Morgunblaðið - 16.07.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986
Hraðfrystihúsið á Hofsósi;
Hætt að taka
við silungi
- hábölvað að missa þessar tekjur, seg-
ir Hrefna Gunnsteinsdóttir, Ketu
HRAÐFRYSTIHÚSIÐ hf. á Hofsósi er nú hætt að taka við silungi
frá bændum vegna mikils framboðs af laxi.
Hraðfrystihúsið tók í fyrra á
móti 23 tonnum af silungi, bæði
flökum og heilum físki og annaði
þá ekki eftirspum.
Að sögn Gísla Kristjánssonar
framkvæmdastjóra frystihússins
hefur frystihúsið tekið á móti 3
til 4 tonnum á mánuði undanfarið
en silungurinn seldist lítið sem
ekki neitt hér innanlands og því
hefði verið ákveðið að hætta að
taka á móti silungi.
Reynt hefði verið að selja físk-
inn til útlanda, m.a. til Noregs í
fyrra en nú þætti Norðmönnum
silungurinn of dýr. Einnig seldi
frystihúsið eitt tonn á mánuði til
Frakklands en ekki hefði tekist
að selja meira. Frystihúsið hefði
sent sýnishom til Evrópu en til-
boðin sem hefðu fengist hefðu
verið of lág miðað við það verð
sem bændum væri greitt. Ekki
hefði verið reynt að fá bændur til
að fallast á lægra verð.
Erfítt væri að samræma fram-
boð héðan pöntunum að utan og
einnig væri fískurinn vandmeð-
farinn í hitanum á sumrin.
Hrefna Gunnsteinsdóttir hús-
freyja á bænum Ketu, Skefílstaða-
hreppi í Skagafírði sagði að það
væri hábölvað að missa þessar
tekjur. Margir bændur hefðu haft
talsvert upp úr silungsveiðunum.
Sjálf hefðu þau veitt fyrir 30.000
krónur síðasta hálfa mánuðinn og
það munaði um minna.
Eitthvað virðist þó enn seljast
af silungi.
Elsa Pétursdóttir húsfreyja á
bænum Útey við Laugarvatn sagði
að þau á Útey hefðu gert talsvert
af því að veiða silung og selja og
sagði hún að það reyndist alls
ekki erfítt að selja fískinn þótt þau
væm auðvitað með mun minna
magn en Hraðfrystihúsið á Hofs-
ósi.
Þau hefðu selt Eddu-hótelinu á
Laugarvatni og einnig talsvert til
Reykjavíkur og gætu þau ekki
annað eftirspum.
Fyrir skömmu hefði til dæmis
hringt í þau físksali í Hafnarfírði
og beðið um að fá að kaupa af
þeim silung en þau hefðu ekki
getað veitt honum úrlausn.
Hjá verslununum Víði og JL-
Réttur elli- og
örorkulífeyrisþega:
Mega hafa
40% hærri
tekjur
en áður
HEILBRIGÐIS- og trygg-
ingamálaráðherra, Ragnhild-
ur Helgadóttir, hefur
ákveðið að svonefnt
„frítekjuhámark" elli- og ör-
orkulífeyrisiþega verði
hækkað um 40%.
í fréttatilkynningu ráðuneyt-
isins segir að einstaklingar geti
nú haft allt að 75.480 kr. í tekj-
ur á ári eða 6.320 kr. á mánuði.
Sambærilegar tölur fyrir hjón
em 8.847 kr. á mánuði, eða
106.160 kr. á ári. Ef tekjumar
em ekki yfír þessum mörkum
haldast bætumar óskertar.
húsinu í Reykjavík fengust þær
upplýsingar að lítil sala væri í sii-
ungi. Margrét Runólfsdóttir hjá
Víði Starmýri taldi að fólk vildi
frekar laxinn og Gunnar Bjart-
marz hjá JL-húsinu sagði að
verslunin hefði gefíst upp á að
selja silung, hann hefði greinilega
verið of dýr.
Skúli Hauksson bóndi á Útey og Valdimar Birgisson koma frá þvi að vitja um silunganetin.
ENN Á NÝ Kmm ÚRIOL NÝUN
OG SPBOUNU ÓONCASnÐ Á NUUORKA
Það eru liðin mörg ár síðan
Úrvalsfólk tyllti tám niður á
sælureitinn Mallorka í fyrsta skiptið.
Síðan þá höfum við hjá Úrvali
kappkostað að bjóða frábæra
gistiaðstöðu á Mallorka og nú er
komið að nýjasta áfangastað okkar
suður í sælunni: Sa Coma.
Sa Coma ströndin.
Sa Coma er glæsileg sandströnd á austurhluta
Mallorka. Þeim sem þekkja til á Mallorka mun líka vel
við þennan stað. Ströndin er á milli bæjanna S'llliot og
Cala Millor. Þar finnur þú allt sem er ómissandi í
sólarferðum; verslanir, veitingahús og margvíslega
þjónustu við ferðamenn.
Sennilega er gistiaðstaðan á Sa Coma trompið. Þú
getur valið um gistingu í tveimur glænýjum
íbúðarhótelum: Royal
Mediterrano og Royal Cala
Millor. Bæði hótelin eru á strönd
inni og er gistiaðstaðan öll til
fyrirmyndar.
Sérstakt
kynningarverð
i sumar
(tilefni kynningarinnar verður boðið sérlega hagstætt
verð í sumar. Fjölskylda, hjón og tvö börn 4-11
ára borga aðeinskr. 23.100.-pr. mann fyrir 2ja
vikna ferð.
Flogið er í áætlunarflugi til Luxemborgar og þaðan
áfram til Palma með Luxair. Þaðan er ekið til Sa Coma.
Innifalið í verði er flug, gisting og akstur milli
flugvallar og gististaðar.
FERMSKRirsnmi úrval
Ferða^krifstofan Úrval v/Austurvöll. Sími (91) 26900.
GOH FÖLK / SlA