Morgunblaðið - 16.07.1986, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulitrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö.
Bílar og banaslys
*
Afyrstu sex mánuðum
líðandi árs létust fímmtán
Islendingar í umferðarslysum,
þar af átta ökumenn bifireiða,
tveir ökumenn bifhjóla, tveir
farþegar í bifreiðum og þrír
gangandi vegfarendur. Hins-
vegar hefur alvarlegum áverk-
um í umferðarslysum fækkað,
sem rakið er tií færri „útaf-
keyrslna", en þær vóru 73 á
fyrstu sex mánuðum ársins
1986 en rúmlega 100 á sama
tíma 1985. Það er umhugsun-
ar- og áhyggjuefni, að tveir
íslendingar hafa látið lífíð að
meðaltali í mánuði hverjum í
umferðarslysum um nokkurt
árabil sem og að þriðjungi fleiri
banaslys hafa orðið í umferð-
inni fyrri helming ársins 1986
en á sama tíma í fyrra.
Bifreiðin gegnir veigamiklu
hlutverki í daglegu lífí fólks á
líðandi stundu. Á Reykjavíkur-
og Reykjanessvæðinu, þar sem
rúmur helmingur þjóðarinnar
býr, fer fólk með einkabílum
eða almenningsvögnum milli
heimilis og vinnustaðar tvisvar
eða oftar dag hvem. Það sama
gildir um stóran hluta fólks í
strjálbýli, þó vegalengdir milli
heimilis og vinnustaðar séu
yfírhöfuð styttri í smærri sam-
félögum. í stóm og strjálbýlu
landi eins og okkar skipta sam-
göngur milli byggðarlaga, sem
að stórum hluta fara um þjóð-
vegakerfíð, mjög miklu máli
fyrir félagsleg og menningarleg
samskipti fólks, fyrir atvinnulíf-
ið — flutningar hráefna og
fullunninnar vöru —, fyrir
námsfólk, sem víða fer um
nokkum veg milli heimilis og
skóla — og fyrir ferðafólk, er-
lent og innlent, sem njóta vill
náttúm landsins. Bifreiðin
gegnir því veigamiklu hlutverki
í lífí og starfí fólks á líðandi
stundu.
Bifreiðaeign íslendinga hef-
ur og vaxið jafnt og þétt á
liðnum ámm. Láta mun nærri
að í landinu sé ein fólksbifreið
á hveija tvo íbúa. Það er mun
meiri bifreiðaeign en víðast
annars staðar, t.d. meðal
bræðraþjóða okkar á Norður-
löndum. Við ökum einnig á
betur búnum bifreiðum og betur
gerðum vegum en áður, þótt
sitt hvað standi enn til bóta í
íslenzkri vegagerð. Umferðar-
menning okkar, ef nota má það
orð, hefur og þróast til réttrar
áttar, en hvergi nærri í nógu
ríkum mæli. Sú hörmulega nið-
urstaða blasir við, að fímmtán
manns hafa týnt lífí í umferðar-
slysum hér á landi fyrri helming
líðandi árs. Það er mikil blóð-
taka fámennri þjóð. Það er
mikið mannfall í ekki meiri
umferð en þó er hér. Ekki má
heldur horfa fram hjá meiðsl-
um, sem tugir manna verða
fyrir ár hvert, og í fjölmörgum
tilfellum setur mark sitt á líf
viðkomandi einstaklinga upp
frá því.
Það ógnvekjandi mannfall í
umferðinni, sem við blasir, bók-
staflega hrópar á eflingu hvers
konar fyrirbyggjandi aðgerða.
Sú fyrirbyggjandi aðgerðin,
sem kemur fyrst og bezt að
gagni, er á valdi ökumanna
sjálfra, sem og hjólandi og
gangandi fólks, að sýna fyllstu
aðgæzlu, háttvísi og hjálpsemi
í umferðinni. Við skulum öll
leitast við að leggja fram okkar
skerf að þessu leyti, til lækk-
andi slysa- og dánartíðni í
íslenzkri umferð.
Að njóta
landsins
Ekkert er eðlilegra né heil-
brigðara en að ungir og
aldnir leggi leið sína á vit
íslenzkrar náttúru meðan nótt-
laus voraldarveröld ræður hér
rílgum fáeinar vikur ár hvert.
Hafa verður hinsvegar í
huga, að veður skipast í lofti á
skammri stundu — og að
íslenzkt náttúra er ekkert lamb
að leika sér við þegar hún sýn-
ir á sér hinar verri hliðar. Það
getur því verið meir en vara-
samt að ana af augum og
fyrirhyggjulítið í óbyggðir eða
á hálendi landsins. Menn verða
að kunna fótum sínum forráð
í samskiptum við íslenzka nátt-
úru.
Skemmtanahald og fjölda-
samkomur, sem eftit hefur verið
til á fögrum stöðum um sumar-
helgar, hafa og verið með ýmsu
móti, stundum lítt viðfeldnu.
Svo er til orða tekið í Tímanum
í gær að „samkomuhald sé orð-
ið með slíkum stórkarlabrag að
lífí og limum er hætt vegna
drukkinna og bardagafúsra"
manna. Þar segir og að „náttúr-
an sjálf þoli ekki það álag, sem
af svona samansmölun" leiðir,
þar sem „óhóflegt áfengisþamb
og jafnvel þaðan af verri naut-
nameðöl eigi sinn þátt í að
dægrastytting og skemmtan
snýst upp í öndverðu sína og
verður að þjáningu og böli“.
í þessu efni, sem öðrum,
skiptir aimenningsálitið megin-
máli. Ef tekst að virkja það
gegn slíkri hegðan, sem hér um
ræðir, er hálfur sigur unninn.
Það á að vera hægt að njóta
íslenzkrar náttúru, útivistar og
skemmtunar, án þess að villi-
mennska setji mark sitt á
hegðan fólks, eins og stundum
gerizt, vonandi í undantekning-
artilfellum.
Af hveiju er dýrt
að vera fslendingur?
Nokkur orð um nýlega könnun Verðlagsstofnunar í
Reykjavík og Glasgow frá Félagi íslenskra stórkaupmanna
eftir Árna Reynisson
Samanburður Verðlagsstofnunar
á verði á nokkrum matvörutegund-
um í Glasgow og Reykjavík hefur
vakið athygli. Engum þarf að koma
á óvart, að breskar iðnaðarvörur
eru allmiklu dýrari hérlendis en þar
í landi. Þó hefur fréttaflutningur
af þessari könnun verið með þeim
hætti, að óhjákvæmilegt er að gera
almenningi grein fyrir niðurstöðum
hennar í heild.
Það stendur Félagi íslenskra
stórkaupmanna næst að gefa álit
sitt, því mjög er undir félagsmönn-
um þess komið að þessi hlið
utanríkisverslunarinnar sé vel rek-
in.
Almennur innflutningur til lands-
ins nam á árinu 1985 32,7 milljörð-
um króna, og má áætla að sú tala
tvöfaldist þegar við bætast toll-
ast, skattar og verslunarkostnað-
ur. Eitt prósent í lækkuðu vöruverði
til neytenda að jafnaði jafngildir
þá 700 milljónum króna. Þó hér sé
gróft reiknað má ölium ljóst vera,
að mikið er í húfí að vel sé unnið
í samningum um vörukaup á er-
lendri grund, og með hagkvæmum
verslunarrekstri innanlands.
Reykjavík —
Glasgow
Það er skoðun Félags íslenskra
stórkaupmanna að kannanir sem
þessar séu af hinu góða. Félagið
hefur hvatt til þess að vel verði
fylgst með þróun verðlags í kjölfar
þess að frjáís verðmyndun var inn-
leidd á árunum 1984—5. Hins vegar
verður að krefjast sanngimi við
mat á niðurstöðum og átta sig vel
á því, hvað verið er að bera saman.
Við samanburð á verðlagi á þess-
um tveimur stöðum er það einmitt
áleitin spuming, hversu miklar
kröfur sanngjamt er að gera til
okkar manna. Aðstöðumunur til að
ná hagstæðum samningum er mik-
ill og verður m.a. að taka tillit til
eftirtalinna atriða:
1. í breska konungsríkinu búa um
60 milljónir manna og er breskur
markaður því um 250 sinnum
stærri en sá íslenski.
2. Bresk smásöluverslun er að
langmestu leyti í eigu stórra inn-
kaupakeðja, sem semja beint við
framleiðendur innanlands.
Vegna hagræðis sem því fylgir
er verslunarkostnaður að sjálf-
sögðu mikið lægri þar en hér.
3. í könnuninni er samanburður
gerður á innlendum framleiðslu-
vömm í Bretlandi og vömm sem
fluttar em hingað til lands með
misháum tollum. Þetta em ólík
framleiðslustig þó varan sé sú
sama.
4. Flestar vömmar vega allmiklu
þyngra í neyslu Breta en íslend-
inga og seljast þar miklu hraðar
en hér.
5. Glasgow er ein ódýrasta stór-
borg Bretlands og er vandséð
hvort hægt er að fínna harðari
viðmiðun.
Það er því ekki undarlegt að tals-
verður verðmunur kemur fram í
samanburðinum. Þetta skýrist enn
betur ef tekin em þijú dæmi um
mismunandi verðmyndun á dós af
bökuðum baunum.
Þetta einfalda dæmi sýnir að
langmestur hluti verðs á íslandi
liggur í flutningskostnaði, háum
tollum og mismunandi hagkvæmum
verslunarháttum. Þegar leitað er
að ástæðum fyrir háu vömverði hér
þarf því bæði að athuga samnings-
stöðu á erlendum markaði og einnig
kostnað við aðdrætti og dreifíngu,
þar með aðflutningsgjöld.
Góð útkoma
innflytjenda
Það er til mikils ætlast að fslensk
heildverslun nái í öllum tilfellum
jafngóðu verði og bresk stórfyrir-
tæki á heimamarkaði. Þegar skoðað
er hversu lágur verslunarkostnaður
er í Bretlandi, hljóta það að teljast
viðunandi viðskiptakjör, sérstak-
lega þegar lítið er keypt í einu, að
ná kaupverði sem er lægra en út-
söluverð í Glasgow.
Fram kemur að þriðjungur
vörutegundanna í könnuninni er
keyptur á jafnlágu eða lægra
verði en erlend stórverslun. Þá
kemur fram að um 80% þeirra
vörutegunda sem könnunin nær
til eru á mjög viðunandi verði
miðað við aðstæður.
Nokkrar vömr koma lakar út f
samanburðinum. Þar á meðal em
vömmerki sem em hverfandi lítið
seld á íslandi og önnur, þar sem
neysla er svo lítil að verðmunur
hefur nær ekkert að segja fyrir
neytendur. Þá em nokkur dæmi
sem benda innflytjendum á að end-
urskoða þurfi samninga um
kaupverð.
Stjóm FÍS hefur rætt þessa út-
komu við viðskiptaráðherra og
verðlagsstjóra, og er enginn ágrein-
ingur um að góð og viðunandi
innkaup em gerð í flestum dæmum
sem tekin vom.
Kynning- og fjölmiðlun
Stjóm Félags íslenskra stórkaup-
manna hvetur til þess að kannanir
sem þessi verði gerðar f fleiri ná-
grannalöndum, enda verði tekið
tillit til athugasemda félagsins um
framsetningu og kynningu á niður-
stöðum. Því hefur verið beint til
verðlagsstjóra að verðlag á Norður-
löndum verði borið saman, og verði
þá jafnframt tekin með vara, sem
flutt er inn til allra landanna. Ber
að harma að misheppnuð kynning
að þessu sinni hefur orðið til þess,
að aðalatriði málsins hafa grafíst
undir og ekki fengið þann sess í
umræðunni sem vera ber.
V erslunarkostnað
málækka
Vömverð á íslandi er hærra en
það þyrfti að vera. Það er því meg-
Arni Reynisson
„ Að lokum þetta: Inn-
flutningsverslun hefur
verið pólitískt bitbein í
áratugi og er umfjöllun
um þetta mál nýjasta
dæmið. Tímabært er að
taka upp ábyrgari um-
ræðu um þessa mikil-
vægu starfsgrein.“
inverkefni samtaka verslunarinnar
að vinna að lækkun verslunarkostn-
aðar. Félag fslenskra stórkaup-
manna hefur mótað stefnu í þessum
efnum, og efnt til samstarfs við
viðkomandi aðila um hvem einstak-
an þátt.
Skammt er liðið síðan verðmynd-
un á matvöm var gefín frjáls. Fijáls
verðmyndun hefur þegar átt dijúg-
an þátt í þeim árangri sem náðst
hefur f baráttunni við verðbólgu að
undanfömu. Ekki er að efa að vax-
andi samkeppni á eftir að skila enn
frekari árangri á komandi tfmum.
Ef þróun verður hér svipuð og á
Norðurlöndum, mun innflutningur
á matvöm á komandi ámm safnast
á hendur færri og stærri heildsölu-
fyrirtækja, sem munu eiga betra
Innkaupsverð
Flutningur o.fl. (CIF)
Aðflutningsgjöld2
Heildverslun
Smásala
Einfalt dæmi um verðmyndun
Bakaðar baunir
Glasgow Reykjavík a. Reykjavík b.
kr. 10 kr. 10 kr. 13
5 5
11 14
3 3
3 7 7
13 36 42
í fyrsta dálki er innkaupsverð og útsöluverð í Glasgow.
| öðrum dálki er miðað við sama innkaupsverð f báðum borgum.
í þriðja dálki er innkaupsverð til Reykjavíkur jafnt og útsöluverð
f Glasgow.
1 Frakt, vátrygging, uppskipun, vörugjald á frakt og vextir.
2 Tollur 40% og vörugjald 24% sem leggst einnig á toll.
með að ná hagstæðum samningum
en nú er. Herða má á jákvæðri þró-
un með markaðsrannsóknum og
öflugu kynningarstarfi.
Innflytjendur em ekki aðeins við-
semjendur erlendra framleiðenda.
Þeir sjá einnig um flutning, tiygg-
ingar, fjármögnun, toll- og gjald-
eyrisafgreiðslu, svo og geymslu og
dreifíngu vömnnar þegar heim
kemur. A þessum sviðum er að
mörgu að hyggja og vinnur Félag
íslenskra stórkaupmanna að verk-
efnum sem miða að hagræðingu og
lækkun kostnaðan
Stofnuð hefur verið samstarfs-
nefnd FÍS og farmflytjenda um
möguleika til lækkunar á flutn-
ingstöxtum og erlendum flutn-
ingskostnaði.
Stirðbusalegt stjómkerfí varð-'
andi toll- og gjaldeyrismál veldur
því að geymslukostnaður vöm og
fjármagnskostnaður hér er allt of
hár. Á vegum félagsins er unnið
að athugun á lækkun kostnaðar
við tollvörugeymslur, jafnvel með
stofnun nýs fyrirtækis á því sviði.
Vanskil á viðskiptaskuldum og
skuldatap valda vemlegum útgjöld-
um. FÍS beitir sér fyrir því að
stofnað verði fyrirtæki sem tryggir
hagkvæmari fjármögnun vöru-
lána og betri skuldaskil.
Félagið hefur vakið athygli
stjómvalda á nokkmm þáttum sem
krefjast úrbóta, ef árangur á að
nást í viðleitni til að halda vöm-
verði í lágmarki. Félagið hefur sent
viðskipta- og fíármálaráðherra hug-
mjmdir sínar á því sviði. Er ákveðið
að sett verði á fót samstarfsnefnd
FÍS og viðskiptaráðuneytisins um
þetta efni. Þar verður lögð áhersla
á það, af hálfu innflytjenda, að
rýmkaðar verði heimildir til að
hagnýta erlend vörulán sem
bjóðast með litlum eða engum
vöxtum. Slík ráðstöfun myndi ekki
aðeins stuðla að lægra vömverði,
heldur einnig draga úr spennu á
þröngum innlendum lánamarkaði.
Brýnt er að ný tollalög sjái dags-
ins ljós. í fjármálaráðuneytinu
liggur fmmvarp, þar sem kveðið
er á um jafnari og sanngjamari
tolla, svo og verulega einföldun og
vinnuspamað í tollafgreiðslu, og
leggur FÍS áherslu á að ekki drag-
ist lengur að gera það að lögum.
Það hefur verið almenn stefna
hjá stjómvöldum að leggja hærri
skatta á verslun en aðrar atvinnu-
greinar. Menn skulu gera sér Ijóst
að hér er aðeins verið að seilast inn
í vömverðið og spenna upp álagn-
ingu fyrirtækjanna. Sömuleiðis em
fjarslriptatæki og allur búnaður
til utanríkisverslunar hátollaður.
Hægjr það á tæknivæðingu og
framfömm. Verslunin er hluti af
framleiðslunni og því brýnt að hún
njóti ekki síðri aðbúnaðar en aðrir
framleiðsluatvinnuvegir.
Að lokum þetta: Innflutnings-
verslun hefur verið pólitískt bitbein
í áratugi og er umfjöllun um þetta
mál nýjasta dæmið. Tímabært er
að taka upp ábyrgari umræðu um
þessa mikilvægu starfsgrein.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Félags íslenskra stórkaupmanna.
Sumarbúðir
í Skálholti
DAGANA 11.-17. ágúst verður
gerð tilraun með sumarbúðir i
Skálholti þar sem' lögð verður
áhersla á tónlist og myndlist
ásamt útiveru og náttúruskoðun.
Tilgangurinn er að koma til móts
við þau böm sem hafa gaman af
iðkun tónlistar og myndmenntar og
gefa þeim tækifæri til að vera sam-
an í leik og starfí. Enn geta nokkur
böm bæst í hópinn og er æskilegur
aldur 8-10 ára. Upplýsingar eru
veittar í sima 65 61 22.
Leiðbeinendur á námskeiðinu
verða Aslaug B. Olafsdóttir, Halldór
Vilhelmsson og Hjördís Olafsdóttir.
Skálholtskirkja
Villing'aholtshreppur:
Ungmennafélagið Vaka 50 ára
Ungmennafélagið Vaka í Vill-
ingaholtshreppi verður hálfrar
aldar gamalt þann 19. júlí nk.
Eins og önnur ungmennafélög i
dreifbýli gegnir Vaka mikilvægu
félagslegu hlutverki i hreppnum.
Félagið var stofnað 1936 að
frumkvæði Jóns Konráðssonar sem
þá var kennari í hreppnum. Alla tíð
síðan hefur félagið haldið uppi
öflugri félagsstarfsemi. Á fímmta
áratugnum var félagið þekkt fyrir
mikia glímukappa sem unnu stór
afrek á sínum vettvangi.. Félagið
hefur alltaf átt góðan hóp íþrótta-
fólks sem keppir fyrir hönd félags-
ins. Félagsstarfið er nú með miklum
blóma, skemmtanir haldnar I
hreppnum, námskeið og iþróttir
stundaðar.
Félagið hefur ákveðið að halda
upp á fimmtugsafmælið með því
að bjóða hreppsbúum og öllum
gömlum félögum og vandamönnum
til afmælishófs í Þjórsárveri kl 21
að kvöldi afmælisdagsins. Þar verð-
ur boðið upp á næringu, kaffí og
kökur og síðan verður andlega
þættinum sinnt með ræðum og
skemmtiatriðum. Að lokum verður
dansað við harmonikkuleik fram
eftir nóttu.
Fólk er hvatt til að rifta upp
gömul tengsl við ungmennafélagið
og óska afmælisbaminu um leið til
hamingju með afmælið.
— Sig Jóns.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir HELGU G. JOHNSON
Hæstaréttardómaramir ásamt Reagan forseta. T.f.v.: Stevens, Powell, Blackmun, White, Burger,
Brennan, Marshall, O’Gonnor og Rehnquist.
Bandaríkin:
Ná íhaldsmenn yfir-
ráðum í hæstarétti?
FYRIR STUTTU skipaði Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, Will-
iam Rehnquist, hæstaréttardómara, í embætti forseta hæstaréttar
í stað Warrens Burger, sem lætur af embætti eftír 17 ára feril,
78 ára að aldri. Þegar hæstiréttur kemur aftur saman fyrsta
mánudaginn í október, verður einnig kominn nýr dómari, sem
tekur sætí Rehnquists innan réttarins. Það er Antonin Scalia,
fimmtugur innflytjandi frá Ítalíu, sem Reagan skipaði nýverið.
Talið er að þessar breytingar innan bandaríska hæstaréttarins
komi til með að hafa mikil áhrif
í vændum íhaldssamari sveifla í
Dómsúrskurðir í Bandaríkjun-
um fara að miklu leyti eftir því
hvemig hæstirétturinn hefur
dæmt í svipuðum málum áður og
felur því hæstirétturinn í raun
ekki einungis í sér dómsvald, held-
ur einnig löggjafarvald. Alls sitja
níu dómarar, sem allir em skipað-
ir til æviloka, í hæstarétti og
gegnir einn þeirra embætti for-
seta. Þegar dæmt er í máli í
hæstarétti, ræður meirihlutinn
úrslitum og skilar hann yfirleitt
sameiginlegri ályktun réttarins.
Hveijum dómara er þó heimilt að
skila séráliti, þar sem hann gerir
grein fyrir atkvæði sínu og í mikil-
vægum málum skila jafnvel allir
dómaramir áliti, svo hægt sé að
vitna í þau síðar í undirréttum.
Árið 1971 skipaði Richard Nix-
on, þáverandi forseti Banda-
ríkjanna, William Rehnquist í
embætti hæstaréttardómara og
vildi með því vinna á móti frjáls-
ljmdri sveiflu, sem hann taldi ríkja
í réttinum. Ekki varð þó íhalds-
mönnum úr ósk sinni, því enn
vom frjálsfyndir í meirihluta innan
réttarins frá því um 1960, þegar
Earl Warren var þar forseti.
Rehnquist gekk undir viður-
nefninu „The Lone Ranger", eða
einmana kúrekinn, þar sem hann
stóð oft einn á móti hinum átta
dómumnum þegar dæmt var í
mikilvægum málum, s.s. réttind-
um blökkumanna, kvenna og
fátækra. Undirmenn hans gáfu
honum eitt sinn dúkku af kúrek-
anum einmana og hefur hún
safnað ryki á skrifborði Rehn-
quists þar til nú. Með skipun
Scalia í dómaraembætti, hefur
Rehnquist nefnilega eignast sam-
heija innan réttarins, en Scalia
er ekki einungis íhaldsmaður mik-
ill, heldur einnig góður vinur
Rehnquists og spilafélagi.
Ekki era allir á eitt sáttir um
að þessar breytingar á skipun
réttarins verði til góðs. íhalds-
menn telja að nú hefjist nýtt og
betra tímabil þar sem þjóðfélags-
legar breytingar verða íhugaðar
vandlega áður en ráðist verður í
lagasetningar. Fijálslyndir telja
hins vegar að Reagan sé með
þessu að þröngva sinni eigin hug-
myndafræði upp á löggjafarvald-
ið.
á þróun dómsúrskurða og sé nú
lagasetningum þar.
Nýjastí dómarinn I hæstarétti
Bandaríkjanna, Antonin Scalia.
Hann er talinn öruggur fylgis-
maður Williams Rehnquist, hins
nýskipaða forseta réttarins.
Warren Burger var skipaður
forseti hæstaréttarins árið 1969
af Richard Nixon, en þrátt fyrir
að hann væri íhaldsmaður og skip-
aður af forseta úr röðum repúblik-
ana, urðu margir flokksbræður
hans fyrir vonbrigðum með hann
í gegnum árin. Honum tókst ekki
að afla sér ömggs fylgis miðju-
dómaranna svokölluðu, sem
stundum greiða atkvæði með
frjálslyndum og stundum með
íhaldsmönnum. Algengt var að
rétturinn kæmi sér ekki saman
um meirihlutaákvarðanir í stór-
málum.
Þrátt fyrir að sex dómarar hafí
verið skipaðir af forsetum úr
Repúblikanaflokknum á tímabil-
inu 1969 til 1981, hefur þeim
ekki tekist að koma á hægri
sveiflu innan réttarins og var það
t.d. talið mikið áfall fyrir íhalds-
sömu öflin þegar hæstiréttur
úrskurðaði fóstureyðingar lögleg-
ar árið 1973.
f tíð Burgers var nánast óger-
legt að geta sér til um hver
úrskurður mála yrði, þar sem
mikið var um sviptingar milli
íhaldssamra og fijálslyndra afla
innan hæstaréttar og ályktanir
vom oft svo loðnar að undirréttum
gekk illa að túlka innihald þeirra.
Það er von margra að skipun
Rehnquists og Scalia hafi í för
með sér meira samræmi, þannig
að hægt sé að sjá fyrir nokkum
veginn hvemig úrskurðað verði í
málum.
Vald Bandaríkjaforseta til að
skipa dómara í bæði hæstarétt
og undirrétti sem falla undir ríkið,
er talið eitt það mikilvægasta sem
embætti hans felur í sér, þar sem
dómaramir sitja oftast löngu eftir
að forsetinn er farinn frá. Reagan
hefur sýnt að hann vill rejma að
hafa eins mikil áhrif á dómskerfíð
og hann getur með því að skipa
íhaldssama dómara. Hann hefíir
nú skipað Rehnquist í sæti for-
seta, Scalia sem dómara og einnig
skipaði hann Söndm Day O’Con-
nor, fyrstu konuna í hæstarétti,
árið 1981.
Ekki er hægt að víkja dómumm
úr embætti eftir að skipun þeirra
hefur verið staðfest af Banda-
ríkjaþingi, nema þeir gerist sekir
um föðurlandssvik, mútuþægni,
eða aðra alvarlega glæpi. Er því
mjög mikilvægt fyrir stjómmála-
flokkana að koma sínum fram-
bjóðendum í forsetastólinn þegar
útlit er fyrir að einhver dómar-
anna láti af störfum vegna aldurs.
Næstu forsetakosningar í Banda-
ríkjunum fara fram árið 1988 og
verður baráttan þá ekki einungis
um Hvíta húsið, heldur einnig
hugsanlega um nokkur sæti í
hæstarétti.
Helsti forsvarsmaður frjáls-
ljmdra í hæstaréttinum, William
Brennan, er orðinn 80 ára gam-
all, Thurgood Marshail, annar
demókrati, er 78 ára að aldri,
Harry Blackmun, einnig fíjáls-
lyndur, er 77 ára að aldri og Lewis
Powell, sem fylgt hefur Rehnquist
að máli í 73% allra úrskurða, er
orðinn 78 ára gamall. Hin, sem
eftir em, þau O’Connor, Byron
White, sem bæði fylgja Rehnquist
að máli í flestum tilvikum, og
John Paul Stevens, fijálslyndur,
era öll innan við sjötugsaldur. Ef
einhver hinna fyrmefndu ákveður
að láta af störfum á meðan Reag-
an er við völd, er nánast öraggt
að íhaidsmenn nái yfirráðum inn-
an réttarins, en því er spáð að
Scalia einn komi ekki til með að
breyta hlutfallinu á milli íhalds-
og fíjálsljmdra afla eins og komið
er. Þó er víst að hann er mikill
fylgismaður bæði Reagans, Rehn-
quists og annarra mikilla íhalds-
manna og ef frambjóðandi
Repúblikanaflokksins í næstu for-
setakosningum fer með sigur af
hólmi, er eins víst að hæstiréttur
Bandaríkjanna verður skipaður
dómuram, sem í flestum tilvikum
halda í við gamlar venjur.
Heimildir: New York Times, Time.