Morgunblaðið - 13.04.1986, Qupperneq 36
36 - ^ÓRátfNBL!AljÍD|^mjí)AGtjÉ13/K^RÍL^fe6
mörku, mjög lofsamlega um sýning-
amar. Taldi hann að Bjöm hefði
komið með mjög athyglisvert, nýtt
kerfí, sem hann hafði sjálfur fundið
upp.
Bjöm lætur ekki staðar numið
heldur fer árið eftir, 1928, með
stúlknaflokk til Bretlands, og einnig
á alþjóðafímleikamót í Calais í
Frakklandi. í frönskum blöðum var
skrifað mikið um flokkinn og stóð
þetta í einu blaðinu: „Þegar þessi
fámenni fagri kvennahópur gekk
samstíga inn á sýningarsvæðið,
mátti heyra saumnál detta og þetta
hélst eftir að æfingar bytjuðu, þar
til allt brast í dynjandi lófatak og
fagnaðaróp." Þetta hefur verið
áhrifamikil stund fyrir hópinn og
mikil landkynning smáþjóðar.
Annað blað skrifar um sýningar
Bjöms og segir þar svo: „Sýningin
hófst á nokkrum mjög jmdislegum,
óþvinguðu æfíngum, afbragðsvel
samsettum og leiknum af óskeikulli
nákvæmni án fyrirskipana. Jafn-
vægisæfíngamar vom frábærlega
vel af hendi leystar. Sýningunni
lauk með nokkmm fijálsmannleg-
um æfíngum, sem einnig vom
prýðilega samsettar og fóm fram
með óskeikulli nákvæmni.
Þögn sú sem ríkti í salnum bar
vott um þá mikiu athygli sem áhorf-
endur veittu íþróttum þessa
þaulæfða flokks, en lófatakið og
húrrahrópin, sem fylgdu á eftir,
bám vott um aðdáun þeirra sem á
horfðu."
Það var árið 1931, að Bjöm
gerðist kennari við Héraðsskólann
að Laugarvatni, en árið eftir eða
1932 setur hann á stofn íþrótta-
kennaraskóla. Skóli þessi starfaði
níu mánuði ársins og vom þá
nemendumir orðnir löggiltir
íþróttakennarar. Bjöm rak skóla
þennan sem einkaskóla, en hélt
samt áfram að kenna við Héraðs-
skóiann. Skólastjóri við þennan
einkaskóla var Bjöm til ársins 1942.
Aldarminning:
Björn Jakobsson
íþróttafrömuður
Bjöm Jakobsson frá Narfastöð-
um í Reykjadal í Suður-Þingeyjar-
sýslu var fæddur 13. apríl 1886.
Foreldrar hans vom Jakob bóndi
þar, fæddur 3. maí 1845, dáinn 3.
júní 1925. Faðir Jakobs hét Jónas
og var Bjömsson. Kona Jakobs hét
Sigríður María Sigurðardóttir,
bónda á Geirastöðum í Mývatns-
sveit, Jónssonar frá Amarvatni.
Sigríður María var fædd 13. október
1860, en lést 22. desember 1925.
Bjöm átti sex systkini og hétu
þau Herdís, Kristján, Karl, Anna,
Sigurður og Jónas.
Bjöm fer til Akureyrar til náms
og verður gagnfræðingur þar 1905.
Fer hann síðan utan 1906 á íþrótta-
skólann í Askov í Danmörku og
tekur þar próf i fimleikum og fleim
1908. Þaðan fer hann í Statens
Lærerhöjskole í Kaupmannahöfn
1909 og tekur þar kennarapróf í
fímjeikum, heilsufræði og sundi.
Árið 1909 kemur Bjöm heim,
sest að í Reykjavík og fer að kenna
fimleika hjá Ungmennafélagi
Reykjavíkur og Ungmennafélagjnu
Iðunni, en á summm kennir hann
sund í Skeijafirðinum á vegum
þessara ungmennafélaga.
Síðan ræðst Bjöm til íþróttafé-
lags Reykjavíkur og kennir þar
bæði piltum og stúlkum. Þá verður
hann einnig stundakennari hjá
Kennaraskólanum og Menntaskól-
anum í Reykjavík. Það má taka það
fram hér að jafnframt því mikla
starfí, sem Bjöm leysti af hendi í
Reykjavík; stundaði hann nám við
Háskóla ísiands varðandi líkams-
rækt og heilsufræði. Einnig var
. Bjöm í tímum í fíðluleik hjá Þórami
Guðmundssyni, fíðluleikara.
Á landsmóti UMFÍ sem haldið
var í Reykjavík 1911, var Bjöm
með sínar fyrstu stóru fímleikasýn-
ingar. Einkenndust þær af meiri
mýkt og minni hraða í æfingunum
en áður þekktist hér. Einnig notaði
hann hljóðfæri við æfíngamar,
fyrstur allra fímleikakennara á
Norðurlöndum. Síðar fór Bjm að
taka kvikmyndir af fímleikaflokk-
um sínum á æfingum. Sýndu þær
síðar hvemig til hafði tekist og
hvað laga þyrfti.
Á þessum ámm fór Bjöm oft
norður í átthaga sína og kenndi þar
t.d. árin 1917—1919 við unglinga-
skólann að Breiðumýri í Suður-
Þingeyjarsýslu. Einnig sýndi Bjöm
oft fimleikaflokka í Reykjavík á
þessum árum og fór hringferð
kringum landið með stúlkna- og
drengjaflokka.
Árið 1927 fer Bjöm utan með
tvo fimleikaflokka, pilta og stúlkna,
og sýnir þá í Þórshöfn, Osló og
Gautaborg. Þessar sýningar vöktu
mikla athygli og var flokknum
óspart hrósað í blöðum. Einnig
skrifaði Niels Bukh skólastjóri
íþróttaskólans að Ollerup í Dan-
Björn Jakobsson
skólastjóri íþrótta-
kennaraskólans.
Þegar Bjöm varð sjötugur hætti
hann störfíim við skólann. Höfðu
þá útskrifast þaðan 70 konur og
120 karlar.
Haustið 1932 gerðist ég undirrit-
aður nemandi Alþýðuskólans að
Laugarvatni. Var ég þá lítt undir
bóknám búinn, en fremur hraustur
enda hafði ég unnið lengi með full-
orðnum karlmönnum og oft langan
vinnudag. Ég hafði lært sundtökin
hjá frænda mínum, Þórami Sveins-
syni, kennara á Eiðum. Gekk mér
því vel í sundi og fimleikum enda
var Bjöm Jakobsson strangur kenn-
ari og erfítt að komast hjá því að
læra hjá honum.
Námsgreinar þær sem Bjöm
kenndi vom sund, fimleikar, heilsu-
ftæði ogteikning.
Bjöm var mjög góður sundkenn-
arí og hlífði engum, enda komust
nemendur hans fljótt á flot. Eins
spilaði mikið á fíðlu síná og sámdi
margar fimleikaæfingar eftir lög-
um, sem hann hafði æft. Sérstak-
lega notaði hann fíðluna mikið við
æfingar stúlknanna. Varð Bjöm
fyrstur íslendinga til að nota hljóð-
færi við fimleikakennslu, eins og
áðurergetið.
Það má teljast undarlegt hve lítið
hefur verið rætt og ritað um Bjöm
Jakobsson skólastjóra, jafn mikinn
gáfumann og góðan dreng.
Bjöm var mjög fjölhæfur maður
og sjálfinenntaður í það ríkum
mæli að hann stóð framar hálærð-
um mönnum í mörgum greinum.
Hann blés nýju lífi í ungmanafé-
lagshreyfínguna bæði í Reykjavík
og einnig norður í Þingeyjarsýslum.
Mun hann hafa stofnað íþrótta-
kennaraskólann til þess að sem
flestir gætu orðið aðnjótandi þeirra
íþróttaiðkana sem hann lifði og
hrærðist í.
Nemendur skólans skólaárið 1935—36. Talið frá vinstri: Hallgrímur Stefánsson, Hermann Guðmundsson,
Nanna Þormóðs, Sveinn Stefánsson og Hans Jörgensson. Þau eiga 50 ára kennara-afmæli á þessu ári.
Blómastofa
fíióflnns
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- eínnig um helgar.
Skreytingar við öil tilefni.
Gjafavörur.
var það við fimleikana. Eftir að
nemendur höfðu fengið þar góða
undirstöðu hafði Bjöm sýningar
með þeim aðra hvetja helgi allan
veturinn.
í sundinu var oft keppni og tók
Bjöm þá alltaf tfmann á nemendum
fyrir keppnina og raðaði þeim síðan
saman, sem vom álíka hraðsyndir.
Árangrinum raðaði Bjöm á spjald
og festi það upp í skólanum. Vissi
maður því hveijir mótheijamir vom
daginn áður en sundið fór fram.
Urðu því margir mjög taugaóstyrkir
fyrir sundið. Fyrst var vegalengdin
ekki nema 100 metrar, þá 200 m
og um miðjan vetur 500 m. En
undir vorið lét hann nemendur
keppa í 1000 m sundi og þótti það
mikil þrekraun.
Bjöm var með nemendum í úti-
tímanum sem var frá kl. 11 til 12
á daginn. Kenndi hann þeim þá á
skíðum og skautum ef veður leyfði.
Svo gerðist það haustið 1935 að
ég ásamt fjórum öðmm fengum
inngöngu í Iþróttakennaraskólann.
Þá fyrst kynntist ég Bimi að nokkm
ráði, meðal annars hinu gífurlega
þreki hans og ósérhlífni. Sem dæmi
um dugnað hans og áhuga má
nefna, að hann ritaði og fjölritaði
margar þær kennslubækur sem
notaðar vom í skóla hans, eftir að
hafa stundað kennslu í fímleikum,
sundi og bóklegum greinum allan
liðlangan daginn.
Bjöm var strangur skólastjóri,
en sanngjam og fljótur að sjá hvað
væri nemendum fyrir bestu. Bjöm
var mikill listamaður og unni mjög
listum. Hafði hann glöggt fegurðar-
skyn. Hann málaði ágætar myndir,
spilaði á fiðlu og skrifaði upp og
samdi mikið af þeim æfíngaskrám
sem nemendur notuðu. Teiknaði
hann þá skýringamynd við hveija
æfíngu í þeim. Hann viðaði að sér
nýjustu erlendum kennslubókum,
er gátu komið honum að notum.
Bjöm fékkst mikið við að mála og
hafði sýningar á myndum sínum.
Myndir þessar þóttu margar hveijar
mjög góðar. Ekki vildi hann selja
myndir eftir sig en gaf talsvert af
þeim. Þá má ekki gleymast að Bjöm
Bjöm var hlédrægur maður og
vann mikið í kyrrþey. Vinnutími
hans var oftast 16—18 klukku-
stundir á sólarhring. Bjöm átti mjög
margar bækur, bæði eftir innlenda
og erlenda höfunda. Einkum viðaði
hann að sér bókum, sem fjölluðu
um íþróttir og voru þær á mörgum
tungumálum, enda las hann bækur
á Norðurlandamálum en auk þess
á frönsku, þýsku og ensku. Bjöm
lét handbinda allar bækur sínar.
Var það gert af bestu bókbindurum
sem völ var á og vom þær með
fagurri gyllingu á kjöl.
Vinnustaður Bjöms í tómstund-
um var í bókasafni héraðsskólans.
Þar skrífaði hann ljölda bréfa til
starfsfélaga sinna erlendis. Þar
drakk hann sterkt te með sítrónu-
safa út í.
Á sumrin sótti Bjöm marga al-
þjóðafundi varðandi íþróttamál og
dvaldist víða erlendis, sér til fræðslu
um ýmsar íþróttagreinar. Annars
dvaldist hann alltaf þegar hann
gat, í heimabyggð sinni norður á
Narfastöðum.
Bjöm var spaugsamur og ræðinn
ef því var að skipta og hafði mjög
ákveðnar skoðanir. Hann var sér-
staklega bamgóður, lék sér oft við
bjöm og gaf þeim smáhluti, þó
aldrei sælgæti.
Bjöm kvæntist aldrei og átti
engan afkomanda svo að vitað sé.
Eftir að Bjöm hætti störfum
sjötugur bjó hann áfram á Laugar-
vatni og var Herdís, systir hans,
þá hjá honum. Um sama leyti fór
hann að fínna til sársauka fyrir
hjarta og lá í sjúkrahúsi af þeim
sökum.
Það hafði verið ákveðið af göml-
um nemendum Bjarnar úr íþrótta-
kennaraskólanum og einnig vinum
hans úr ÍR að efna til vinafagnaðar
honum til heiðurs á 75 ára afmælis-
degi hans 13. apríl 1961. Bjöm kom
til Reykjavíkur daginn áður, hress
og glaður. Leigði hann sér þá her-
bergi á gistihúsi en fannst þar látinn
morguninn eftir.
Sveinn Stefánsson
Laugarvatnsskóli. — íþróttahúsið lengst til vinstri.
Þá tók ríkið við rekstri skólans en
Bjöm var þar skólastjóri áfram. Þá
var breytt um nafn á skólanum og
heitir hann nú íþróttakennaraskóli
íslands.
t
Þökkum innilega þá samúð og hlýhug sem okkur var sýnd viö
andlát og útför
HELGU HELEN ANDREASEN,
Brattholti 6c,
Mosfellssveit.
Sigurður Jóhannsson,
börn, móðir, tengdamóðir, systkini og makar þeirra.
t
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinsemd við andlát og
útför mágkonu minnar,
GERÐU ÓLAFSSON
Bjarmastfg 1, Akureyri.
Fyrir mína hönd og aðstandenda,
Maja Ólafsson.