Morgunblaðið - 13.04.1986, Page 22
MORGTJNBLAÐIÐ; SUNNUDAGUR13. APRlL 1986
22
'MorgunblaðiO/ÓI.K.M.)
Unnið að lausn kjaradeilna. Myndin er tekin f anddyri sfjórnarráðshússins. Auk Þorsteins eru Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags fsl. iðnrekenda, Karl Steinar
Guðnason, varaformaður Verkamannasambandsins, og Björn Þórhallsson, varaforseti Alþýðusambandsins, á myndinni.
hvols. í stað þess er komið sófaborð; form-
legir stólamir hafa vikið fyrir hægindastól-
um, sem eru klæddir ljósbrúnu leðri. Það
er léttara yfir skrifstofunni en áður, og
þegar ég kom þangað síðdegis á föstudegi
fyrir nokkru var opið fram á gang, sem ég
á ekki að venjast hjá ráðherrum. Sjálfur sat
húsráðandi á skyrtunni. Þegar myndir voru
teknar, hafði ég á orði með hinum gamal-
reynda Morgunblaðsmanni, Ólafi K. Magn-
ússyni, að áður fyrr hefðu ljósmyndarar
orðið að leggja sig fram um að fá að taka
myndir af ráðherrum án þess að þeir væru
í jakkanum, nú þurftum við Ólafur að biðja
Þorstein að fara í jakkann, til að fá hefð-
bundna ráðherramynd.
Þess þótti gæta hjá Þorsteini Pálssyni í
sjónvarpsþætti fyrir skömmu, að hann legði
sig fram um að svara spumingum frétta-
manna, án þess að segja mikið. Ymsir höfðu
á orði, að hann hefði á stuttum tíma tileink-
að sér hefðbundna framgöngu hins æfða
stjómmálamanns, að segja sem fæst í flest-
um orðum. Sjálfur telur hann þetta ranga
staðhæfingu, sem viðmælandi hans geti
ekki fært rök fyrir.
Rætt við Þorstein Pálsson, formann Sjálfstæðisflokksins
og fjármálaráðherra, um kjarasamninga, halla á ríkis-
sjoði, skatta, vexti, aðhald í ríkisrekstri, sölu rkisfyrir-
tækja og stjórnarsamstarfið.
Um þessar mundir er hálft ár liðið síðan
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, varð fjármálaráðherra. Að-
dragandi þess, að hann settist í ráð-
herrastólinn var nokkur. Oftar en einu
sinni var honum legið á hálsi fyrir að
sækja ekki fast að komast í ríkisstjórn.
í Morgunblaðsviðtali í mai 1984 sagðist
hann vera búinn að svara spurningum
um nýja menn i ríkisstjóm svo oft, að
öllum ætti að vera orðið ljóst, að hann
teldi ótímabært að velta mönnum fyrir
sér á því stigi. „Vangaveltur um skipan
ráðherrasæta em jafnan vinsælar en
viðfangsefni ríkisstjórna skipta mestu
og framgangur stefnumála.“
Oflum er lausnin á þessu máli i fersku
minni. Hinn 7. október 1985 lagði Geir
Hallgrímsson til á þingflokksfundi sjálf-
stæðismanna, að hann hætti störfum
utanríkisráðherra um áramót 85/86 en
Þorsteinn Pálsson tæki strax sæti í ríkis-
stjóra. Tillagan var samþykkt og siðan
skiptu allir ráðherrar sjálfstæðismanna
um embætti og Þorsteinn Pálsson tók
við fjármálaráðuneytinu af Albert Guð-
mundssyni. I janúar hætti Geir sem
utanríkisráðherra og Matthias A. Mathie-
sen tók við þvi embætti, en Geir hefur
verið skipaður seðlabankastjóri frá 1.
september næstkomandi.
viptingar af þessu tagi eru
óvenjulegar í íslenskum stjóm-
málum. Þorsteinn Pálsson hefur
staðið byljina af sér. Öllum, sem
hugleiða íslensk stjómmál, ætti
að vera ljóst, að hann ræðst ekki á garðinn,
þar sem hann er lægstur. Pólitískur frami
hans hefur verið svo hraður, að almenningur
hefur tæplega haft tóm til að átta sig á
kostum hans og göllum sem stjómmála-
manns. Þorsteinn hefur ekki enn setið heilt
kjörtímabil á Alþingi.
Samhliða laganámi (Iauk prófi 1974)
stundaði hann pólitíska blaðamennsku á
Morgunblaðinu; 1975 varð hann ritstjóri á
Vísi, þegar eigendur blaðsins klofnuðu og
þeir Sveinn Eyjólfsson, framkvæmdastjóri,
og Jónas Kristjánsson, ritstjóri, stofnuðu
Dagblaðið. Vísir hélt sjó, á meðan Þorsteinn
ritstýrði honum. 1979 varð hann fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasambands ís-
lands. Þar lét hann af störfum 1983, þegar
hann ákvað að fara í prófkjör sjálfstæðis-
manna í Suðurlandskjördæmi, þar sem
klofningur ríkti vegna stuðnings eins þing-
manna flokksins, Eggerts Haukdal, við rík-
isstjóm Gunnars Thoroddsen. Þorsteinn náði
efsta sæti og flokkurinn góðri kosningu í
apríl 1983. Þegar ljóst var sumarið 1983,
að Geir Hallgrímsson myndi ekki gefa kost
á sér til endurkjörs sem formaður Sjálfstæð-
isflokksins haustið 1983 ákvað Þorsteinn
að láta slag standa, en hinn 29. október
það ár varð hann 36 ára. Ég minnist þess
frá þessum mánuðum, að margir töldu
óhyggilegt fyrir sjálfstæðismenn að velja
fyrrverandi framkvæmdastjóra Vinnuveit-
endasambandsins til formennsku. Þá em
margir þeirrar skoðunar, að óheppilegt sé
fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að vera
þingmaður annars kjördæmis en Reykjavík-
ur eða þéttbýlisins á Reykjanesi. Loks ber
að nefna þá, sem segja, að það sé óbærilegt
til lengdar fyrir formann Sjálfstæðisflokks-
ins að vera fjármálaráðherra, enginn geti
lagt stund á þá vinsældaöflun, sem sam-
tíminn krefst af stjómmálaforingjum, í þvl
embætti.
Ef tekið er mið af þessari upptalningu,
er Ijóst, að Þorsteinn Pálsson hefur ekki sóst
eftir kyrrlátum störfum eða leitað fyrir sér
um atvinnu, þar sem fast land er undir fót-
um. Að þessu leyti er Þorsteinn áræðinn
eða kaldur í þeirri merkingu, að hann lætur
sér fátt fyrir bijósti brenna. Á hinn bóginn
bera ræður hans og ritsmíðar við hátíðleg
tækifæri það með sér, að hann leitast við
að færa málstað sinn í hlýjan búning, ef
svo má orða það, úr orðum hans skína
næmar tilfinningar: „Segja má að regn hafí
verið í íslenskum stjómmálum upp á síðkast-
ið og mórauðir lækimir fallið fram. En það
spretta líka grös á Bröttuskeið stjómmál-
anna og við skulum beina augum okkar
þangað," sagði hann undir lok setningar-
ræðu sinnar á landsfundi Sjálfstæðisflokks-
ins 1985 og vísaði til ljóðræns sögubrots
eftir Jónas Hallgrímsson. Annars em ræður
hans almennt sama marki brenndar og
annarra íslenskra stjómmálamanna, þær
snúast að mestu leyti um fjármál og efna-
hagsmál.
Nýr svipur
Skrifstofa fjármálaráðherra hefur breytt
um svip, eftir að Þorsteinn Pálsson tók þar
sæti. Hann hefur látið Qarlægja þungbúið
fundarborð, sem setti mestan svip á her-
bergið á fyrstu hæð í norðvesturhomi Amar-
I stjórnmálum
gildir að taka
ákvarðanir
á réttum tíma