Morgunblaðið - 19.07.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.07.1986, Blaðsíða 15
15 Utn. .Gi ÍIUOAQHAOU/VJ ,(IlQAJaVlU OHOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986 CS33E» Morgunblaðið/Ámi Sæberg Spjaldskrá Háskólabókasafnsins. Þarna er verið að koma fyrir nýjum spjöldum. í skýrslu starfsnefndar um eflingu kemur fram að vegna starfsmannafæðar dragist skráning nýrra bóka oft úr hófi. „Háskólamenn verða að ganga heilshugar að því verki að bæta safnið“ Rætt við Einar Sigurðsson háskólabókavörð Einar Sigurðs- son háskóla- bókavörður á skrifstofu sinni. „Háskólabókasafn er ekki markmið í sjálfu sér. Það er hluti háskólans og þvi er ætlað að stuðla að eflingu hans. Vandi safns- ins er þvi vandi alls Háskólans." Þetta sagði Einar Sigurðsson háskólabókavörður í spjalli við blaðamann Morgunblaðsins um ástand og horfur í bókasafnsmálum Háskólans. Það hefur verið sagt um há- skólabókasöfn að þau séu púls háskólalífsins. Þau eru miðstöð þeirrar þekkingar sem stúdentar afla sér og nauðsynlegur bakhjarl við fræðistörf og rannsóknir. Enda eru gæði háskóla oft metin eftir bókasafni þeirra, það er besti mælikvarðinn á líf og virkni há- skólasamfélagsins. Því hefur einmitt verið haldið fram að lélegt ástand Háskóla- bókasafnsins eigi stóran þátt í því að kennsluhættir við Háskólann hafa þróast á óeðlilegan hátt. Lítill áhugi hefur verið á safninu meðal nemenda og kennara sem má heita undarlegt þegar til þess er hugsað hve velbúið bókasafn myndi stórbæta alla náms- og rannsóknaaðstöðu. Háskólabókasafnið hefur lengi búið við þröngan kost. Það hefur aldrei verið gert raunverulegt átak til að lyfta því upp á það svið sem svo þýðingarmikilli stofnun hæfir. Enda sést, þegar bomar eru saman tölur um um- svif þess og annarra bókasafná við háskóla á Norðurlöndum af svipaðri stærð og okkar, að það stenst engan samanburð. Illa gengnr að sinna brýnustu hversdags- þörfum Starfsnefnd um eflingu Há- skólabókasafns skilaði í vor frá sér skýrslu þar sem þessi mál eru tekin rækilega fyrir. Þar segir meðal annars að ástæða þess, að safnið hefur sífellt dregist aftur úr í framþróun Háskólans, sé ekki síst hirðuleysi kennara og sér- fræðinga um hag þess að kenna. Þetta hafi vond áhrif á kennslu- hætti, stúdentar venjist á að treysta eingöngu á kennslubækur og fyrirlestra ( námi sínu. Safninu þyrfti að ætla mun stærri hlut af heildaifyárveitingu Háskólans ef vel ætti að vera, eða um 6 pró- sent í stað 3 prósenta nú. í skýrslunni er margvíslegur vandi safnsins rakinn. Starfs- mannafæð valdi því að illa gangi að sinna brýnustu hversdagsþörf- um, svo sem skráningu rita, spjaldskrárvinnu, eftirliti með bókaskilum og röðun í hillur svo eitthvað sé nefnt. Bókaleysi hái safninu mikið, enda séu ritakaup með næsta tilviljanakenndum hætti, og kennarar hafí meiri áhuga á að koma sér upp litlum einkabókasöfnum í greinum sínum, en að efla Háskólabóka- safnið. Starfsnefndin lagði til mikla aukningu á umsvifum safnsins á næstu árum. Hún miðar einkum að því að efla það nægilega mikið til þess að það verði farið að gegna hlutverki sínu á viðunandi hátt þegar það flyst í Þjóðarbókhlöð- una eftir fjögur ár. Lagt er til að starfmönnum verði fjölgað í áföngum og verði þeir orðnir 24 þegar að flutningunum kemur árið 1990. Þeir eru nú 14 talsins. Jafnframt verði opnunartími safnsins lengdur, allur ritakostur skráður, og haldið áfram tölvu- væðingu safnsins, þannig að bæði útlán og öll nýskráning verði tölvuunnin. Einnig verði hátíða- salur Háskóians lánaður safninu til fjögurra ára, frá og með næsta hausti. Áhersla var lögð á að Háskólinn yrði að nokkru að treysta á eigið ráðstöfunarfé til þessara fram- kvæmda. Stungið var uppá því að minnka stundakennslu um tíu prósent og nota peninga sem þannig spöruðust í þágu safnsins. Þetta myndi tvöfalda rekstrarfé þess. Bókakaup verði þrefölduð og kostnaði af þeim mætt að ein- hveiju leyti með tekjum af Happdrætti Háskólans og hugs- anlega framlögum einstaklinga og stofnana. Háskólaráð kaus stjóm bóka- safnsins að tillögu nefndarinnar. í henni sitja Páll Skúlason pró- fessor í heimspeki, sem er formaður nefndarinnar, Einar Sigurðsson háskólabókavörður, Sveinbjöm Bjömsson forseti Raunvísindadeildar, Eyjólfur Sveinsson formaður Stúdentaráðs og Ragnar Ámason dósent í við- skiptafræði. Skipulega heildarupp- byggingu ritakosts hefur skort Og Einar Sigurðsson heldur áfram: „Háskólabókasafnið er rekið sem safnkerfi. Af bókakosti safnsins sem telur um 250.000 bindi eru rúmlega 100.000 bindi til taks í aðalbókasafni. Um 60.000 bindi eru dreifð á deilda- söfn víða um bæinn. Milli 80.000 og 90.000 bindi em í geymsluhús- næði sem bókasafnið hefur komið sér upp á ýmsum stöðum í bæn- um. Það háir safninu hve dreifð starfsemin er. Stærri einingar myndu bæta skipulagið mikið og eftirlit með bókum einnig. Van- höld em talsverð eins og er. Skipuleg heildamppbygging á ritakosti hefur ekki verið mögu- leg. Þess vegna hafa tilmæli einstakra kennara eða beiðnir um tiltekin rit ráðið mestu um bókavalið. Heildarútlán em um 30.000 bindi á ári en einnig em starfrækt svokölluð millisafnalán. Þannig geta safnnotendur pantað efni sem ekki er til í safninu og við útvegum það úr söfnum er- lendis. Það hefur verið treyst meira á þennan þátt í starfsemi safnsins en eðlilegt er vegna bóka- leysisins. Safnið hefur tekið nokkum þátt í fjölþjóðlegu samstarfí. Það er til dæmis aðili að norrænni samskrá tímarita. Starfsmenn safnsins hafa gott samband við starfsbræður sína á hinum Norð- urlöndunum. Einnig hefur safnið notið góðs af erlendum gagna- bmnnum. Þennan þátt í starfmu þarf að leggja rækt við. Háskólabókasafnið í Tromso í Noregi hefur stundum verið tekið sem dæmi um safn sem ætlað er að gegna sambærilegu hlutverki og Háskólabókasafnið hér. í há- skólanum í Tromso vom tæplega 2000 stúdentar árið 1984. 38 starfsmenn vom þá starfandi á bókasafninu og sem svarar 42 milljónum íslenskra króna varið til bókakaupa á ári. Á sama tíma notuðum við 3,2 milljónir árlega í þessu skyni. Hér em stúdentar rúmlega 4.000 talsins og starfs- menn bókasafnsins 14. Nýlega var bókasafnið í Tromso flutt í nýtt húsnæði sem er aðeins Qórð- ungi minna en Þjóðarbókhlaðan. Þetta dæmi lýsir því glögglega hve mikið menn leggja uppúr öflugu bókasafni þar á bæ. Mikilvæg-ast að há- skólamenn hagnýti sér safnið Hagur safnsins vænkast mjög við það að fá hátíðasal Háskólans til umráða. Það gerir því kleift að bæta lestraraðstöðu til muna og koma upp handbókasal og kennslubókasafni. Þannig gefst kennurum kostur á að beina stúd- entum í auknum mæli á safnið og vísa á einstök rit sem þeir hafa látið panta eða taka frá sér- staklega fyrir sín námskeið. Handbókaskortur er ef til vill hvað tilfínnanlegastur fyrir safnið, því þær em bráðnauðsynlegar við alla gagnaöflun. Það er raunar ekki ný hugmynd að safnið fái hátíðasalinn. Ég minnist þess að árið 1974 kom ég þeirri ábendingu á framfæri við háskólayfírvöld, að safnið yrði að fá hann til afnota ef Þjóðarbók- hlaðan yrði ekki komin í gagnið innan 5 ára. Það sem ég held þó að sé mikil- vægast fyrir framtíðarheill safns- ins er að háskólakennarar vakni til vitundar um gildi þess að það sé sem öflugasL Menn verða að láta af eiginhagsmunahyggju sinni í þessum efnum og samein- ast um að fá rekstri bókasafnsins það afl sem þarf. Heildarhags- muni þarf að setja ofar sérhags- munum. Þjóðarbókhlaðan er staðreynd og aðeins tímaspursmál hvenær hún kemst í notkun. Menn þurfa því að aðlaga starfshætti sína þeirri breytingu sem þá verð- ur. Tölvuvæðingin ger- breytir allri aðstöðu til upplýsingaöf lunar Hér á landi þekkja menn varla möguleika nútímalegs bókasafns. Þjóðarbókhlaðan felur í sér gífur- lega breytingu á aðstöðunni frá því sem nú er. Þar verður vinnuað- staða fyrir 800 manns, bæði á almennu lessvæði safnsins og í sérstökum lesbásum, sem stendur til að úthluta fólki sem vinnur að rannsóknarverkefnum lengri eða skemmri tíma. Frá því fyrst var farið að huga að byggingu Þjóðarbókhlöðunnar hefur það verið stefnan að sam- eina þar Háskóla- og Landsbóka- safn. Slíkt fyrirkomulag er ekki óþekkt, en mér er ekki kunnugt um að til þess hafi verið stofnað með líkum hætti og hér. Þar sem viss lágmarksstærð er nauðsynleg til þess að alhliða vísindalegt bókasafn teljist fullgilt tel ég víst að þessi sameining komi báðum söfnunum til góða. Þannig verða umsvif safnsins nægjanlega mikil til þess að hagnýting nýjustu tækni borgi sig. Tölvuvæðingin gerir alla upp- lýsingaöflun miklu fljótvirkari og einfaldari. Í framtíðinni er gert ráð fyrir að safnskrár allra meiri- háttar bókasafna á landinu verði sameinaðar á eina tölvuskrá. Þá verður hægt að komast í beint samband við slíka samskrá um gagnanet, og fínna með lítilli fyr- irhöfn öll þau rit sem til eru í söfnunum. Það er ekki í sjónmáli að tölvu- tæknin leysi bókina að hólmi. Gildi þessarar tækni er fyrst og fremst fólgin í að auðvelda mönnum að- gang að prentuðu efni. Þó er til í dæminu að venjulegar bækur séu á tölvutæku formi. Sá möguleiki er einnig fyrir hendi að til dæmis stórar alfræðiorðabækur séu geymdar á svokölluðum leisiskíf- um. En bókin heldur velli um fyrirsjáanlega framtíð svo bóka- söfn verða ekki úrelt þing. í Þjóðarbókhlöðunni er gert ráð fyrir því að hópar geti hist og fundað, þar verða nokkur herbergi í því augnamiði. Þar verður einnig fyrirlestrasalur sem meðal annars myndi koma að gagni við kynn- ingu á safninu. Örgögn og nýsigögn svokölluð verða og að- gengileg. Til dæmis er vel hugsanlegt að menn geti fengið að skoða fyrirlestra af myndbandi í þar til gerðum básum. Þannig gætu menn farið yfír fyrirlestra sem þeir hafa misst af eða þurfa að rifja upp. Ég held að menn átti sig ekki vel á því hvílíka breytingu á öllum starfsháttum Háskólans nýtt og vel búið bókasafn getur haft í för með sér. Einmitt þess vegna er afskaplega mikilvægt að safnið gangist fyrir kynningum og áróð- ursstarfsemi, svo háskólamenn hrífíst með. Það er algjört grund- vallaratriði að heilshugar sé gengið til þessa verks og að þeir sem vettlingi geta valdið taki þátt í uppbyggingunni. Samkvæmt forsögn um Þjóðar- bókhlöðu er gert ráð fyrir nokkr- um sérsöfnum í deildum og stofnunum háskólans, er þá séu háð vissum skilyrðum um rekstur og þjónustu. En eins og áður seg- ir er hömlulaus dreifíng safnsins afar óheppileg. Það þarf að leggja á það mikla áherslu í framtíðinni að sem allra mest af ritum sé aðgengilegt á einum stað. Það má alls ekki gerast að Þjóðbóka- safnið verði einskonar úreldingar- stöð; taki við bókum og tímaritum frá smærri sérsöfnum þegar ekki er lengur þörf fyrir þau þar. Til þess að safnið nýtist sem skyldi verður það að geyma það nýjasta og besta sem fáanlegt er í sem flestum greinum. Það er einmitt af þessari ástæðu sem svo mikil- vægt er að hvetja háskólamenn til þess að hugleiða mál Háskóla- bókasafnsins og styrkja innviði þess sem allra mest áður en að flutningi í nýju bókhlöðuna kem- ur.“ - JÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.