Morgunblaðið - 05.03.1986, Síða 25

Morgunblaðið - 05.03.1986, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1986 25 Waldheim var for- ingi í herjum Hitlers Vínarborg, 4. marz. AP. GEROLD Christian, talsmaður Kurts Waldheim, fyrrum aðalrit- ara Sameinuðu þjóðanna, sagði það rétt vera að Waldheim hafi verið foringi í herjum Hitlers á Balkanskaganum í heimsstyij- öldinni síðari. Hann vísaði því hins vegar á bug að Waldheim Frakkland: Komust undan með 175 m.kr. Niort, Frakklandi, 4. febrúar. AP. SEX VOPNAÐIR menn brut- ust inn í útibú franska seðla- bankans í Suðvestur-Frakk- landi í morgun og rændu 29 milljónum franka, eða jafn- virði 175 milljóna íslenzkra króna. Ræningjamir brutust inn í bankabygginguna í dögun og tóku starfsmenn í gíslingu jafn- óðum og þeir mættu til vinnu og neyddu þá loks til að opna bankahvelfingamar. Komust þeir undan með ránsfeng sinn á litlum sendibílum. Að sögn lög- reglu hefur ránið verið rækilega skipulagt og var það framið af „kunnáttusemi". hefði átt aðild að eða tekið þátt í fólskuverkum nasista. Christian sagði að fullyrðingar að undanfömu um að Waldheim hafi verið í SS-sveitum Hitlers og framið stríðsglæpi á Balkanskagan- um, hefðu verið settar fram til að sverta Waldheim, sem nú sækist eftir því að verða kjörinn forseti Austurríkis. Waldheim var aðalrítarí Samein- uðu þjóðanna í áratug, frá 1972 til 1982. Hann þykir líklegastur til að verða valinn forseti Austurríkis og nýtur til þess stuðnings Þjóðar- flokksins, sem er í stjómarand- stöðu. Talsmaður heimsráðs gyðinga í New York fullyrti í dag að Wald- heim hefði verið í hersveit þeirri sem sá um flutninga á Balkan-gyðingum í útrýmingabúðir. Christian segir Waldheim hafa verið lautinant í E-deild þýzka land- hersins, sem laut stjóm Alexanders Löhr, herforingja. Hafi hann verið hertúlkur. Löhr var tekinn af lífí í Júgóslavíu 1947 fyrir stríðsglæpi. Waldheim viðurkennir opinber- lega að hafa verið í herþjónustu en sver af sér aðild að brottnámi gyðinga eða glæpum gegn óbreytt- um borgumm. Hann særðist á austurvígstöðvunum í Rússlandi og var þá sendur til Saloniki í Grikk- landi, þar sem hann kom til liðs við E-deildina á Balkanskaga árið 1942. Samkvæmt herskjölum var Waldheim í þjónustu E-deiidarinnar í um átta mánuði 1942, frá 24. marz til 19. nóvember. Þar kemur Kurt Waldheim einnig fram að Waldheim hafí verið í svokallaðri S.A.-deild, Sturm- abteilung, og gengið í stúdentadeild nasista í Vínarborg 1938. SS-sveit- imar tóku við af SA, sem sérsveitir Hitlers. Christian sagði í dag að Waldheim hafí aldrei heyrt SA- sveitunum til, sá sem hafí fyllt út meðlimakort þar að lútandi hafí lík- lega gert það af misskilningi og talið Waldheim vera í sveitunum þar sem hann reið stundum út á hestum sveitarinnar. Pólskir listamenn á íslandi Krzysztof Sperski, sellóleikari, og Anna Prabucka-Firlej, píanóleikari, frá Tón- listarakademíunni í Gdansk í Póllandi halda tónleika í Norræna húsinu í Reykjavík miðvikudaginn 5. mars 1986 kl. 20.30. Á efnisskránni: Verk eftir Chopin, Schumann, DeFalla og pólska nútímahöfunda. Missið ekki af glæsilegum tónleik- um þessara pólsku gesta. Nefndin. SLYSAVARNAFÉIAG ÍSIANDS ÞESSl BÓK ER GJÖF TIL ÞÍN OG FJÖLSKYLDU ÞINNAR Barnaslys í heimahúsum eru fleiri á lslandi en í nokkru öðru Evrópulandi og flest þeirra stafa af eitrunum. Þessu verðum við að breyta. Veistu í hvaða hreinlætis- vörum á heimili þínu eru eiturefni og hvernig á að bregðast við ef börn gleypa slíkt? Veistu, að sápuduft í uppþvottavélar er ætandi og getur valdið varaniegum innvortis meinum ef það er gleypt? Er til skordýraeitur á heimili þínu? En blettavatn, terpentína, möndludropar eða naglabandaeyðir? Veistu, að öll þessi efni geta valdið eitrunum ef þau eru gleypt? Kanntu rétt viðbrögð til skyndihjálpar? Veistu, að smábarn þarf ekki að gleypa nema fáeinar magnyltöflur til þess að vera í hættu? Veistu, að sama máli gegnir um járntöflur? Hvaða lyf eru til á heimili þínu? Hvar geymirðu þau? Átt þú læstan lyfjaskáp og læstan skáp fyrir hættuleg efni þar sem litlar forvitnar hendur ná ekki til? Bæklingur Slysavarnafélagsins veitir upplýsingar um eiturefni, viðbrögð og varnir gegn þeim. Hann þarf að vera til á hverju heimili. Við getum lagt þessu málefni lið með því að kaupa happdrættismiða Slysavarna- félags íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.