Morgunblaðið - 13.04.1986, Side 1
96 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
81.tbl. 72. árg._____________________________________SUNNUDAGUR13. APRÍL 1986_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Vorstemmning í Hljómskálagarðinum.
Morgunblaðið/RAX
Hefndarárás á Líbýu:
Reaffan leitar eftir
fylgi við aðgerðir
Nicaragua:
Útgáfustarf-
semi kirkj-
unnarbönnuð
Managua, Nicaragua. AP.
STJÓRNVÖLD f Nicaragua lýstu
yfir á föstudag, að útgáfunefnd
kaþólsku kirkjunnar væri ólögleg
og var lagt hald á allt trúarlegt
efni, sem fannst f hennar fórum.
Erkibiskupinn í Managua, Miguel
Obando y Bravo, hefur mótmælt
þessum aðforum sandinistastjómar-
innar og öðrum ofsóknum hennar á
hendur kirkjunni og segir í yfirlýs-
ingu hans, að 5. apríl sl. hafi sandin-
istar einnig gert upptæka útgáfu
kirkjunnar á ræðum og bænum og
embættisbréf frá biskupum í Nic-
aragua.
Kanínuskytt-
ur frelsuðu
franska
kennarann
Baalbek, Damaskus. AP.
ÞRÍR Líbanir, sem voru á kan-
inuveiðum f austurhluta Bekaa-
dals, björguðu á föstudagskvöld
franska kennaranum Michel
Brian, sem rænt var á þriðjudag
f vesturhluta Beirút.
Veiðimennimir hófu skothríð á
menn, sem virðast hafa verið settir
til að gæta Brians og hopuðu þeir
eftir að hafa í fyrstu svarað skot-
hríð kanínuskyttanna. Brian var
bjargað úr höndum mannræningja
nokkrum klukkustundum áður en
írskum kennara, Brian Keenan, var
rænt í Beirút.
Svo virðist sem ætiunin hafi verið
að flytja Brian á annan stað þegar
kanínuskyttumar komu til sögunn-
ar. Sýrlendingar, sem ráða lögum
í Bekaadal, tóku Brian í sína vörzlu
og afhentu hann franska sendiherr-
anum í Damaskus í gær. Það fyrsta
sem Brian gerði við komuna til
Damaskus var að hringja til for-
eldra sinna í Grenoble í Frakklandi.
Hann hyggst ekki hverfa til fyrri
starfa í Beirút.
Washington. AP.
STJÓRN Ronalds Reagan,
Bandaríkjaforseta, reynir nú að
afla fylgis við væntanlegar refsi-
aðgerðir gagnvart Líbýumönn-
um vegna aðildar þeirra að
hryðjuverkum, sem beinst hafa
gegn Bandaríkjamönnum. Fram-
kvæmdastjóri NATO segir aðild-
arrfkin myndu sýna því mikinn
skilning ef Bandaríkjamenn
gripu til hefndaraðgerða, en
bæði Frakkar og Vestur-Þjóð-
verjar hafa varað við aðgerðum
og þeir fyrmefndu em illfáan-
legir til að leggja blessun sfna
yfirþær.
Þessu til viðbótar hafa átta þing-
menn Repúblikanaflokksins sent
Reagan skeyti þar sem þeir vísa til
bandarískra laga sem kveða á um
skyldur forsetans til að ráðfæra sig
við þingið áður en látið yrði til
skarar skríða. Þingmennimir vísa
til yfírlýsinga forsetans og embætt-
ismanna sfðustu daga um hugsan-
legar aðgerðir og áætlanir þar að
lútandi og segja það óviðunandi að
fá tilkynningar um aðgerðir eftir á
því lögin skyldi forsetann til að
ráðfæra sig ítarlega og að öllu leyti
við þingið áður en látið yrði til
skarar skríða.
Leiðtogar NATO-ríkja í Suður-
Evrópu eru áhyggjufullir vegna
yfírlýsinga Khadafys, Líbýuleið-
toga, sem hótaði á föstudag að ráð-
ast á herstöðvar NATO í S-Evrópu
ef Bandaríkjamenn réðust aftur á
Líbýu. Leiðtogar Spánar og Ítalíu
hvöttu til tafarlauss neyðarfundar
utanríkisráðherra Evrópubanda-
lagsins (EB) í gær. Giovanm Spa-
dolini, varaarmálaráðherra Ítalíu,
sagði af þessu tilefni að eina leiðin
til að afstýra bandarískri hemaðar-
aðgerð í Suður-Evrópu, væri að ríki
EB tækju baráttuna gegn hryðju-
verkum i Evrópu í sínar hendur.
Yfírherstjóm bandamanna í Berl-
ín skipaði svo fyrir í gær að fjar-
lægðir skyldu úr borginni allir þeir
einstaklingar, sem borgarbúum
kynni að stafa hætta af. Ákvörðun-
in er tekin í framhaldi af sprenging-
unni í La Belle-diskótekinu fyrra
laugardag, en yfirgnæfandi sann-
anir hafa fengizt fyrir aðild Líbýu-
manna að henni.
Khadafy sagðist í gær hugsan-
lega þurfa að kveða til heri Varsjár-
bandalagsins í baráttu sinni við
„árásarbandalag heimsvaldasinna
og zíonista", að sögn Líbýuútvarps-
ins.
Breskir læknar kynna
nýtt lyf við krabbameini
BRESKIR læknar og vísindamenn kynntu fyrir nokkrum dögum
nýtt krabbameinslyf, sem reynst hefur vel gegn krabbameini í
eggjastokkum og lungum. Er hér um að ræða efni, sem kallast
„carboplatin" en lyfið sjálft nefnist „Paraplatin".
Á ráðstefnu í London um fyrri
helgi var sagt frá þessu nýja lyfi,
sem Breska lyfjaeftirlitið hefur
samþykkt, en það er í flokki efna
þar sem platína er uppistaðan og
eyðir frumum með því að ráðast
gegn DNA-kjamasýrunni. Fyrir
15 árum voru miklar vonir bundn-
ar við annað efni úr þessum flokki,
„Cisplatin", en sá hængur var á,
að það gerði lítinn greinarmun á
sjúkum frumum og heilbrigðum.
Það er mikið notað en skammtur-
inn, sem gefinn er af því, er mála-
miðlun milli raunverulegs árang-
urs og aukaverkanana.
Ken Harrap, prófessor, einn
bresku vísindamannanna, sagði á
ráðstefnunni, að „Paraplatin"
væri alveg laust við aukaverkanir
„Cisplatins", ógleði og skemmdir
á nýrum og miðtaugakerfi, og er
ástæðan talin vera önnur sam-
eindaskipan. „Paraplatin" binst
miklu betur DNA-kjamasýrunni í
krabbameinsfrumum en í þeim,
sem heilbrigðar eru.
Miklar rannsóknir fara nú fram
í Bretlandi á efnum skyldum
„Cisplatin" og verið er að gera
tilraunir með áhrif „Paraplatins"
á margar aðrar krabbameinsteg-
undir.