Morgunblaðið - 13.04.1986, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. APRÍL1986
Að lokinni frumsýningu á óper-
unni II Trovatore eftir Verdi á
föstudagskvöldið. Frumsýning-
argestir fagna söngvurum ís-
lensku óperunnar og hljóm-
sveitarstóranum Gerhard
Decker.
Morgunblaðið/RAX
heift og hatri. Strax í þeirri mikil-
fenglegu aríu „Stride la vampa“
tókst Sigríði að magna upp þann
seið, sem entist út sýninguna, og
náði hámarki í lokaatriðinu þegar
Azucena nær fram hefndum.
Elísabet Waage söng hlutverk
Inesu og komst vel frá því. Aðrir
fóru með minni hlutverk.
Kór óperunnar var dálítið
misjafn, en söng víða vel, t.d. hinn
fræga sígaunakór í upphafi ann-
ars þáttar og eins „Miserere" úr
fjórða þætti.
Utan um allt þetta hélt svo
hljómsveitarstjórinn Gerhard
Deckert og stjómaði af festu og
öryggi.
Leikstjóm annaðist Þórhildur
Þorleifsdóttir. Sá, er þessar línur
ritar, er enginn leikhúsfræðingur,
en hefur jafnan dáðst að því
hvemig Þórhildi hefur tekist að
vinna úr fjölmennum hópatriðum
á þröngu sviðinu í Gamla bíói.
Ekki bregst henni heldur bogalist-
in í þetta sinn. Víða má sjá falleg
og vel útfærð atriði, þó segja
megi í leiðinni að sumar hópsen-
umar voru mun staðari nú en
stundum áður, en það ræðst
auðvitað af efni textans og fram-
vindu verksins. Una Collins sá um
leikmynd og búninga. Leikmyndin
er bæði einföld og snjöll. Bám-
jámsáferðin gefur þessari ítölsku
óperu allt að því notalegan reyk-
vískan blæ um leið og gul lýsingin
minnir á spænska sól. Búningam-
ir voru mjög fallegir og gervi góð.
Lýsingu annaðist David Walt-
ers og beitti ljósunum af hógværð.
Þegar upp er staðið er hér um
mjög heilsteypta og velheppnaða
sýningu að ræða og einhveija þá
jafnbestu sem sést hefur hjá Is-
lensku óperunni.
Svo vill til, að undirritaður sá
þessa sömu ópem alveg nýverið
erlendis, og án þess að fara út í
samanburð, sem e.t.v. á engan
rétt á sér, er óhætt að segja að
íslenska óperan getur borið höf-
uðið hátt.
Ég væri illa svikinn ef II Trovat-
ore ætti ekki eftir að ganga vel
og lengi á fjölunum í Gamla bíói.
IL
TROVATORE
Tónlist
Egill Friðleifsson
Gamla bíó 11. apríl 1986.
Efnisskrá: II Trovatore.
Höfundur: G. Verdi.
Hyómsveitarstjórí: G. Deckert.
Leikstjóri: Þórhildur Þorleifs-
dóttir.
Leikmynd og búningar: Una
Collins.
Lýsing: David Walters.
Helstu hlutverk: Kristinn Sig-
mundsson, Ólöf K. Harðardótt-
ir, Sigríður Ella Magnúsdóttir,
Garðar Cortes, Viðar Gunnars-
son, Elisabet Waage.
Það hefur farið minna fyrir ís-
lensku ópemnni í vetur en undan-
farin ár. Því var það ánægjuefni,
er það fréttist að enn ætti að ýta
úr vör, og nú með eitt af meistara-
verkum óperubókmenntanna. Og
það var ekki verið að ráðast á
garðinn þar sem hann er lægstur.
11 Trovatore eftir meistara Verdi
— gjörið þið svo vel. Prúðbúið fólk
í hátíðarskapi fyllti Gamla bíó sl.
föstudagskvöld. Það lá eftirvænt-
ing í loftinu er hljómsveitarstjór-
inn, Gerhard Deckert, lyfti tón-
sprotanum og dimmur niður pák-
unnar kvað við og færði okkur á
vit hinna myrku miðalda.
Sögusviðið er Aragónía á Spáni
í miðri borgarastyijöld árið 1409.
Þar segir frá ást, hatri og afbrýði
en umfram allt hefnd. Söguþráð-
urinn er flókinn mjög, en helstu
atriði hans í örfáum orðum er á
þessa leið. Herforingjar tveir,
Luna og Manrico, em ekki einung-
is fjandmenn í styijöldinni, heldur
keppa þeir einnig um ástir sömu
konunnar, Leonom, sem ann
Manrico. En þeim var eigi skapað
nema að skilja. Inní þennan þrí-
hyming tvinnast svo saga síg-
aunakonunnar Azucenu, sem sögð
er vera móðir Manricos þótt annað
komi í ljós. Azucenu er full af
hatri og hefndarþorsta, því móðir
hennar hafði verið brennd á báli
fyrir galdra. Þetta em þeir þræðir
sem óperan er spunnin úr. Vænt-
anlegum ópemgestum er ráðlagt
að kynna sér söguþráðinn vel, til
að njóta þess betur sem fram fer
á sviðinu.
Viðar Gunnarsson fór með
hlutverk Ferrando. Það hlýtur að
vera erfítt fyrir lítt reyndan
söngvara að opna ópem með svo
löngu og veigamiklu atriði sem
hér, og Viðar bjó tæpast yfír þeim
dramatíska krafti sem þarf til að
gera Ferrando sannfærandi, sem
er miður, því óperan snýst að stór-
um hluta um þá sögu, sem Fer-
rando segir í byijun. Vera kann
að eðlilegur sviðsskrekkur hafi
háð Viðari nokkuð. Hann hefur
mikla og fallega rödd og átti góða
spretti, þó nokkuð skorti á að
söngtækni hans sé fullkomin.
Þannig vildu hraðir skalar á
stundum renna saman. En Viðar
er efnilegur söngvari. Það dylst
engum. Með meiri reynslu og
þroska má mikils af honum
,vænta.
Ólöf Kolbrún Harðardóttir söng
Leonom og gæddi hlutverkið
miklum þokka. Hún söng glæsi-
lega og dró upp heilsteypta mynd
af konunni, sem var svo staðfost
í ást sinni, að frekar vildi hún láta
lífíð en gefast öðmm en þeim sem
hún elskaði. Búningar hennar
vom mjög fallegir og fóm henni
vel. Það var athyglisvert hversu
létt hún fór með hina erfíðu aríu
„Di tale amor“ í fyrsta þætti.
Kristinn Sigmundsson fór á
kostum í hlutverki Luna greifa.
Kristni virðist vaxa ásmegin við
hverja þraut. Ég man ekki eftir
að hafa heyrt hann betri í annan
tíma. Það má mikið vera ef hans
býður ekki glæsileg framtíð við
ópemhús heimsins, með þessa
stórkostlegu rödd, stæðilega
skrokk og svipbrigðaríkt andlit.
Garðar Cortes stóð sig einnig
mjög vel sem Manrico. Hina
frægu aríu úr þriðja þætti „Di
quella pira“ söng hann með slíkum
ágætum, að hvaða tenór sem er
gæti verið fullsæmdur af.
Samleikur og samsöngur þeirra
þriggja, Ólafar, Garðars og Krist-
ins, var víða með miklum ágætum.
En sé hægt að tala um sigur-
vegara kvöldsins yrði það senni-
lega Sigríður Ella Magnúsdóttir í
hlutverki Azucenu. Það er stórt
stökk að sjá Sigríði Ellu breytast
úr ungri tælandi Carmen í þessa
gömlu kerlingu, sem er full af
Opið bréf til
Matthíasar Johannessens
frá Sverri Hermannssyni
Góði vinur, Matthías.
Eigi alls fyrir löngu átti ég
orðastað við þáverandi formann
Stúdentaráðs í útvarpi. Sú stúlka
tefldi fram þeirri skoðun sinni
óhikað að í þjóðfélaginu væm til
nógir peningar og væri það skil-
málalaus krafa sín og sálufélaga
sinna í stúdentahópi að þeim yrði
skilað inn í Lánasjóð ísl. náms-
manna eftir þörfiim hans og
þeirra sem þar ættu rétt að ganga
í sjóð og sækja sér hnefa. Sú var
uppalin í Norðurlandskjördæmi
vestra. Annar stúdent úr þvi ríki-
kjör-dæmi skrifar um lánasjóðinn
í blað þitt í fyrradag og er sömu
skoðunar. Hann leggur mikla
áherzlu á að öll afskipti mín af
málefnum Lánasjóðs ísl. náms-
manna sé óðagot og flumbm'-
gangur. Að vísu hentar honum
að skamma varaformann Sjálf-
stæðisfiokksins, en slíkar Al-
baníu-aðferðir em alþekktar.
Auktu nú leti mína og athugaðu
einslega fyrir mig örfá atriði þessu
að lútandi:
1. Ég hefí fjölmargar sannanir
fyrir misnotkun lánþega á fé
úr lánasjóðnum.
Hvort heldur er það óðagot að
gera tilraun strax til að hamla
gegn slíkri ósvinnu eða er
flumbmgangur hæfílegra
orðaval?
2. Ég hefí orð námsmanna sjálfra
fyrir því að þjónusta lánasjóðs-
ins hafí verið „alræmd".
Með nýjum mönnum geri ég
nú tilraun til að breyta og
bæta þjónustuna. Kaliast slfk
vinnubrögð flumbmgangur í
blaðamannastétt hinni nýju?
3. Þegar ég kom til verka sem
yfírmaður lánasjóðsins lagði ég
strax til að öll lán yrðu endur-
greidd skilmálalaust. Er haldið
fast við að kalla slíkt óðagot
og flumbmgang?
4. Ég legg til að mönnum verði
ekki refsað af hálfu lánasjóðs-
ins fyrir að afla sér ijár til að
kosta nám sitt.
Ég vil gjaman flumbra heita
ef slík tillögugerð er flumbru-
gangur.
5. Eg legg til að lægstu vextir
verði lagðir á námslán, eftir
að námi lýkur. Blaðamaðurinn
þinn segir að slíkt „gangi
hreinlega ekki upp“, og er það
raunar í samræmi við skoðanir
hans og fyrrverandi formanns
Stúdentaráðs, að nóg sé til af
ókeypis peningum í þjóðfélag-
inu.
Er það óðagot að ég tilkynni
strax um afstöðu mína til
vaxta?
Ég nenni ekki að spyija um
fleira, enda kannski tilgangs-
laust fyrir þig og mig að eiga
orðastað við fólk sem býr hin-
um megin á Sjöstjömunni.
Sverrír Hermannsson
Gapuxar af vinstri sortinni
hafa haldið því fram að ég
stefndi að því að hætta aðstoð
við námsmenn, eða a.m.k. að
því að draga svo mjög úr henni
að námsmenn kæmust á von-
arvöl. Ég vissi ekki að þú
hefðir menn í þjónustu þinni
sem eru svo þunneyrðir á slfk-
an þvætting.
Ekkert af því sem ég nú hefí
nefnt skiptir þó neinu máli á borð
við þá ómælanlegu óhamingju að
Vökumenn í Háskólanum hafa
alsaklausir misst dýrmæt atkvæði
fyrir flumbrugang minn. Þú hefðir
átt að heyra ekkasogin í mér
þegar ég las þessi ótíðindi, Matt-
hfas!
Að öllu gamni slepptu, Matt-
hías, þá er óðagotið og flumbru-
gangurinn í mér í máli þessu ekki
vegna þess að ég viti ekki hvemig
átakaminnst er að haga sér. Bezt
er að látast vilja gera allt fyrir
alla í einu og eftir þeirra óskum.
Margur maðurinn hefír komizt
langt í okkar flokki með því móti,
ogjafnvel alveg á toppinn.
Menn eiga að síga settlega
fram í hægðum sínum og gerast
allra vinir og gagn en ekki vera
með óðagot og flumbrugang, sem
getur komið illa við einhvem, svo
að hann hættir að lcjósa flokkinn
þinn.
Vertu svo kært kvaddur,
þinn vinur,
Sverrir Hermannsson
P.S.
Ég þorði ekki að setja það í
bréfíð sjálft með bemm orðum
sem mér sýndist að stæði í grein
blaðamannsins þíns, sem sé að ég
og mínir líkar ættu ekki að vera
að steyta göm rétt fyrir sveitar-
stjómarkosningar og ekki fyrir
Alþingiskosningar og allra sízt
fyrir Stúdentaráðskosningar, ella
gæti Flokkurinn tapað atkvæð-
umn. Þú spyrst fyrir um, hvort ég
er læs að þessu leyti.
Sami.
Höfundur er menntamálaráð-
herra.