Morgunblaðið - 16.07.1986, Side 22

Morgunblaðið - 16.07.1986, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986 Nixon í einkaheimsókn í Moskvu: Ræddi við Gromyko á þriðju klukkustund Moskvu, AP. RICHARD M. NIXON, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ræddi í gær við Andrei A. Gromyko, forseta Sovétríkjanna, í hálfa þriðju klukkustund. Nixon kom á laugardag til Sov- étríkjanna í sex daga einkaheimsókn. Blaðafulltrúi Nixons sagði að för hans væri á engan hátt opinber. Nixon, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, veifar hér til blaða- manna, þar sem hann stfgur út úr flugstöðvarbyggingunni í Moskvu. Ákveðið var fyrirfram að ekki yrði skýrt efnislega frá viðræðum Nixons við sovézka ráðamenn. Pyrir fundinn með Gromyko ræddi hann við Georgy A. Arbatov, helzta ráðgjafa Kremlarleiðtoganna um bandarísk málefni. Þá hélt hann 20 mínútna fyrirlestur um sam- skipti stórveldanna í stofnun, sem ljallar um bandarísk og kanadísk málefni og svaraði fyrirspumum 10 nunnum og trúboða rænt á Filipseyjum: Stjórn Aquino neitar að greiða lausnargjald ManUa, AP. STJÓRN Corazon Aquino, forseta Filippseyja, hafnaði í dag kröfum mannræningja, sem krefjast jafnvirði 100.000 Banda- ríkjadala í lausnargjald fyrir bandariska trúboðann Brian Lawrence og 10 nunnur, sem rænt var á Filippseyjum fyrir helgina Mannræningjamir krefjast þess jafnframt að múhameðstrúar- mönnum á Filippseyjum verði veitt sjálfsforræði og að þeim verði út- hlutað landi syðst í eyjaklasanum. Að sögn talsmanns bandaríska sendiráðsins verður ekki orðið við kröfum ræningjanna um lausnar- gjald og fílippeyskum yfirvöldum treyst til þess að leysa málið með friðsamlegum hætti. Ræningjamir segja í bréfí, sem afhent var vamarmálaráðuneyt- inu, að Brian Lawrence hafi verið rænt til þess að mótmæla því að ekki náðust samningar um lausn franska prestsins Michel Gigord, sem rænt var í júní og hafður í Yasser Arafat í viðtali við Der Spiegel: Sameinuðu þjóðirn- ar taki við stjórn á V esturbakkanum Hamborg, Vestur-Þýskalandi, AP. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu-Araba, PLO, sagði í viðtali, sem birtist í tímaritinu Der Spiegel á mánudag, að hann legði til, að Vesturbakkinn, sem ísraelar hernámu í sex daga stríðinu 1967, yrði settur undir stjóm Sameinuðu þjóðanna. Sagði hann, að þetta gæti orðið fyrsta skrefið í þá átt að leysa deiluraar fyrir botni Miðjarðarhafs. »Ei gislingu í þrjár vikur. Samtök múhameðstrúarmanna stóðu á bak við ránið á Gigord. Lawrence var rænt á heimili hans í borginni Marawi á laugar- dagskvöld. Um 20 vopnaðir múhameðstrúarmenn réðust inn í íbúðina og námu hann á brott. Daginn áður var 10 nunnum rænt úr Karmelklaustrinu, sem stendur á fjallstindi rétt fyrir utan Marawi. Múhameðstrúarmenn eru í miklum meirihluta í Marawi. Bréfíð, þar sem krafan um lausnargjald kemur fram, var und- irritað af Aragasi Pasandalan, sem gengur undir nafninu „Rommel ofursti". Leiðtogi samtakanna, sem stóðu að ráninu, er Ismael Dimaporo, bróðursonur Ali Dimap- oro fyrrum landsstjóra í Lanao del Sur, en hann er mjög dyggur stuðningsmaður Marcosar, fyrrum forseta. að því loknu í hálftíma. Anatoly F. Dobrynin átti að vera gestgjafí Nixons í Moskvu, en hann þurfti skyndilega að fara til Víet- nam að votta Le Duan, fyrrum leiðtoga Víetnam, virðingu sína. Dobrynin er væntanlegur á mið- vikudag, eða fímmtudag, og mun hann þá hitta Nixon. Dobrynin var sendiherra Sov- étríkjanna í Washington um 24 ára skeið, en var kallaður heim til Moskvu í mars sl., og hefur síðan verið ritari miðstjómar Sovéska Kommúnistaflokksins. Talið er að Dobrynin sé einn helsti ráðgjafí Gorbachevs í málefnum Vestur- landa, og þá sérstaklega Banda- ríkjanna. Áður en Nixon fór til Moskvu, hringdi hann í Reagan forseta, en ekki var látið uppi hvað þeim fór á milli, að öðru leyti en því, að sagt var að þeir hefðu rætt sam- skipti ríkjanna. Blaðafulltrúi Nixons, John Taylor, sagði að Nix- on hefði ekki verið beðinn fyrir nein skilaboð frá Reagan til Kreml- arbænda. Nixon, sem er 73 ára gamall, mun væntanlega fara frá Moskvu á föstudag. Kafað niður að Titanic Woods Holc, AP. FIMMTÍU og sex vísindamenn og sjómenn eru nú komnir að flaki farþegaskipsins Titanic og fór foringi leiðangursins, Robert Ballard, niður að flakinu í dverg- kafbát á sunnudag ásamt tveim- ur leiðangursmönnum öðrum. Ballard var einnig foringi leið- angursins, sem hafði upp á flaki Titanic á síðasta ári. Bandaríski sjórherinn kostar leiðangurinn og á hann að standa í ellefu daga. Noregur: Fyrsta erlenda lánið í sex ár Osló, AP. NORSKA fjármálaráðuneytið tilkynnti á mánudag, að tekið yrði 500 millj. dollara lán i Vestur-Evrópu. Verður það í fyrsta sinn í sex ár, sem Norðmenn taka erlent lán. Norska stjómin hefur veitt heim- ild til að tekið verði lán að fjárhæð 890 millj. dollarar alls, en ekki hef- ur verið ákveðið enn, hvort og þá hvemig það verður nýtt, það sem eftir er af lánsheimildinni. Athygli vekur, að tilkynning §ár- málaráðuneytisins var birt samtímis því, sem enn varð veruleg lækkun Sg legg nú til í fyrsta sinn, að þetta hemumda svæði verði lagt undir yfírsljóm Sameinuðu þjóð- anna,“ sagði Arafat í viðtalinu. „Ég er reiðubúinn að ábyrgjast öryggis- hlið þessarar ráðstöfunar. Hið eina, sem ég hef áhuga á, er, að þjóð mín fái loksins land, þar sem hún getur notið frelsis." f tímaritinu sagði, að viðtalið Tíu Afganar bíða bana í sprengingu Islamabad, AP. TÍU Afganir létust og fimmtán særðust þegar öflug sprengja sprakk í gistihúsi í búðum í Pak- istan, skammt undan landamær- um Afganistan. Afganskir skæruliðar starfa mikið á þessu svæði. Pakistanskur hermaður lét lífíð í stórskotaliðsárás afganska hersins á landamæravarðstöð. Að sögn stjómar Pakistans gáfu landa- mæraverðimir afganska sljómar- hemum tilefni til árásarinnar. hefði verið tekið í Vínarborg í síðustu viku, f kjölfar þeirrar ákvörðunar Husseins Jórdaníukon- ungs að loka 25 skrifstofum PLO í Jórdaníu og takmarka vemlega ferðafrelsi æðstu aðstoðarmanna Arafats. í viðtalinu neitar PLO-leiðtoginn því, að hann hafí átt í illdeilum við Hussein, en sakar Jórdaníukonung um að „beygja sig undir" kröfu frá Bandaríkjamönnum um að hunsa PLO-samtökin í friðarviðræðunum. „Jórdaníustjóm leitar nú leiða til að sniðganga samtökin, en það tekst henni ekki, einfaldlega vegna þess að þau gegna mikilvægu hlut- verki í málinu. Deilumar fyrir botni Miðjarðarhafs verða ekki til lykta leiddar án aðildar okkar." Um 850.000 Palestínumenn búa á Vesturbakkanum. Arafat útskýrði ekki nánar, hvemig haga bæri stjóm S.þ. þar samkvæmt tillögu hans. Arafat kom til Bagdad á laugar- dag til viðræðna við fraska ráða- menn. Þar var fyrir PLO-leiðtoginn Khalil Wazir, sem rekinn var frá Jórdanfu í síðustu viku, og tók hann þátt í viðræðunum. Jórdaníumenn hafa stutt dyggilega við bakið á írökum í Persaflóastríðinu. Norræn fegurð íPanama Um þessar mundir stendur Miss Universe-fegurðarsamkeppnin yfir i Panamaborg. Um síðastliðna helgi sátu fegurðardísirnar fyrir hjá ljósmyndurum, og hér sjást fulltrúar Norðurlandanna: Helen Christensen, Danmörk (lengst t.v.), Tuula Polvi, Finn- landi, Þóra Þrastardóttir, íslandi, Tone Henriksen, Noregi, og Anna Rahmberg, Svíþjóð. á norsku krónunni gagnvart erlend- um gjaldmiðlum. Gengi hennar var ákveðið f gengislækkuninni f maí sl. en hún lækkaði enn frá síðasta föstudegi til mánudags gagnvart flestum gjaldmiðlum nema sterl- ingspundinu. Þannig var Bandaríkjadollar seldur á 7,44 n. kr. á fimmtudag í síðustu viku, á 7,535 n. kr. á föstu- dag og á 7,64 n. kr. á mánudag. Haft var eftir Birger Langerland, framkvæmdastjóra erlendu lána- deildarinnar í Den Norske Credit- bank, eins stærsta banka Noregs, að lágt olíuverð og vaxandi verð- bólga væru meginorsakimar fyrir lækkandi gengi norsku krónunnar. Samt væri þess enn langt að bíða, að ástandið yrði svipað og það var, er gengi norsku krónunnar var fellt. „En 1,5 % lækkun norsku krónunnar á örfáum dögum er okk- ur ekki að skapi," sagði Langerland. Spánn: Viðræður um fækkun hermanna Madrid, AP. HAFNAR eru viðræður um fækkun í herliði Bandaríkja- manna á Spáni. Að sögn tals- manns spænska utanrikisráðu- neytisins vonast Spánveijar til að samkomulag náist um veru- lega fækkun hermanna þar án þess þó að öryggi iandsins rask- ist. Talsmaðurinn kvaðst eiga von á löngum og ströngum viðræðum. Arið 1953 gerðu ríkin með sér gagnkvæman vamarsamning og var hann endumýjaður fyrir stuttu. Bandaríkjaher ræður yfír tveimur flugstöðvum, flotahöfn og sex fjar- skiptastöðvum á Spáni og telur herlið þeirra þar um 12.500 manns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.