Morgunblaðið - 13.04.1986, Side 9

Morgunblaðið - 13.04.1986, Side 9
-MámmsmæiMi'&imm -----7T HUGVEKJA Góði hirðirinn eftir ÓSKAR JÓNSSON IffÁður en Jesús fór til himna fól hann Símoni Pétri að gæta hjarðarinnar og sjá þeim fyrir nægtum. Hann vissi að nú var óhætt að treysta Pétri. Hann gat ekki brugðistframar vegna kærleikans sem hann bar til Jesú. “ Jesús talaði oft í dæmisögum oglíkingum. í Gyðingalandi var, og er enn í dag, algengt að sjá hirðinn ganga á undan hjörðinni og kalla á sauði sína, sem allir þekkja rödd hirðisins og fylgja honum fúslega. Hjörðin hefur lært að treysta hirðinum og hann ber umhyggju fyrir hjörðinni og leiðir hana að gróðurmestu grundunum og góð- um vatnsbólum. Hirðirinn gætir hjarðarinnar gegn hættulegum villidýrum og öðrum hættum. Á kvöldin er hjörðin í sauðabyrginu og hirðirinn setur sig í byrgisopið. Jesús sagði. „Ég er dymar. Sá sem kemur inn um mig, mun freisast, og hann mun ganga inn og út og finna haga. Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég er kominn til þess, að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð." Jesús er dymar að sauðabyrg- inu, dymar að himnaríki. Hann er vegurinn, sannleikurinn og líf- ið. í fyrsta lagi frelsast sá, sem gengur inn um dymar og eignast gleði, frið og fögnuð sem því fylgir og getur sungið með í lofsöngnum „Hann hefur frelsað mína sál, minn Jesús." Pétur postuli vitnar og segir um Jesúm: „Ekki er hjálpræði í neinum öðmm. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsaðoss." í öðm lagi er hann kominn í griðarstað og er óhultur, því Jesús gætir hjarðarinnar og hjörðin til- heyrir honum. Hann ber ábyrgð á henni. Já, góði hirðirinn leggur líf sitt í sölumar fyrir sauðina. Jesús segir: „Ég gef þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast, og enginn skal slíta þá úr hendi minni." í þriðja lagi veitir hann full- nægju. Þeir sem ganga inn um dymar munu ganga inn og út og fá fóður. Jesús er brauð lífsins og gefur lifandi vatn þeim er þyrstir. Fanny Crosby segir í söng: „Gott er að vera í Guðs bama hjörð, Guð sendi Jesúm hingað á jörð, til þess að frelsa tapaðan sauð, til þess að miðla himneskum auð.“ Það er nauðsynlegt að ganga inn um dymar, því annars getum við orðið sálaróvininum að bráð. „Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða." Satan leitast við að afvegaleiða okkur og ræna okkur því góða og göfuga. Hann rænir hreinleika bamsins, fær unglingana til að gefa eftir fyrir holdlegum fysnum sínum. Drengimir, og nú telpum- ar einnig, eiga að sýnast menn með mönnum og drekka áfengi og nota eilítið af eiturlyfjum og svo ranka þau við sér að lokum viðjuð hlekkjum, sem þau eiga erfitt með að losna úr. Vers úr ljóði varð mér til hjálpar á unglingsárum mínum og það er svona: „Viltu hreinleiksmerkið missa af enni þínu, merkin djúpu bera um illa synda raun? Hverfir þú ei aftur — hyggðu að orði mínu, hrelldur muntu sanna, að dauði er synda laun. Kom til Jesú, meðan líf er enn í æðum, eyrun heyra mega boð um frið og náð, fyrr en heimur fær þig flekað sínum gæðum, fyrr en guðsmynd þinnar sálar burt er máð.“ Allar lystisemdir veraldar gefa ekki það sem lofað er. Margur situr nú einmana og yfirgefinn í herbergi sínu. Á árum áður var honum klappað ákaft lof í lófa. Allir dáðust að fegurð stúlkunnar, en nú eru þau einmana, gleymd og vonsvikin. „Herra, eru það fáir, sem hólpnir verða?" var Jesús spurður. Hann sagði við þá: „Kostið kapps um að komast inn um þröngu dymar." Menn leggja hart að sér til að ná settu marki, þegar um lífið á jörðinni er að ræða. Hversvegna ekki að gera það enn meir, þegar um eilífðarvelferð er að ræða? „Ég þekki mína og mínir þekkja mig.“ Við þurfum að þekkja raust góða hirðisins og fylgja honum. Hinum vilíuráfandi er boðið að koma í byrgið. Postuíinn segir: „Þér voruð sem villuráfandi sauðir, en nú hafið þér snúið yður til hans, sem er hirðir og biskup sálna yðar.“ 1. Pétursb. 2,25. Áður en Jesús fór til himna fól hann Símoni Pétri að gæta hjarð- arinnar og sjá þeim fyrir nægtum. Hann vissi að nú var óhætt að treysta Pétri. Hann gat ekki brugðist framar vegna kærleikans sem hann bar til Jesú. Krýning hinna trúuðu hirða. „Verið hirðar þeirrar hjarðar, sem Guð hefur falið yður... Þá munuð þér, þegar hinn æðsti hirð- ir birtist, öðlast þann dýrðarsveig, sem aldrei fölnar." 1. Pétursb. 5, 2.4. Hamingjusamur er sá maður sem getur sagt með Davíð í 23. sálmi: „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta ... Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér... Gæfa og náð fylgja mér alla æfidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa æfí.“ ^ FjÁRFESílNGARFÉlAGIÐ UERÐBREFflMflRKflÐURIHH J riag 13. april 1986 Markaósfrettir Sparifjáreigendur, athugið! Raunávöxtun kjarabréfa og annarra verðtryggðra verðbréfa helst óbreytt þrátt fyrir vaxtalækkanir. fjármál þín - sérgrein okkar Veðskuldabréf - verðtryggð Veðskuldabréf - óverðtr. Lánst. 2afb. áárl 1 ár 2ár 3ár 4ár 5ár 6ár 7ár 8ár 9 ár 10ár Nafn- vextir HLV 4% 4% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% Sölugengi m.v. mism. ávöxtunar- kröfu 12% 95 91 90 88 85 83 81 79 78 76 14% 93 90 87 84 82 79 77 75 73 71 16% 85 82 78 76 73 71 68 66 Lánst. 1 afb. áári 1 ár 2ár 3ár 4ár 5ár Sölugengl m/v. mism. nafnvexti 20% HLV 15% 89 81 74 67 62 84 72 63 56 50 85 76 68 61 56 KJARABRÉF G e ng I pr. 11/4 1986 = 1,534 Nafnverð Söluverö 5.000 50.000 7.670 76.700 Ávöxtun íslenskur fjármagnsmarkað í apríl 1986 ,óver6tryggö veðskuldabréf Áhætta f Fjárfestingarfélag íslands hf., Hafnarstræti 7, 101 Reykjavík. © (91) 28566, © (91) 28506 símsvari allan sólarhringinn ÓSA/SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.