hugarheimur deyjandi barna), 1978, ætti helst ekki að hrófla, sökum þess að það gegnir vissu sálrænu hlutverki. Samt sem áður þarf að sjá svo um, að börn- um gefist tækifæri tii að tala um sjúkdóm sinn og hugsanlegan dauða, ef þau vilja það sjálf. Þeim, sem starfa á sjúkradeild- um barnaspítala, ættu yfirleitt að bjóðast eölileg tækifæri til aö tala um dauðann. Benni litli fór að gráta, þegar honum var sagt, að vinur hans væri dáinn. Hann end- urtók hvað eftir annað „ég vildi ekki að hann dæi“. Þessi ummæli hans voru svo tekin til nánari umræðu í sambandi við það, að hann vildi ekki sjálfur deyja. Þetta játaði hann fúslega, og fór svo að tala um þá hræðslu, sem hann væri haldinn við að deyja sjálfur. Stundum kemur það fyrir, að börn spyrji slíkra spurninga undir rós. Foreldrar drengs nokkurs höfðu lagt blátt bann við því, að honum væri sagt frá því, að hann væri alvarlega veikur (hann var vel gefinn 12 ára gamall drengur, sem þjáðist af krabbameini). Þessi drengur bað hins vegar kennar- ann, sem starfaði í sjúkradeildinni, um að fræða sig um blóðið, og í sambandi við þessa fræðslu gáf- ust honum tækifæri tii þess að bera fram eins margar spurningar um þetta efni og hann hafði þörf fyrir. Þá kemur það stundum fyrir, að gengur mjög vel við þínum veikind- um, og við höldum, að þér muni bráðum batna." Annað svar gæti verið: „Við vitum, að þú ert mjög veik(ur), en við vonum þó öll að þú deyir ekki úr þessum sjúkdómi. En það er rétt: Þú gætir dáið innan skamms." Sé svarið á þessa lund, er algjör nauðsyn að barninu sé jafnframt bent á, að ef það vilji tala meira um þetta efni, þá bjóðist tækifæri til þess síðar. Yfirleitt má segja, að þau við- brögð, sem fram koma hjá sjúkl- ingum við yfirvofandi dauða, séu nokkuð áþekk hjá börnum og full- orðnum. Dauðvona sjúklingar virð- ast geta haldið tvenns konar hug- myndum gangandi samtímis; jafn- vel þótt þeir viti, að þeir muni að líkindum deyja innan skamms, neita þeir því gagnvart sjálfum sér, og líka gagnvart öðrum. Steven var 16 ára gamall, þegar hann sagði mér frá því, að hann vissi að hann væri dauðvona og að hann héldi, að hann ætti ekki eftir nema um það bil tvær vikur. í næstu andrá var hann hins vegar farinn að taia um framhaldsnám, sem hann sagöist vonast til aö komast í, þegar hann væri búinn í skólanum. Ég held ekki, að hann hafi verið að reyna að hlífa mér með þessu tali sínu; sennilega var hann að vernda sjálfan sig. Viðbrögð við dauðsfalli Ef barn deyr á sjúkrahúsi verður allt starfslið sjúkradeildarinnar að hjálpast að við að verða öðrum börnum á deildinni stoð og huggun sjúkradeild, eða að hann væri ef til vill farinn heim. Á þessu stigi málsins höfðum við ekki fengið leyfi hjá foreldrum Melissu til þess að skýra henni frá andláti Alans, þannig að ég gat ekki rætt það frekarvið hana. Sannleikurinn sagna bestur [ nokkra daga eftir þetta var Melissa með alls konar kenjar, var uppstökk og niðurdregin og hún forðaðist að koma í þann hluta sjúkradeildarinnar, þar sem Alan hafði legið. Faðir hennar neitaöi með öllu að nokkur fengi að segja henni frá því að Alan væri dáinn, af því að hann óttaðist að það mundi fá of mikið á hana að heyra um dauða drengsins. Starfslið deildarinnar sá mjög vel, að Mel- issa var í uppnámi, og það kom því engum á óvart, þegar hún sagði einum læknanna, sem var á næturvakt, að hún byggi yfir leynd- armáli, hún sagðist vita að Alan væri dáinn. Læknirinn skýrði hjúkr- unarliði deildarinnar frá því, sem litla stúlkan hafði sagt honum og föður Melissu var strax gert við- vart. Hann veitti okkur þá leyfi sitt til að tala við Melissu litlu um þetta dauðsfall. Síðdegis þennan dag kom ég til hennar, þar sem hún sat í fangi þeirrar hjúkrunarkonu, sem hún hafði mest dálæti á, og við gátum þá talað saman um það sem gerst hafði. Við fórum ósköp hægt í sakirnar við að beina taiinu að dauða drengsins og leyfðum henni að láta í Ijós, hve hræðilegt það börn spyrji engra spurninga, held- ur komi með fullyrðingar og yfirlýs- ingar, sem skilja má sem vissa aðferð við að spyrja. Mark var um þaö bil að leggja af stað í sumarleyfi, en bæði hann og ég vissum vej, hve alvarlega veikur hann var. Ég sagði spaug- andi við hann: „Gleymdu nú ekki að senda mér póstkort frá Bright- on." „Allt í lagi,“ svaraði hann: „Ef ég þá hef það af að komast þang- að." Við vissum báðir, hvað „ef ég hef það af“ þýddi, og gátum haldið talinu áfram á þann hátt, sem hann helst vildi að við töluðumst við. Hvernig best er að svara Einstaka sinnum kemur það fyrir, að börn spyrji: „Mun ég deyja?" Yfirleitt er þessi spurning þá borin fram snemma á sjúk- dómsferlinum, þegar barnið hefur fengið hugboð um, til hvers veik- indin kunna að leiða. Við slíkri spurningu er raunar ekki til neitt „rétt“ svar. Einungis sá, sem er nákunnugur barninu, getur gefið svar, sem er nokkurn veginn við hæfi. Það getur hins vegar hent, að þessari spurningu sé beint til óreynds hjúkrunarnema, sem naumast veit nokkur deili á barn- inu, og spurningin auk þess borin fram um hánótt. Við slíkar kring- umstæður á viðkomandi yfirleitt að leitast við að gefa barninu svar, sem er sannleikanum eins sam- kvæmt og frekast er unnt. Eitt svaranna við þessari spurningu gæti t.d. verið: „Við vitum, að þú ert mjög veik(ur) og nokkur börn hafa dáið úr þeim sjúkdómi, sem þú ert með. En læknismeðferðin í þeim kviða og angist, sem kann að grípa þau, þegar þau verða þess vör, að einn félagi þeirra er dáinn. Á lyflækni- og blóðsjúk- dómadeild Barnaspítalans í Great Ormond Street í London, starfa þrír félagsráðgjafar, einn leiðbein- andi um leiki og föndur, kennari, prestur og sálfræðingur, auk lækna- og hjúkrunarliðs. Þessir aðilar gegna þó ekki allir fullu starfi á deildinni heldur sinna föst- um verkefnum á deildinni ákveðinn hluta dags. í hverri viku hittumst við á skrifstofu yfirhjúkrunarkonu deildarinnar, til skrafs og ráða- gerðar um sálfræðilega aðstoð og félagsráðgjöf, þar sem rædd eru málefni er varða tilfinningalíf barn- anna og ættingja þeirra fremur en læknisfræðileg úrlausnarefni í sambandi við sjúklingana. Við skiptumst á hugmyndum og sé þess nokkur kostur, setjum við fram áætlanir um það, hvernig bregðast eigi við yfirvofandi dauðsfalli. Eftir að barn hefur andast á deildinni, leitumst við við að skýra foreldrum allra hinna barnanna frá dauðsfallinu og ræðum við þá, á hvern hátt sé best að segja börnum þeirra frá því, sem gerst hefur. Glöggt dæmi um það, hvernig þessi tilhögun getur reynst, var þegar Alan, átta ára gamall dreng- ur, dó skyndilega, átakanlega og óvænt á almennu deildinni. Annar sjúklingur, átta ára gömul stúlka Melissa að nafni, kom hlaupandi inn í leikstofuna og kallaði „Alan er að deyja!" Eftirlitskonan í leikja- og föndurstofunni hafði samband við mig og ég spurði Melissu, hvað komið hefði fyrir Alan. Hún sagði þá, að hann hefði víst farið á aðra hefði verið að sjá Alan spýta blóði. Við töluðum við hana um þær góðu horfur á bata, sem hún hefði sjálf, og þessari samverustund okkar lauk með því að hún faðmaði hjúkr- unarkonuna innilega að sér. Um kvöldið var framferði hennar aftur orðið eðlilegt, hún var glöð og hress eins og hún hafði áður verið. Hópsamvinnan skipti höfuðmáli í þessu tilviki eins og oft vill veröa. Það réð engan veginn úrslitum, að ég skyldi koma að máli við Melissu, en það vildi bara svo til, að ég þekkti hana allvel og eins og að ég var einmitt við á deildinni á þeirri stundu, þegar dauða drengsins barað. Sé sannleikurinn sagður á nær- færinn hátt, er líklegt að hann verði barni til mun meiri hjálpar og veiti því meiri sálarstyrk heldur en undanbrögð og velmeintar rang- færslur. Það er algengt að börn viti miklu meira um hlutina en við fullorðna fólkið gerum okkur í hugarlund, og enda þótt við skilj- um ekki barnshugann til fullnustu, þá gerir það okkur kleift að komast betur inn á bylgjulengd þeirra hugsana sem hrærast með barn- inu, ef við fylgjumst vel með því og hlustum af gaumgæfni og tillits- semi á það, sem barnið hefur sjálft framaðfæra. Stutt kynning ó greinarhöfundi. Richard Lansdown er yfirsálfrœðingur við hinn kunna breska barnaspítala The Hospital for Sick Children i Great Ormond Street í Lundúnum. Hann hefur unnið mikiö aö því að gera fræðilegar athuganir á sálarástandi þeirra barna, sem þjást af banvænum sjúk- dómum og vita að dagar þeirra eru taldir. kaupendur — að hjólhýsum mgiaP ro iri co Bladburóarfólk óskast! Austurbær Vesturbær Hvassaleiti 18-30 Nesvegur 40-82 o.fl. Grettisgata 2-36 o.fl. Njálsgata 24-112 Norrænn styrkur til bókmennta nágrannalandanna Fyrsta úthlutun norrænu ráðherranefndarinnar (mennta- og menningarmálaráðherrarnir) 1986 — á styrkjum til útgáfu á norrænum bókmenntum í þýð- ingu á Norðurlöndunum — fer fram í maí. Frestur til að skila umsóknum er: 1. apríl 1986. Eyðublöð ásamt leiðbeiningum fást hjá Menntamála- ráðuneytinu í Reykjavík. Umsóknir sendist til: Nordisk Ministerrád, Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snaregade 10, DK-1205 Kobenhavn K. Sími: DK 01-11 47 11 og þar má einnig fá allar nánari upplýsingar. Norrænnstyrkurtil þýðinga á bókmenntum nágrannalandanna Ráðherranefnd Norðurlanda mun á næsta fundi sín- um, sem haldinn verður 14,—16. maí 1986, úthluta styrkjum til þýðinga á árinu 1986. 75.000 danskar krónur eru til umráða og er þeim fyrst og fremst ætlað að renna til þýðinga úr smærri málsvæðum, þ.e. færeysku, grænlensku, íslensku og samísku yfir á hin stærri, þ.e. dönsku, norsku og sænsku. Umsóknarfrestur rennur út 1. apríl 1986. Umsóknareyðublöð fást hjá: Nordisk Ministerrád, Nabolandslitteraturkomidéen, Snaregade 10, 1205 Kobenhavn K, Sími: (009 45 1)11 47 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.