Morgunblaðið - 13.04.1986, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. APRÍL1986
| atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna |
Verslunastjóri
Fyrirtækið er bóka- og ritfangaverslun.
Starfið felst í yfirumsjón með deild íslenskra
bóka, s.s. innkaupum, sölu og afgreiðslu
bóka tilútlanda.
Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi reynslu
af rekstri og stjórnun sé hugmyndaríkur og
eigi auðvelt með að starfa sjálfstætt. Stúd-
entspróf æskilegt svo og haldgóð tungu-
málakunnátta.
Vinnutími er frá kl. 9-18.
Umsóknarfrestur er til 16. apríl nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9-15.
Skólavördustig la - 101 Reykjavík - Simi 621355
Skrifstofumaður
Fyrirtækið er þjónustustofnun í Reykjavík.
Starfið felst í símavörslu á 8 línu skiptiborð
með 30 innanhússlínum, vélritun, móttöku
og afgreiðslu viðskiptavina auk annara al-
mennra skrifstofustarfa.
Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi vélrit-
unarkunnáttu, skýrt málfar og þægilega
framkomu. Æskilegur aldur er 30-45 ára.
Vinnutími er frá 8 til 16. Nauðsynlegt er að
umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur ertil 16. apríl nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9-15.
Skólavörðustig 1a - 101 Reykjavik - Simi 621355
Byggingastjóri
Fyrirtækið er umsvifamikill og rótgróinn
byggingaverktaki.
Starfið felst í yfirstjórn byggingafram-
kvæmda við stóra nýbyggingu í Reykjavík.
Hæfniskröfur eru að viðkomandi sé með
múrara- eða múrarameistararéttindi auk
framhaldsmenntunar á tæknisviði eða há-
skólastigi. Nauðsynlegt er að umsækjendur
hafi stjórnunarhæfileika og séu tilbúnir að
axla mikla ábyrgð. Reynsla af sambærilegu
starfi eræskileg.
Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl
1986.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
eru veittar á skrifstofu Liðsauka hf., frá kl.
9.00-15.00.
Afleysmga- og ráðningaþjónusta
Liösauki hf. W
Skólavördustig' 1a - 101 Reyk/avik - Simi 621355
Rafvirki
óskast til lager- og afgreiðslustarfa á raf-
magnsvörulager. Umsóknir, með upplýsing-
um um aldur og fyrri störf, sendist augld.
Mbl. merktar: „BS — 3215“
Málarameistarar
Málari óskast í vinnu hjá málarameistara.
20 ára starfsreynsla. Upplýsingar í síma
15858.
Lagermaður
Heildverslun óskar að ráða roskinn mann til
lagerstarfa og móttöku á vörum. Umsóknir,
með upplýsingum um aldur og fyrri störf,
sendist augld. Mbl. merktar: „SG — 3218“
Forstöðumaður
fatadeildar
Starf forstöðumanns Fatadeildar Sambands-
ins er laust til umsóknar.
Starfið krefst yfirgripsmikillar reynslu í stjórn-
un og markaðsmálum.
Fatadeildin hefur með höndum heildsölu,
framleiðslu og verslunarrekstur með tilbúinn
almennan fatnað og fleira.
Skriflegar umsóknir er greini aldur, menntun
og fyrri störf sendist til starfsmannastjóra
Sambandsins er veitir nánari upplýsingar,
ásamt aðstoðarframkvæmdastjóra Verslun-
ardeildar.
Umsóknarfresturertil 17. þessa mánaðar.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.
SAMBAND ÍSL. SAM VINNUFÉLAGA
STARFSMANNAHALO
LINDARGÖTU 9A
Sumarafleysingar
Óskum að ráða sumarafleysingamenn í störf
brunavarða við Slökkvilið Hafnarfjarðar.
Æskilegur aldur 19-29 ára, skilyrði að hafa
meirapróf bifreiðastjóra.
Umsóknir skulu berast undirrituðum fyrir 18.
apríl nk. á umsóknareyðublöðum sem fást á
Slökkvistöðinni v/Flatahraun.
Slökkviliðsstjóri.
Innanhússarkitekt
tækniteiknari
Arkitektastofa óskar að ráða innanhússarki-
tekt og tækniteiknara til starfa sem fyrst.
Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf
sendist augld. Mbl. merktar:„HG — 14“ fyrir
18. apríl.
Heildverslun —
heildverslun
Óska eftir að kaupa eða gerast eignaraðili
að starfandi heildverslun. Góð sambönd við
banka fyrir hendi. Tilboð sendist augld. Mbl.
merkt: „Traustur aðili" fyrir 20. apríl 1986.
Sölumaður
Heildverslun óskar að ráða rafvirkja eða
mann, sem hefur þekkingu á rafmagnsvörum
og raflagnaefni, til afgreiðslu og sölustarfa.
Umsóknir, með upplýsingum um aldur og
fyrri störf, sendist augld. Mbl. merktar:
„Rafsala —3216.
Lausar stöður
Lausar eru til umsóknar tvær stöður sérfræð-
inga við Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
Þæreru:
1. Staða sérfræðings við Bútæknideildina
á Hvanneyri, til að annast bútæknirann-
sóknir.
2. Staða sérfræðings í jarðrækt með
megináherslu á sviði plöntuerfðafræði.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 1.
maí nk.
Landbúnaðarráðuneytið,
8. apríl 1986.
Sölumaður
veiðarfæra
Fyrirtæki í Reykjavík sem flytur inn allar
gerðir veiðarfæra óskar eftir sölumanni.
Starfið kemur til með að byggjast að miklum
hluta á söluferðum um landið og þá sérstak-
lega dagsferðum um SV-hornið.
Óskað er eftir manni með þekkingu á veiðum
og veiðarfærum sem hefur góða samskipta-
hæfileika.
Viðkomandi þarf að hafa góða enskukunn-
áttu og helst einnig kunnáttu í einu Norður-
landamáli. Umsóknir sendist augld. Mbl.
merktar: „X - 3443“ fyrir 17. apríl nk.
Fasteignasölumaður
Við leitum að vönum sölumanni sem hefur
bíl til umráða og getur unnið mikið af eigin
frumkvæði undir miklu álagi. Viðkomandi
verður að vera reglusamur, marksækinn,
þrautseigur, bjartsýnn, snyrtilegur og vera
tilbúinn til að vinna eftir ákveðnu marksæknu
sölukerfi sem byggist á notkun tölvu, góðu
skiplagi og gerir kröfur til mikils sjálfsaga.
Óvanur starfskraftur kemur til greina ef hann
hefur ofangreinda kosti í ríkum mæli. Við
bjóðum frábæra starfsaðstöðu, ókeypis
heilsuræktaraðstöðu, góðan starfsanda og
há laun samkvæmt árangri.
Þeir sem áhuga hafa leggi inn umsókn er
greini aldur, menntun og fyrri störf inn á
augld. Mbl. merktar: „O - 3445“ fyrir 16.
apríl.
Ríkisútvarpið
auglýsir laus til umsóknar nokkur tæknistörf
hjá hljóðvarpi og sjónvarpi.
í þessi störf á að ráða:
a) Tæknimenn
með próf í rafeindavirkjun eða hliðstæða
menntun.
b) Aðstoðarfólk
til ýmissa starfa í tæknideildunum. Æskilegt
er að umsækjendur um störf aðstoðarfólks
hafi einhverja reynslu er tengist tæknistörf-
um, t.d. stúdentspróf af tæknibraut.
Um framtíðarstörf er að ræða og mun þess-
um starfsmönnum veitt starfsþjálfun hjá
Ríkisútvarpinu.
Umsóknarfrestur er til 24. apríl nk. og ber
að skila umsóknum til Ríkisútvarpsins, Skúla-
götu 4 eða Sjónvarpsins, Laugavegi 176, á
eyðublöðum sem fást á báðum stöðum.
Mfll
RÍKISÚJVARPIÐ
©
Fjármálastjóri
Jarðboranir hf. óska eftir að ráða fjármála-
stjóra.
Við mat á umsækjendum verður lögð áhersla
á reynslu og hæfni í bókhaldi, fjármálastjórn,
áætlanagerð og stjórnun.
Laun verða miðuð við hæfni og reynslu við-
komandi.
Skrifleg umsókn þar sem fram komi upplýs-
ingar um aldur, menntun og fyrri störf,
sendist Gunnari Björnssyni, starfsmanna-
stjóra, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík fyrir 16.
apríl nk.
Jarðboranir hf. er verktakafyrirtæki á sviði
jarðborana. Fyrirtækið var stofnað um síð-
ustu áramót og yfirtók það rekstur Jarð-
borana ríkisins og Gufubors ríkisins og
Reykjavíkur. Hlutafélagið er að jöfnu í eigu
ríkisins og Reykjavíkurborgar.