Morgunblaðið - 16.07.1986, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986
t
Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir,
AÐALHEIÐUR EGGERTSDÓTTIR,
Meistaravöllum 11,
andaðist i Landspítalanum 8. júlí sl.
útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd barnabarna og barnabarnabarna,
Samúel S. Jónasson,
Viktor Daði Bóasson, Guðrún Þorsteinsdóttir
Guðrún Ólafsdóttir, Gunnar Oddsson.
t
Elsku móðir mín, tengdamóðir okkar og amma,
GUÐRÚN VIÐAR,
til heimilis að Seljahlíð,
andaðist að morgni 12. júli á Borgarspítalanum.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Óttar Viðar, Aðalhelður Viðar,
Ingileif Ólafsdóttir,
Drífa Jónsdóttir.
Sigtryggur J.
Helgason — Minning
Fæddur 27. sept.1912
Dáinn 9. júlí 1986
Einn fárra heiðursfélaga í Félagi
íslenskra gullsmiða, Sigtiyggur J.
Helgason, er látinn.
Sigtryggur var fæddur 1912 en
1926 hóf hann nám í gullsmíði hjá
Guðjóni Bemhardssyni og Aðalbimi
Péturssyni á Akureyri. Hann lauk
sveinsprófí í maí 1931 en þá tók
það 4V2 ár að ljúka því prófí. Sig-
tryggur hafði því starfað að
gullsmíðum í 60 ár um þessar
mundir.
Leiðir lærimeistara hans skildu á
meðan námið stóð yfír og hélt Aðal-
bjöm til Sigluijarðar en Guðjón
varð eftir á Akureyri og lauk við
að kenna Sigtryggi og starfaði þar
áfram um hríð.
Árið 1932 hélt Sigtryggur til
Siglufjarðar og starfaði þar um 10
ára skeið með Aðalbimi og fleiri
gullsmiðum. Þetta var á sfldarárun-
um og var þá mikið líf í tuskunum
eins og Sigtryggur hefur sagt okk-
ur frá, en hann hafði ágæta frá-
sagnargáfu til að bera. Það var
ekki einasta gáfan sem hann lifði
með um dagana. Á sfldarámnum
var ekki eingöngu unnið við gull-
og silfurhandverk. Sagði hann okk-
ur að gullsmiðimir hefðu verið
fengnir til að brýna klippur og hnífa
að sumrinu í sfldarslagnum.
Hann hafði góðar músíkgáfur og
spilaði, að _ mér skilst, á ailfelst
hljóðfæri. Á Siglufirði vom starf-
andi 4 danshús á sumrin öll kvöld
og spilaði Sigtryggur þar af mikilli
snilld og Qöri á ýmis hljóðfæri og
eftir böllin var stundum sest að
smíðum og smíðað alla nóttina og
daginn líka og loks spilað aftur
næsta kvöld í hljómsveitinni á
sfldarballinu. Það var oft hart í ári
t
Móðir okkar,
PETRÓNELLA BENTSDÓTTIR,
lést á elliheimilinu Grund föstudaginn 11. júlí.
Útförin auglýst síðar.
Dætur og tengdasynir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
PÉTURPÉTURSSON,
Vesturbergi 138,
andaöist í öldrunardeild Landspítalans 14. júlí sl.
Jarðarförin auglýst síöar.
Kristfn Jónsdóttir,
Sigríður, Elfn, Ester, Ruth og Marfa Pétursdætur,
Jón, Hallgrfmur, Þorbjörn, Trausti og Pótur Póturssynir,
tengdabörn og barnabörn.
t
Fööurbróöir minn,
NÍELS NÍELSSON,
Reynimel 76,
Reykjavfk,
lést í Borgarspítalanum 12. júlí sl.
Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Rvk. mánudaginn 21. júlí nk.
kl. 15.00.
Vfðir H. Kristinsson
og fjölskylda.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
ÞÓRÐUR JÓNSSON,
Fossagötu 14,
lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 15. júlí.
Kristfn Þorbergsdóttir,
Helga Þórðardóttir,
Sigurður Þórðarson.
t
Eiginmaöur minn og stjúpfaöir,
GUÐMUNDUR ÓSKAR GUÐMUNDSSON,
bóndi,
Seljalandsbúinu, ísafirði,
lést 13. júlí.
Guðbjörg Jónsdóttir,
Bragi Lfndal Ólafsson.
t
Útför systur minnar,
RAGNHILDAR J. LÁRUSDÓTTUR,
áður Barmahlíð 51, Reykjavík, verður gerð frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 17. júlí kl. 13.30.
. '' ■ s
*•» Guðrún Lórusdóttir
...................—
t
Innilegar þakkir fyrir samúö og vináttu vegna andláts og útfarar
föður okkar, tengdaföður, afa og iangafa,
GÍSLA ARASONAR,
Sogavegi 132.
Haraldur Gfslason, Þórunn Guðmundsdóttir,
Guðrfður Gfsladóttir, Rafn Kristjánsson,
Ari Gfslason,
Sverrir M. Gfslason,
barnabörn og bamabarnabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts og
útfarar móöur okkar, tengdamóður og ömmu,
ÞÓRODDU LOFTSDÓTTUR
frá Uppsölum,
Vestmannaeyjum.
Þórunn Valdimarsdóttir, Gfsli Magnússon,
Eva Valdimarsdóttir, Magnús Magnússon,
Jónína Valdimarsdóttir, Engelhart Svendsen
og barnabörn.
t
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna
andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
GUÐRÚNAR JÓHANNESDÓTTUR.
Einar Jónsson,
Berta Einarsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson,
Örn Jensson, Hallfrfður Ragnarsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts
og útfarar systur okkar,
GUÐBJARGAR MARKÚSDÓTTUR,
Valstrýtu, Fljótshlfð.
Ingólfur Markússon,
Sigríöur Markúsdóttir
og aðrir aðstandendur.
t
Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug vegna andláts og
útfarar móður okkar,
DAGBJARTAR LÁRU EINARSDÓTTUR,
Háukinn 3, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sólvangs.
Börnin.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýju vegna fráfalls,
SOFFÍU JÓNSDÓTTUR,
Siglufirði.
Sigfússína Stefánsdóttir,
.,* Þormóður Stefánsáon.
á þessum krepputímum og lítið að
gera á vetuma en unnið allt sumar-
ið án þess að sofa nema sem allra
minnst.
Árið 1942 hélt Sigtryggur aftur
til Akureyrar. Erfítt var að fá hús-
næði á þeim árum en hann fékk
þó húsnæði í bakhúsi. Sagðist hann
hafa málað stórt skilti svo að fólk
rataði nú til hans, en hann hafði
aldrei tíma til að setja það upp því
það var svo mikið að gera strax í
upphafi. Þetta var á stríðsárunum
og mikið að gera, mikil vinna hjá
almenningi og Qármagn íslenskt og
erlent í umferð. Fljótlega gat Sig-
tryggur flutt í betra húsnæði. Um
skeið starfaði hann með Eyjólfi
Amasyni eða þar til Eyjólfur flutti
til Reykjavíkur, en þá kom Pétur
Breiðfjörð og lærði hjá honum og
unnu þeir saman sfðustu 26 árin.
1. janúar 1960 tóku þeir félagar
Sigtryggur og Pétur höndum saman
og stofnuðu sameignarfélag um
reksturinn með sama nafni. Var
mikill vinskapur með þeim félögum
alla tíð og virðing á báða bóga.
Þeir unnu saman, áttu sameiginleg
áhugamál í sportveiðum og fleiru.
Pétur hefur því tapað miklu við frá-
fall vinar síns.
Ein er sú manneskja sem tapað
hefur mestu, en það er elskuleg
eiginkona Sigtryggs, Guðrún Guð-
mundsdóttir. Þau voru einstaklega
samrýmd. Þau ferðuðust mikið
saman út um allan heim, fóru m.a.
í hringferð í kringum hnöttinn. Þar
naut ein af sérgáfum Sigtryggs sín
vel — tungumálakunnáttan. Það var
sama, eftir því sem mér hefur verið
sagt, hvort þau hjónin voru stödd
fyrir austan eða vestan jámtjald,
hinum megin á hnettinum eða bara
í Frakklandi eða Ítalíu, alltaf gat
Sigtryggur rætt við heimamenn
eins og innfæddur.
Margar voru gáfur hans og góð-
ur smiður var hann. Hann var
mikils metinn af starfsféiögum inn-
an gullsmíðastéttarinnar og var
einróma kjörinn heiðursfélagi í Fé-
lagi íslenskra gullsmiða á 60 ára
afmæli þess árið 1984.
Nú er félagi okkar allur. Blessuð
sé minning þessa mæta manns.
Megi Guð blessa þig Guðrún mín
og styrkja á þessari erfíðu stundu
og um alla framtíð.
Sigurður G. Steinþórsson
formaður Félags íslenskra
gullsmiða.
M
Auglýsingar 22480
Afgreiðsla 83033