Morgunblaðið - 13.04.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.04.1986, Blaðsíða 3
3 1 MORGUNBLAÐIÐ, SyjWUDAGUR 13. APRÍL1986 ; Metaflaárið í fyrra Verðmæti aflans 45% meira en árið áður SAMKVÆMT endanlegum tölum Fiskifélags íslands varð fiskafli landsmanna á síðasta ári 1.672.757 lestir og er það mesti afli þjóðarinnar á einu ári. Það ár, sem næst kemur, er árið 1979, en þá varð heildaraflinn 1.640.688 lestir. Verðmæti aflans upp úr sjó nam 12,8 miRjörðum króna, sem er um 45% meira en árið 1984. Aflaverðmæti báta- flotans varð 7,1 milljarður og togara 5,7. Aflaverðmæti bát- anna hækkaði um 47% og togara um rúm 43%. Sfðastliðin 8 ár hefur heildarafli landsmanna verið sem hér segir 1978 1.562.000 lestir, þar af þorsk- ur 320.000 og loðna 967.000, 1979 1.641.000 lestir, þar af þorskur 360.000 og loðna 964.000, 1890 1.508.000 lestir, þorskur 428.000 og loðna 760.000, 1981 1.435.000 lestir, þar af þorskur 461.000 og loðna 641.000,1982 786.000 lestir, þar af þorskur 382.000 og loðna 13.000, 1983 835.000 lestir, þar af þorskur 294.000 og íoðna 133.000,1984 1.527.000 lestir, þar af þorskur 281.000 lestir og loðna 865.000 og 1985 1.673.000 lestir, þar af þorskur 323.000 og loðna 993.000 lestir. Á síðasta ári voru 410.200 lestir fiystar, 171.486 saltaðar, 5.159 hertar, 928.184 bræddar, 7.074 lestir fóru á markað innanlands, 147.577 voru seldar ferskar erlend- is, 3.087 lestir fóru í aðra verkun. Afli báta varð í fyrra 1.269.991 lest að verðmæti 7,1 milljarður, en árið áður varð aflinn 1.141,035 lestir að verðmæti 4,8 milljarðar. Afli togara varð á síðasta ári 402.730 lestir að verðmæti 5,7 milljarðar, en árið áður 383.747 lestir að verðmæti 3,9 milljarðar. Með kveðju frá Tyrol Hópur fólks frá Walchsee í Austurríki dvelst þessa dagana hér- lendis og er borgarstjórinn Peter Wimmer í fararbroddi. Á föstudag skemmtu listamenn frá Walchsee borgarbúum í mið- bænum og borgarstjórinn færði starfsbróður sínum í Reykjavík, Davíð Oddssyni, vináttukveðju frá Tyrol. Myndin er tekin á Austurvelli. Morgunblaðið/Amór Þessi ökuferð hefði getað endað verr. Það var milli kl. 2 og 2.30 aðfaranótt föstudagsins sem ökumaður bifreiðarinnar missti stjóm á henni þegar hann átti skamman spöl eftir inn í Garð. Bíllinn er mikið skemmdur enda hafði hann um grýttan veg farið eins og sjá má. Ohemju mikið af fiski á miðunum - segir Ragnar Guðjónsson aflakóngur á Esjari frá Hellissandi OKKUR hefur gengið vel í vetur. Það er óhemja af fiski á miðun- um og alltaf hægt að róa. Hins vegar erum við bundnir af kvóta á netunum og það hefur dregið úr mögulegri veiði. Við erum nú með um helmingi minna en í fyrra, en ánægðir samt,“ sagði Ragnar Guðjónsson, eigandi og skipstjóri á trillunni Esjari frá Hellissandi, í samtali við Morgun- blaðið. Ragnar sagði, að á vertfðinni í fyrra hefðu þeir fengið um 350 tonn að verðmæti um 6 milljónir króna. Nú væri málum svo háttað, að þeir mættu ekki veiða nema 100 tonn af þorski í netin frá 9. febrúar til 15. maí, en veiðar í önnur veiðarfæri væru fijálsar. Þó þessi kvóti drægi úr mögulegum afla, væri hann sammála setningu hans, allt annað væri óréttlæti. Bátar, 10 til 20 lestir, mættu til dæmis ekki taka nema 150 tonn af þorski á árinu og gagnvart þeim væri ekkert rétt- læti að litlu bátamir mættu veiða ótakmarkað. „Við höfum verið á línu og net- um, 2 og 3 á, og erum komnir með 150 tonn. Við eigum eftir um 20 tonn af netakvótanum og erum að hvíla okkur f bili. Ætlum að geyma þennan skammt þar til síðar f mán- uðinum, en ævintýrið heldur áfram hjá hinum. Það er óhemju mikið af fiski á miðunum, sérstaklega á grunnslóðinni og við höfum ekki þurft að keyra nema í 20 til 30 mínútur á miðin. Við getum því ekki annað en verið ánægðir," sagði Ragnar Guðiónsson. S V ( NAKJ OT Ný svínalæri Nýr svínabógur Svínakótilettur Svínahamborgarhryggur Úrb. svínahamb.hnakki Svínahamborgarbógur Svínahnakkafillet Svínalundir Svínagullasch Svínasnitchel kr. kg 247 kr. kg 490 kr. kg 508 kr. kg 455 kr. kg 295 kr. kg 420 kr. kg 666 kr. kg 475 kr. kg kr. kg Va svínaskrokkar kr. 6.750 Allt úrbeinað að ósk kaupenda Tilbúið beint í frystinn Viðtökum við pöntunum og sendum hvert á land sem er Verið velkomin Sjáumst KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2.s. 686511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.