Morgunblaðið - 16.07.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986 Morgunblaðið/Júlíus Strætisvagn ók á mann Strætisvagn ók á mann á gangbraut við mót Lækjargötu og Bankastrætis síðdegis í gær. Skarst maðrinn á höfði og hruflað- ist að auki á olnboga. Ekki eru meiðsli hans alvarleg. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík var stræt- isvagninn á leið norður Lækjargötu og fór yfir gatnamótin á grænu ljósi eins og lög gera ráð fyrir. Maðurinn, sem fyrir vagninum varð, fór hins vegar yfir gangbraut á rauðu ljósi. Hann mun hafa verið ölvaður. Hemlaför strætisvagnsins mældust 6 metrar, en þá er mælt frá byijun þeirra að afturenda vagnsins. Uorgunblaðið/Þorkell í golfi í Grafarholti Fulltrúar í borgarstjórn Reylgavikur mættu í gær til leiks á golfvellinum f Grafarholti og slógu þar hvita boltann ásamt stjómarmönnum í Golfklúbbi Reykjavíkur og öðrum staðkunn- ugum. Á myndinni era Davíð Oddsson, borgarstjóri, og Hannes Guðmundsson, formaður stjórnar Golfklúbbs Reykjavíkur. Borg- arstjóri er kampakátur enda flaug boltinn snöggtum lengra en við fyrsta högg í keppninni á siðasta ári. Nýtt kvæðasafn eftir Kristján frá Djúpalæk Nýtt stjórnkerfi Landsvirkjunar: Almannavamir í viðbragðsstöðu; Talið að DC-8-þota væri með sprunginn hjólbarða FLUGTURNINN í Keflavík bað Almannavarair ríkisins að hefja viðbúnað vegna flugslyss um kl. 8.30 í gærmorgun. Flug- stjóri DC-8-þotu Fiugleiða, á leið frá Chicago með 190 farþega, taldi að hjólbarði hefði sprungið í flugtaki. Vélin lenti 10 mínút- um fyrir átta með eðlilegum hætti. Eftir að flugvirkjar höfðu yfírfarið þotuna hélt hún áfram til Lúxemborgar samkvæmt aætlun. Flugleiðaþotan var stödd um 100 sjómflur út af Keflavík þegar flugstjórinn tilkynnti að hann grunaði að hjólbarði hefði laskast. Hafði hann orðið var við óeðlilegan titring þegar tekið var á loft í Chicago. Flugstjórinn bað um að fá að fljúga lágt yfir völlinn svo hægt væri að skoða hjólabúnaðinn af jörðu niðri. Það var ekki talið heppilegt vegna þoku. Vél á leið frá New York var látin fljúga upp að „Chicago-vélinni". Flugmenn- imir könnuðu hjólabúnaðinn en sáu ekkert athugavert. Klukkan 7.29 barst Almanna- vömum ríkisins beiðni um að hefja viðbúnað vegna flugslyss, frá flug- stjóm á Keflavíkurflugvelli. Guðjón Petersen, framkvæmda- stjóri Almannavama, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að 12 mínútum síðar hefði allt tiltækt lögreglulið, sjúkralið og hjálpar- sveitir á Suðumesjum og í Reykjavík verið í viðbragðsstöðu. Að þessu leyti var farið á fyrsta stig hópslysaáætlunar en engar ráðstafanir höfðu verið gerðar á sjúkrahúsunum. Vélin lenti síðan kl. 7.51 án nokkurra vandræða. Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli beið með alla bfla sína við flug- brautina, og eltu þeir þotuna í lendingu þar til ljóst var að engin hætta væri á ferðum. Þá hættu Almannavamir viðbragðsstöðu sinni. Ástvaldur Eiríksson, vara- slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflug- velli, sagði að útköll af þessu tagi væru algeng. í fæstum tilfellum tengjast þau farþegaflugi. Vamar- liðið hefur það fyrir reglu að biðja um aðstoð ef minnsti grunur leikur á að bilun sé í herflugvél. Að sögn Sæmundar Guðvinssonar, blaða- fulltrúa Flugleiða, á það ekki að skapa hættu ef hjólbarði springur á farþegaþotu. DC-8-þotumar em á 8 hjólum, og hafa lent heilu og höldnu þótt loft hafi farið af ein- hveijum þeirra. SKJALDBORG á Akureyri hefur gefíð út kvæðasafnið „Dreifar af dagsláttu" eftir Kristján frá Djúpalæk. Skáld- ið verður sjötugt í dag, 16. júlí. í bókinni er að fínna sýn- ishora úr fimm síðustu ljóða- bókum Kristjáns og handriti ljóða sem ort hafa verið eftir að síðasta bókin „Fljúgandi myrkur" kom út árið 1981. í fréttatilkynningu frá út- gáfunni segir að Kristján Krist- jánsson hafí valið kvæðin í bókina en Gísli Jónsson riti ítarlegan formála. Árituð og tölusett eintök hafa þegar verið send 500 manns sem skrifuðu nöfn sín á „Tabula Gratulatoria“. Skráin er birt fremst í bókinni. Kristján frá Djúpalæk hefur nú gefíð út 20 bækur, þar af 16 í bundnu máli. Hæstutilboð 115—147 millj. undir áætlun ÖLL TILBOÐ sem bárust í nýtt stjórakerfi Landsvirkjunar, voru að minnsta kosti rúmlega hundr- að milljónum króna undir kostn- aðaráætlun ráðunauts fyrirtæk- isins. Svissneskt fyrirtæki átti lægstu tilboðin. Borgarráð: Uppsögnum meina- tækna frestað BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að fresta uppsögnum 40 meinatækna á Borgarspítal- anum iim þijá mánuði, eða til 1. janúar nk. Um 40 meinatæknar í 30 stöðum á Borgarspítalanum höfðu sagt upp störfum um síðustu mánaðamót og hugðust láta af þeim frá og með 1. október í haust. Þá var Ragnar Júlíusson kosinn formaður skólanefndar og fræðslu- ráðs á fundinum en kjöri formanns var frestað á fundi borgarstjómar þann 19. júní sl. Auk Ragnars skipa nefndina þau Siguijón Fjeldsted, Guðrún Zoega, Þorbjöm Broddason og Kristín Amalds. Um var að ræða tilboð í nýjan kerfiráð til fjarstýringar og fjar- gæslu á raforkukerfi Landsvirkj- unar. Samkvæmt því, sem segir í fréttatilkynningu frá Lands- virkjun, var miðað við þijá eftirtalda valkosti: 2. Westinghouse Systems Ltd., England 3. CAE Electronics Ltd., Kanada 4. Harris Corporation, USA 5. ASEA, Svíþjóð 6. Brown Boveri & Cie, Sviss Kostnaðaráætlun rádunauts Valkostur B: 1. Landis & Gyr AG, Sviss 2. CAE Electronics Ltd., Kanada 3. ASEA, Svfþjóð Kostnaðaráætlun ráðunauts Valkostur C: 1. Landis & Gyr AG, Sviss 2. Westinghouse Systems Ltd., England 3. Harris Corporation, USA 4. CAE Electronics Ltd., Kanada 5. ASEA, Svíþjóð Kostnaðaráætlun ráðunauts Kostnaðaráætlun ráðunauts er miðuð við föst verð, en tilboðsverð- in em væntanlega meira eða minna háð verðbreytingarákvæðum. Jafn- framt er vakin athygli á því að hér þarf ekki að vera um að ræða end- anlegar niðurstöðutölur eða röð tilboða, þar sem Landsvirkjun á eftir að kanna þau með tilliti til útboðsgagna og bera þau endanlega saman. Kr. 237.390.200 60,9% Kr. 247.078.677 63,4% Kr. 389.866.440 100,0% Kr. 134.510.347 42,0% Kr. 188.906.235 58,9% Kr. 205.377.678 64,1% Kr. 320.518.000 100,0% Kr. 152.778.603 43,7% Kr. 159.707.893 45,7% Kr. 185.401.926 53,0% Kr. 201.117.924 57,6% Kr. 210.606.201 60,2% Kr. 349.656.000 100,0% Tilboðin verða nú könnuð í ein- stökum atriðum og borin endanlega saman. Að því búnu mun stjóm Landsvirkjunar taka afstöðu til þeirra og skýra frá niðurstöðum sínum í því efni, segir að lokum í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun. A: Stjómkerfi með 2 stjórnstöðvum staðsettum í samanburður við kostnaðaráætlun ráðunauts Landsvirkjunar. Valkostur A: 1. Landis & Gyr AG, Sviss Kr. 158.640.603 40,7% Kr. 168.100.979 43,1% Kr. 221.780.553 56,9% Kr. 227.089.996 58,2% Nefnd fjallar um launagreiðsl- ur til stórmeistara 1 skák SVERRIR Hermannsson, menntamálaráðherra, hefur skipað þriggja manna nefnd til að semja reglur um launagreiðslur til stórmeistara I skák. Sú veiya hefur skapast frá því að Friðrik Ólafsson varð stór- meistari að skákmenn þægju laun samkvæmt taxta menntaskólakenn- ara þegar þeir hafa náð stórmeistaratitli. Engar reglur hafa þó verið til um þessar launagreiðslur. í nefndinni eiga sæti Halldór Blöndal alþingismaður, sem er for- maður, Baldur Möller ‘ fyrrverandi ráðuneytisstjóri og Knútur Hallsson ráðuneytisstjóri í menntamálaráðu- neytinu. Knútur Hallsson sagði f samtali við Morgunblaðið að hlut- verk nefndarinnar væri að semja reglur sem kvæðu á um réttindi og skyidur þeirra skákmanna sem þægju launin, og hversu lengi þeir ættu rétt á þeim. En engar slíkar reglur eru til. Nefíidin mun koma saman næstkomandi fímmtudag. Stórmeistarar á íslandi eru nú sex og þiggja þrír þeirra umrædd laun, þeir Guðmundur Siguijónsson, Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson. Guðmundur hefur þegið launin frá því hann varð stórmeistari árið 1974, en þeir Helgi og Jóhann bættust í stórmeistarahópinn á síðasta ári og hafa þegið launin frá því þeir voru formlega útnefndir stórmeistarar á síðasta þingi FIDE. Friðrik Ólafsson þiggur Iaunin ekki lengur og Mar- geir Pétursson og Jón L. Amason hafa ekki komist á launaskrá hjá menntamálaráðuneytinu énn, en þeir verða báðir útnefndir stórmeistarar á þingi FIDE í haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.