Morgunblaðið - 16.07.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986
23
Dagblað þjóðarinnar í Kína:
„Vaknið fél-
agar, vaknið“
Peking, AP.
KÍNVERSKIR skrifræðisvinir og kerfisþjónar þvermóast marg-
ir við hvers kyns breytingum. Þeir andvarpa og stynja, romsa
upp úr sér stofnanamáli og þrasa i það endalausa í stað þess
að koma einhveiju í verk, að þvi er dagblað kommúnistaflokks-
ins, Renmin Ribao (Dagblað þjóðarinnar), sagði í forsíðugrein
á þriðjudag.
„Réttast væri að hrópa í eyru
þeirra: „Vaknið, félagar, vakn-
ið!““ sagði í greininni.
Ný stefnumál flokksins eiga
ekki upp á pallborðið hjá sumum
kerfísþjónum. Hvort sem þá er
að fínna í hópi embættismanna
eða almennra borgara, er háttur
þeirra að „deila um keisarans
skegg og andvarpa og stynja"
yfír breytingum, sagði í greininni.
Margur kerfísþjónninn „fer sér
hægt við vinnu“, er sár og „sökkv-
ir sér í fundafen", sem skilur
ekkert bitastætt eftir, sagði enn-
fremur.
„Fólk rökræðir án þess að kom-
ast að niðurstöðu, og jafnvel þótt
komist sé að niðurstöðu í ein-
hverju máli er ekkert hugsað um
að hrinda því f framkvæmd,"
sagði í greininni.
Kínverska skriffínnskubáknið,
sem á stundum gerir jafnvel ein-
földustu úrlausnarefni óhemju-
flókin og seinunnin, veldur
almenningi vonbrigðum og
gremju.
Málgögn stjómarinnar og
æðstu embættismenn hafa látið
þau orð falla upp á síðkastið, að
þvergirðingamir haldi mörgum
framfarasinnanum í heljargreip-
um kerfisins vegna andstöðu
sinnar við breytingar.
Stakk sápustykki
upp í kennarann
Doncaster, Englandi, AP.
MAÐUR EINN i Doncaster játaði
fyrir rétti í gær að hann hefði
ráðist á kennara og stungið upp
í hann sápustykki, eftir að kenn-
arinn hefði gert slíkt hið sama
við sex ára gamlan son hans.
Þannig var að kennarinn, Elsie
Sherratt, neyddi son Normans Time
til að bíta stykki úr sápu í október
í fyrra, í refsingarskyni fyrir að
hafa hrækt á annað barn. Time
Sri Lanka:
sagði fyrir rétti að hann hefði reynt
í íjóra mánuði að fá skólayfírvöld
til að refsa kennaranum, en ákveð-
ið að taka málið í sínar hendur
þegar sonur hans kom heim einn
daginn niðurbrotinn og blautur eft-
ir að kennarinn hafði ekki leyft
honum að fara á klósettið meðan á
kennslustund stóð.
Dómarinn í málinu sleppti Nor-
man Time lausum án þess að þurfa
að borga sekt, svo fremi sem hann
yrði ekki til vandræða í nánustu
framtíð.
(2) SILFURBUÐIN
Laugavegi 55, Reykjavík Sími 11066
Mannvíg á
báða bóga
þrátt fyrir
friðar-
viðræður
Colombo, Sri Lanka, AP.
TAJLSMAÐUR stjórnarinnar á
Sri Lanka sagði í gær, að her
landsins hefði fellt ellefu
tamílska skæruliða á Jaffna-
skaganum á mánudag. í tilkynn-
ingu frá Frelsisfylkingu Tamíla,
aðalskæruliðahreyfingunni,
sagði, að tundurdufl, sem skæru-
liðar hefðu komið fyrir, hefði
gereyðilagt fallbyssubát á þriðju-
dagsmorgun og tólf sjóliðar Iátið
lífið.
í tilkynningu skæruliða sagði enn
fremur, að fallbyssubáturinn hefði
verið eyðilagður í hefndarskyni fyr-
ir dauða 37 tamflskra sjómanna,
sem sjóher Sri Lanka hefði myrt á
eynni Mandaithivu 10. júní sl.
Að sögn skæruliða lenti báturinn
á duflinu, þegar hann var á leið til
flotastöðvarinnar í Karainagar.
Stjómvöld tilkynntu á mánudag,
að 39 manns hefðu fallið í átökum
víðs vegar um landið þann dag.
Herskáir Tamílar hafa hafnað
friðartillögum Jayewardene forseta,
sem undanfarið hefur átt viðræður
við sendinefnd tamflskra leiðtoga,
sem flestir hafa aðsetur í Madras
á S-Indlandi. Stjómarandstöðu-
þingmenn úr hópi Sinhala sögðust
ætla að hunsa friðarráðstefnu, sem
hófst í Colombo í gær. Þeim þykir
stjómin hafa gengið bf langt tij
móts við kröfur Tamfta.
SUMARFERÐ
FRAMSÓKNARFÉLAGANNA VERÐURIÞÓRSMÖRK
Sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður laugardaginn 19. júlí n.k. Lagt verður af stað frá Rauðarárstíg 18
kl. 8,00 f.h. Farmiðasala er á skrifstofu Framsóknarflokksins að Rauðarárstíg 18, og er síminn þar 24480.
Aðalfararstjóri verður Jón
R. Hjálmarsson fræðslu-
stjóri. Aðrir í fararstjórn eru:
Jón Helgason ráðherra,
Þórarinn Sigurjónsson
alþ.m., Sigrún Magnúsdótt-
ir borgarfulltrúi og Steinþór
Þorsteinsson form. fulltrúa-
ráðs Framsóknarfélaganna
í Reykjavík.
Haraldur Ólafsson alþ.m.
mun flytja stutt ávarp í ferð-
inni. Fólk er minnt á að taka
með sér nesti og góðan
ferðafatnað.