Morgunblaðið - 13.04.1986, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. APRÍL1986
t
SIGURJÓN JÓNSSON
bóndl,
Brekku, Gufudal,
Austur-Barðastandarsýslu,
er andaðist í Sjúkrahúsi Patreksfjarðar þann 7. apríl sl. verður
jarðsunginn frá Gufudalskirkju laugardaginn 19. apríl kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlega bent á að láta
líknarstofnanir njóta þess.
Þeir sem hafa áhuga á fari vestur geta fengið upplýsingar í símum
74197 og 74839.
Aðstandendur.
t
Útför unnusta míns, sonar okkar og bróður,
SMÁRA FERDINANDSSONAR,
Hjallabraut 35,
Hafnarfirði,
fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 15. apríl kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja
minnast hins látna láti Hjálpar- og flugbjörgunarsveitir njóta þess.
Grfma Huld Blœngsdóttir,
Ferdinand Söbech Guðmundss., Erna H. Matthíasdóttir,
Sigríður G. Ferdinandsdóttlr, Árni Finnbogason,
Steinunn Ferdinandsdóttir, Pálmar Guðmundsson,
Erla Ferdinandsdóttir, Páll Sveinbjörnsson,
Sigurður Ferdinandsson, Guðrún Matthfasdóttir,
Sæmundur B. Ferdinandsson, Ingunn Þórðardóttir,
Freyr Ferdinandsson, Unnur Jónsdóttir,
Ríkey Ferdinandsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR JÓNASSON
deildarstjóri,
Grýtubakka 24, Reykjavík,
er lést 6. apríl verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn
14. apríl kl. 15.00.
Hildur Bjarnadóttir,
Svanhildur Sigurðardóttir, Markús I. Magnússon,
Bjarni Sigurðsson,
Jónas Sigurðsson, Elsa Nfna Sigurðardóttir,
Ásta Sigurðardóttir, Gunnlaugur J. Magnússon
og barnabörn.
t
Dóttirmín, fósturdóttirog systir,
ÁSLAUG ARNARDÓTTIR
Álfheimum 13, Reykjavfk.
sem lést 7. apríl verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 15.
apríl kl. 15.00.
Fyrir hönd vandamanna.
Jenetta Bárðardóttir, Benóný Ólafsson,
Elsa Lára Arnardóttir.
t
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
LÁRU LÝÐSDÓTTUR,
Fremristekk 13.
Áslaug Birna Einarsdóttir,
Kristfn Einarsdóttir,
Guðmundur Hans Einarsson,
Vigdfs Einarsdóttir,
Hjörtur Einarsson,
og barnabörn.
Björgvin Magnússon,
Sigurður Þ. Guðmundsson,
Elfsabet Einarsson,
Hjörtur F. Jónsson,
Lilja Sveinsdóttir
t
í minningu mannsins míns, föður, tengdaföður og afa
HANS F. CHRISTIANSEN
þökkum viö öllum þeim sem vottaö hafa okkur samúð og vinarhug
vegna andláts hans.
Kristfn Reykdal,
Lovísa Christiansen, Oli G. H. Þórðarson,
Þórunn Christiansen,
Ásgeir Christiansen, Oddný Arthúrsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum innilega vináttu og samúð við andlát og útför
FRIÐRIKS SIGURBJÖRNSSONAR
lögfræðings, Harrastöðum,
Fáfnisnesi 4.
Halldóra Helgadóttir, Unnur Haraldsdóttir,
Friðrik Friðriksson, Laufey E. Þorsteinsdóttir,
Þorvaldur Friðriksson, Elfsabet Brekkan,
Unnur Ásta Friðriksdóttir,
barnabörn og systkini.
Minning:
Sigurður Jónasson
skrifstofustjóri
Fæddur 3. desember 1925
Dáinn 6. april 1986
Sigurður Jónasson frá Patreks-
fírði varð bráðkvaddur að morgni
6. apríl sl. að heimili sínu hér í
Reykjavík, sextugur að aldri.
Hann fæddist 3. desember 1925.
Foreldrar hans voru heiðurshjónin
Ruth Jónsdóttir og Jónas Magnús-
son, sem um langt skeið var skóla-
stjóri og sparisjóðsstjóri Eyraspari-
sjóðs á Patreksfirði. Þau eru nú
bæði látin. Auk Sigurðar áttu þau
hjón dótturina Álfheiði, gifta Jakobi
Agústssjmi og eru þau búsett á
Ólafsfirði.
Bemskuminningar okkar undir-
ritaðra em allar bundnar Patreks-
firði, þar sem við ólumst upp í
næsta nágrenni hver við annan,
nánar tiltekið á Geirseyri. Minning-
amar hrannast upp allar bundnar
gleði og æskufjöri. Innan við ferm-
ingu fór alvara lífsins að taka við,
þegar farið var að vinna við salt-
fiskinn, sem þá var breiddur út um
alla reiti á Vatneyrinni þegar vel
viðraði, síðar vinna í frystihúsinu
og annað sem við kom útgerðinni,
en aldrei fóram við þó á sjóinn. Þá
tók framhaldsskólanámið við.
Sigurður lauk prófi frá Verzlun-
arskóla íslands 1945 og 1947 fór
hann til nokkurra mánaða dvalar í
Englandi til náms og starfs. Hans
aðalstarf hefur síðan verið fyrst
hjá Útgerðarfélagi Akureyringa f
nokkur ár, síðan hjá Sænska frysti-
húsinu í Reykjavík, þá sparisjóðs-
stjóri Eyrasparisjóðs á Patreksfirði
og þá jeinnig umboðsmaður Flug-
félags íslands þar. Árið 1973 flutti
hann með Qölskyldu sína til Reykja-
víkur og starfaði síðastliðin tólf ár
hjá Landmælingum íslands, nú síð-
ustu ár sem skrifstofustjóri. Störf
hans hafa því tengst mjög við-
skiptalifínu alla ævi. Hann hefur
því í gegnum árin kynnst mörgu
og mörgum.
Sigurður var með afbrigðum
hjálpsamur og greiðvikinn maður,
sem mörgum þótti gott að leita til
með hin ýmsu mál, sem hann reyndi
að leiðbeina mönnum með. Fullyrða
má því, að hann hafi verið vel lát-
inn. Félagsmál lét hann einnig
mikið til sín taka. Til dæmis var
hann hvatamaður að stofnun Lions-
klúbbs Patreksfjarðar 1962 og
fyrsti formaður hans.
Sigurður kvæntist Hildi Bjama-
dóttur 5. júní 1949. Móðir hennar
er Ásta Magnúsdóttir og faðir
Bjami Guðmundsson sem þá var
héraðslæknir á Patreksfirði. Síðast
vora þau ágætu hjón búsett á Sei-
fossi þar sem Bjami var héraðs-
læknir. Hann er nú látinn.
Sigurður og Hildur eignuðust
§ögur böm. Elst þeirra er Svan-
hildur, f. 1949, gift Markúsi í.
Markússyni flugvélstjóra, búsett f
Reykjavík. Bjami, f. 1951, en hann
er sjúklingur. Þá er Jónas, f. 1953,
hann er yfirlögregluþjónn á Pat-
reksfirði. Hans kona er Elsa Nina
Sigurðardóttir. Yngst er svo Ásta,
f. 1954, gift Gunnlaugi Magnússyni
rafvirkjameistara. Þau era búsett á
Ólafsfirði. Bamabömin era orðin
sjö.
Hjónaband þeirra Sigurðar og
Hildar einkenndist af gagnkvæmri
ást og virðingu. Þau vora ástríkir
foreldrar, sem virtir vora af elsku-
legum bömum.
Við vitum að Sigurður gekk ekki
heill tii skógar nú hin síðari ár, en
við eram samt ævinlega óviðbúin
þeim endalokum, sem allra bíða.
Það er skarð fyrir skildi, þegar
slfkur maður sem Sigurður var er
allur. Hans sakna margir og trega.
Sárastur er þó söknuður elskaðrar
eiginkonu hans, bama og bama-
bama.
Við undiiritaðir og eiginkonur
okkar flytjum ykkur öllum hjartan-
legustu samúðarkveðjur og biðjum
ykkur styrks í sárum sorgum.
Bolli A. Ólafsson
Jakob Helgason
Sigurður Jónasson deildarstjóri
hjá Landmælingum er látinn, rúm-
lega sextugur að aldri. Þessi tíðindi
komu mér á óvart, því ég hafði
setið við sama borð og hann fyrir
aðeins tveim dögum og sá ég þá
engin veikleikamerki á honum. Við
komu hans til Landmælinganna árið
1974 kynntumst við fyrst og síðan
unnum við í sama herbergi um ára-
bil, þannig varð mjög náið samband
okkar allt til þess að ég hætti störf-
um á liðnu ári.
Mér varð strax hlýtt til þessa
manns. Hann var þaulkunnugur
öllu atvinnulífi og hverskonar opin-
beram rekstri enda hafði hann
starfað við stjóm á stóra útgerðar-
fyrirtæki og sem sparisjóðsstjóri úti
á landi. Það var því ekki aðeins
gagnlegt fyrir mig heldur og fyrir
alla starfsemi Landmælinganna
þegar hann réðst þar til starfa. í
hans verkahring vora störf eins og
sölumennska og innheimta og þar
var réttur maður á réttum stað.
Hann hafði þann sérstaka hæfíleika
að glæða ræðu sína lífi og léttleika
og þannig gat hann oft náð betri
árangri en ella hefði orðið.
Aldrei heyrði ég hann hallmæla
mönnum heldur draga fram hinar
betri og bjartari hliðar. Einnig mun
hann á stundum ekki hafa sézt fyrir
þegar gera þurfti manni greiða og
þá oft sjálfum honum til óhagræðis.
I návist slfkra manna er gott að
vera, þar líður manni vel.
Með þessum fátæklegu orðum
vil ég þakka Sigurði samfylgdina í
þessi 12 ár, þakka þann hug vináttu
og drenglyndis, sem að mér og
mínum ætíð sneri. Fjölskylda Sig-
urðar hefur orðið fyrir þungum
missi og fjölskylda mín og ég vott-
um frú Hildi innilega samúð.
Erlingur Dagsson
Menn setti hljóða þegar sú
óvænta fregn barst okkur að Sig-
urður Jónsson deildarstjóri hefði
látist á heimili sínu að morgni
sunnudagsins 6. apríl síðastliðinn.
Þegar vinnufélagi er kallaður burt
leitar fyrst á hugann hvers vegna
hann og hvf svo snögglega en síðan
reikar hugurinn til samskipta okkar
við hinn liðna.
Sigurður hóf störf hjá Land-
mælingum íslands árið 1974, hann
var fyrst við almenn skrifstofustörf
en var nú síðustu árin skrifstofu-
sfjóri. í því starfi sá hann meðal
annars um málefni starfsmanna og
kynntist því vel öllu starfsfólki
stofunarinnar. í þessu starfi þurfti
Sigurður jafnan að taka afstöðu til
mála út frá eigin sannfæringu bæði
með hagsmuni starfsmanna og
stofnunarinnar í huga. Hver sá sem
kynntist honum fann fljótt að fyrir
innan þá brynju sem hann bjó sér,
og nauðsynleg var manni í hans
stöðu, fannst hlýleiki, lítillæti og
maður sem vildi hvers manns vanda
leysa. Hann vildi vinna stofnuninni
vel og í orðum hans mátti ávallt
finna að hagur hennar var honum
ofarlega í huga. Það og hans mikla
góðvild og hjálpsemi gerði vinnu-
daginn oft langan og ekki urðu friin
mörg sem hann tók sér.
Sigurður vár glaðvær og sagna-
maður góður og oft sagði hann
hnyttnar sögur, en þær kunni hann
margar.
Að leiðarlokum er gott að
minnast genginnar tíðar með góð-
um starfsbróður og félaga. Minn-
ingjin um hann mun oft leiftra í
huga okkar um ókomin ár.
Samstarfsfólk Sigurðar á Land-
mælingum íslands kveður traustan
vin með söknuði.
Við sendum Qölskyldu hans inni-
legar samúðarkveðjur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Starfsfólk Landmælínga
íslands
Hótel Saga Síml 1 2013
Blóm og
skreytingar
viÖ öll tœkifœri
t
Innilegar þakkir til allra þeirra er auösýndu mór samúö og vinar-
hug við andlát og útför mannsins mins,
JÓNS LÁRUSSONAR,
Framnesvegi 46.
Guð blessi ykkur öll.
Pála K. Einarsdóttir.
Lokað
Vegna útfarar SIGURÐAR JÓNASSONAR deildarstjóra, verða skrifstofur okkar lokaðar á morgun, mánudag 14.
apríl. Landmælingar íslands.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — Sími 681960