Morgunblaðið - 13.04.1986, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. APRÍL1986
um leið og hann „nauðugur" tekur
að sér konungdóm.
„En verði svipljót brigsl og rætinn rógur
síðan mitt fóruneyti, skal sú nauðung af
ykkar hálfu sýkna sál mína af aliri hneisu,
hveijum soraflekk."
„Miskunna forni múr
tveim ungum börnum“
Hrylliiegasta verk Ríkarðs er,
þegar hann lætur myrða prinsana
tvo. Raunar valda þau áform hans
vinslitum við Bokkinham. Hingað
til hefur Bokkinham spilað með, en
nú er honum ölum lokið.
Bokkinham er talinn vera sá, sem
Ríkarður vildi helst Iíkjast. Hann
er virtur af öllum, meira að segja
Margrét ekkjudrottning sýnir hon-
um virðingu. En nú líður að leiks-
lokum hjá Bokkinham, nemesis er
í nánd.
Shakespeare gerir Iýsinguna á
morði prinsanna ungu og ill-
mennsku Ríkarðs svo áhrifaríka,
að áhorfendum rennur kalt vatn
milli skinns og hörunds.
Drottningin óttast, hversu fara
muni um böm sín í Tumkastala og
í hlutverki hennar hrífur Margrét
Guðmundsdóttir áhorfendur með í
óttasínum:
„Miskunna fomi múr, tveim ungum bömum,
sem lævíst hatur lykur í þitt fang.“
„... þyrmdu þessum litlu sveinum."
Böðlamir sjálfír glúpna.
„Hörmulegra hryðjuverk var aldrei á þessu
seka landi framið fyrr“
„þaulreyndir fantar, aldir upp við morð,
klökknuðu af vorkunn og viknuðu sem böm“
„Við kæfðum þá fullkomnustu fegurð nátt-
úmnnar,
sem heimurinn leit frá lífsins morgunstund."
Harmur drottningar er sárari en
táram taki.
„Ó, Drottinn, flýr þú frá svo smáum lömbum
og kastar þcim i úlfsins opnu hít“
„Hvenær fyrr svafstu, er svo var farið að?“
Þetta verk er upphafið að enda-
lokum Ríkarðs. Shakespeare hefur
efni á því að gera orðróminn um
morð prinsanna að svo áhrifaríkri
staðreynd í leikritinu.
Jafnvel „þaulreyndir fantar, aldir
upp við morð ... viknuðu sem
böm“.
Athyglisverð er meðhöndlun
Shakespeares á samviskunni. Sam-
viskan verður að persónu, sem
sækir að mönnum. Ef menn taka
ekki við henni, halda þeir kjarki
sínum.
Hamlet segir í einhverri frægustu
ræðu heimsbókmenntanna: „To be
or not to be . . .“
„Thus conscience doth make cowards of us
alL*
Annar morðingja hertogans af
Klarens gerir grein fyrir viðhorfum
sínum til samviskunnar:
„Þetta er háskagripur; hún gerir mann að
gungu. Það er ekki hægt að stela án þess
að hún ákæri mann, ekki hægt að bölva,
svo hún sé ekki með nöldur, ekki leggjast
með konu náungans svo að hún sé ekki að
snuðraíþví."
„Hún setur hvem mann á vergang sem
hýsirhana."
Sjálfur segir Ríkarður:
„Samviska, þar er orð sem heiglum hentar,
fundið upp til að hemja sterka hönd.
Sterk hönd vor sé vor samviska,
vort sverð vor lögbók.“
En ekki fer hjá því að samviskan
nái samt tökum á Ríkarði að lokum,
þótt aldrei nái hún öllum tökum.
' Þannig fer flestum á endanum.
Frægar eru setningar Macbeths,
þegar samviskan hefur vakið upp
iðranina og vonleysið:
„Wake Duncan with thy knocking;
I would thou couldst"
og
„To morrow and to morrow and to rnorrow"
Þegar kemur að síðari kvonbæn
Ríkarðs, er hann hyggst ganga að
eiga bróðurdóttur sína Elísabetu,
Þetta eintal er líklega það erfið-
asta í öllu hlutverki Ríkarðs, og
aðeins fáir færir um að valda því
til hlítar.
Nú verður okkur skyndilega ljóst,
að Ríkarður er breyttur, og við
verðum að láta hugann reika til
baka og reyna að átta okkur á,
hvenær þessi breyting átti sér stað.
Jú reyndar. Hún verður þegar
Ríkarður tekur við konungstign.
Þetta fínnst mér Helgi skynja til
hlítar og hann nær á þessu að-
dáunarverðum tökum.
Fram að valdatökunni hefur Rík-
arður töglin og hagldimar, hann
stýrir atburðarásinni. Eftir morð
litlu prinsanna snýst gæfuhjólið,
hann ræður ekki lengur ferðinni og
nú gerast hlutirnir hratt.
Taflmennsku Ríkarðs er lokið,
en samviskubitið, torttyggnin, ótt-
inn við svik, verða alls ráðandi í
fari hans, stjóma honum.
„Hest! Hest! Mín kon-
ungskrúna fyrir hest!“
Lokaþátturinn er áhrifaríkur.
Bardaginn er í algleymingi. Ríkarð-
ur birtist, vafalaust að niðurlotum
kominn. Hann hefur barist ofur-
mannlega, en allt er að tapast.
„Hest, hest, mín konungskrúna fyrir hest!“
Þessa frægu setningu geta menn
skilið á tvo vegu. svo má skilja að
Ríkarður verði að fá hest til þess
að geta barist áfram. Ríkarður er
bæklaður á vinstri hlið. Vinstri fót-
urinn er afllítill, vinstri höndin er
eftir að hafa myrt tvo bræður
hennar, era samræðumar ekki síður
áhrifaríkar.
Shakespeare gerir ekki enda-
sleppt við Ríkarð. Ósvífni hans og
hryllingsverk eiga sér engin tak-
mörk.
En teningunum er kastað. Rík-
arður hlýtur að deyja. Margrét
hefur í spásögn sinni sagt:
„Víti bálar, djöflar bölva, dýrlingar biðja
um brottfór hans.“
Nemesis hlýtur að koma fram.
„Hvað óttast ég?
Mig sjálfan?
Hér er enginn“
Vofur fómardýranna sækja að
Ríkarði í draumi. Anna hefur reynd-
ar upplýst okkur um martraðir
hans. En samviskan heijar að Rík-
arði þá, þegar tungan er lömuð og
hugurinn bundinn svefndróma. I
vöku kemst hún ekki að. Það næsta
sem hún kemst að honum, er þegar
hann hrekkur upp a.f draumnum
fyrir lokaorustuna.
Eintal Ríkarðs, þegar hann vakn-
ar, er sérstætt og ólíkt flestum
eintökum Shakespeares. Nú er Rík-
arður ekki að tala við áhorfendur,
hann er ekki að sýna þeim inn í
hugarfylgsni sín, eða birta þeim
áform sín. Þetta er hin fræga geð-
klofasena. TVær persónur Ríkarðs
tala saman. Önnur sem öllum hryll-
ir við, ægileg og ógnvekjandi, hin
það góða, sem eftir er í sál hans,
ef nokkuð er.
Morgunblaðið/Emilía
Frá uppfærslu
Þjóðleikhússins
á Ríkarði III
_______________________________49
visnuð og kistill á herðum. Á jörðu
niðri stendur hann ekki jafnfæts
öðram, hann á erfítt um vik í bar-
daganum.
En á hestbaki vegur minna þótt
vinstri fóturinn sé máttlítill. Þá má
festa skjöldinn við vinstri handlegg-
inn og Ríkarður verður jafnoki jarls-
ins af Rikmond. Eina vonin til að
beijast áfram er að fá hest.
Þegar Katbæingur segir við
hann: „Konungur flýið, ég skal ná
í hest.“
Svarar Ríkarður: „Þræll, ég hef
lagt líf mitt í þetta kast, og ég mun
hlíta hvarfi teningsins."
Þannig svarar Ríkarður að hann
ætli að beijast til hins síðasta, en
ekki flýja.
Ég vil hins vegar skilja þetta
atriði á þann hátt, að nú sé Ríkarður
hræddur og ætli að flýja.
Ríkarður talar svo oft um hug
sér í leikritinu, að ekki er ástæða «■1
til að taka orð hans of alvarlega
um að hann muni hlíta nvarfi ten-
ingsins og beijast þar til yfír lýkur.
Flest illmenni era huglaus undir
niðri. Reyndar segir Ríkarður fyrir
orustuna: „Ráðkleifur, ég er hrædd-
ur, hræddur."
Shakespeare leggur í leikritum
sínum meistaralega áherslu á and-
stæðurnar.
Ríkarður hefur allt leikritið lagt
allt í sölumar til þess að ná konung-
dómi. Hann myrðir bróður sinn,
bróðursyni, vini sína og stuðnings-
menn. Ollu er til fómandi til þess
að markið náist.
En allt er í heiminum hverfult.
Þama kemur fram afstæði verð-
mætamatsins. Á þessari stundu er
hestur.meira virði en konungs-
krúna. Á eyðieyju er meira virði að
hafa mat en gull. Þegar skipið er
að farast er björgunarbátur meira
virði en heil heimsálfa.
Ríkarður hefur fómað öllu til
þess að ná því, sem í huga hans
er meira virði en allt annað, kon-
ungstign. En nú er konungsríki
einskis virði miðað við hest. Lífíð
er að veði.
Er þetta ekki dæmi um „Die *
Verganglichkeit"?
„ Allt er eftirsókn eftir vindi,“ segir predikar-
inn.
Helgi túlkar þetta lokaatriði
þannig, að Ríkarður sé lémagna,
hann er úrvinda.
Mér fannst hann beita hæstu
tónunum á „konungskrúna" en
lækka röddina örmagna, er hann
segir í seinna skiptið „hest“.
Þama fínnst mér hesturinn aðal-
atriðið. Ég hefði kosið að orðið
„hest“ skæri í eyra leikhússgesta
sem þrangið örvæntingu, algjört
neyðaróp.
Örvænting Ríkarðs þarna er
algjör. Ekkert nema hestur getur
bjargað honum.
■w
„Ó, mildi Drottinn,
deyfðu slægar eggjar“
Jarlinn af Rikmond vinnur loka-
sigur og England er frelsað. Sam-
kvæmt kenningunni um nemesis
hlýtur lokasigurinn að vinnast af
einhveijum, sem ekki hefur tekið
þátt í öllum svikunum og morðun-
um.
Jarlinn af Rikmond, hefur verið
í útlegð í Frakklandi. Hann er
saklaus af öllum illvirlqunum. Tud-
orættin er komin til valda og von
um betri tíð. England er endurborið.
i
„ílýjandi her skal heitið uppgjöf saka.“
Lokaorð hins verðandi Hinriks
VII eru:
„I friði munu sárin gróa um síð,
og sættir bindast vel á nýrri tíð.“
og mér fannst eins og hljóma í
huga mér orð Völuspár, er jörð rís
öðra sinni iðjagræn úr ægi:
„Fallaforsar
flýgurömyfir
sáeráfjalli
fiskaveiðir."
Leikararnir
I Ríkarði III eru saman komnir
margir okkar fremstu leikarar.
Sjálfsagt mun mörgum þykja sem
skörin sé farin að færast upp í
bekkinn að ég skuli voga mér að