Morgunblaðið - 19.07.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.07.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986 Q 9 Meistarafélag iðnaðar- manna í Hafnarfirði Lokað vegna sumarleyfa Skrifstofa félagsins verður lokuð frá og með 21. júlí til og með 4. ágúst. 3 nætur \ fyrir aóeins 4.800 kr. Það er ekki á hverjum degi sem hægt verðurað gista á tlótel Örk í þrjár nætur fyrir aðeins 4.800. krónur. Nú gefst þeim sem vi\ja kynnast afeigin raun þessu umtalaða hóteli tækifæri til að gista þar á sérstöku kynningarverði Innifalið í verðinu er gisting fyrir einn ásamt morgunverði (continental). Aðgangur að sundlaug og gufubaði ásamt aðstöðu til að leika golf eða tennis. Þá er einnig sparkvöllur og hlaupabrautir fyrir þá sem vi{ja trimma. Frítt fyrfr börn sem ekki hafa náð 12 ára aldri. Allar frekari upplýsingar tyá Hótel Örk Hveragerði í síma 99-4700 eða á staðnum. HÓTEL ODK ekkert venjulegt hótel... Upplagseftirlit og auglýsendur Kostnaður vegna auglýsinga er í mörgum tilfellum stór hluti af útgjöldum fyrirtækja og stofnana. Af þessum sökum er þeim er taka ákvarðanir um auglýsingar nauðsynlegt að gera sér glöggva grein fyrir hvar sé best að auglýsa. Upplagseftirlit Verzl- unarráðs íslands fylgist með seldum eintökum tveggja dagblaða og sjö tímarita. Aðrir útgefendur hafa ekki séð sér fært að taka þátt í slíku eftirliti. Auglýsendur geta ekki sannreynt að sala þessara blaða og rita sé sú sem forráðamenn þeirra segja. í Staksteinum er fjaliað um þetta og eins um Alþýðubandalagið sem er í sárum. Fyrir hvem er upplagseftirlit? grein hér i Morgunblaðið þriðjudaginn 15. júlf mennirnir sækja Alls- Upplags- eftirlit Á undanförnum mán- uðiun hefur samkeppni á tímaritamarkaðnum harðnað verulega og margir spá þvi að hún eigi eftir að harðna enn frekar. Mörg ný tímarit og sum giæsileg hafa lit- ið dagsins ljós. Sam- keppnin er ekki aðeins um Iesenduma heldur ekki sist um augiýsend- ur. Stór hluti af kostnaði af útgáfu tíniarita, sem og dagblaða, er borinn uppi af auglýsingum. Og það er staðreynd að þau rit sem geta státað af fjölmennum lesendahópi eiga auðveldara með að afla auglýsingatekna. Hér á landi eru gefin út fimm dagblöð, auk Alþýðublaðsins. Aðeins tvö þessara dagblaða, Morgunblaðið og Dagur á Akureyri, hafa þorað að gangast undir eftirlit óháðs aðila um dreifingu blaðsins. Auk dagblaða er reglulega gefinn út tugur timarita, aðeins sjö þeirra hafa opnað bækur sínar fyrir upplagseftir- litinu, sem er í höndum Verzlunarráðs íslands. Þeir sem taka ákvarð- anir um augiýsingar hljóta að spyija sig þeirr- ar spumingar hvers vegna flestir útgefendur vilji ekki láta óháðan að- ila fylgjast með upplagi. f flestum tilfellum hafa auglýsendur aðeins orð þeirra sem gefa út við- komandi dagblað eða tímarit, fyrir þvi hver sé milan Fyrir hvern? Helgarpósturinn hældi sér af þvi fyrir skömmu að hafa rofið „30 þúsund eintaka múrinn“ og sagði þátttöku „í upplagseftir- liti út í hött meðan auglýsingastofur hunsa það“. f tilefni þessara ummæla ritaði Hilmar B. Jónsson matreiðslu- meistari og útgefandi Gestgjafans, sem er eitt fárra tímarita er taka þátt í upplagseftírlitinu, síðastliðinn. Þar segir Hilmar meðal annars: „Ég spyr: Fyrir hvem er upplagseftirlit? Heldur HP að það sé fyrir aug- lýsingastofur eingöngu? Upplagseftirlit blaða og timarita er fyrst og fremst fyrir þá sem borga auglýsingamar, þ.e. augiýsenduma sjálfa, ekki auglýsinga- stofumar. Vist geta augtýsinga- stofur nokkm ráðið þvi hvert þær vijja beina þvi fjármagni auglýsendanna sem nota á í auglýsingar I blöðum og tímaritum, en þær em þá ekki starfi sínu vaxnar ef þær nýta sér ekki upp- lagstölu Verzlunarráðs íslands og taka fremur trúanlega staðfestar töl- ur um sannariega seld eintök en einhvetja tölu um prentuð eintök sem enginn getur staðfest. Hvaða tryggingu hafa auglýsingastofur og aðr- ir fyrir þvi að HP sé prentað i 30 þúsund ein- tökum? Og hversu mörg em seld og lesin?" f niðurlagi greinar sinnar spyr Hilmar: „Hvort er þeim pening- um, sem notaðir em tíl auglýsinga, betur varið i blöðum og tímaritum sem þora að láta skoða hjá sér bókhaldið til þess að staðfesta tölur um sannarlega seld eintök, eða hjá hinum, sem alltaf finna sér einhveijar af- sakanir fyrir þvi að vilja ekki taka þátt i upplags- eftirlití Verzlunarráðs íslands?" ísárum Svavar Gestsson for- maður Alþýðubandalags- ins segir að máli Guðmundar J. Guð- mundssonar, sé lokið gagnvart Alþýðubanda- laginu. Þátt fyrir þessi orð er Ijóst að enn um sinn verður reynt að bola Guðmundi J. úr sætí sinu á Alþingi. Guðmundur segist ætla að halda áfram, enda sé þingsætí hans of eftírsótt tíl þess að hann láti það af hendi. Með þessum orðum er hann að senda Ólafi Ragnari Grímssyni, vara- þingmanni, skeytí. Olafur Ragnar hafði eygt þá von að endur- heimta þingsæti sitt Það er skiljanlegt að Ólaf Ragnar fýsi aftur á þing, enda óhægt að formaður alþjóðlegra þingmanna- samtaka sé varaþing- maður og komist aðeins í þingsali þegar aðal- herjarþmg Sameinuðu þjóðanna, eða þegar hlé eru á þingstörfum. Það hefur vakið athygli að Ólafur Ragnar hefur i blaðaviðtali blandað konu Guðmundar J. Guð- mundssonar inn i deil- urnar um heimsókn fulltrúa Alþýðubanda- lagsins á heimili þeirra hjóna. Alþýðubandalagið er i sáram. Eftír upphlaup svokallaðrar lýðræðis- kynslóðar á landsfundi flokksins fylgdu innan- flokksvig fyrir borgar- stjórnarkosningar. Þá vóg Óssur Skarphéðins- son að Siguijóni Péturs- syni, en eftír það framdi hann pólitiskt sjálfsmorð (a.m.k. um fyrirsjáanlega framtíð) í beinni útsend- inu sjónvarps. Össur þóttí efnilegur i sæmilegan stjórnmálamann, á með- an fólk þekkti hann litíð. Eftir þetta var gerð tílraun að koma for- manni flokksins inn á Þjóðvijjann sem ritstjóra, en það mistókst. Og nú höggva menn á báða bóga. Aðförin að Guð- mundi J. mistókst í þetta sinn, en menn sæta fær- is. Verkalýðshreyfingin hefur ekki átt upp á ball- borðið þjá Þjóðrijjanum og Þjóðvijjinn ekki upp á ballborð landsmanna. Fjármálaráðuneytið um fullyrðingar BHMR-forystunnar: Víst hefur verið stað- ið við g’efin fyrirheit... „FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ vísar á bug öllum fullyrðingum um að ekki hafi verið staðið við gefin fyrirheit varðandi samninga við BHMR og telur að þegar hafi verið gerðar allar þær kjara- breytingar, sem efni standa til á þessu samningstímabili,** segir m.a. í fréttatilkynningu, sem fjármálaráðuneytið sendi frá sér í gær í framhaldi af dómi Kjaradóms um laun ríkisstarfsmanna i Bandalagi háskólamanna. Fréttatilkynningin fer hér á eftir: „í tilefni af yfirlýsingum tals- manna Launamálaráðs ríkisstarfs- manna innan Bandalags háskóla- manna (BHMR) og einstakra aðildarfélaga þess um nýlegan kjaradóm um sérkjarasamninga BHMR vill fjármálaráðuneytið vekja athygli á eftirfarandi: Talsmenn BHMR hafa sett fram fullyrðingar um niðurstöður nefnd- ar um kjarasamanburð (NUK), sem ekki eru í samræmi við skýrslu nefndarinnar. í helstu niðurstöðum skýrslunn- ar, sem dregnar eru saman í upphafi hennar, segir svo í 1. tölulið: „Til- tölulega fáir starfshópar háskóla- manna í ríkisþjónustu eiga sér beinar hliðstæður á almennum markaði, en þeir eru einkum í verk- tæknilegum og viðskiptalegum starfsgreinum. Heildartekjur í þess- um starfsgreinum voru í maí 1984 yfirleitt um 10—25% hærri eftir að reiknað hefur verið með verðmæt- ari lífeyrisréttindum ríkisstarfs- manna." í þriðja tölulið samandreginna niðurstaða segir: „Sérstök óvissa ríkir um sambærileik dagvinnu- launa, eftir því hvemig starfsskyld- um og launakerfum er háttað á einkamarkaði..." Fullyrðingar talsmanna BHMR um að skýrslan leiði í ljós ótvíræðan mun launakjara, einkum dagvinnu- launa, háskólamenntaðra starfs- manna hjá ríkinu og öðrum vinnuveitendum er nemi mörgum tugum % fyrir hliðstæð störf, stang- ast augljóslega á við meginniður- stöður skýrslunnar. Mjög lítill hluti félaga í BHMR, innan við 10%, á sér beina hlið- stæðu í þeim starfsgreinum á almennum markaði, sem framan- greind niðurstaða skýrslu NUK tekur til, þannig að jafnvel hún hefur takmarkað yfirfærslugildi. Hins vegar er mikill meirihluti fé- laga í BHMR í störfum, sem einnig er sinnt af félögum annarra sam- taka opinberra starfsmanna og eðlilegra er að hafa hliðsjón af. Fjármálaráðuneytið vísar á bug öllum fullyrðingum um að ekki hafi verið staðið við gefin fyrirheit varð- andi samninga við BHMR og telur að þegar hafi verið gerðar allar þær kjarabreytingar, sem efni standa til á þessu samningstímabili. Fjármálaráðuneytið mun jafn- framt beita sér fyrir breytingu á lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna er beini umfjöllun um kjaramál háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna á eðlilegri brautir en verið hefur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.