Morgunblaðið - 19.07.1986, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986
Það má segja frá leiksýningu
með ýmsu móti, til dæmis
með því að greina frá höfundin-
um, efnisþræði, leikstjórninni og
leikurunum svo eitthvað sé nefnt.
Eigum við ekki bara að prófa
þessa formúlu og beita henni við
að greina fimmtudagsleikritið að
þessu sinni: Sparisjóðinn eftir
Henrik Hertz.
Höfundurinn
Mér skilst að Henrik Hertz sé
danskur gyðingur sem uppi var frá
1798 til 1870. í formáia sem leik-
listarstjórinn Jón Viðar flutti kom
fram að Hertz hefði samið á sjötta
tug leikrita en aðrar heimildir telja
að eftir hann liggi ekki nema 25
leikrit og þar séu þekktust: Herr
Burchardt og hans Familie (1827),
Amor’s Geinstreger (1830), Svend
Dyrings Hus (1837), Kong Rene’s
Datter (1843) og svo fimmtudags-
leikritið: Sparekassen (1837). En
Hertz fékk ekki bara við að skrifa
leikrit helduroggagnrýni; vesalings
maðurinn. Ekki er gott að segja
hvaða stöðu Hertz skipar í dönsku
leikhúsi en nafn hans er oft nefnt
í sömu andrá og tveggja annarra
leikhússmanna Johans Ludvigs Hei-
bergs (1791—1860) og Jens Christ-
ians Hostrups (1818—92).
Sparekassen er af ætt fransks gam-
anleikhúss en Hertz samdi líka
rómantísk og söguleg verk sem
sjaldan heyrast. Ertu nokkru nær
lesandi góður um Henrik Hertz?
Ekki fann ég nú mikið um blessað-
an manninn í viðurkenndum upp-
sláttarritum og fræðibókum sem
merkir að annaðhvort er maðurinn
lítill kall í leikhússheiminum eða
ritstjórar leikhússfræðiritanna
standa ekki undir nafni.
VerkiÖ
Sparisjóðurinn hans Henrik
Hertz segir frá efnalítilli kaup-
mannsQölskyldu sem áskotnast stór
happdrættisvinningur. Er þessi
vinningur, ef vinning skyldi kalla,
siðan notaður til að lýsa inní inn-
viði hins smáborgaralega samfélags
en eins og við mátti búast í leikriti
frá þessum tíma skiptast þar menn
í nánast alvonda eða algóðar verur,
þótt persónusköpunin sé að vísu
margslungnari hjá Hertz en al-
mennt gerist hjá gamanleikjahöf-
undum þess tíma. Annars má hafa
saklaust gaman af þessum gaman-
leik sérstaklega eftir að uppvíst
varð að kaupmannshjónin hefðu
hiotið happadrættisvinninginn
góða. Þýðing Ragnars Jóhannes-
sonar er líka óvenju áheyrileg en
leikritið var áður flutt í útvarpi
1957.
Leikstjórnin
Þorsteinn Gunnarsson sá fjölhæfi
maður leikstýrði og fannst mér
hann fara helst til hratt yfir sögu
en þess ber að geta að Þorsteinn
valdi í leikhópinn óvenju marga
óreynda leikara. Ber að virða slíkt
framtak þótt ljóst sé að hinir gamal-
reyndu útvarpsleikarar er sumir
leikstjórar lqósa sér ætíð til farar
séu óhræddari við hljóðnemann og
hægari í fasi en þeir sem stíga
máski í fyrsta sinn á §alir útvarps-
ieikhússins.
Leikararnir
Erlingur Gíslason og Margrét
Helga Jóhannsdóttir léku hér kaup-
mannshjónin. Prýðilegt val hjá
leikstjóra því þessir gamalreyndu
leikarar eiga auðvelt með að bregða
sér í hlutverk óheflaðra persóna og
mættu íslenskir leikritahöfundar
gjaman skrifa sérstakt verk fyrir
þau Erling og Margréti. Fjölmargir
aðrir leikarar komu við sögu en ég
vil ekki gera upp á milli hinna ungu
leikara er stóðu sig nokkuð misvel
en koma tímar og koma ráð.
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP / SJÓNVARP
Fyrri laugardagsmyndin:
Fyrirfólk í klípu
■i Fyrri bíómynd
00 kvöldsins er
bresk, frá árinu
1963. Leikstjóri er Ant-
hony Asquith. Margir
frægir leikarar fara með
hlutverk í myndinni, og
skal fremstan telja Orson
Welies, en auk hans má
nefna stórstimin, Elisabeth
Taylor, Richard Burton,
Louis Jordan, Elsu Martin-
elli og Margareth Ruther-
ford. Elisabeth Taylor
leikur ofdekraða eiginkonu
milljónamærings, sem hef-
ur stungið af frá eigin-
manni sínum með
glaumgosa nokkrum er
Louis Jordan leikur. Millj-
ónamæringurinn fylgir
eiginkonu sinni á flugvöll-
inn, allsendis grunlaus um
undirferli hennar og ráða-
brugg. Er hann hefur ekið
konu sinni á flugvöllinn,
bíður hans svo orðsending
heima þar sem konan segir
frá ætlun sinni. Flugvélinni
seinkar og þá fer að syrta
í álinn hjá þeim brott-
hlaupnu. Fjölmargar aðrar
persónur koma við sögu
sem bíða eftir því að kom-
ast af stað, s.s. kvikmynda-
framleiðandi nokkur sem
leikinn er af Orson Welles.
Bylgjur:
Breskir tónlistarmenn
■■ Síðari bíómynd
00 kvöldsins er
”” bandarísk, frá
árinu 1979. Leikstjóri er
Richard Fleischer, en með
aðalhlutverk fara Michael
Caine, Peter Ustinov, Om-
ar Shariff, Rex Harrison
og William Holden. í mynd-
inni segir frá enskum lækni
sem kvæntur er afrískri
konu sem einnig er læknir.
Þau starfa f Vestur-Afríku
og gengur allt eins og í
sögu þar til konan er num-
in á brott af torkennilegum
fúlmennum. Allt bendir til
þess að alræmdur þræla-
sali hafi staðið fyrir illræð-
inu og beitir enski
læknirinn, sem leikinn er
af Michael Caine, allra
bragða til að heimta konu
sína að nýju.
■1 í kvöld er á dag-
00 skrá rásar tvö
““ þátturinn Bylgj-
ur í umsjón Ama Daníels
Júlíussonar og Ásmundar
Jónssonar. I þættinum
verður spjallað við þijá
breska tónlistarmenn sem
um þessar mundir eru
staddir hér á landi. Þau eru
Rose, önnur söngkvenna
hljómsveitarinnar Straw-
berry switch blade, Foz,
annar gítarleikari Mono-
chrome set, sem raunar er
hætt störfum og Tibet, sem
þekktastur er fyrir greinar
sínar í popptímaritinu
Sounds, en auk þess hefur
hann starfað í ýmsum
hljómsveitum. Þremenn-
ingamir em staddir hér-
lendis í tengslum við
vinnslu á nýrri plötu þeirra
Einars Amar og Hilmars
Amar, en á henni mun
vera flutt diskótónlist.
Þátturinn er klukkustund-
ar langur.
Sinna:
Menningarkrónika
1352
Sinna, þáttur
um listir og
menningarmál
líðandi stundar er á dag-
skrá í dag. Umsjónarmaður
þáttarins em Þorgeir Ól-
afsson og Ragnheiður
Gyða Jónsdóttir.
í þættinum verður sagt
frá norrænni menningar-
hátíð, N’ART í Reykjavík,
norrænni afmæliskveðju til
Reykjavíkurborgar í tilefni
200 ára afmælisins; m.a.
rætt við sænskan allsheij-
argoða, Thure Claus, og
Láms H. Grímsson um
framlög þeirra til hátíðar-
innar. Einnig verður sagt
frá leikför íslensks hóps til
Bandaríkjanna og fluttur
listapistill að norðan.
ÚTVARP
LAUGARDAGUR
19. júlí
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
7.30 Morgunglettur.
Létt tónlist
8.00 Fréttir. Dagskrá.
8.15 Veðurfregnir. Tónleikar.
8.30 Fréttir á ensku.
8.35 Lesið úr forystugreinum
dagblaðanna.
8.45 Nú er sumar
Hildur Hermóðsdóttir hefur
ofan af fyrir ungum hlust-
endum.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
9.20 Óskalög sjúklinga
Helga Þ. Stephensen kynn-
ir.
10.00 Fréttir
10.05 Daglegt mál
Endurtekinn þáttur frá
kvöldinu áður sem örn Ól-
afsson flytur.
10.10 Veðurfregnir
10.25 Morguntónleikar
a. Nýja fílharmóníusveitin
leikur þætti úr „Spænskri
svitu" eftir Isaac Albéniz:
Rafael Frubeck de Burgos
stjórnar.
b. Hljómsveit Tónlistarhá-
skólans í París leikur „Dans
máraþrælanna" úr óperunni
„Aidu" eftir Giuseppe Verdi;
Anatole Fistoulari stjórnar.
11.00 Frá útlöndum
Þáttur um erlend málefni í
umsjá Páls Heiöars Jóns-
sonar.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar
12.20 Fréttir
12.45 Veðurfregmir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
Af stað
Ragnheiöur Davíðsdóttir sér
um umferðarþátt.
13.50 Sinna
Listir og menningarmál
líöandi stundar. Umsjón:
Ragnheiður Gyða Ólafs-
dóttir og Þorgeir Ólafsson.
15.00 Píanótónleikar Vovka
Ashkenazy í Austurbæjar-
bíói 3. maí sl.
a. Sónata í As-dúr op. 110
eftir Ludwig van Beethoven.
b. Sónata i F-dúr K. 332
eftir Wolfgang Amadeus
Mozart.
c. Sónata i A-dúr op. 120
eftir Franz Schubert.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.16 Veðurfregnir.
16.20 Söguslóöir í Suður-
Þýskalandi
Þátturinn fjallar um ævin-
týrakónginn Lúðvík II í
Bæjaralandi. Umsjón Arthúr
Björgvin Bollason.
' 17.00 Iþróttafréttir
17.03 Barnaútvarpið
Stjórnandi: Vernharður
Linn-
et. Aðstoðarmaöur: Sigur-
laug M. Jónasdóttir.
17.40 Frá tónlistarhátíðinni í
Ludwigsburg í fyrrasumar
Rascher-saxofónkvartettinn
leikur á tónleikum 14. júní í
fyrra.
a. „Gaman og alvara" op.
156 eftir Maurice Karkoff.
17.30 Iþróttir. Umsjónarmað-
ur Þórarinn Guðnason.
19.20 Ævintýri frá ýmsum
löndum. (Storybook Inter-
national) 1. Manka snjalla —
Ævintýri frá Austurlöndum.
Nýr myndaflokkur fyrir börn.
I hverjum þætti er sögð
sjálfstæð saga og eru ævin-
týrin sótt til allra heimshluta.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Fyrirmyndarfaðir
(The Cosby Show) Niundi
þáttur. Bandariskur gaman-
b. „Linuteikningar" eftir
Samuel Adler.
c. Fjórir þættir úr „Fúgulist-
inni" eftir Johann Sebastian
Bach.
(Hljóðritun frá útvarpinu i
Stuttgart.)
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 Hljóð úr horni
Umsjón: Stefán Jökulsson.
20.00 Sagan: „Sundrung á
Flambardssetrinu" eftir
K.M. Peyton
Silja Aðalsteinsdóttir les
þýðingu sína (14).
20.30 Harmonikkuþáttur
Umsjón: Högni Jónsson.
21.00 Úr dagbók Henry Holl-
ands frá árinu 1810
Sjötti þáttur. Tómas Einars-
son tók saman. Lesari með
honum: Snorri Jónsson.
21.40 íslensk einsöngslög
Sigurður Björnsson syngur
lög eftir Gylfa Þ. Gíslason
LAUGARDAGUR
19. JÚLÍ
myndaflokkur í 24 þáttum.
Aðalhlutverk: Bill Cosby og
Phylicia Ayers Allen. Þýð-
andi: Guðni Kolbeinsson.
21.00 Með silfurskeið í munni
(The V.I.P.’2) Bresk bió-
mynd frá árinu 1963.
Leikstjóri: Anthony Asqujth.
Handrit: Terence Rattigan.
Aðalhlutverk Elizabeth Tayl-
or, Richard Burton, Louis
Jourdan, Elsa Martinelli,
' Margaret Rutherford og Or-
son Welles. Margt stór-
mennið hyggst taka sér far
með flugvél til Lundúnaflug-
velli en vegna þoku seinkar
flugvélinni. Sú töf getur
reynst ýmsum farþeganna
afdrifarík. Þýðandi Bogi Arn-
og Arna Bjömsson. Agnes
Löve leikur á píanó.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Laugardagsvaka
Þáttur i umsjá Sigmars B.
Haukssonar.
23.30 Danslög
24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæt-
10.00 Morgunþáttur
Stjómandi: Kristján Sigur-
jónsson.
12.00 Hlé.
ar Finnbogason.
23.00 Mansal (Ashanti).
Bandarísk biómynd frá árinu
1979. Leikstjóri: Richard
Fleischer. Aðalhlutverk:
Michael Caine, Peter Ust-
inov, Omar Sharif, Rex
Harrison, William Holden.
Enskur læknir er giftur konu
af afriskum ættum sem
einnig er læknir. Þau starfa
í Vestur-Afriku en þar kemur
að eiginkonan hverfur. Allt
bendir til þess að illræmdur
þrælasali hafi numið hana á
brott. Eiginmaöurinn neytir
allra bragða til þess að end-
urheimta konu sína. Þýð-
andi Björn Baldursson.
01.05 Dagskrárlok
urtónleikar — Ur fórum
Franz Liszts
Þrir ástardraumar, „Orf-
eus", sinfónískt Ijóð nr. 4
og sönglög við Ijóð eftir
Heinrich Heine. Umsjón Jón
Örn Marinósson.
01.00 Dagskrárlok.
Næturútvarp á rás 2 til kl.
3.00.
14.00 Við rásmarkiö
Þáttur um tónlist, íþróttir og
sitthvað fleira. Umsjón: Ein-
ar Gunnar Einarsson ásamt
íþróttafréttamönnunum Ing-
ólfi Hannessyni og Samúel
Erni Erlingssyni.
16.00 Listapopp
í umsjá Gunnars Salvars-
sonar.
17.00 íþróttafréttir
17.03 Nýræktin
Snorri Már 'Skúlason og
Skúli Helgason stjórna
þætti um nýja rokktónlist,
innlenda og erlenda.
18.00 Hlé.
20.00 Bylgjur
Ásmundur Jónsson og Árni
Daníel Júliusson kynna
framsækna rokktónlist.
21.00 Djassspjall
Vernharður Linnet sér um
þáttinn.
22.00 Framhaldsleikrit: „( leit
að sökudólgi" eftir Johann-
es Solberg
Þýðandi: Gyða Ragnars-
dóttir. Leikstjóri: María
Kristjánsdóttir. Fyrsti þáttur:
„Morð á þriöjudagsnótt".
(Endurtekið frá sunnudegi,
þá á rás eitt.)
22.45 Svifflugur
Stjórnandi: Hákon Sigur-
jónsson.
24.00 Á næturvakt
með Jóni Axel Ólafssyni.
03.00 Dagskrárlok.
SJÓNVARP