Morgunblaðið - 19.07.1986, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986
Zbigniew
Herbert
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
Zbigniew Herbert: Selected
Poems. Translated by Czeslaw
Milosz and Dale Scott. Carcanet
1985.
Zbigniew Herbert: Barbarian in
the Garden. Translated from the
Polish by Michael March &
Jaroslaw Anders. Carcanet 1985.
Zbigniew Herbert fæddist í
Lwow 1924, hlaut menntun í Pól-
landi, dvaldi undir ógnarstjóm
nasista, tók þátt í andspymuhreyf-
ingunni og síðan tók stalínismann
við. Hann birti kvæði í tímaritum,
sem oftast voru bönnuð fljótlega.
Ástandið í Póllandi á þessum árum
var vægast sagt hryllilegt, fímmti
hver Pólveiji drepinn af hemáms-
liðinu og Rauði herinn beið fyrir
utan Varsjá, meðan nasistamir vom
að murka lífið úr borgarbúum.
Síðan hélst formyrkvunin allt til
1956, þegar þíðan hófst og þá birt-
ist fyrsta ijóðabók Herberts.
Alvares skrifar í formála fyrir
þessari endurútgáfu valinna ljóða
Herberts, að „í Vestur-Evrópu, sé
sú skoðun ráðandi að gjá skilji að
pólitík og skáldskap og að sú gjá
verði ekki brúuð, nema með niður-
koðnun skáldskapar í pólitiska
frasa. Ónákvæmni og frasasmíð
pólitíkusa getur aldrei orðið góður
skáldskapur, þótt ágæt skáld geri
þá tilraun, eins og t.d. Yevtus-
henko, Mayakowski og Spender á
vissu tímabili. Pólitísk ljóð verða
að vera einfeldningsleg og tak-
markaðrar víddar...“
Ljóð Herberts eru undanteking
frá þessari reglu. Ljóð hans eru
pólitísk, án þess að hlíta hinni
pólitísku kröfu um einfeldningslega
framsetningu. Og ljóð hans hljóta
að vera pólitísk, skáld sem lifði
hrylling stríðsáranna í Póllandi og
síðan andlega farsótt stalínismans,
og sem sér allt það svívirt eða bjag-
að, sem því er heilagt svarar með
andófi í ljóðum sínu, fordæmingu
þess raunveruleika sem það neyðist
til að búa við. í ljóðum Herbert er
írónían hans beittasta vopn. Her-
bert stóð einn, hann taldist ekki til
kommúnískra andófsmanna á nas-
istatímabilinu og ekki til kaþóiskra
á tímum stalínismans. Klassíkin er
styrkur hans, hann fer sparlega
með orð og líkingar og samtíðar-
menn hans eru Dante og Shake-
speare. Platónískur tærleiki og
raunveruleiki dagsins eru pólamir
í skáldskap Herberts. Pólitík og
klassík tengjast í þessum ljóðum,
viðhorf hans til Þúkyditesar og
nútíma herforingja birtist skýrt í
„Why the Classics" þar sem herfor-
ingi fomaldar geldur ættborginni
ófarir sínar með eilífri útlegð en
nútíma herforingjar og pólitíkusar
veija sínar ófarir með loðmulluleg-
um afsökunum og lognum Qöðrum.
Fortinbras kveður Hamlet, „what I
shall leave will not be worth a tra-
gedy“. Stjómmálamaðurinn og
valdsmaðurinn og verk þeirra verða
ekki tilefni tragedíu.
í flest öllum ijóðum Herberts er
ákveðin afstaða, pólitísk afstaða
gegn öflum myrkursins, hinum
pólitíska terrorisma, alræðisvaldi
þursanna. Gagnrýnin er oft sett
fram með tilvísun til atburða eða
mynda úr grískri eða rómverskri
fomöld eða þá með tilvísun til lista-
verka fortíðarinnar. Írónían er
styrkur Herberts. í „From Mytho-
logy“ segir frá litlum saltstyttum
af guði íróníunnar, það var í lokin
og „then came the barbarians. They
too valued highly the little god of
irony. They would crush it under
their heels and add it to their dish-
es.“
„Barbarian in the Garden" er
safn sviðsmynda, ferðaskissa og
hugleiðinga um listaverk og lista-
menn og sagnfræðilegra hugleið-
inga.
Fyrsta greinin Qallar um Lasc-
aux-hellanna, sem fundust fyrir
tilviljun 1940 og þar með hellamál-
verkin, sem hafa vakið furðu og
endalausar spumingar varðandi þá
tíma, þegar þau voru gerð fyrir ca.
tuttugu þúsund ámm. Lýsing Her-
berts á listaverkunum og umhverfi
þeirra er listilega gerð og hugrenn-
ingar hans um forsendur þeirra
víðfeðma. Svipmyndir Herberts frá
Arles tengjast listum, skáldskap og
sögu allt til daga Rómveija. Rúst-
imar segja honum sína sögu og
samtal hans við gamlan mann sem
mundi Van Gogh, en íbúar borgar-
innar voru lítt hrifnir af listamann-
inum á sínum tíma og söfnuðu
undirskriftum undir áskomn til yfir-
valdanna um að koma þessum
geggjaða málara á geðveikrahæli.
Askomnin var birt í blaði bæjarins,
„höfundunum til eilífrar skammar".
Herbert skrifar um Albigensa,
rannsóknarréttinn og trúbadúrana
og tekur upp mál Musterisriddar-
anna. Þessar ferðir hans inn í
fortíðina og vitundarlíf fyrri tíðar
manna einkennist af þekkingu og
næmleika og því ímyndunarafli,
sem lífgar horfnar kynslóðir og at-
burðimir geta verið að gerast nú.
Kynni Herberts af verkum Piero
della Francesca urðu honum tilefni
til skrifa um hann og verk hans.
Þessi málari gleymdist á 17. og 18.
öld, það var Stendhal, sem var til
þess að líkja honum við Uccello og
síðan taka Berenson og Longhi við
og Malraux telur hann til þeirra
meistara sem hafi orðið metnir að
verðleikum á 20. öld, þ.e. la Tour,
Vermeer, E1 Greco og Piero.
Alls em greinar Herbert í þessu
riti tíu talsins og hver annarri betri.
Þetta er ferðalag um uppsprettur
evrópskrar menningar skrifaðar af
einu fremsta skáldi Evrópu nútím-
ans, sem byggir eitt jaðarland
Evrópu, en það er einmitt algengt
að menn úr jaðarlöndum evrópskrar
menningar sé samevrópsk menning
dýrmætust og að þeir skilji fremur
öðmm sem búa miðsvæðis, gildi
hennar og þýðingu. Sbr. ágæta
grein Kundera i Granta 17, Prag:
A Disappearing Poem.
Zbigniew Herbert býr í jaðar-
Iandi, Qarlægðin skerpir skilning
hans fyrir gildinu og ekki síður það
þursaveldi yfir eigin þjóð, sem hann
verður að búa við.
Að sjálfsögðu er skopskyn
manna í heimsborginni mjög
svo frábrtigðið hinu íslenzka
og á miklu breiðara og víðtæk-
ara sviði. Daglegt líf, og hinar
skoplegu hliðar umhverfísins
og viðburða á listasviði em tek-
in til meðferðar en ekki nær
einungis stjómmál, svo sem er
einkennandi hér í fámenninu.
„Ef þú getur ekki verið
skemmtilegur, vertu þá áhuga-
verður," ráðlagði Harald Ross
samstarfsmönnum sínum, er
hann hóf útgáfu og mótun
þessa annálaða skopblaðs.
Fyrsta eintakið kom út hinn
19. febrúar 1925, svo að blaðið
hefur verið gefíð út í meira en
60 ár.
Rjómi allra nafntoguðustu
skopteiknara Bandaríkjanna
hafa teiknað í þetta blað og er
þá ekki í kot vísað þvf að sum-
ir eru heimsþekktir svo sem
Saul Steinberg, svo einhver sé
nefndur.
á þessa hlið teiknifagsins þar
vestra.
Það er vel til fundið hjá
menningarstofnuninni að setja
þessa sýningu upp og kynna
þar með þessa hlið amerísks
þjóðfélags - færir okkur heim
sannin um það, að Bandaríkja-
menn sjá einnig skoplegu
hliðamar á mannlífínu og geta
gert grín að sjálfum sér ef vill.
Svo sem alltaf þegar um
skopmyndir er að ræða, þá er
val mynda umdeilanlegt. Skop-
skyn Islendinga er mjög svo
frábmgðið hinu bandaríska
enda kom það fram á opnun-
inni, að glensið hitti mun betur
í mark hjá gestgjöfunum. Hins
vegar liggja frammi nokkur
tímarit og bækur á borði í saln-
um og er það ómaksins vert
að fletta í þeim því að þar
spretta fram ótal perlur ekki
síður en á sýningunni.
Sem sagt prýðilegt framtak,
sem rétt er að vekja sérstaka
athygli á.
„Dottie semur sjálf Ijóðin sin, en tónlistin er eftir Gustav Mahler.“
Teikningar og
skopmyndir
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Á neðstu hæð húsakjmna
upplýsingaþjónustu Banda-
ríkjanna að Neshaga 16 hefur
verið opnuð allsérstæð sýning.
Hér er um að ræða allmargar
teikningar og skopmyndir er
hafa birst í hinu fræga tímariti
„The New Yorker“.
Tímaritið er þannig hlið-
stæða „Spegilsins" á Islandi,
eins og hann var og hét en sá
er munurinn að Bandaríkja-
menn hafa eðlilega gengið að
langtum meira úrvali skop-
teiknara og nokkurri hefð. Þó
má ætla að útgáfa blaðsins
hafí virkað sem vítamínsprauta
Nýtt landslag
íslenzkir málarar hafa af
engri hefð meir að ausa en
landslagsmálverkinu, enda
nýta sér það fjölmargir en þ5
í full einhæfri mynd.
Ungir málarar, er aðhyllast
ný viðhorf hafa til skamms tíma
forðast þessa hefð sem heitan
eld og talið hana tákn hins
gamla og úrelta, sem farið
væri að slá í.
En ný viðhorf taka ávallt við
af hinum eldri enda verður
„nýjasta nýtt“ gamalt fyrr en
varir og áður en nokkur veit
af er þróunin komin í hring.
í „nýja málverkinu er allt
leyfílegt, svo fremi sem það er
framkvæmt hreint út og um-
svifalaust, — og er landslagið
hér engin undantekning. Þetta
hafa nokkrir ungir framúr-
stefnumálarar hagnýtt sér hér
heima og fyrir sumt eftir út-
lendri fyrirmynd en einnig með
hliðsjón af íslenzkri hefð.
Enginn er ég áróðursmaður
fyrir landslagi frekar en öðru
í myndlist en ég er hins vegar
hatrammt á móti útilokunartil-
hneigingunni, sem svo mjög er
áberandi í litlum og þröngum
þjóðfélögum, — og geta aldrei
verið annað en dellukenningar
að mínu mati. Því fagna ég
öllum breytingum er vísa til
heilbrigðari hugsunarháttar og
aukinnar víðsýni. Engin ástæða
er til þess að loka augunum
fyrir eigin umhverfí en svífa á
vængjum þykjustunnar til út-
lendra draumaheima og við-
horfa í myndefni sínu.
— Slíkar hugsanir sem þess-
ar sækja stíft á er myndir
Georgs Guðna eru skoðaðar,
en hann er nú með sýningu á
allmörgum smámyndum í
Mokka kaffí.
Þetta eru mjög einfaldar en
þó þrauthugsaðar myndir, mjög
misjafnar að gæðum en ákaf-
lega ásæknar er best lætur og
mun áhugaverðari mörgu því
sem hampað er í hinum viður-
kenndari sýningarsölum.
Hér er um nýja sýn á
íslenzku landslagi að ræða, sem
gerandinn hefur verið að þróa
með sér í mörg ár og af mik-
illi staðfestu. Kemur heim eftir
tveggja ára nám í Hollandi jafn
óspilltur og hann fór, — það
eitt sér er umtalsvert afrek.
Vek ég hér með athygli á
þessari sýningu.
Kaplakrikavöllur
FH - KR
í dag kl. 14.00