Morgunblaðið - 13.04.1986, Page 50
50
MQRGUNBLAÐHj), SUNffUDAGU R13. APRlL 19ft6
leggja dóm á leik okkar færustu
snillinga. En úr því að leikritið hafði
slík áhrif á mig, að ég hefi varið
heilli nótt til þess að setja hugrenn-
, ingar mínar um það á blað, sjálfsagt
að því er mörgum mun finnast af
’ lítilli þekkingu og enn minni skiln-
ingi, þá er best að vaða áfram út
í ófæruna.
— Mér fínnst Helgi Skúlason
sýna meistaraleik í þessu hlutverki.
Eg var satt að segja dálítið undrandi
að hann skyldi halda þetta út, jafn-
mikla líkamlega og andlega orku
og hlutverkið kallar á. Mér fínnst
túlkun Helga afar góð. Þar með er
ég ekki að segja að ekki mætti túlka
Ríkarð á annan hátt.
Limaburður Helga, visin höndin,
haltrið á vinstra fæti, hvemig hann
skáskýtur höfðinu, augngotumar
og glampinn í augunum, raddblær-
inn og raddbeitingin auk framsagn-
ar þessa erfiða, langa texta. Ég
vildi ekki eiga að leika þetta eftir.
Það hlýtur að hafa tekið langan
tíma að læra þetta hlutverk og til-
einka sér það, túika og skilja Rík-
arð.
— Gunnar Eyjólfsson leikur Ját-
varð konung IV snilldarlega. Hel-
sjúkur freistar hann þess að sætta
alla, áður en hann fellur frá. Við-
brögðin við fráfall hertogans af
Klarens eru svo raunveruleg að mér
fannst þetta einfaldlega vera að
gerast. Gunnar túlkar þetta rauna-
mæddur og hamingjulaus. Látbragð
hans kallar aftur fram í hugann orð
„Konungstign er hefðarheitið eitt
heiður í stafni, ánauð undir þiljum;"
— Róbert Amfmnsson er óað-
fínnanlegur sem hertoginn af Bokk-
inham. Reyndar skilar hann öllum
sínum hlutverkum með slíkum
ágætum, að ekki þykir orð á ger-
andi, þótt hann bæti einu við í hóp-
inn. Ég hefí séð marga leikara í
Shakespeare-hlutverkum, en ég
held ég hafí engan séð, sem flytur
hinar löngu, erfíðu þulur Shakespe-
ares jafn eðlilega og auðveldlega,
eins ogdaglegt mál.
— Mér fannst Rúrik afar góður
sem Stanley jarl af Darrbæ.
— Hins vegar fannst mér Flosi
passa illa sem Hastingur. Einhvem
veginn fínnst mér Flosi mest leika
alvörulaus grínhlutverk og mér
fínnst hann hafa skapað sér þá
ímynd. Mér fannst honum því ekki
takast að túlka valmennið Hasting,
hrekklausan mann, sem ekki gat
hugsað sér að konungskrúnan lenti
á röngum stað.
— Erlingur lék hertogann af
Klarens listavel, en ég verð að játa,
að einhvern veginn fannst mér hann
ekki passa í hlutverkið fremur en
Flosi. En sjálfsagt er þetta bara
mgl í mér.
— Kristbjörg Kjeld lék ekkju-
drottninguna með slíkum ágætum,
að hún bókstaflega hreif áhorfend-
ur með sér. Ég get hreinlega ekki
gert mér í hugarlund, að unnt sé
að gera því hlutverki öllu betri skil.
— Herdís skilaði hlutverki sínu af
snilld sem móðir Ríkarðs og sjálfur
hreifst ég með ótta og harmi Mar-
grétar sem Elísabet drottning.
Ragnheiður lék Önnu líka afar vel.
Flest em hlutverk leikritsins
erfíð, en vel leyst af hendi. Jarlinn
af Ríkmond mætti Ijóma meira,
þegar hann lýsir þeirri björtu fram-
tíð, sem England á í vændum.
Líklega er mál, að þessari upp-
talningu linni. Sýningin í heild var
mjög góð. Þó má ég til að bæta
því við, að mér fínnst Bessi alltaf
góður. Mér fannst hann reyndar
leika morðingjann betur en borgar-
stjórann. Borgarstjórann gerði
hann e.t.v. of aulalegan. Þama hlýt-
ur að hafa verið um að ræða einn
af slægvitmstu stjómmálamönnum
síns tíma. Hann kann þó að hafa
valið að koma fram sem auli fremur
en að missa höfuðið.
Um hinn morðingjann er það að
segja, sem Þórhallur Sigurðsson
lék, að hann flytur eina af hinum
snjöllu ræðum Shakespears um
samviskuna. Gallinn er bera sá, að
þegar hann hefur þessa ræðu, tekur
hann að rölta yfír sviðið. Með þessu
rölti dregur hann athyglina frá
ræðunni um samviskuna, að hreyf-
ingunni.
Þetta er enn sterkara vegna þess,
að hreyfing í sýningunni er fremur
lítil, kyrrstaðan í sviðsetningunni
mikil, meira að segja orastan er
sýnd með kyrrmynd.
Uppsetningin er látlaus og íeggur
því meira á leikarana. Þeir verða
nánast án hjálpargagna að láta
áhorfendur upplifa löngu liðna at-
burði, taka þátt í atburðum, sem
ekki em til staðar.
Raunveruleikinn?
Sumir telja, að hinn raunverulegi
Ríkarður III hafí í reynd átt fátt
sameiginlegt með Ríkarði III
Shakespeares. Ýmsar heimildir
segja, að hann hafi verið viðkvæm-
ur, greindur ogjafnvel fríður sínum.
Hann hafí öragglega ekki verið
vanskapaður og ekki haft visna
hönd.
Morð litlu prinsanna hafa aldrei
verið sönnuð.
Heimild Shakespeares mun aðal-
lega hafa verið „The history of King
Richard the Third" eftir Sir Thomas
More, sem hann raunar lauk aldrei
við.
Enn aðrir telja fráleitt að ætla
More að hafa falsað lýsinguna á
Ríkarði III. Hann hafí einfaldlega
trúað henni sjálfur, en sögu sína
er hann talinn hafa ritað um 1513,
aðeins 28 ámm eftir dauða Ríkarðs.
Hann hlýtur því að hafa haft að-
gang að ýmsum, sem þekktu Ríkarð
III.
Hitt er auðvitað líka rétt, að
„valdarán" sitt hefur Tudorættin
gjaman viljað réttlæta. Á þeim tíma
þegar talið er, að konungar þægju
vald sitt frá guði, var valdarán synd
gegn guði.
Elísabet I er þriðji Tudorinn frá
valdatöku jarlsins af Ríkmond og
er við völd, þegar Shakespeare
skrifar leikrit sitt. Sumum þykir
sem það skýri ýmislegt um túlkun-
Hróbjarts af Brakkinborg;
ODC
LOFT- OG OLÍUSÍUR
J ■
H Bifreiðaeigendur
Hafið þið hugleitt
hvað eitt lítið sandkorn geturorsakað
ef það kemst í smurgang vélar?
\
I
Húngæti brættúrsérá leguog þáerþörfá viðgerð
. . . . og hún kostar sitt.
Fyrirbyggjandi aðgerðir kosta minna!
Skiptið því reglulega um síur og notið
viðurkenndar vörur .... AC DELCO ....
Hjá okkur fáið þið nú hinar frábæru AC DELCO
loft- og olíusíur í flestar gerðir bíla.
Hagstætt verð.
Góð vél er þess virði að gælt sé við hana.
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Vörubíla-ogtækjaverkstæði, Þórshamar hf. smurstöð Akureyri
Höfðabakka9 Reykjavík Vélaverkstæðið Foss Húsavík
SmurstöðShell, Hraunbæ Reykjavík Kaupfélag N-Þingeyinga Kópaskeri
Smurstöð BP, Klöpp Reykjavík Kaupfélag Langnesinga Þórshöfn
Smurstöð, Smiðjuvöllum 2 Akranesi Bílaverkstæði Borgþórs,
BTB varahlutaverslun Borgarnesi Miðási 2 Egilsstöðum
Bifreiðaþjónustan, Borgarbraut Borgarnesi Síldarvinnslan Neskaupstað
Kaupfélag Hvammsfjarðar, Ásbjörn Guðjónsson Eskifirði
varahlutaverslun Búðardal Bílaverkstæðið Lykill Reyðarfirði
Bílaverkstæði Guðjóns, Dekkja- og smurþjónustan,
Þórsgötu 14 Patreksfirði Hafnarbraut Höfn
Vélsmiðjan Þór ísafirði Vélsmiðja Hornafjarðar Höfn
Smur-ogdekkjaþjónustan, Bílaverkstæðið Kirkjubæjarklaustri
Fjarðarstræti 20a ísafirði Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli
Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki Kaupfélagið Þór Hellu
Vélsmiðja Húnvetninga Blönduósi Kaupfélag Árnesinga,
KEAvarahlutaverslun Akureyri varahlutaverslun Selfossi
ina á Ríkarði III, nauðsyn þess að
Tudorættin tæki við völdum.
Þýðingin
Helgi Hálfdanarson hefur unnið
þrekvirki með þýðingum sínum á
Íeikritum Shakespeares. Hann hef-
ur í reynd auðgað menningarheim
íslendinga með þessu frábæra verki
sínu.
Flestir munu sammála um að
þýðingamar séu almennt góðar og
stundum meistaralegar.
Til þess að vinna slíka þýðingu
þarf gífurlegt vald bæði á máli og
efni. En jafnframt er slík þýðing
óskaplegt þolinmæðisverk. Líklega
mun þetta verk Helga seint full-
þakkað.
En nú er það svo, að Shakespeare
er ekki alltaf auðskilinn. í Shake-
speare em margir vafastaðir og
skýringar á verkum hans em heil
fræðigrein. Margir munu kannast
við söguna um prófessorinn, sem
hafði varið ævi sinni við kennslu á
Shakespeare-skýringum. Hann var
spurður, þegar hann var kominn á
eftirlaun, hver ósk hans væri, ef
. hann ætti eina. Að sjá Shakespeare
;taka próf í Shakespeare-skýringum
svaraði prófessorinn, því hann
mundi ömgglega falla.
Hins vegar er þýðing ævinlega
nokkurt smekksatriði og sýnist sitt
hveijum. Ekki treysti ég mér til að
gera þýðingu Ríkarðs III að um-
ræðuefni í „stuttri blaðagrein" eins
og menn gjama segja, þegar allt
um þrýtur. Ég skal þó játa, að sumt
hefur orðið mér umhugsunarefni.
Aðeins tvö dæmi. Þegar Ríkarður
í byijun leikritsins skýrir frá fyrir-
ætlunum sínum segir hann:
„I am determined to prove a villain"
I íslensku þýðingunni segir:
„Skal ég klífa á kjöl með hrottaskap"
Ég verð að játa, að mér gekk í
fyrstu verr að skilja íslensku setn-
inguna en þá ensku, og tel ég mig
þó sínu skárri í íslensku en ensku.
Þýðingin á hinni frægu setningu
„A horse! a horse! my kingdon for
a horse!" er:
„Hest, hest, mín konungskrúna fyrir hest."
Ég hefði fremur sagt:
„Hest, hest, konungsríki mitt fyrir hest.“
Þetta er auðvitað léttvægt
smekksatriði, en þó er nokkur
munur á konungskrúnunni og kon-
“ungsríkinu, og það kann að sýna
að einhveiju leyti gildismat manna,
hvort orðið þeir nota.
Þjóðleikhúsinu þakkað
Sérstök ástæða fínnst mér til að
þakka Þjóðleikhúsinu fyrir að flytja
þetta leikrit.
Mér fínnst reyndar alveg nauð-
• synlegt að leikritið verði kvikmynd-
að og sett á myndbönd. Það yrði
listunnendum til ánægju í framtíð-
inni, leikumnum sjálfsagður heiður,
jafnframt því sem slík spóla yrði
• mikilvæg heimild. Slík vinna liggur
að baki þessari sýningu, að hörmu-
legt væri að freista þess ekki að
varðveita hana á þennan hátt.
Óvíst er að Ríkarður III verði
færður upp hér á landi á næstunni
aftur. T.d. er unnt að kaupa mynd-
bönd í Barbican Theatre í London,
, með ýmsum sýningum hússins.
E.t.v. gæti þetta orðið Þjóðleik-
húsinu tekjulind.
Ríkarður III er eitt af allra fræg-
ustu leikritum Shakespeares. Þar
kemur snilld hans vél fram. Menn
hafa reyndar oft velt vöngum yfír
því, hvort Shakespeare hafí getað
skrifað þessi leikrit. Hvort þekking
hans, lærdómur og þroski hafí
getað nægt til að lýsa víðlendi
mannlegrar tilveru svo snilldarlega.
Því hafa nokkrir aðrir verið nefndir
til sögunnar.
Fjarlægðin til fastastjamanna er
mæld í milljónum ljósára. Fjarlægð-
in er svo mikil, að hún er jafnlöng,
hvaðan sem mælt er frá jörðinni,
hvort sem mælt er frá íslandi eða
Ástralíu.
Bandarískur prófessor sagði ein-
hvem tíma, að snilld Shakespeares
væri svo mikil, að hún væri jafri-
langt frá getu slátrarans og getu
prófessorsins, því væm vangaveltur
um annan höfund út í hött.
Höfundur er verkfræðingur.