Morgunblaðið - 19.07.1986, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986
Samningar lögreglumanna og ríkisins:
Laun lögreglumanna hækka
um þrjú til níu þúsund krónur
- Einar Bjamason formaður Landssambands lögreglumanna:
„Hvet lögreglumenn til að samþykkja samninginn. - Þorsteinn
Pálsson fjármálaráðherra: „Er sáttur við launalið samningsins“
FULLTRÚAR samninganefnda
ríkisins og Landssambands lög-
reglumanna undirrituðu í gær
sérkjarasamning, með fyrirvara
um samþykki félagsmanna, sem
felur í sér launahækkun um 4-8
launaflokka í tveimur áföngum
á samningstímabilinu. Fyrst
hækka Iaun allra lögreglumanna
um þijá flokka frá 1. febrúar
síðastliðnum, en síðan aftur um
1-5 flokka 1. september næst-
komandi. Hækkun um hvern
launaflokk samsvarar bækkun
um 3%, svo hækkunin frá febrú-
arbyijun nemur um 9,3%, en
heildarhækkunin er á bilinu frá
12,5% til 26,7%.
í krónum talið meta lögreglu-
menn heildarhækkunina frá tæpum
þremur þúsundum upp í rúm níu.
Lágmarkslaun lögreglumanna voru
fyrir þessa hækkun 21.422 krónur
á mánuði, en hækka í 24.111 krón-
ur 1. september. Þeir sem hækka
mest eru varðstjórar sem náð hafa
55 ára aldri. Laun þeirra voru
34.811 krónur, en hækka í 44.096
krónur. A móti missa lögreglumenn
spón úr aski sínum hvað varðar
aukavinnu; svokallaður hálftími,
sem greiddur hefur verið aukalega
í ferðatíma ef menn vinna eftir-
vinnu, breytist í stundarfjórðung.
Hjá þeim sem vinna mikla auka-
vinnu er talið að þetta samsvari
allt að launaflokks lækkun.
Ellefu bókanir almenns eðlis
fylgja samningnum. Þar er meðal
annars kveðið á um eflingu starf-
semi Lögregluskóla ríkisins og að
lögreglumenn sem lokið hafa námi
frá skólanum skuli ganga fyrir um
föst lögreglustörf. Þá er þar bókun
þar sem ákveðið er að aðilar vinni
að því að koma í framkvæmd í
Reykjavík hagkvæmara vaktakerfi
og skal slíkt kerfí tekið upp til
reynslu eigi síðar en 1. október
næstkomandi. Ennfremur er í
samningnum að fínna bókun sem
skuldbindur dómsmálaráðuneytið
til að ganga frá samningi um vopna-
burðarmái.
Afnám verkfallsréttar
í sérstakri bókun með samningn-
um er þess getið að aðilar hafí orðið
ásáttir um að afnema verkfallsrétt
lögreglumanna. í bókuninni segir
ennfremur að ríkisstjómin skuli
beita sér fyrir breytingu á lögum
um kjarasamninga opinberra
starfsmanna í þá veru að náist ekki
samkomulag um sérkjarasamning
Landssambands lögreglumanna
geti hvor aðili um sig krafíst þess
að lögreglumenn fái jafnmikla
hækkun og BSRB, BHMR, Sam-
að gæta að hann hefði í raun ekki
verið mikils virði í verkföllum
BSRB, þar eð lögreglumenn hefðu
ávallt verið skyldaðir til að vinna.
Ennfremur stæði fyrir dyrum auka-
þing Landssambands lögreglu-
skilja ákveðna hópa í öryggisþjón-
ustu og heilsugæslu verkfallsrétti.
Samkomulagið núna er liður í að
hrinda þessum hugmyndum í fram-
kvæmd og ég fæ ekki séð að það
gangi á skjön við vilja BSRB,“ sagði
Þorsteinn.
Óvissa um vilja
lögreglumanna
í Landssambandi lögreglumanna
Morgunblaðið/Einar Falur
Samningurinn var kynntur lögreglumönnum á fundi á Hótel Sögu siðdegis í gær. Fundurinn var öðrum
lokaður og lögreglumenn gættu þess að enginn óviðkomandi færi inn í salinn.
eru 594 félagar og þeir munu í
næstu viku kjósa um það hvort
þeir vilji samninginn eða ekki. Á
félagsfundinn á Hótel Sögu í gær
mætti á þriðja hundrað lögreglu-
manna. Fundurinn var lokaður
fréttamönnum, en það var mat
þeirra lögreglumanna sem Morgun-
blaðið ræddi við að menn hefðu
verið allánægðir með þá launa-
hækkun sem í samningnum felst,
en margir á hinn bóginn ósáttir við
afnám verkfallsréttarins.
Einar Bjamason sagðist engu
geta spáð um niðurstöðu atkvæða-
greiðslu lögreglumanna, en hvatti
til að menn samþykktu samninginn.
„Ég er vel sáttur við launalið samn-
ingsins og ýmsar bókanir, sérstak-
lega hvað varðar menntunarmál og
vinnutímamál, en ég viðurkenni að
í honum eru neikvæð atriði, einkum
er varðar verkfallsréttinn. Stétt lög-
reglumanna hefur verið að hrynja
undanfarið og ef þessi samningur
megnar að rétta hana við og breyta
stéttinni í fagfélag en ekki farand-
verkafólk, þá er hann til góðs,“
sagði Einar Bjamason, formaður
Landssambands lögreglumanna.
Þorsteinn Pálsson sagðist vera
sáttur við launalið samningsins:
„Þetta er mikil hækkun í prósent-
um, en á móti kemur að ýmiss konar
greiðslur falla niður og opnaður er
möguleiki á að taka upp nýtt vinnu-
skipulag í Reykjavík, sem yrði til
hagræðis fyrir ríkissjóð. Ég held,
að þegar á allt er litið, geti báðir
aðilar vel unað við þennan samn-
ing,“ sagði Þorsteinn Pálsson
fjármálaráðherra.
band íslenskra bankamanna og
Bandalag kennarafélaga hafa að
meðaltali fengið umfram lögreglu-
menn frá síðasta sérkjarasamningi
þeirra. Þetta fyrirkomulag kemur í
stað þess að vísa málinu til kjara-
nefndar.
Samningamir vom kynntir á fjöl-
mennum félagsfundi á Hótel Sögu
í gærdag. Þegar fundurinn var ný-
lega hafínn vom Einar Bjamason
formaður Landsambands lögreglu-
manna og Þorgrímur Guðmundsson
stjómarmaður kvaddir á skyndi-
fund með stjóm BSRB. Á þeim
fundi harmaði stjóm BSRB það
atriði samningsins þar sem lög-
reglumenn afsala sér verkfallsrétti.
Einar Bjamason sagði á fundi með
fréttamönnum í gærkvöldi, að
vissulega væri það neikvætt að
missa verkfallsréttinn, en þess bæri
manna í haust, þar sem úrsögn úr
BSRB yrði til umræðu.
Stjóm BSRB samþykkti síðan
ályktun vegna sérkjarasamninga
lögreglumanna (sjá annars staðar
á síðunni), þar sem þess er krafíst
af fjármálaráðherra að hann falli
frá þeim hluta samkomulagsins við
lögreglumenn, sem snýr að afnámi
verkfallsréttarins. Því neitaði Þor-
steinn Pálsson fjármálaráðherra.
Þorsteinn sagði við í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi að frá-
leitt væri að falla frá atriðum í
samningi sem aðilar hefðu orðið
ásáttir um. „í vetur lögðum við fram
ákveðnar hugmyndir um breytingu
á samningsréttarákvæðum, sem
voru í samræmi við þann vilja BSRB
að einstök félög bandalagsins fái
samningsrétt og þar með verkfalls-
rétt. Hins vegar tókum við skýrt
fram að nauðsynlegt væri að undan-
Þingflokkur sjálfstæðismanna.
Stefna í banka-
málum ákveðin
á næsta fundi
A móti skerðingu samn-
ingsréttar lögreglumanna
segir í ályktun stjómarfundar BSRB
Á STJÓRNARFUNDI BSRB í
gær var einróma samþykkt svo-
felld ályktun vegna kjarasamn-
inga lögreglumanna:
„Stjóm BSRB fagnar þeim
launahækkunum, sem flármálaráð-
herra hefur boðið lögreglumönnum
í viðræðum um sérkjarasamninga.
Jafnframt fordæmir stjóm BSRB
þau atriði sem fylgja með í samn-
ingnum, en í þeim felst stórfelld
skerðing á samningsrétti samtaka
lögreglumanna. í staðinn á að koma
viðmiðunarréttur við laun félags-
manna í nokkmm tilteknum heild-
arsamtökum, sem með vinnubrögð-
um úármálaráðherra er á
skipulegan hátt verið að reyna að
bijóta niður.
í viðræðum fulltrúa BSRB við
fjármálaráðherra í dag var þess
krafíst að hann félli frá þeim þætti
samkomulagsins við lögreglumenn,
sem miðar að skerðingu samnings-
réttar þeirra og annarra starfshópa,
en léti launahækkanir til lögreglu-
manna haldast. Þessari kröfu var
hafnað af ijármálaráðherra.
Stjóm BSRB skorar á lögreglu-
menn og allt launafólk á íslandi að
veijast með öllum tiltækum ráðum
ódulbúinni árás fjármálaráðherra á
grundvallarrétt samtaka launafólks
til þess að semja um kjör félags-
manna sinna sem frjálsir menn.“
ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðis-
flokksins fundaði i gær um
stefnu sína í bankamálum. Þar
gerði viðskiptaráðherra,
Matthías Bjamason, grein fyr-
ir stöðu mála og hugmyndum
sínum um framtíðarskipan
ríkisbankanna. Ólafur G. Ein-
arsson, formaður þingflokks-
ins, sagði að dagana 30.-31.
júlí yrði haldinn annar fundur
þar sem stefna flokksins yrði
mótuð endanlega. „Það getur
vart dregist lengur,“ sagði
Ólafur.
Ólafur sagði að umræðan hefði
að sjálfsögðu snúist mest um Út-
vegsbankann, og hvaða leiðir væri
skynsamlegast að fara í hugsan-
legri sameiningu bankanna.
Ákvarðanatöku var frestað til
næsta þingflokksfundar. Hann vildi
ekki skýra nánar frá umræðu á
fundinum. Aðspurður sagðist Ólaf-
ur ekki skilja hvað Framsóknar-
flokknum gengi til að skipa mann
af sinni hálfu f nefnd til að fjalla
um framtíð ríkisbankanna. „Við
teljum málið alls ekki á því stigi."
Þjóðleikhúsið;
Signý Pálsdóttir
ráðin leikhúsritari
Akureyri.
SIGNÝ Pálsdóttir, fyrrum leik-
hússtjóri á Akureyri, hefur verið
ráðin leikhúsritari við Þjóðleik-
húsið.
Signý hafði verið ráðin fréttamað-
ur við Rfkisútvarpið á Akureyri en
ekkert verður úr því að hún starfí
þar. Eiginmaður hennar, Ólafur H.
Torfason, hefur verið ráðinn til
Stéttarsambands bænda f Reykjavfk
og fylgir Signý eiginmanni sínum.
Leikhúsritari sér um samskipti við
fjölmiðla og hefur einnig umsjón
með bókasafni leikhússins, handrit-
um og sér um myndatökur. Signý
tekur því við störfum þeirra Arna
Ibsen, sem fer í árs leyfí, en hann
sá um bókasafnið, og Flosa Ólafs-
sonar, sem verið hefur blaðafulltrúi
Þjóðleikhússins undanfarið.