Morgunblaðið - 13.04.1986, Page 48
á=f
óvid i Ilfei I ',ii' Ci
.
Ríkarður III
á fjölum
Þjóðleikh ússins
Mér var gleði í huga, þegar ég gekk
inn í Þjóðleikhúsið til þess að sjá Ríkarð
III.
Það er ánægjulegt, að Þjóðleikhúsið
skuli takast á við það mikla verkefni, að
sýna þetta fræga verk Shakespeares. En
•EFTIR GUÐMUND G. ÞÓRARINSSON
jafnframt var mér í huga spurn og dálít-
ill kvíði. Hvernig skyldu íslenskir áhorf-
endur bregðast við þessu leikriti? Mundi
þetta leikrit hljóta verðskuldaða aðsókn
og athygli, á tímum, þegar allir eru að
flýta sér, lesa hratt og illa og hafa ekki
tíma til að skyggnast eftir þeim perlum,
sem ekki liggja beint við á yfirborðinu?
Hvernig mundi leikurum okkar takast
að flytja þetta stórbrotna leikrit? Hvernig
mundi Helga reiða af sem Ríkarður III?
Ríkarður III
Leikritið hefst með því, að fram
á sviðið haltrar þessi ógnvekjandi
kroppinbakur, svartklæddur frá
hvirfli til ilja og ekki höfum við
hlýtt lengi á eintal hans, þegar
okkur verður ljóst, að hugsanir
hans eru dekkri en klæðnaðurinn,
svartari en vetramáttmyrkrið.
Það þarf gífurlegt líkamsþrek og
andlega orku til þess að leika þenn-
an vanskapaða hertoga.
Hlutverk leikarans er að rífa
áhorfendur út af hinum hversdags-
lega borgaralega sporbaug þeirra,
færa þá inn í löngu liðinn tíma, láta
þá sjá atburði, sem ekki eru til
staðar og skynja veröld, sem er
löngu liðin, hafi hún nokkumtíma
verið til.
Til þessa hefur hann aðeins texta
Shakespeares og eigin hæfileika,
tjáningu orðs og æðis.
Hlutverk Ríkarðs III er stjömu-
hlutverk, eftirsótt af flestum metn-
aðargjörnum leikurum enda hafa
margir frægustu leikarar heims
tekist á við það. Mér er þá efst í
huga nafn sir Laurence Oliviers.
Svo erfíður og krefjandi er Rík-
arður III, að ólíklegt er að nokkur
leikari, sem af alúð tekst á við
hlutverkið, verði sá sami eftir sem
áður.
Svipað má reyndar segja um
nokkrar aðrar persónur Shakespe-
ares og líklega engin tilviljun, að
martrir frægustu leikarar Breta
hafa hlotið þroska sinn í Shakespe-
are-leikritum.
Túlkun Helga Skúlasonar á Rík-
arði III er að flestu leyti meistara-
lega góð. Á sviðinu tekst honum
að skapa persónu, sem augljóslega
er slóttug og grimm, háðsk og til-
finningalaus, metnaðargjöm og
fyndin í senn.
Hjá áhorfendum tekst honum að
kalla fram tvíhyggju. Annars vegar
hrylling og fyrirlitningu á kaldrifj-
uðum áformum og verkum þessa
haltrandi krypplings og hins vegar
dálitla hrifningu og aðdáun á greind
hans, kænsku og fyndni.
Framsögn þessa löngu þula
_#.Shakespeares verður eðlileg hjá
Helga, limaburður og framkoma
kroppinbaks eins og um raunveru-
leg líkamslýti sé að ræða, glampi í
augum, raddblærinn, sjálfstraust
og sjálfsöryggi, allt er þetta til
staðar.
„Nú hefur sjálfur sól-
guð Jórvíkinga breytt
vetri rauna vorra í
sumardýrð“
Shakespeare notar venjulega
eintöl til þess að koma upplýsingum
til áhorfenda. Þau em oftast viðtöl
við áheyrendur. Þar er sannleikur-
inn sagður, söguhetjan opnar sinn
hugarheim og skýrir frá áformum
sínum.
í upphafseintalinu er Ríkarður
bæði reifur og bitur. Leikritið hefst
að afloknum rósastríðunum og Ját-
varður konungur IV, bróðir Rík-
arðs, hefur komið á friði í landinu.
Þessir mildu friðarflaututímar,
sumardýrð, gamanfundir og léttúð-
ugur dans henta ekki Ríkarði, sem
var eins og hann segir sjálfur:
„sendur fyrir tímann, vesöl vansmíð hálfkör-
uð inn í heimsins andardrátt, og í þokkabót
svo bæklaður og haltur",
ég var ekki ætlaður til ásta segir
hann,
„og fyrst mér reyndist ekki I ástum fært
að Ifeta þessa tungumjúku tíð,
þá skal ég klífa á kjöl með hrottaskap".
„I am determined to prove a villain"
Og hann lýsir ráðabmggi sínu
og rógsáformum, sem eiga að
kveikja heljarhatur milli bræðra
hans, Játvarðs konungs IV og her-
togans af Klarens.
Hann hefur þegar ákveðið, að
koma fyrir kattamef öllum þeim,
sem em honum hindmn á veginum
til konungskrúnunnar. En þetta
þarf að fara leynt.
„Sökktu minn þanki í sálardjúp."
I upphafi skýrir Skapespeare
þannig orsök alls þess, sem á eftir
fer. Líkamslýtin, vansköpunin em
þess valdandi að Ríkarður fer á
mis við allt, sem aðrir njóta á þess-
um friðsælu tímum.
Beiskjan og öfundin verða að
hvítglóandi heift krypplingsins, sem
á sökótt við forsjónina.
Hann ákveður að komast hærra,
setjast á veldisstól yfír óskaböm
forsjónarinnar og til þess að ná
því marki, er hann tilbúinn að fórna
í orðsins fyllstu merkingu nánast
öllu, bræðmm, bróðursonum,
frændum og vinum. Tilgangurinn
helgar meðalið.
Helgi leikur þetta listavel. En ég
vil skilja þetta byijunareintal þann-
ig, að meginþunga þurfi að leggja
í að túlka tilfinningar Ríkarðs
þarna. Þarna skýrir hann fyrir áher-
endum orsök verka sinna. Ofundin
og heiftin em á tímum á mörkunum
að bera hann ofurliði og óþolin-
mæðin þarf að koma skýrt fram.
Ekki bara með raddblænum. Eðli-
legt væri að hann hálfrífi sverð sitt
úr slíðrum við sumar setningamar
og jafnvel stappaði niður fótum, en
þó þarf slægðin, sem er ríkjandi
þáttur í skapgerð Ríkarðs, að vera
augljós.
„Hver bað sér konu
fyrr með þessum hætti?
Var nokkur kona föstn-
uð þannig fyrr? Öll
veröldin gegn engu“
Þátturinn, þegar Ríkarður biður
Önnu prinsessu, er líklega lýsing á
sérstæðasta bónorði heimsbók-
menntanna.
Það er ekki að undra þó fjölmarg-
ir leikarar hafi litið á þennan þátt
sem óskahlutverk, sem sérstaka
áskomn.
Ríkarður ákveður að ganga að
eiga Önnu, dóttur jarlsins í V irvík.
En kringumstæður em ekki beint
glæsilegar og mundu fæstir hyggja
á kvonbænir við slíkar aðstæður.
Hann hefur bæði drepið eiginmann
hennar og tengdaföður, en
„bestar bætur fær telpan,
ef hún hlýtur mig sem mann og föður".
Ráðahagurinn er liður í ráða-
bmggi Ríkarðs, en langt er í land.
„Veiddur skyldi fuglinn fyrr en steiktur.“
Þátturinn hefst, þar sem Anna
gengur á eftir kistu tengdaföður
síns, Hinriks VI, og hún hellir úr
skálum reiði sinnar og formælir
varginum þeim, er morðin bæði
framdi. Hún biður þess, að bölvun
fylgi honum, afkomendum hans og
konu, ef hann eignist.
Síðan birtist Ríkarður, haltrandi
krypplingur og í snilldarlegum
samræðum þeirra biður hann henn-
ar og nánast fastnar sér hana sem
konu.
Ég vil, að í þessum þætti komi
fram ólík geðbrigði Ríkharðs.
Framkoma hans við varðmennina
er af öryggi, karlmennsku og hug-
rekki. Gagnvart Önnu kemur fram
allar önnur persóna. í fyrstu hikandi
og iðrandi e.t.v. stamandi, siðan
hrífandi og afsakandi.
Og Anna hrífst. Allt er þó á móti
Ríkarði. Morðin, sem hafa brennt
sig inn í huga hennar, líkið við hlið
hennar, vitnisburður um grimmd
hans, sem hún er að fylgja til graf-
ar, útlit kroppinbaksins, staðurinn
og stundin.
„Hver bað sér konu fyrr með þessum hætti?“
Shakespeare lýsir víðar í leikrit-
um sínum konum, sem eru fljótar
að gleyma og fljótar að hrífast.
I Hamlet er steikin vart kólnuð
á borðum útfararveislu konungsins
föður hans, þegar drottningin móðir
hans giftist föðurbróður Hamlets,
sem reyndar hafði myrt mann
‘hennar.
„Frailty, thy name is woman."
Ríkarður hefur aðeins persónu-
töfra sína, slægð og greind til að
spila úr í þessu sérstæðasta bónorði
allra tíma.
„Öll veröldin gegn engu.“
Athyglisvert er, að Anna kveður
óafvitandi upp dóminn yfir sjálfri
sér í byijun þáttarins með böl-
bænum sínum yfir Ríkarði:
„Eignist hann konu, verði þá hans líf þyngra
böl henni en hefur orðið mér dauði míns
ungamannsogþinn."
Blind flýtur hún að feigðarósi.
„Örlög hangandi yfir
blindum mönnum“
Iængst af leikritinu hefur Ríkarð-
ur alla þræði í höndum sér, hann
stjómar atburðarásinni. Aðrir ýmist
hrekjast með, fljóta með eða eru
beinlínis tæki hans til þess að koma
ráðagjörð sinni fram.
Margt minnir á gríska harmleiki,
þar sem örlaganomir spinna blind-
um mönnum vef, mönnum, sem sjá
að hluta, hvað bíður annarra kring-
um þá, en em alls óvitandi um
sverðið, sem hangir yfir höfði þeirra
sjálfra.
Það er aðeins Margrét ekkja
Hinriks VI, sem sér hið rétta inn-
ræti Ríkarðs. Bölbænir hennar og
spásögn verður að skoða í því ljósi.
Saman fara fyrirætlanir Ríkarðs og
bölbænir Margrétar.
En héma em vegamót.
Vilji menn skilja bölbænir Mar-
grétar sem áhrínsorð, að máttur
heiftar hennar og haturs megni að
búa öllum viðstöddum þau illu örlög,
sem á eftir koma, þá er Ríkarður
aðeins leiksoppur þeirra galdra.
Hann ræður þá ekki ferðinni og
verður aðeins verkfæri til þess að
allt megi koma fram.
Vilji menn skilja bölbænir Mar-
grétar sem spásögn, verður Ríkarð-
ur enn á ný verkfæri í fyrirfram
ákveðinni atburðarás. Hafi Margrét
séð þessa ógnaratburði fyrir með
því að skyggnast inn í framtíðina,
verður hlutverk Ríkarðs jwí sem
næst hlutverk þolanda. Oræð öfl
tilvemnnar hafa þegar ákveðið
leikslokin og Margrét er þá aðeins
að gera blind örlög sjáandi.
Sé þessi skilningur annar hvor
réttur, er ekki unnt með sanngimi
að áfellast Ríkarð sem illvirkja og
hrakmenni. Hann ræður ekki ferð-
innj.
Ég vil hins vegar fremur skilja
þennan mikilvæga þátt Margrétar
ekkjudrottningar þannig, að hún sé
sú eina, sem skilur eðli og innræti
Ríkarðs.
Með innsæi völunnar sér hún
óljóst, hversu verða vill, án þess að
gera sér fyllilega grein fyrir því.
Þungbær reynsla hennar, einsemd
og hugarangur veita henni dýpri
skilning og hún skynjar þá helj-
arógn, sem stafar af Ríkarði og
hlýtur að bitna á þeim, sem í kring-
um hann em.
Á þessu er auðvitað gmndvallar-
munur. Sem völva skynjar hún hví-
lík áhrif þessi varúlfur muni hafa
á umhverfí sitt og sem völva byijar
hún á að rifja upp fortíðina, áður
en hún segir fram það er koma skal.
„ Aðeins aðrifja upp það illa, sem þú vannst."
Hver man ekki aðferð völunnar
í Völuspá?
„Vildu, at ek, Valfððr,
velfyrtelja
fom spjöll fira
þauerfremstumman."
Síðan kemur spásögn Margrétar,
byggð á innsæi völunnar því hún
'ein þekkir og skilur áhrifavalda,
sem til staðar em.
Aðeins með þessum skilningi
verður Ríkarður herra atburðarás-
arinnar. Ella verðum við að sætta
okkur við stjórn æðri forsjónar og
persónur leikritsins verða aðeins
brúður í brúðuleikhúsi, þar sem
nomirnar halda í strengina.
Hér skiptir meginmáli, hvort það
er Ríkarður eða nornirnar sem
halda í strengina.
Enginn annar en Margrét sér
leikslokin. Móðir Ríkarðs þekkir að
vísu illmennsku hans, en gerir sér
enga grein fyrir, hvert stefnir og
Ríkarður sjálfur sér fyrir hluta
leiksins. Hann órar hins vegar ekki
fyrir eftirleiknum.
Hastingur, hertoginn af Klarens,
Játvarður IV, drottningin, prinsarn-
ir litlu, Rípajarl, Grey, Vöggur,
borgarstjórinn og sjálfur Bokkin-
ham verða leikbrúður í strengjum
Ríkarðs.
Einn af öðmm tekur þátt í áform-
um Ríkarðs um dauða hinna beint
eða óbeint, án þess að sjá að óhjá-
kvæmilega leiðir þetta til dauða
þeirra sjálfra.
Á dauðastundu rennur ljósið upp,
augu þeirra opnast, en of seint.
Osjálfrátt vaknar hjá manni
hugmyndin um nemesis, refsing-
una, makleg málagjöld fyrir morð
og eiðrof, sem gengur eins og
rauður þráður gegnum leikritið.
Þátturinn af borgumnum á að
sýna, að almenningur óttast hið
versta, en vonar að vel fari. þeir
reyna að ráða í framhaldið. Þarna
fínnst mér Shakespeare leita til
ritningarinnar sem oftar.
„Nemið líkinguna af fíkjutrénu, þegargrein-
in á því er orðin mjúk og fer að skjóta út
laufum, þá vitið þér að sumarið er I nánd.“
(Mark. 13,28.)
3. borgari reynir að gera hinum
ljósar aðstæður:
„Sé blika á lofti, býst sá hyggni í kápu.
Falli stór lauf, er vetur vís í nánd.
Hver hyggur ekki á nótt, er sól er sest?“
Athyglisvert er að konurnar em
allar andsnúnar Ríkarði. Margrét
sér, hvem mann hann hefur að
geyma. Móðir hans óttast ill-
mennsku hans og drottningin hatar
hann. Jafnvel Anna, dem orðin er
kona hans, kemur upp um Ríkarð
að lokum, er hún segir frá martröð-
um hans.
„Því aldrei hef ég enn á beði hans eina stund
þegið svefnsins gullnu dögg,
sífellt uppvakin af hans illu draumum."
En til þess að allt sé fullkomnað
þarf Ríkarður að koma því svo fyrir
að gengið sé eftir honum með að
taka við konungskrúnunni. Þetta
tekst honum með góðri hjálp Bokk-
inhams, reyndar við lítinn fögnuð
alþýðumanna. En Ríkarður þarf að
fá borgarstjórann í Lundúnum til
þessara erinda. Lítið þykir mér
Shakespeare gera úr ráðsnilli og
slægð helstu stjómmálamanna
landsins, meðan öllu þessu fer fram.
Örlögin hanga yfír blindum
mönnum. En Ríkarður varpar
ábyrgðinni á þessar leikbrúður sínar