Morgunblaðið - 16.07.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.07.1986, Blaðsíða 46
- V 1 ' x Körfubolti: Þrjú lið f úrvalsdeild FRESTUR til að tilkynna þátt- töku í íslandsmót Körfuknatt- leikssambands íslands rann út 4. júlí sl. Einungis þrjú liö hafa tiikynnt þátttöku í Úrvals- deild og enn fœrri í aðrar delldir. Þar sem gert er ráð fyrir því að niðurröðun íslandsmóts hefjist strax upp úr 15. júlí þá er allt útlit fyrir að fjöldinn allur af liðum, sem þátt tóku I Is- landsmótinu sl. ár, verði ekki með þetta árið. Ef svo fer verður íslandsmót- ið fremur fámennt. Opna Hagkaups- mótið í golf i OPNA Hagkaupsmótið verður haldið i þriðja sinn dagana 19. og 20. júlí. Keppnisfyrirkomu- lag verður með þvf sniði að leikið verður af gulum teigum höggleikur án forgjafar og af hvrtum teigum höggleikur með forgjöf. Heildarverölaun eru vöruút- tektir hjá Hagkaup og IKEA að verðmæti 125.000 þús. kr. Verðlaun skiptast sem hór seg- ir: Fyrir lægsta skor af hvítum teigum verða veitt sérstök verðlaun að upphæð 10.000 kr. Aukaverðlaun verða átta, fyrir að vera næstur holu á öllum par þrjú holum á vellinum, hvorn dag, aö upphæö 3.000 kr. Skráning i mótið fer fram fimmtudaginn 17. júlí og föstu- daginn 18. júlí, i síma 92-4100 og 92-2908, og í golfskálanum í Leiru. Æfingadagar fyrir mótið eru fimmtudagur og föstudag- ur. Tennis- fréttir Tennisáhugafólki gefst fljótlega kostur á aukinni iðk- un þessarar skemmtilegu íþróttar. í byggingu eru 4 tennisvellir á skjólsælum stað innst f Fossvogi á fþrótta- svæði Vfkings. Samkomulag hefur veriö gert við stjórn Víkings um að selja áskriftarkort til 5 ára til einstaklinga á 10 þúsund krón- ur en tjölskyldna á 12 þúsund krónur. Gjöld þessi fjármagna vallargeröina. Vellirnir verða malbikaöir og afgirtir. Hér er kjörið tækifæri til hollrar hreyf- ingar og útivistar, en tennis má leika á öllum aldri og aldrei of seint að byrja. Söfnun er í gangi og öllum opin og þeir sem hafa áhuga geta hringt í síma 11879 (Einar Thorodd- sen), 38525 (Börkur Aðal- steinsson), 33137 (Margrét Svavarsdóttir), 31497 (Stein- gerður Einarsdóttir) eða 17292 (Árni Tómas Ragnarsson). Leiðrétting í fréttum Morgunblaðsins í gær af úrslitum í meistara- mótum golfklúbanna er rangt farið með nöfn tveggja kylf- inga úr Nesklúbbi. Það var Jóhannes Gunnars- son, sem sigraði í 1. flokki og Sverrir Einarsson, er varð í þriðja sæti í 2. flokki. Þá er Hannes Hall, sem fór holu í höggi á Akranesi á dögunum, úr NK, en ekki GK. • Fulftrúar Vals, Fram og ÍA, sem voru viðstaddir er dregið var f Evrópukeppninni f knattspyrnu, segja álit sitt á mótherjum sfnum f keppn inni. Þessi skemmtilega mynd er frá leik tveggja Evrópuliða, en hún hlaut verðlaun í Ijósmyndasamkeppni Adidas. Skagamenn vilja leika á Akranesi - Valsmenn fengu heillaskeyti frá framkvæmdastjóra Real Madrid. Leikmenn Fram í fyrsta skipti til Póllands FULLTRÚAR fslensku knattspyrnuliðanna, sem taka þátt f Evrópu- keppni í haust, Vals, Fram og Akraness, voru viðstaddir, þegar dregið var f Sviss f síðustu viku. Þeir eru komnir aftur heim og ræddi blaða- maður Morgunblaðsins við þá af þvf tilefni. „Stökk hæð mína í loft upp“ Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnudeildar Vals, og Helgi Magnússon voru fulltrúar Vals og voru þeir að vonum ánægðir með mótherjana. „Við sögðum áður en við fórun að við fengjum Juventus, en auðvitað var þaö óskhyggja. Ég neita því ekki að við vorum mjög spenntir og okkur leist ekki á blikuna í byrjun, þegar þekkt og sterk lið komu upp úr hattinum, sem við misstum af. En svo kom Juventus og síðan Valur. Ég stökk hæð mína í loft upp og svo mikla athygli vakti ánægja okkar, að um kvöldið fékk ég skeyti frá fram- kvæmdastjóra Real Madrid, þar sem hann óskaði okkur til ham- ingju, en hann var einmitt við- staddur þegar dregið var,“ sagði Eggert. Eggert sagði að fjöldi manns hefði verið þarna á vegum Juvent- us og hefðu þeir verið mjög vinsamlegir. Þeir voru kunnugir aöstæðum á íslandi og vildu skipta á leikdögum, en það gekk ekki upp. „Juventus og Torino eru bæði í Evrópukeppni og nota sama heimavöll. Forseti Torino var harð- ur fyrir og vildi að fariö yrði eftir reglunum, en þar segir m.a. að leikur í meistarakeppninni gangi fyrir leik í UEFA-keppninni. Bæði fengu fyrst heimaleik, en Torino skipti við Nantes. Frakkarnir voru á okkar bandi enda þekktum við þá síöan í fyrra að við lékum gegn þeim, en allt kom fyrir ekki. Við leikum því úti 17. september og heima 1. október. Þess má geta að ísienskt lið hefur aldrei leikið gegn ítölsku liði í Evrópukeppni og landslið þjóð- anna hafa ekki enn leikið saman. En ítalirnir þekkja til íslensku knatt- spyrnunnar og Boni Berti, fyrrum fyrirliði ítalska landsliðsins og starfandi forseti Juventus, bað fyr- ir kveðjur til vinar síns, Alberts Guðmundssonar," sagði Eggert Magnússon. „Tökum því sem að okkur er rétt“ Halldór B. Jónsson, formaður Knattspyrnudeildar Fram, var full- trúi Framara. „Við áttu að leika fyrst úti, en þar sem leikur Vals var fastur, snerist okkar leikur sjálfkrafa viö og ég þurfti ekki að fara fram á breytinguna. Ég veit ekki annað en að leikdagarnir standi og þá leikum við gegn Katowice á Laugardalsvellinum 17. september." Halldór sagðist lítið vita um pólska liðið, „en Pólverjar eru sterkir og ég veit að í liðinu er að minnsta kosti einn leikmaður, sem var á HM í Mexíkó. Ég hitti Zbigni- ew Kalinski, framkvæmdastjóra pólska knattspyrnusambandsins, og hann sendir okkur fljótlega nán- ari upplýsingar um liðið." Halldór sagði að Framarar hefðu alveg eins gert ráð fyrir að lenda á móti liði frá Austur-Evr- ópu, því þau væru hlutfallslega mörg í keppninni. „Við vorum und- ir þetta búnir, tökum því sem að okkur er rétt og gerum okkar besta. Við fáum ef til vill ekki eins marga áhorfendur og við hefðum fengið gegn Barcelona eða Stutt- gart, en þetta er ævintýri fyrir strákana sem taka þátt í þessu. Enginn leikmanna okkar hefur komið til Póllands og þarna gefst kærkomið tækifæri til að heim- sækja nýja staði," sagði Halldór B. Jónsson. „Ánægður með að fá Sporting Lissabon" Jón Gunnlaugsson, formaður ÍA, var fulltrúi Skagamanna. „Við átt- um að leika seinni leikinn hér heima en þar sem Benfica og Sporting eru bæði frá Lissabon, fengum við sjálfkrafa fyrri leikinn hér þar sem Benfica fékk fyrri leik- inn heima gegn Lilleström frá Noregi í Evrópukeppni bikarhafa. Okkur var sama þótt við hefðum fengið seinni leikinn heima ef Vals- mönnum hefði tekist að skipta á sínum leik. Það er mikið upplifelsi að vera viðstaddur drátt í Evrópu- keppni. í UEFA-keppninni er liðunum 64 skipt fyrirfram í 8 riðla. Við vorum í 1. riðli og komum upp úr hattinum er tvö lið voru eftir og var ég ánægður með að fá Sporting sem mótherja. Eftir drátt- inn var sest niður og samið um leikdaga. Sporting Lissabon er mjög stór íþróttaklúbbur með um 130 þúsund meðlimi í fjölmörgum íþróttagreinum. Þeir eiga glæsileg íþróttamannvirki og leikvöll sem tekur 70 þúsund manns í sæti." DREGIÐ var f þýsku bikarkeppn- inni í knattspyrnu um helgina og drógust „íslendingaliðin“ saman. Aðeins einn leikur verður á milli tveggja liða úr Bundesligunni í 1. umferð í bikarkeppninni, leikur „ís- lendingaliðanna Bayer Uerdingen og VfB Stuttgart. Atli Eðvaldsson og Lárus Guðmundsson leika á heimavelli gegn Ásgeiri Sigurvins- syni og félögum. Þetta verður aðalleikur umferðarinnar. Sá furðulegri atburður gerðist að draga þurfti tvisvar í bikar- keppninni. I fyrra skiptið hafði miðinn með nafni Stuttgarter Kick- — Verður heimaleikurinn á Laugardalsvelli eða á Akranesi? „Stjórn ÍA hefur samþykkt að leikurinn skuli fara fram á Akranesi ef hægt verður að uppfylla öll skil- yrði. Við höfum sent bréf til bæjarstjórnar sem tekur málið fyr- ir á morgun. Það þarf að uppfylla ákveöin skilyröi svo leikurinn geti farið fram á Skaganum. Eins og að setja upp öryggisgirðingar og svo aðstöðu fyrir fjölmiöla svo sem beinar sjónvarpssendingar til Portúgals og fleira. Við getum reiknað með að fá um 2.000 manns á leikinn hér uppfrá." Leikurinn verður að öllum líkind- um 17. september á Akranesi og 1. október í Lissabon. Blaðamaður frá Portúgal er væntanlegur til landsins til að skoða aðstæður á Akranesi og kynna sér liðið, nú í lok vikunnar. ers dottið upp úr hattinum og var ákveðið að liðið spilaði á móti Tennis Borussia Berlin, sem var síðast upp úr hattinum. Stuttgart- er Kickers kærði og var dregið aftur. Svo undarlega vildi til að lið- in drógust saman og leika á heimavelli T. B. Berlin. Bikarmeistarar Bayern Munch- en leika á útivelli gegn áhuga- mannafélaginu Hertha BSC, Werder Bremen heima gegn 2. Bundesligaliðinu Alemannia Aach- en og 1. FC Köln gegn áhuga- mannaliði FC Emmendingen á útivelli svo nokkrir leikir séu nefnd- ir. Þyska knattspyrnan: íslendingaslagur íbikarkeppninni Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fróttaritara Morgunblaösins f Vestur-Þýskalandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.